Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 9 Bestu þakkir fœri ég öllum, sem glöddu mig með gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu hinn 30. janúar sl. Bjarni Ólafsson, stöövarstjóri pósts og sínta, Ólafsvík. Opið föstudag frá kl. 9.00-18.30 og laugardag frá ki. 10.00-16.00 Laugavegi 1 (gegnt Skólavörðustíg), sfmi 16584. Fákskonur - Fákskonur Galakvöld Hið árlega kvennakvöld verður haldið í félagsheimili Fáks 6. mars nk. Húsið opnað kl. 19. Miðar verða seldir í félagsheimilinu sem hér segir: Laugardag 27. febrúar kl. 15-17 Sunnudag 28. febrúar kl. 15-17 Þriðjudag 2. mars kl. 16-20 Miðvikudag 3. mars kl. 16-20 Vinsamlega athugið að ekki verðurtekið á móti pöntun- um í síma og miðar ekki seldir við innganginn. Miðaverð kr. 3.500 í mat og kr. 1.500 eftir mat. Stelpur, þetta er okkar kvöld, mætum allar. Aldurstakmak 18ár. Minnkandi rekstrarhalli og lánsfjárþörf Alþýðublaðið segir í forystugrein á dögunum: „Rekstrarhalli ríkis- sjóðs árið 1991, árið sem formaður Alþýðubanda- lagsins lék jólasvein fram að kosningum, reyndist þrátt fyrir skapandi bók- hald Olafs Ragnars Grimssonar vera heilir 12,5 milljarðar króna. Fyrirliggjandi tölur sýna hins vegar, að núverandi ríkisstjórn hefur tekizt að minnka hallann mjög verulega; áætlað er að hami verði kringum 7 milljarðar. Vitanlega er það of mikill halli, en í árferði eins og nú hlýtur þessi árangur eigi að síð- ur að vekja athygli. Lánsfjárþörf ríkis- sjóðs, sú upphæð sem rik- ið þarf að taka að láni til að fjármagna haUá á rekstri og útstreymi af lánareikningum, nam 7,2 mUljörðum á síðasta ári. Árið á undan var láns- fjárþörfin tvöfalt hærri, eða 14,6 milljarðar. Hér er um veruleg umskipti að ræða, sem minnka sókn eftir lánsfé innan- lands, og stuðla þannig að þvi að hægt sé að knýja niður vextina.“ 5,3 milljarða útgjalda- lækkun Síðan segir Alþýðu- blaðið: „Sameiginlegt átak allra ráðherranna hefur jafnframt leitt til þess, að útgjöld ríkisins lækkuðu að raungildi mUU áranna 1991 og 1992. Þessi lækk- un nemur samtals 5,3 miiyörðum króna. Sá sparnaður hefur vissu- lega ekki uppskorið vin- sældir á meðal þjóðarinn- ar, og veiklyndari rikis- stjórair hefðu kiknað undan þeim áhlaupum sem hans vegna hafa ver- ið gerðar. Ekki skiptir minnstu, að mun betra taumhald er á rekstri ríkisins en áður. Áætlanir um út- gjöld standast nú próf- raun reynslunnar; á síð- asta ári fóru útgjöld rík- isins aðeins 0,9% fram úr Ijárlögum. Það þarf satt að segja að leita langt aftur í tímann tíl að finna jafn Utið frávik. Staða ríkissjóðs gagn- vart Seðlabankanum seg- ir jafnan mikið um stjórn ríkisijármála. I árslok 1991 var yfirdráttur rík- isins í Seðlabankaniun 6,1 mUljarður; i lok siðasta árs var staða ríkissjóðs gagnvart bankanum hins- vegar jákvæð um 2,4 miUjarða. Otrúleg breyt- ing. Þessar tölur sýna, að Qármálaráðherra er að ná góðum tökuin á stjórn ríkisfjármála. Anmgur- inn sýnir að hann er á réttri leið.“ Vinnubrögð, vextir og samningar Leiðari Alþýðublaðsins segir og: „Um þessar mundir eru kjarasamningar skriðnir af stað, og umtalsverð lækkun vaxta hlýtur að vega þungt á vogarskál- um verkalýðshreyfingar- innar. Það er hins vegar vert að vekja rækUega eftirtekt á því, að skilyrði tU vaxtalækkunar hafa skapazt fyrst og fremst vegna árvekni og traustra taka ríkisstjóm- arinnar á fjármálum rík- isins. Með atfylgi annarra ráðherra hefur Friðriki Sophussyni Qármálaráð- herra tekizt að koma fram verulegum umskipt- um i afkomu ríkissjóðs við vægast sagt erfiðar aðstæður. Meira segja sanngjörnum stjórnar- andstæðingum (en þeir eru fleiri en margir hyggja) er nú ljóst, að Friðrik veldur verkefni sinu snöggtum betur en fyrirrennari hans, enda hefur hann kosið að láta verkin tala, fremur en beita handaliófskenndum upphlaupum sem ein- kenndu verk forvera hans í starfi." Árangur í ríkisfjármálum Ríkissjóðshallinn, sem var 12,5 milljarðar króna 1991, verður 7 milljarðar 1993. Lánsfjárþörf, sem ríkissjóðshalli skapar, nam 7,2 milljörðum 1992 en var tvöfalt hærri eða 14,6 milljarðar árið 1991. Þetta er verulegur árangur í ríkisfjármálum, segir í forystugrein Alþýðublaðsins sl. þriðjudag. Meðferð á konum og börnum mótmælt Á FUNDI sem BPW-klúbburinn (Buisness of Professional Wom- en) í Reykjavík hélt 16. febrúar sl. var samþykkt að undirrita eftirfarandi áskorun og senda til forseta Serbíu, Slobodan Milo- sevic. Fólk alls staðar í heiminum hefur fylgst með skelfíngu á útbreiðslu ofbeldis í fyrrum Júgóslavíu þar sem borgarastyrjöld hefur kostað marga óbreytta borgara lífið. Á síð- ustu vikum höfum við frétt af hrottalegri meðferð á konum og börnum þar sem skipulögðum nauðgunum og ofbeldi er beitt sem vopni í þessu grimmdarlega striði. Við fordæmum þessa hrottalegu meðferð á konum og börnum. BPW-klúbburinn er félagsskapur kvenna sem starfar víðs vegar í heiminum að velferð kvenna og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, stjómmálum og al- mennt aukinni þátttöku á opinber- um vettvangi í sinni heimabyggð, landsmálum og á alþjóðlegum vett- vangi. A íslandi var fyrst stofnaður BPW-klúbbur haustið 1979. Þessi klúbbur er sá eini hér á landi. Það er BPW-klúbburinn í Reykjavík sem í dag eru í um 60 félagskonur. (Fréttatilkynning) Fóðraðir leðurskór, hlýir og vatnsheldir Kr. 9.950 mmúTiLíFmm GUESIBÆ • SÍMI 812922 im Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íöum MoggansL_ SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJÁR RAKATÆKI Á KOSTNAÐARVERÐI I DAG byggtÖbCid I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.