Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Viðræður um þyrlu-
kaup eftír fáar vikur
Ingi Bjöni
Albertsson
Daviö
Oddsson
ÞYRLUMÁLIÐ, eða nánar tiltekið lagafrumvarp Inga Björns AI-
bertssonar (S- Rv) um þyrhikaup, var til 2. umræðu í gær. Davið
Oddsson forsætisráðherra taldi þetta frumvarp vera óþarfa og
gailaða lagasmíð. Það væri Ijóst að innan örfárra vikna hæfust
viðræður á grundvelli þingsályktunar Aiþingis frá 12. mars 1991.
Stjórnarandstæðingar og Ingi Björn Albertsson telja að þetta frum-
'varp hafi knúið rOdsstjórnina tQ aðgerða í þessu málL
Frumvarpið sem var til 2. um-
ræðu i gær gerir ráð fyrir að: „1.
Ríkisstjómin skal á árinu 1993
gera samning við framleiðendur
eða seljendur um kaup á björgun-
arþyriu fyrir Landhelgisgæsluna.
2. Fjármálaráðherra er heimilt fyr-
ir hönd ríkissjóðs að taka lán á
árinu 1993 að Qárhæð allt að 150
milljónum kr. eða jafnvirði þeirra
upphæðar í eriendri mynt.“
Ifyrsti flutningsmaður frum-
varpsins er Ingi Bjöm Albertsson
(S-Rv) en meðflutningsmenn era:
Steingrímur Hermannsson (F-Rn),
'ÓIafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn),
Kristín Astgeirsdóttir (SK-Rv),
Guðmimdur Hallvarðsson (S-Rv),
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) og
Anna Ólafsdóttir Bjömsson (SK-
Rn).
Frumvarpið var lagt fram 13.
október í fyrra og afgreitt til alls-
heijamefndar 12. desember. Fyrri
hluta janúarmánaðar skilaði alls-
herjamefnd nefndarálitum. Það
vakti eftirtekt að nefiidin klofnaði
í sínum álitum ekki eftir hefð-
bundnu mynstri stuðningsflokka
stjómar og stjómarandstöðu.
Meirihluti allsheijamefndar var í
þessu máli skipaður fulltrúum aiira
stjómarandstöðuflokkanna og þar
að auki fyrsta flutnmgsmanni,
Inga Bimi Albertssyni, og hans
flokksbróður í Sjálfetæðisflokki,
Eyjólfi Konráði Jónssyni (S-Rv).
Meirhlutinn nefndarinnar mælti
með samþykkt frumvarpsins.
Minnihluti nefndarinnar hins-
vegar er skípaður af Sígbimi
Gunnarssyni (A-Ne) varaformanni
nefndarinnar og fulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins, Bimi Bjamasyni
(S-Rv) og Sólveigu Pétursdóttur
(S-Rv). Minnihluti nefndarinnar
lagði til að frumvarpinu yrði vísað
til ríkisstjómarinnar með tilvísan
tfl þess að unnið væri að þessu
máli, m.a. væra kannaðir mögu-
leikar á kaupum á þyriu sömu
gerðar og vamariiðið notaði og
hvort og hvemig mætti haga sam-
starfi og samnýtingu. Það var einn-
ig bent á að Sigurður Líndal laga-
prófessor teldi gildi þessarar laga-
setningar takmarkað ef nokkuð
vegna þess að einhver einn aðili
gæti ekki skyldað annan aðila til
að ganga til samninga.
verið lögð í það að skoða þetta
mál af hálfu ríkisstjómarinnar.
Hún tók skýrt fram að gildi pen-
ingaviðmiðana væri lítið þegar um
væri að ræða tæki til björgunar
mannslífa. En það yrði að vanda
þetta mál og meta valkosti. Þyria
af sömu gerð og vamariiðið notaði
myndi að öllum líkindum kosta um
600 miUjónir ef hún væri keypt í
gegnum útflutningsmiðstöð
Bandaríkjahers, annars 800 miUj-
ónir. Ný þyria af gerðinni Super
Piuna myndi kosta um 800 miUjón-
ir. Fleiri tölur hefðu verið nefndar,
allt upp í 1.000 miHjónir þegar
varahlutir og þjálfun væri meðtal-
ið, og þá væri rekstrarkostnaður
eflir.
Talmaður minnihluta var þess
fullviss að undirbúningi og athug-
un sérfræðinga ríkisstjómarinnar
yrði lokið innan skamms. Hún
minnti einnig á það að allar heim-
ildir tU að taka ákvörðun um þyriu-
kaup væru fyrir hendi samanber
heimfld í fjáriögum til að ganga
tfl samninga um kaup á björgunar-
þyriu fyrir Landhelgisgæslu ís-
lands og taka tfl þess nauðsynleg
Ián.
„Kanadekur"
Stjómarandstæðingar töluðu
fjölmargir og lögðu áherslu á að
ríkisstjóminni hefði verið heimflt
að ganga frá þyriukaupum í tæp
tvö ár. Nú væri þoUnmasðin þrotin
og þess vegna hefði þetta fram-
varp verið lagt fram tfl þess að
ríkisstjórninni væri skylduð sam-
kvæmt lögum að framfylgja vilja
Alþingis frá því í mars 1991. Ingi
Bjöm Albertsson (S-Rv), fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins,
staðfesti þennan skilning stjómar-
andstæðinga fyrir sína hönd. Ingi
Bjöm lét nokkur orð faUa um sam-
starf við vamariiðið um þessi efni
m.a; „Þetta kanadekur þama suð-
urfrá er gjörsamlega út í hött“
Ingi Bjöm taldi að fyrmeftit
Jcanadekur" gengi ekki upp. Hann
talaði um metnaðarleysi og skort
Á stolti. Að „aronskan" svifi svo
um þingsali að með ólíkindum
væri. Ami Johnsen (S-Sl) taldi
umræðuna um kaup á björgunar-
þyriunni vera í sérkennilegum far-
vegi. Þegar farið væri út í „per-
sónulegt níð og svívirðingar“ úr
ræðustóU og svívirðingar um starf
bandaríkskra þyriuflugmanna.
Hann talaði um „spenntar taugar“
fyrra ræðumanns og menn ættu
að „sjá sóma sinni i því að keyra
ekki úr hófi fram og fara offari“.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv)
þóttist hafa heyrt á sínum ferii sem
sjálfetæðismaður verri brigsl en
„kanadekur“ og þótti ekki alvar-
legt. Honum virtist það verra brot-
ið að ekki hefði enn verið keypt
þyrla; „allt svikið“.
Skaðleg lagasmíð
Ræður Inga Bjöms Albertssonar
og Ama Johnsens urðu þingmönn-
um úr Uði stjómarandstæðinga tfl-
efni nokkurra orðræðna. Var Ingi
Bjöm mjög Iofaður en Ámi John-
sen átalinn að sama skapL Davíð
Oddsson forsætisráðherra gaf
hins vegar ræðu Inga Bjöms það
einkunn að hún væri „nánast ekki
svara verð“. Forsætisráðherra taldi
túna þingsins ekki vel varið til
þess að ræða „þetta frumvarp,
þessa lagasmíð“. Hann taldi að
þetta frumvarp skaðaði framgang
þyriukaupa ef eitthvað væri. Ráð-
herra sagði að samstaða væri um
að veita allar heimildir til kaupa
þyriu. Hann visaði því á bug að
máiið hefði verið tafið með athug-
unum og könnunum. Það væri
mikið að gerast um þessar mundir
á þyriumörkuðunum. Þeir sérfræð-
ingar sem dómsmálaráðherra hefði
skipað, teldu sig þurfa örfáar vikur
til að fara yfir síðustu upplýs-
ingar. Það væri því ekkert því til
fyrirstöðu að þegar í vor yrði geng-
ið tfl samningaviðræðna. Forsæti-
sætisráðherra lagði áherslu á að
menn hefðu viljað hafa aUa kosti
í þyrlukaupunum á borðinu. Menn
væru að tala um griðariega ijár-
festingu og að væri ábyrgðarieysi
að finna að því að menn vildu
vanda vel tfl undirbúnings á slíkum
kaupum, á tæki sem ætti að duga
okkur lengL
Til þyrlukaupa gengið
Stjórnarandstæðingar voru
mjög ósammála forsætisráðherra
um gildi framvarpsins og haldfesti
lagagreina þess. þótti svör forsæt-
isráðherra ekki ljós eða fuUnæg-
andi um hvort ráðist yrði í þyriu-
kaup og hehnfld í fjáriögum notuð.
Davíð Oddsson taldi sighafa svar-
að skýrt. Efiaisatriði myndu liggja
fyrir innan örfárra vikna og þá
myndu menn ganga til viðræðna á
þeim grundvelU sem þingið hefði
þegar gefið en „ekki á grundveUi
þessa vitlausa, marklausa frum-
varps". Stjómarandstæðingum
þótti enn eklri nægjalega skýrt
svarað. Davíð Oddsyni var nokkur
raun af „þessum skripaleik". Ríkis-
stjómin myndi innan fárra vikna
ganga til samninga um kaup á
þyrlu. Þetta skfldu allir sem vildu
fylgja þessu máli af einhverjum
heflindum en ekki pólitískum
skripaleik. Forsætisráðherra svar-
aði varðandi notkun lántökuheim-
fldar 6.13 í 6. grein Qárlaga. Þeg-
ar gengið væri tfl samninga um
kaup á þyriu án þess að veitt væri
tfl þess flármunum á flárlögum;
þá væra þeir með þeim hætti að
nota þá heimfld sem þeir hefðu til
að binda ríkisg'óð.
Ingi Bjöm Albertsson (S-Rv)
fagnaði yfiriýsingu forsætisráð-
herra um að gengið yrði til samn-
inga um kaup á björgunarþyriu og
vænti þess að við það yrði staðið.
Hann vildi hins vegar ekki taka
undir það að flutningur þessa
frumvarps og umræða hefði verið
tímaeyðsla. Hann taldi að flutning-
ur frumvarpsins hefði leitt til þess
mikla sigurs sem nú væri að vinn-
ast. Það hefði t.d. þrýst á um það
að heimildargrein 6.23 var sett inn
í fjáriögin. Nú væri ríkisstjómin
ioks að iáta undan þrýstingi. Hann
taldi þó nauðsynlegt að samþykja
þetta frumvarp sem hér um ræddi;
það myndi ekki gera neitt annað
en styðja ríkisstjómina í viðleitni
sinni tfl að Ieiða máUð tfl lykta.
Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv)
fagnaði því að til þyriukaupa yrði
gengið strax í vor. Guðmundur
sagði að ýmis orð hefðu faUið í
þessari umræðu sem kannski hefðu
betur verið ósögð. Það skipti öllu
að þyriukaupamálið næði fram að
ganga. Með hvaða hætti sem það
yrði.
2. umræðu varð lokið en at-
kvæðagreiðslu frestað.
Fiskeldisstefna verði mörkuð
Þverpólitísk þingmannatillaga
TÍU þingmenn úr öllum flokkum hafa Iagt fram þingsályktunartQ-
lögu um rannsóknir á þróun fiskeldis á Islandi fram til aldamóta.
Flutningsmenn segja að íslendingar verði að gera ráð fyrir að I
framtíðinni muni þorskafurðir úr hefðbnndnnm sjávarútvegi lenda
í samkeppni við hafbeitar- og/eða eldisþorsk á mörkuðum. Þess
vegna sé nauðsynlegt að móta heildarstefnu í fiskeldi jafnhliða
Ríksstjórn þæft óhóflega
Við umræður í gær minnti
Kristinn BL Gunnarsson (Ab-Vf),
talsmaður meirihluta allshetjar-
nefndar, á ályktun Alþingis frá 12.
mars 1991: „Alþingi ályktar að
fela ríkisstjóminni að sjá til þess
að á árinu 1991 verði gerður samn-
ingur um kaup á fullkominni björg-
unarþyrlu fyrir Landhelgisgæsl-
una.“ Hann sagði að núverandi
ríkisstjóm hefði dregið og þæft
þetta mál. Þess vegna væri þetta
frumvarp flutt. Ræðumaður vitn-
aði mjög til margra áiyktana um
að ráðist yrði í þyriukaup. Kristni
var einkar ljúft að vitna tfl skrifa
og ályktanna sjálfetæðismanna um
þetta efiii.
Ríkisstjórn skoðað vandlega
Talsmaður minnihlutans og for-
maður allsherjamefndar, Sólveig
Péturdóttir, rakti í sinni ræðu
nokkuð forsögu þessa máls og
starf sérfræðinganefnda. Hún
sagði Ijóst að mikil vinna hefði
mótun sjávarútvegsstefnu.
Tillaga tíumenninganna er sú
að Alþingi álykti að „fela ríkis-
stjóminni að gera áætlun um rann-
sóknir og þróun fiskeldis á íslandi
fram til aldamóta. Aætlunin skal
taka til bæði eldis ferskvatnsfiska
og sjávarfangs. Markmið áætlun-
arinnar skal vera að móta stefnu
þannig að fyrir aldamót verði ís-
lendingar í fremstu röð þjóða hvað
varðar þekkingu á eldi fiska og
annars sjávarfangs".
Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar er Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(F-Ne) en meðflutningsmenn era:
Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Lára
Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv),
Einar K. Guðfinnsson (S-Yf),
Ragnar Amalds (Ab-Nv), Jóhann
Ársælsson (Ab-Vl), Anna Ólafe-
dóttir Bjömsson (SK-Rn), Kristín
Ástgeirsdóttir (SK-Rv), ðssur
Skarphéðinsson (A-Rv) og Rann-
veig Guðmundsdóttir (A-Rn).
I greinargerð með tfllögunni
segir að framboð sjávarafúrða hafi
á síðustu árum aukist vegna vax-
andi framleiðslu eldisafurða og allt
bendi til þess að vægi eldis muni
aukast enn frekar á komandi árum.
Það verih' að gera ráð fyrir að
helstu fisk- og sjávardýrategundir
í eldi muni verða þær sem þegar
hafi fótfestu á mörkuðunum,
þ. ám. nokkrir helstu nytjafiskar
Islendinga.
Það er flutningsmönnum tillög-
unnar veralegt áhyggjuefni að:
„Þróun fiskeldis á Isiandi er ekki
í svipuðum takti og þróun eldis í
þeim löndum sem við helst viljum
bera okkur saman við. Ef svo held-
ur sem horfir mun Island hverfa
úr tölu þeirra þjóða sem teljast
stórar á sviði sjávarafurða og verð
og eftirspum á þeim afurðum, sem
við framleiðum, fer að lúta öðram
lögmálum en hingað tfl.“
Með greinargerðinni er birtur
ýmis talnafróðleikur, þar kemur
m.a. fram að á árabilinu 1970-90
hefur neysla sjávarfangs aukist úr
rúmlega 40 milljónum tonna í rúm-
lega 70 milljónir tonna. Af þessari
aukningu má rekja um 9 milljónir
tonna tfl aukins fiskeldis. Flutn-
ingsmenn minna á að eldisfram-
leiðsla hafi leitt tfl mikillar verð-
lækkunar á Iaxamörkuðum. Aukið
framboð á eldisrækju hafi einnig
haft veruleg áhrif á markaðsverð
okkar kaldsjávarrækju.
Flutningsmenn benda á að verð
á nýjum eldístegundum sé oftast
hátt í byijun þegar framboð sé lít-
ið en með aukinni framleiðsiu megi
reikna með verðlækkun. Tfl að
greiða niður dýran en nauðsynleg-
an þróunarkostnað vegna upp-
byggingar eldis nýrra tegunda sé
nauðsynlegt að koma snemma inn
í eldisferilinn eins og dæmið um
íslenska laxeldið sýni. Mikilvægt
sé að fylgjast vel með markaðsþró-
un og stunda rannsóknir á nýjum
tegundum tfl að geta hafíð eldi á
heppilegum tíma með hliðsjón af
stöðu markaða.
Flutningsmenn segja að íslend-
ingar verði að gera ráð fyrir að í
framtíðinni muni þorskafurðir úr
hefðbundnum sjávarútvegi lenda í
samkeppni við hafbeitar- og/eða
eldisþorsk á mörkuðum. Þess
vegna sé nauðsynlegt að móta
heildarstefnu í fiskeldi jafnhliða
mótun sjávarútvegsstefnu.
<
í
í
í
í
í
í
i
<
€