Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjómarfulitnii Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjöm Jóhannsson, Ámi Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Bjöm Vignir Sigurpálsson. Ritstjóm og skrifstofun Aöalstræti 6, sími 691100. Augiýsingan Aöal- stræti 6, sitni 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjaid 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Betur má ef dugaskal Tskýrslu Qármálaráðuneytisins X um ríkisfjármál árið 1992, sem lögð var fram á Alþingi á miðvikudag, kemur fram að rekstrarhaili rílrissjóðs og láns- Qárþörf ríkisins minnkuðu um nær helming milli áranna 1991 og 1992. Þá.lækkuðu beinlínis ríkisútgjöld milli ára í krónu- tölu. Þetta eru jákvæðar fregnir. Hjá því verður hins vegar ekki litið að rekstrarhallinn var eftir sem áður verulegur, 7,2 millj- arðar króna, eða 1,9% af lands- framleiðslu. Það er líka verulegt áhyggju- efiú að þrátt fyrir háJeit áform um spamað við fjárlagagerð hvers árs er raunin oft sú, þeg- ar upp er staðið, að viðkomandi útgjöld hafa faríð langt fram úr heimildum. í skýrslu fjármálaráðuneytis- ins kemur m.a. fram að útgjöld vegna sjúkratrygginga fóru rúman milljarð fram úr fjárlög- um á siðasta ári. Skýrist þetta roeð því að ekki tókst að ná fram áformuðum 800 milljóna króna spamaði í lyfjakostnaði og fór lyfjakostnaður sjúkra- tryggðra 490 milljónir fram úr áætlun. Lækniskostnaður fór 300 milljónir fram úr fjárlögum þrátt fyrir aukna kostnaðar- þátttöku sj úkratryggðra. Tann- réttinga- og tannlækn akostnað- ur fór 300 milljónir fram úr áætlun og daggjaldagreiðslur fóm 200 milljónir fram úr heim- ildum. Einnig má nefiia að niður- greiðslur landbúnaðarafurða urðu 285 milljónum króna hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir og aðrar greiðslur vegna búvöm- framleiðslu fóm 473 miUjónir fram úr fjárlögum. Hér er um vemlegar upphæð- ir að ræða og getur á engan hátt talist eðlilegt að einstakir liðif fjárlaga fari þetta mikið fram úr áætlun. Hvað veldur? Var hinn áætlaði spamaður í fjárlögum óraunhæfur frá upp- hafx? Eða virða þeir, sem þessi mál varða, einfaldlega að vdt- ugi þann ramma sem fjárlögin setja? Hver svo sem skýringin er þá er Ijóst að rflrisútgjöld verða aldrei hamin fyrr en sama virðing er borin fyrir fjárlögum og öðrum lögum þessa iands. Ósannfærandi skýringar Upplýsingar um greiðslur ríkissjóðs vegna þinga og firoda ýmissa starfsstétta, sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra veitti í fyrirspumartíma á Alþingi í síðustu viku, hafa vak- ið töluverða athygii. Framlag til Búnaðarfélags Islands nemur á þessu ári um 80 milljónum króna og hafa framlög rflrisins að jafiiaði num- ið um 75% af tekjum, félagsins. Jón Helgason, formaður Búnað- arfélagsins, segir í Morgunblað- inu í gær að ríkið greiði ákveð- in verkefni, s.s. leiðbeininga- þjónustu samkvæmt jarðrækt- ar- og búfjárlögum, og dugi framlag þess varia til. Bændur gálfir greiddu hins vegar „fé- lagslega þáttinn", svo sem kostnað við Búnaðarþing. Þegar Jón Helgason var spurður hvers vegna ríkið greiddi þennan kostnað en ekki atvinnugreinin sjálf svaraði hann að „svona væri þetta búið að vera í heila öld“ og löggjafanum ávallt þótt eðlilegt. Jónas Haraldsson, formaður Fiskifélags íslands, segir í Morgunblaðinu í gær að það eigi sér „fyrst og fremst sögu- legan aðdraganda" að kostnað- ur við Fiskiþing Fiskifélagsins sé greiddur af ríkissjóði en bæt- ir jafiiframt við að hann þekki ekki þá sögu. Kostnaður vegna Fiskiþings nam 3,3 milljónum króna á slð- asta ári og í fjáriögum þessa árs er gert ráð fyrir tveimur milljónum vegna þingsins. Jónas Haraldsson segir að alltaf megi um það deila hvort ríkið eigi að bera þennan kostn- að en bendir á að Fiskifélagið sé hálfopinber stjómsýslustofn- un, sem hafi meðal annars það hlutverk að safna saman upp- lýsingum um q'ávarútveginn og gefa út. Fiskiþing sé hluti af því starfí. Það er athyglisvert að for- ystumenn jafiit Búnaðarfélags- ins sem Fiskifélagsins beita fyT- ir sig sögulegum rökum. Þetta hefur ávallt verið svona og því eðlilegt að þetta verði svona áfram. Skýringar af þessu tagi eru vægast sagt ósannfærandi og úr tengslum við þann raun- veruleika sem íslendingar búa við í dag. Ef ná á tökum á rflrisútgjöld- unum verður að leita allra hugs- anlegra leiða til spamaðar. I því sambandi duga ekki þau rök að ákveðnir kostnaðarliðir hafi ver- ið greiddir af hinu opinbera ára- tugum saman, eða jafnvel í heila öld. Eimskip tapaði 41 milljón króna í fyrra Tap af hefðbundnum rekstri nam 214 millj. EIMSKIP tapaði 41 milljón króna á starfsemi sinni árið 1992 samkvæmt ársrriknmgnm félagsins, sem samþykktir voru á stjórnarfundi i gær. Rekstrarafkoman var nran lakari, þvi að tap af hefðbundnum rekstri fyrir skatt var 214 miljjómr. í frétt frá féiaginu segir að rekstr- ariekjur Eimskips og dótturfélaga á árinu 1992 hafi numið 7.172 milljðn- um en 8.026 milljónum árið 1991. Lækkun milli ára er því um 11%. Eigið fé félagsins var 4.258 milljónir í ársiok og eiginfjárhlutfaii 45%. 2,6% samdráttur Arið 1992 voru heíldarfiutningar félagsins og dótturfélaga 913.000 tonn en voru 937.000 tonn árið 1991, sem er 2,6% samdráttur. Þessi sam- dráttur varð fyrst og fremst í inn- ílutningi með áætlunarskipum félags- ins eða um 14% en aðrir flutningar jukust eða stóðu í stað. Aukning varð í áætiunarflutningum milli erlendra hafna um 28%. Aðalfundur 4. mars Aðalfiindur verður haidinn á Hótel Sðgu fimmtudaginn 4. mars. Þar verður Iðgð fram tillaga stjómar um að greiða 10% arð til hluthafa og að hlutafé félagsins verði hækkað um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Upplýst fíkniefna- mál á Djúpavogi RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Eskífírði og lögregian á Fáskrnðsfírði hafa upplýst fíkniefnamál á Djúpavogi, handtekið mann og lagt haid á 11 grömmm af kannahisefmim og 1,5 grömm af amfetamíni. Maðnrinn, sem er á þrítugsaidri, gekkst við brotinu og játaði að hafa veitt fíeiri siíkum sendingum viðtöku frá því í haust en kvaðst hafa neytt alls efnis- ins sjálfur. Að sögn Jónasar Vilhelmssonar lögreglufulltrúa á Eskifirði fékk lög- regian vísbendingu sl. föstudag um að fíkniefnasending væri á leiðinni til manns á Djúpavogi. Lögreglumenn vöktuðu pakkann á pósthúsinu og þegar maður kom að sækja hann fyr- ir þann sem skráður var viðtakandi, var sá handtekinn. í Ijós kom að hann var að gera kunningja sínum, sem ekki hafði komist í pósthúsið fyrir lokun, greiða og tengdist málinu ekkL Á laugardag var svo skráður við- takandi handtekinn af lögreglu á Fáskrúðsfirði og færður til yfir- heyrslu. Þar játaði haiin að í pakk- anum væru 11,5 grömm af maríjúana og 1,5 grömm af amfetamíni sem hann ætti sjálfur og kvaðst hafa feng- ið slíkar sendingar áður frá því síðast- liðið haust til eigin neyslu. Hann hef- ur áður verið handtekinn með fikni- efiii eystra en var laus úr haldi eftir yfirheyrslur. Skiptastjórar og veðhafar FRÁ fundi skiptastjóra þrotabús EG með veðhöfnm þeim sem eiga veð í skipum þrotabúsins. Fyrir enda borðsins eru skiptastjóramir og bræðumir Stefán og PáU Amór Pálssynir. Skiptastjórar þrotabús EG héldu fund með veðhöfum í skipunum Veðhafar vilja bíða með sölu SKIPTASTJÓRAR þrotabús Einars Guðfínnssonar hf. héldu síðdeg- is í gær fund með þeim sem eiga veð í skipum þrotabúsins, Dagr- únu og Heiðrúnu. „Niðurstaða fundarins var sú að þessir aðalveðhaf- ar, eins og Landsbanki, Fiskveiðasjóður, Byggðastofnun og fleiri, ákváðu að rétt væri að bíða tvær til fjórar vikur, til þess að sjá hvað kæmi út úr þeim tilraunum sem nú er verið að vinna að,“ sagði Stefán Pálsson, annar tveggja skiptastjóranna í samtali við Morgunblaðið í gær. Stefan sagði að því hefði verið ur að þiýsta á að skipin yrðu boðin ákveðið að augiýsa ekki skipin á upp á nauðungaruppboði. „Það frjálsum markaði að sinni, né held- veganesti sem við skiptastjóramir höfiim frá veðhöfunum, er að bíða og sjá til. Samt sem áður munum við taka á móti tilboðum, bæði hvað varðar kaup eða ieigu, berist þau þrotabúinu," sagði Stefán. Bjargráðanefndin, sem skipuð var af forsætisráðherra til þess að reyna að finna leiðir til að kvóti á norðanverðurm Vestfiörðum nýtist sem best og hagkvæmast, átti síð- degis í gær fund með Ólafi Kristj- ánssyni, bæjarstjóra i Bolungarvík, og Ólafi Benediktssyni, formanni bæjarráðs Bolungarvíkur. Baldur Gunnlaugsson, formaður nefhdar- innar, sem auk hans er skipuð þeim Bjarka Bragasyni fyrir hönd Byggðastofnunar og Friðgeiri M. Baldurssyni, frá Landsbanka, sagði að afloknum fundinum að á honum hefifi verið farið yfir máiin, aðilar hefðu kynnt sín sjónarmið, en engin ákvörðun hefði verið tekin. Unnið yrði áfiram að málinu. Breytingar á EES-samningnum Ætti ekki að verða efnislegur ágrein- ingur á Alþingi - segir formaður utanríkismálanefndar BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkisraálanefndar Alþingis, segist ekki eiga von á miklum deilum á Alþingi vegna áorðinna breytinga á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. I gær náðist samkozmtft lag á samningafundi i Brussel un fráhvarfs Svisslendinga. „Þetta samkomulag staðfestir að þarna er fyrst og fremst um tækni- leg atriði að ræða," sagði Bjöm. Hann sagði að í umræðum á Al- þingi hefði þróunarsjóðurinn, sem EFTA-rflrin sem eftir em hafa nú samþykkt að hækka greiðslur sínar í, ekki verið mikið ágreiningsefni. „Ég held að menn hafi frá upphafi gert sér grein fyrir að það kynni að koma til einhverra slíkra fjár- greiðslnatil að ná jafnvægi í þessum samningi og ég sé ekki að það ætti að valda efnislegum ágreiningi um þetta mál að greiðslur íslendinga hækka kannski um 17 milljónir á ári,“ sagði Bjöm. Hann sagði að eins og málíð horfði við sér, væri því tiltölulega einfalt fyrir Alþingi að afgreiða málið. Hann vfldi þó ekki segja til um hvenær það yrði eða með hvaða formi. Annars vegar gæti það gerzt með framvarpi og hins vegar-með þingsályktun. Stjórnarandstaðan telur Alþingi þegar hafa ákveðið sig Bjöm benti á að í umræðum um frumvarp til samkeppnislaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær, hefði breytingar á samningnum vegna komið fram af hálfu stjómarand- stöðunnar að Alþingi hefði þegar tekið ákvörðun um EES-aðiidina og íslendingar skuidbundið sig að þjöðarétti til þátttöku í EES. Kosið í Stúdenta- ráðHÍ KOSII) var til Stúdentaráðs og Háskólaráðs í Háskóla íslands í gær. Tveir listar voru í fram- boði, listi Röskvu, samtaka fé- lagshyggjufólks, og listí Vöku, félags lýðræðissmnaðra stúd- enta. Kosið var um þrettán sæti í Stúd- entaráði ogtvo Háskólaráðsfulltijía. sem ja&framt eiga sæti í Stúdenta- ráði. Úrslit kosninganna lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hátt í þúsund Evjamenn skora á deiluaðila að koma Herjólfi í rekstur að nýju Tel mikilvægast að bæjaryfirvöld fái þessa aðila til að láta af verkfalli - segir Davíð Odds- son forsætísráðherra Á ÞRJDJA hundrað ökumenn þeyttu fíautur bifreiða sinna til að leggja áhershi á að reglu- bundnar ferðir Vestinannaeyja- feijunnar Heijólfs hæfust að nýju á fjölmennum borgarafundi ofan- vert á Básaskersbryggju I Vest- mannaeyjum í gær. Ályktun fund- arins þar sem skorað er á deiluað- ila að koma skipinu i rekstur strax var afhent Tryggva Jónassyni, úr stjórn Heijólfs, og SævaJdi Elías- syni stýrimanni. Árni Johnsen alþmgismaður, sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, að ef færi sem horfði í deiiunni yrði að óska eftir því við ríkisstjóm- ina að hún kannaði möguleika á laga- setningu til að leysa málið. I svari sínu kvað Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, mikilvægast að bæjaiyfir- völd legðu sig fram um að fá verk- fallsaðila til þess að láta af verkfalli. Enginn sigurvegari Að loknum inngangsorðum Stef- áns Jónssonar á borgarafundinum fékk Guðni Grímsson orðið og lagði hann áherslu á að ekki væri um mótmælafund að ræða heidur væri fundinum ætlað að sýna defluaðilum fram á þá sameiginlegu skoðun fimd- armanna að nóg væri komið. Hann sagði að hið einstæða vestman- neyska samfélag byggðist á sam- stöðu og íbúar eyjanna hefðu í orðs- ins fyllstu merkingu vaðið eld og brennistein án þess að brestir hefðu komið í hana. „Það er krafa okkar ^ Mor^unbiaðið/Signrgeir Jónasson A Básaskersbryg-gju GÓÐUR rómur var gerður að máli Guðna Grímssonar á borgarafúndi á Básaskersbryggju í gær. að deiluaðilar leysi málin, og það strax. Ef deiluaðilar geta ekki sest að samningaborðinu sjálfra sin vegna þá væri kannski reynandi að þeir gerðu það okkar vegna. Þið erað okkar fulltrúar, jafnt stjórnendur sem starfsmenn," sagði Guðni og tók fram að úr því sem komið væri yrði enginn sigurvegari í deilunni, aðeins þeir sem biðu tjón. Mælirinn fullur Hdgi Hjálmarsson tók við af Guðna og minnti á að rúmar 3 vikur væra liðnar síðan „þjóðvegurinn" mílli lauds og Eyja hefði verið slitinn í sundur. „Þessar þijár vikur hefur það sýnt sig að bæjarbúar eru sein- þreytiir til vandræða. En nú er mælurinn fuliur og farið að fjúka í margt góðmennið. Ekki ætla ég að taka afstöðu i deilunni en óneitan- lega hvarflar að manni það sem franski heimspekingurinn Voltaire sagði eitt sinn: „Menn ana aldrei eins langt og þegar þeir vita ekki hvert þeir eru að fara,““ sagði Helgi og nefndi að fsurið væri að bera á vöruskorti og, það sem verra væri fyrir yngstu kyr.sióðina, mjólkurs- korti. Flutningskostnaður hefði líka -I- aukist um afit að helming. Eyjamenn þyrftu síst á þessu að halda og gerðu kröfu um að defluaðflar settust strax að samningaborði. Að loknum ávörpunum var álykt- un fundarins aflient Sævaldi Eiías- syni, stýrimanni á Heijólfi, og Tryggva Jónassyni, einum stjómar- manna Heijólfs. 1 henni segir að um einsdæmi í samgöngusögu Eyja sé að ræða á síðustu áram og Vest- mannaeymgar geti ekki án þessarar samgönguleiðar vprið. „Við skoram á ykkur að sýna okkur og ykkur sjáifum þá virðingu að koma skipinu í rekstur strax," segir svo í niðuriagi. Kannaðir verði möguleikar á iagasetningu / Ami Johnsen, þingmaður, sagði í utandagskrárumræðu að ef færi sem horfði í deilunni yrði að óska eftir því við ríkisstjómina að hún kannaði möguleika á lagasetningu til að leysa málið. „Sllk lög yrðu neyðarúrræði en ef ekki rofar tfl á næstu dögum í samningaviðræðum er vissara, að hætti bjargmanna, að hafa vaðinn fyrir neðan sig og ieysa þessa deilu með þeim ráðum sem duga þótt for- dæmi kunni að vera fá,“ sagði Ami. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tók fram í svari sínu að ríkisstjómm hefði ekki rætt um möguleika þess að leysa deiluna með lagasetningu. „Satt best að segja hlýt ég að taka það fram að það er afskaplega erfitt að finna á því flöt að leysa þetta mál með lagasetningu. Það er af- skaplega vandmeðfarið fyrir ríkis- valdið, og þá meirihlutann hér á Alþingi, að setja lög til lausnar tiltek- inni kjaradeflu sem hlyti að fela það í sér að til að koma til móts við verk- fall tiltekmna starfemanna eigi að ganga á hlut annarra starfemanna sem ekki hafa með neinum hætti gengið gegn þeim rekstri sem þama er í húfi,“ sagði Davið. „Ég tel mikfl- vægast að heimamenn, baejaiyfirvöld I Vestmannaeyjum, leggi sig alla fram um að fá þessa aðila til þess að láta af þessu verkfalli. Höfifi til drengskapar þeirra og samkenndar með byggðarlaginu og vanda þess, og láti af þessu verkfalli." Istak í samvinnu við þiju stærstu verktakafyrírtæki Danmerkur Vilja bjóða í gerð níu hafna í Óman ÍSTAK hf. hefur sótt um heimild til yfirvalda í Oman til að taka þált í tilboði í framkvæmdir við niu hafnarmannvirki í Oman, sem ráð- gert er hefja á þessu eða næsta ári. Isiak rnun bjóða í verkið i samvinnu við þijú af stærstu verktakafyrirtækjum Danmerkur. Um er að ræða verk fyrir hátt í tug milljarða ÍSK. Jónas Frimannsson yeridræðingur fór til Óman á vegum ístaks sL sum- ar, ásamt Sigfusi Jónssyni og Stef- áni Þórarinssyni hjá ráðgjafarfyrir- tækinu Nýsi hf., Olafi Karvel Páls- syni, fiskifræðingi hjá Hafrannsókn- arstofnun og Torfa Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Vélsmiðj unnar Odda á Akureyri. Jón Hjaltalm Magnússon verkfræðingur bafði áð- ur komist í samband við þarienda aðila. Upphaf þessara tengsla má hins vegar rekja tfl heimsóknar, Sheikh Zahir al-Hinai, sjávarútvegs- ráðherra Ómans, hingað til iands í fyrravor, en hann kynnti sér m.a. hafnarbyggingar á íslandi og þekk- ingu íslendinga I sjávarútvegi. íslendingnrinn í Óman Jónas sagði að íslendingurinn Kári Jóhannesson hefði starfað sem sériegur ráðgjafi sjávarútvegsráð- herra Ómans á þeim tíma sem heim- sókn íslendinganna stóð yfir. „Ég hygg að það hafi verið vegna hans stöðu sem við átttun auðveldara með að komast í tengsl við menn. Óbeint tel ég mikinn akk í því að njóta að- stoðar Kára til að eiga auðveldara með að ná samböndum í Óman,“ sagði Jónas. Aðalatvinnuvegurinn í Óman er olíuvinnsla en það er yfíriýst stefna stjórnvalda að auka mikilvægi ann- arra atvinnugreina og er sjávarút- vegur þar ofariega á blaði, að sögn Jónasar. Útgerð Ómana er einkum á litium bátum sem dregnir era upp á land að róðri afloknum og sjávarút- vegurinn afar skammt á veg kom- inn. Hins vegar eiga þeir gjöful fiskimið. Stjómvöld undirbúa nú að bjóða út byggingu níu hafiia, þriggja stórra hafna og sex smærri, og er hönnunarv'innan þegar hafin. Ráð- gert er að framkvæmdir hefjist á þessu ári eða því næsta. Fýrsta verk- ið sem boðið verðúr út verður gerð hafnar I borginni Sur. Dönsku aðilarnir „Við höfiun áhuga á því hjá ístaki að taka þátt I því að gera tflboð í þessar hafnir. Við höfum góða von um að svo verði vegna þessara sam- banda sem við höfúm þegar komið á og höfum hug á að halda við,“ sagði Jónas. ístak verður að fá sér- staka heimfld tfl að mega bjóða í verkið og hefur fyrirtækið sótt um það. „Ég geri ráð fyrir að við myndum bjóða í verkið I samvinnu við erlenda verktaka, því þessi verkefni era miklu stærri en svo að við treystum okkur tfl að bjóða í þau einir. Við böfiim unnið að þessu máli í sam- vhmu við þrjú dönsk verktakafyrir- tæki,“ sagði Jónas. Þessi fyrirtæki era Phil og San, samstarfsfyrirtæki Ístaks, Heggaard & Sehultz, stærsta verktakafyrirtæki Danmerkur, og Kampsax. Fram- kvæðið að þessum athugunum átti Istak. Dönsku fyrirtækm hafa unnið saman að hafnargerð f Suður-Jemen, Sómalíu og víðar og standa því vel að vígi hvað varðar tilboðsgerð í verkin, að sögn Jónasar. ístak hefur átt samstarf við þessar samsteypur áður, og lagt þeim til starfsmenn og stjómendur í töluveiðum mæli. Nú era á bilinu 10-20 manns á vegum Istaks í vinnu hjá samsteypunum. Samstarf við ómanska verktaka Ómanar eru auðug þjóð og telur Jónas að þeir þurfi ekki að leita mikið til erlendra lánastofnana til að fiármagna þetta verkefni. Af þeim sökum ráða þeir meira um formið á útboðsgerðinni en ella, og kvaðst Jónas telja fremur líklegt að veriúrr yiðu einungis boðin út innanlands. „Þá þuifúm við að vera í sambandi við heimamenn, taka upp samvinnu við fyrirtæki þar í landi og bjóða með því í verkið," sagði Jónas. Hann kvaðst telja líklegt að það yrðu um tíu aðilar sem myndu bjóða í verkin. „Ég met okkar möguleíka ekkert svo litla. Ef það eru tíu aðflar sStr gera tilboð og möguleikamir væra jafnir eru líkurnar einn á móti tíu að ríð fáum verkefni," sagði Jónas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.