Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 21

Morgunblaðið - 26.02.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 21 Reynt að snið- ganga alþjóðalög um losun eiturs Tekið harðar á slíkum málum fram- vegis, segir Siglingamálastofnun SIGLINGAMÁLASTOFNUN telur nokkur brögð að því að farið sé í kringum lög um losun mengandi efna í hafið hér við land og er ætlunin að taka harðar á slikum málum framvegis. að sögn Helga Jenssonar á Siglingamálastofnun. Fyrir rúmlega tveimur árum losaði spænskt skip sig við rúmlega 78 tonn af ammoníaki á siglingu frá landinu með því að láta farminn gufa upp og fór þannig í kringum alþjóðalög. „Ammoníakið sem þama var iosað hefur rignt niður í hafíð á skömm- um tíma, við viljum því flokka þetta undir varp í hafið og teljum málið alvariegt miðað við hversu magnið var mikið,“ sagði Helgi Jensson fulltrúi mengunarvamadeild Sigl- ingamálastofnunar ríkisins. „Við munum taka harðar á svona málum í framtíðinni og mengunarvama- deildin vinnur að því að ekki verði hægt að fara í kringum alþjóða- samninga um losun með þessum hætti framvegis.“ 78 tonn af ammoníaki f fréttatilkynningu frá Sigiinga- málastofnun segir að flutningaskip- ið Beequer, sem er í eigu spænska skipafélagsins Casanaval SA, hafí komið með tæp 1047 tonn af amm- óníaki til Áburðarverksmiðju ríkis- ins í desember 1990 á vegum Norsk Hydro. Birgðarými verksmiðjunnar reyndist 968,317 tonn og því urðu 78,601 tonn eftir um borð í skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Áburðarverksmiðju rikisins sam- þykkti Norsk Hydro að taka við afganginum en gaf skipstjóra Becquer fyrirmæli um að losa af- ganginn af farmi skipsins í and- rúmsloftið á leiðinni tH Belgíu. . Þegar þessar upplýsingar iágu fyrir í janúar 1992 var send eftir- spum tál spænskra stjómvalda. Eft- ir ítrekaðar fyrirspumir fékkst upp- lýst að næstum allt ammoníakið hefði verið iátið gufa upp á siglingu síðan vora tankar skipsins þvegnir með sjó, þannig að einungis fóru 3 tonn af ammoníaki í hafíð með þvottinum, en það er það magn sem má losa í sjóinn samkvæmt alþjóða- samningum. f alþjóðsamningum er ekkert sem bannar slíka „loftun“ ef hún er framkvæmd í meira en 12 sjómílna fjarlægð frá landi og sjávardýpi er meira en 25 metrar. Engu að síður lítur Sigiingamálastofíiun málið al- variegum augum, þar sem umrætt magn barst út í umhverfið og mun beita sér fyrir því að tekið verði á þessum málum á alþjóðavettvangi annaðhvort innan núgildandi reglna um flutning á hættulegum efnum eða í viðauka um ioftmengun frá skipum sem verið er að semja. Menningarverðlaun DV afhent MENNINGARVERÐLAUN DV voru í gær afhent í fimmtánda sinn. Að þessu sinni hlaut Linda Vilhjálmsdóttir bókmenntaverðlaunin fyrir Ijóðabókina Klakaböm, Kolbrún Björgúlfsdóttir hlaut verðlaun fyrir listhönnun, Ólafur Haukur Símonarson fékk verðlaun fyrir Ieikritið Hafið, Margrét Harðardóttir og Steve Christer fyrir Ráðhús Reykjavik- ur, Pétur Arason fyrir listmiðlun og stuðning við framsækna mynd- list, Petri Sakari fyrir tónlist og tók Runólfur Birgir Leifsson við verð- laununum fyrir bans hönd, og Snorri Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku á kvikmyndinni Svo á jörðu sem á himnL Á myndinni eru verðlaunahafamir. Bræla tefur loðnuveiðar BRÆLA hefur verið á loðnnmið- imiun út af Snæfellsnesi að und- anförnu og iítid veiðst. Nokkrir bátar fengu loðnu austur af Vest- mannaeyjum í gær. Hrognataka mun hefjast eftir nokkra daga. Mesta loðnugangan var í gær út af Öndverðamesi en lítið hefur veiðst undanfama þijá sólarhringa að sögn Lárusar Grímssonar, skipstjóra á Júpíter RE. Hann sagði mikið af loðnu á miðunum og taldi mokveiði vísa ef veðrið skánaði. Spáð var batn- andi veðri á miðunum í nótL Láms sagði að hluti loðnunnar væri farinn að hrygna og óðum styttist í hrogna- töku. Reitingsloðnuveiði var austan við Vestmannaeyjar í gær. Að sögn Helga Valdimarssonar, skipstjóra á Berki NK, voru nokkrir bátar þar á veiðum. Löndunarbið er enn á öllum höfnum sunnanlands. Heildarveiði á Ioðnuvertíðinni er um 490 þúsund tonn en eftir er að veiða um 330 þúsund tonn. AF INNLENDUM VETTVANGI Ragnhildur Sverrisdóttir Uppruni sjávarafurða ávaltt háður flaggi veiðiskipsiiis í fríverslunarsamningi íslands og EB er kveðið á um uppruna- reglur, sem gilda um sjávarafurðir. TQ þess að útflutt vara njóti tollfriðinda þarf hún að vera frá EB-ríki eða Islandi að uppruna, eða frá lögsögum samningsaðilanna. Skip sem stunda úthafsveið- ar á vegum ríkjanna njóta sömu réttinda. Þó er vert að benda á, að regla nm svokallaða bókhaldslega aðgreiningu gerir fyrirtækj- um kleift að blanda saman í vinnsiu til dæmis loðnu, veiddri af færeyskum skipum hér við land úr grænlenskum kvóta, við loðnn sem íslensk skip veiða. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að varan teljist upprunavara. Þau skilyrði era eftirfarandi og verður að uppfylla ölk • Fiskiskip þarf að vera skráð hér á landi eða innan EB. • Fiskiskip þarf að sigla undir íslenskum fána eða fána EB. • Útgerðin þarf að vera a.m.k. 50% í eigu ríkisborgara aðildar- rikja EB eða íslands, eða í eigu fyrirtækis sem hefur aðalstöðvar í einu ríkjanna og framkvæmda- stjórar og meirihluti stjómar- manna ero ríkisborgarar í aðildar- ríkjunum. Ef um sameignarfélög eða hlutafélög er að ræða þarf a.m.k. helmingur höfuðstóls á vera í eigu þessara ríkja eða opin- berra stofnana eða einstaklinga. • Skipstjóri og yfírmenn verða að vera ríkisborgara á íslandi eða innan EB. • Sama regia gildir um 75% áhafnarinnar. Bókhaldsleg aðgreínlng Amdís Steinþórsdóttir, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að upprunareglan gerði það að verkum, að ef íslenskt fisk- vinnslufyrirtæki keypti fisk af rússneskum togara, þá teldist fiskurmn rússneskur. Ef íslenskt skip veiddi þennan fisk í Barents- hafi, þá myndi hann hins vegar teljast íslenskur, þó svo að hann væri veiddur innan norskrar lög- sögu. Það væri því ávallt miðað við þann fána, sem skipið sígidi undir. Þar með er þó ekki sagt, að tollfrelsið geti ekki náð tfl rúss- neska físksins, sem íslenska fyrir- tækið kaupir. Þar kemur til reglan um bókhaldlega aðgreiningu, sem hefur verið í gildi frá árinu 1983. Ef fiskurinn, sem Rússinn landar hér, er nákvæmlega sams konar og sá fiskur, sem íslensk fiskiskip landa, þá er erfitt að aðgreina fískinn í vinnslunnL Sá fískur getur ekki farið á EB-markað sem íslensk vara, nema til komi bók- haldsleg aðgreining. Fyrirtæki, sem kaupir 85% af fískinum af íslenskum fískiskipum og 15% af rússneskum, getur notið tollfrelsis á 85% framleiðslu sinnar á EB- markaði. 15% af framleiðslunni telst hins vegar ekki islensk vara og þar með fæst ekki niðurfelling tolla. Þann hluta verður þvf að selja annað, til dæmis á Banda- ríkjamarkað. Loðna er ágætt dæmi um bók- haldslega aðgreiningu. Hér við land veiða Færeyingar Ld. ioðnu úr kvóta Grænlendinga. Þetta er að g'álfeögðu nákvæmiega sama loðna og ísiensku skipin eru að veiða og ómögulegt, eða að minnsta kosti afar óhagkvæmt, að aðgreina hana í vinnslu, ef henni er landað hér. Uppruni innan EES Ýmsar nákvæmari regiur eru um þau skflyrði, sem verður að uppfyila tfl að fá heimfld til bók- haldslegar aðgreiningu. Fyrirtæki þurfa að sæiga sérstaklega um slíka heimild og hefur lftt reynt á það hér. Þegar samningurinn um EES tekur gíldi verða sömu regiur áfram, nema hvað þá ná þær tii EFTA-ríkjanna allra í stað Islands nú. íslendingar geta þá til dæmis keypt fisk af norskum skipum og unnið hér. Varan er þá upprunnin innan EES og sætir því sömu tollameðferð og íslenski fískurinn nú, þ.e. toilfrelsi. Mjög náið er fylgst með inn- flutningi sjávarafurða af hálfu EB, þ.e. framkvæmdastjóra bandalagsins, tollayfirvöldum og fyrirtækjum innan EB. 1984-1992 i miHjánumla.áverð!agn991 2335 2.600 3J14 Uu !984 >85 '86 ’87 '88 '99 '90 '91 ’92 1991 1992 Árangur aðgerða heilbngðisráðuneytisms tð lækkunar á tyflakostnaði nemur, á þessu eina og hálfa ári, jafn hárri fjárhæð og samanlögð ársútojöld æðstu annarra aðrir fjáriagaiiðir hefur sýnt sömu þróun, þá væri fjárlagahallinn enginn. Það væri frétt. Eftir stendur, að spamaður í lyíjakostnaði á þessu tímabili hef- ur verið stórkostlegur og auk þess að langminnstum hluta á kostnað neytenda. Höfundur erformaður lyfjahóps heííbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. RAFKNUNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri útfærslur. □æmi um verö, 1 eða 3 fasa, verö meö VSK: PK alhliöa dælur 40 1/mín 40 m.v.s. PK , 70 " 70 JSW neysluvatnsdælur 160 ” 60 SV brunndæiur meö flotrofa 460 " 10,5 ~ kr. 6.391. kr. 20.154,- kr. 25.460,- kr. 42.600. Úrvalsvara á ótrúlega lágu veröi. VÉLASALAN HF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.