Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 12 Fj öldadrápin í Eistlandi Greinargerð Eðvalds Hinrikssonar andmælt eftir Þór Jónsson Hlutdeild Eistlendinga í glæpum nasista í seinni heimsstyijöld er ekki unnt að vefengja, svo rækilega er hún sönnuð með skjölum og vitn- isburðum. Eistneska lögreglan og heimavarnarsveitirnar Omakaitse frömdu ódæðisverkin. Eðvald Hinriksson, sem var for- ingi Omakaitse í Vönnuhéraði í suðausturhluta Eistlands sumarið 1941 og háttsettur lögreglumaður í höfuðborginni Tallinn um haustið, skrifar þess vegna gegn betri vit- und, þegar hann í greinargerð sinni hinn 5. þ.m. heldur því fram, að einungis yfirmaður þýska hersins í Tallin „hafði heimild til að fyrir- skipa aftökur“. Ekki verður heldur hjá því kom- ist að gera athugasemd við villandi fullyrðingu hans um að „gyðinga- hatur þekktist ekki í Eistlandi". Stækt gyðingahatur Tortryggni og frumstæðra for- dóma í garð gyðinga gætti ekki síður í Eistlandi en öðrum löndum Austur-Evrópu. Fram að seinni heimsstyijöld var sambúðin engu að síður friðsamleg, enda voru gyð- ingar í landinu aðeins 4.500, ekki nema 0,4% af þjóðinni, og sárafáir í góðum efnum. Sagifélag gyðinga var heldur ekki sniðgengið, þegar stjórnvöld buðu minnihlutahópum menningarlegt sjálfræði, og skólar þeirra fengu styrki úr opinberum sjóðum. Hvað olli þá þeim fjandskap, sem gyðingum var sýndur í stríðinu og leiddi til útrýmingar þeirra í land- inu? Eistland varð fyrst hernumdra landa Hitlers lýst „Judenrein“. Eistlendingar benda yfirleitt á að áberandi margir gyðingar hafi tekið þátt í alls konar óhæfuverkum eftir valdarán kommúnista árið 1940. Eðvald Hinriksson skrifar: „Vit- að er að nokkur hundruð þeirra [þ.e. gyðinga] tóku þátt í síðustu dögum [sic!] stríðsins við Þjóðveija árið 1941 sem liðsmenn „Eyðilegg- ingarhersveitarinnar“...“ Stalín ætlaði spellvirkjahópunum (Eyðileggingarhersveitunum) að skilja eftir „sviðna jörð“ handa inn- rásarliði nasista. I Eistlandi voru um 5.600 manns í þessum hópum, þar af voru 90 gyðingar (1,6%), ekki „nokkur hundruð“, eins og Eðvald heldur fram. Að meðtöldum gyðingum í sovésku öryggislögregl- unni NKVD (KGB) verða þeir 140 samtals. Til samanburðar má geta þess að Sovétmenn höfðu látið myrða FLUGVÉL flugmálastjórnar var flogið rúmlega 100 klukku- stundir fyrir ráðuneyti og aðr- ar ríkisstofnanir á síðasta ári og flugvél Landhelgisgæslunn- ar var flogið í rúmlega 40 stundir fyrir hið opinbera. Eru þetta nokkru færri tímar en undanfarin ár þegar flugið hefur verið að meðaltali um 200 tímar fyrir ráðuneyti og ríkisstofnanir. Flugmálastjórn og Landhelgis- gæslan hafa yfir að ráða flugvél- eða flytja í útlegð um 500 eistneska gyðinga, flesta virðingarmenn hins fámenna hóps gyðinga í landinu. Þvi má bæta við að gyðingar, sem börðust fyrir sjálfstæði Eistlands í frelsisstríðinu árið 1918, voru nær því helmingi fleiri en hinir, sem skipuðu sér í sveit með sovésku herliði árið 1941. Þegar Rauði herinn hörfaði und- an þýska norðurhemum flúðu flest- ir eistneskir gyðingar land til Sovét- ríkjanna. Um það bil eitt þúsund gyðingar urðu eftir í Eistlandi. Þeim var öllum útrýmt, nema þremur, sem tókst að fela sig til stríðsloka. Væri um venjulega hefnd að ræða fýrir þátttöku í spellvirkjahóp- unum eða sovésku öryggislögregl- unni, hefði hún ekki beinst gegn öllum gyðingum, konum, börnum og gamlamennum, án sundurgrein- ingar, — og alls ekki gegn þeim sem fremur en að hlaupa í faðm Stalíns kusu að vera um kyrrt og fara hvergi. Skýringin er þess í stað stækt gyðingahatur. Einhver ljótasti bletturinn á eistnesku þjóðinni er hve sorglega fáir komu gyðingunum til hjálpar, þegar helförin hófst. Kaldhæðni örlaganna veldur því, að gyðingar, sem fluttir voru nauðugir til Síberíu og komu aftur til Eistlands löngu eftir stríð, geta þakkað Stalín lífg- jöfina. Aftökur Omakaitse Vegna hinnar hroðalegu með- ferðar sem Eistlendingar sættu undir sovéskum yfirráðum frá árinu 1940 til 1941, fögnuðu allflestir nasistunum og börðust við hlið þeirra til að frelsa landið undan oki kommúnismans. Á hinn bóginn er erfitt að skilja með hvaða hætti lögreglusveitir og heimavarnarliðið Omakaitse, sem fremur var refsi- flokkur en hersveit, vörðu fóstur- jörðina með því að m.a. myrða gyð- inga og óbreytta borgara. Skýrslur nasistanna sjálfra sýna, að þeir vildu í lengstu lög forðast að óhreinka sjálfa sig á þeirri „sóða- vinnu“ (Dreckarbeit) og létu þess vegna heimamenn að miklu leyti um hana. í leyniskýrslu undirhershöfðingja SS, Franz Stahleckers, yfirmanns drápssveitanna Einsatzgruppe A, er m.a. fjallað um starfsemina í Eistlandi til hins 15. október 1941. í henni prísar SS-foringinn dygga aðstoð eistnesku lögreglunnar og Omakaitse við að útrýma gyðing- um. Skýrslan var lögð fram sem sönnunargagn, auðkennt 180-L, í stríðsglæparéttarhöldunum í Niirn- berg. um sem nota má til farþegaflutn- inga þó aðalverkefni þeirra séu við eigin verkefni þessarra stofnana. Flugvél Flugmálastjórnar er af gerðinni Beechcraft E-90 King Air og vél Gæslunnar er af gerð- inni Fokker F-27 Friendship. Verðlagt fyrir kostnaði Ráðherrar og embættismenn hafa stundum notað þessar flug- vélar til að flytja sig, bæði innan- lands og til útlanda, og í önnur verkefni. Fram kom hjá Friðrik Sophussyni í Morgunblaðinu síð- Eðvald Hinriksson skrifaði í bréfi hinn 7. júní árið 1945 til útlendinga- eftirlitsins í Svíþjóð að skömmu eftir komu Þjóðverjanna til Tartu- sýslu hafi hann verið settur foringi yfír öllum heimavarnarsveitunum (Omakaitse) í Vönnuhéraði. Það er í samræmi við gögn, sem ég hef séð í Ríkisskjalasafni Eistlands. í nýlegri greinargerð sinni segir Eðvald að yfirmaður þýska herafl- ans hafi einn haft heimild til að fyrirskipa aftökur. Það er rangt. í Ríkisskjalasafni Eistlands er til doðrantur með skrá um fanga Omakaitse og refsingu sem þeir hlutu. Kemur í ljós við lestur bókar- innar að dauðarefsing var ekki fá- tíð sumarið 1941, hvorki í Vönnu né annars staðar. í skránni er að finna nöfn líflátinna manna, sem Eðvald Hinriksson lét handtaka og yfirheyrði sjálfur. Yfirheyrslu- skýrslur með undirskrift hans hafa varðveist í skjalasafninu. Öll gögn eru skrifuð á eistnesku. Mál Osvalds Ratsepps er ágætt dæmi. Hann var handtekinn af Omakaitse í Vönnu hinn 12. ágúst 1941, og yfirheyrður af foringjan- um, Eðvaldi Hinrikssyni. í skýrsl- unni kemur fram að Rátsepp sé kommúnisti, sem Rauði herinn hafí skipað að taka þátt í spellvirkjahóp- um, en hann óhlýðnast skipuninni. „Persónulega vildi ég ekki takast á hendur verkefnið, sem kommún- istaflokkurinn fól mér, því að flokksstarfið hafði valdið mér von- brigðum,“ segir hann samkvæmt skýrslunni. Þess í stað gefur hann upplýsingar um hina og þessa kommúnista og hvar spellvirkjahóp- arnir hafi falið vopn. í vitnaleiðslum í borgardómi Stokkhólms árið 1946 varðandi meinta stríðsglæpi Eðvalds Hinriks- sonar kvaðst bílstjóri hans, Eik Varep, hafa ekið Eðvaldi og fanga hans, téðum Rátsepp, til leynilegra vopnabirgða spellvirkjahópanna. Að sögn Vareps fann Eðvald skamm- byssur á þeim felustað, sem Rátsapp vísaði honum á. Hver urðu afdrif hins samvinnu- fúsa fanga? Bílstjórinn vissi þau ekki, en í fyrmefndri skrá um refs- ingar fanga stendur að Osvald Rátsepp hafi verið tekinn af lífi í Vönnu hinn 22. ágúst 1941. Án dóms og laga Eðvald Hinriksson heldur því fram að þýsk herlög hafi verið í gildi í Eistlandi á þessum tíma. Að visu eru áhöld um það, en skýrt skal tekið fram að jafnvel sann- færða Iiðsmenn spellvirkjahópanna mátti ekki skjóta á staðnum án réttarhalda, hvort sem í gildi voru astliðinn föstudag að það kæmi fyrir að flugvélar ríkisins væru notaðar, en þá eingöngu vegna þess að það væri talið ódýrara en áætlunarflug, til dæmis vegna þess að margir færu saman. Flug- málastjórn og Landhelgisgæslan hafa verðlagt flugferðirnar með það í huga að verðið standi undir kostnaðinum við flugið. Fyrir ári var flugtíminn á Flugmála- stjórnarvélinni reiknaður á tæpar 60 þúsund kr. og 75 þúsund á Gæsluvélinni. Þór Jónsson „Ég er einungis að benda á að Eðvald Hin- riksson fer með rangt mál í veigamiklum at- riðum, til þess, að því er virðist, að hlífa sér við alvarlegum ásökun- um um stríðsglæpi.“ lög hins eistneska eða þýska ríkis! Föngum var þó sjaldnast gefinn kostur á að veija sig. Til að mynda minnist Valve Volt- Sudak þess að hafa farið ásamt frænku sinni að finna Eðvald í höf- uðstöðvum hans í Vönnu til að mótmæla því að Omakaitse í hérað- inu tæki fanga af lífi án dóms og laga. Skjal R-64-4-975 í Ríkisskjala- safni Eistlands sýnir svo að ekki þarf um að villast að þessar heima- varnarsveitir rannsökuðu mál, dæmdu í þeim, og fullnægðu dauða- dómum. Öll formsatriðin eru aðeins gagnsæ tilraun til að ljámálarekstr- inum blæ réttarfars. í raun voru leikreglur réttarríkis þverbrotnar. Um er að ræða ákæru Omakaitse í Tapa á hendur fimmtíu og fjög- urra ára gömlum manni, Jan Tamm að nafni, kommúnista, sem m.a. var sakaður um margháttaða aðstoð við Rauða herinn og að leyna flótta- mönnum og eignum þeirra fyrir Þjóðveijum(I). Ákæran er undirrituð af lögreglustjóra. Hinn 2. septernber 1941 eru rannsóknargögnin látin dómnefnd Omakaitse í té, sem kemst samdæg- urs að þeirri niðurstöðu að Jan Tamm beri að taka af lífi. Dómur- inn er undirritaður af sama lög- reglustjóra og ákæran og hefur stimpil héraðsdómarans í Tapa; stimpil eistneska lýðveldisins! Næsta dag er niðurstaða dóm- nefndarinnar borin undir yfirmann þýsku herdeildarinnar á svæðinu, sem staðfestir dóminn. Á baksíðu skjalsins stendur að lögreglustjóri láti hinn ákærða, Jan Tamm, „dæmdan af dómnefnd Omakaitse í Tapa, sem foringi Omakaitse skipar“, í hendur Om- akaitsesveitarinnar til fullnægingu dóms. Þetta stendur skrifað fullum fetum. Lögreglustjórinn, eistneskur liðs- maður Omakaitse, fyrirskipar af- tökuna. Þó skrifar Eðvald: „Eist- neskir lögreglumenn höfðu ekki þá heimild.“ Neðar á sama skjali er athuga- semd um að Jan Tamm hafi verið seldur í hendur aftökusveit Omaka- itse hinn 4. september. Neðst á skjalinu stendur handskrifað að for- ingi aftökusveitar Omakaitse hafi tikynnt að dómi hafi verið fullnægt sama dag. Hlutur nasista í örlögum Jans Tamms var eingöngu að fallast á ákvörðun Eistlendinganna. Hvorki skulu bornar brigður á ættjarðarást þessara manna né Eðvalds Hinrikssonar. En hún hreinsar þá ekki af gruninum um stríðsglæpi. Aðstoðar lögreglustj ór i Þegar eftir hernám Tallinnborgar hinn 28. ágúst 1941, er eistneska öryggislögreglan (Stjómmálalög- reglan) endurreist. Aðeins 16 af 260 yfirmönnum lögreglu í landinu höfðu lifað af drápsherferð NKVD. Fullyrðing Eðvalds í greinargerð- inni um að hann hafi ekki verið „yfirmaður í lögreglunni" er í hróp- andi ósamræmi við upplýsingar í æviminningum hans, Ur eldinum til íslands, t.d. á bls. 121: „Ég var nú einu sinni eini foringinn sem hafði starfað í hinum fyrrverandi aðalstöðvum PolPol [öryggislög- reglunni] sem var enn á lífi og við störf“. Eðvald Hinriksson tók virkan þátt í enduruppbyggingu öryggis- lögreglunnar, sem hafði að mark- miði að uppræta kommúnista, tagl- hnýtinga sovétmanna, gyðinga, tat- ara o.fl. Öryggislögreglan hafði aðsetur í Aðalfangelsinu í Tallinn. Starfsemi hennar fólst í handtök- um, yfirheyrslum og fangelsun „óvina ríkisins“, ákvörðun refsingar og loks fullnægingu dóms með að- stoð Omakaitse. Oft var þetta gert í miklum flýti. Stundum leið aðeins sólarhringur frá handtöku fanga til aftöku hans. Um alla borgina voru spjöld með áskorun til alþýðunnar um að gefa lögreglunni vísbendingar um gyð- inga. Erica Schein, ekkja gyðings- ins Efraims Schein, sem var myrtur i stríðinu, segir að það hafi verið eistnesk lögreglusveit sem handtók bónda sinn. Eðvald Hinriksson seg- ir að „sérstök deild' innan SS-sveit- anna leitaði þá [þ.e. gyðingana] uppi og handtók þá“. Það má vera rétt, ef átt er við að eistnesk lög- regla og Omakaitse hafi verið deild í SS. Sægur handtöku- og varðhalds- skipana á hendur meintum komm- únistum (í augum lögreglunnar voru t.d. allir gyðingar kommúnist- ár) hafa varðveist í Eistlandi með undirskrift Eðvalds. Hann var að- stoðarlögreglustjóri og starfaði við rannsóknar- og upplýsingadeild ör- yggislögreglunnar uns hann var sjálfur fangelsaður í lok nóvember 1941. Á þessum þremur mánuðum hafði öryggislögreglan í Tallin handtekið meira en helming allra gyðinga í landinu og voru allir tekn- ir af lífi. Konur og börn af gyðinga- ættum voru send í dauðabúðirnar í Harku. Álit Sandlernefndarinnar Forstöðumaður Simon Wiesen- thal-stofnunarinnar aflaði sér gagna frá KGB um athafnir Eð- valds Hinrikssonar á stríðsárunum og afhenti ríkissaksóknara á ís- landi. Eðvald segir í grein sinni að þau séu ónothæf sönnunargögn og kallar sænska þingnefnd sér til full- tingis. Ur því að Eðvald treystir sænsk- um þingnefndum mun ég vitna í digra skýrslu Sandler-nefndarinn- ar, þingnefnd, sem rannsakaði með- ferð sænskra yfirvalda á flóttafólki eftir stríð. Samkvæmt nefndarálitinu munu Eðvald Hinriksson og félagi hans Roland Leppik hjá eistnesku lög- reglunni hafa yfirheyrt og dæmt gyðinga og aðra til dauða. Eftir því sem segir í skýrslunni voru hinir dauðadæmdu líflátnir í skógi fyrir utan Tallin af eistnesku heimavarn- arsveitunum. Enn fremur er tekin trúanleg lýsing bílstjórans, Vareps, sem eftir störf hjá Omakaitse var ráðinn til öryggislögreglunnar, en hann sagð- ist hafa séð Eðvald Hinriksson mis- þyrma þar gyðingi. (Varep er raun- ar enn á lífi.) Sandler-nefndin hafði aðgang að öllum upplýsingum, sem sænsk yf- irvöld höfðu um Eðvald; einnig skýrslunum úr fyrmefndum vitna- leiðslum í borgardómi Stokkhólms, sem Eðvald segir í grein sinni að sanni sakleysi sitt. Þingnefndin hef- ur lagt annan skilning í þá vitnis- burði. Eftir að Eistland hlaut frelsi á ný og Ríkisskjalasafnið var opnað almenningi hafa orðið opinber gögn, sem styðja staðhæfingu Sandler-nefndarinnar um að eist- Flugvélar Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslu 140 tímar fyrir ráðuneytin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.