Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 nmmm „Bq erhri-fi'n <xf peningum og -foiUequ utUtl Bg mynái segja þu þyrfUr aó eiga zso milLjóriir.0 Ég er stærsti framleiðandi umbúða utanuift flöskuskeyti! Ast er ... I1-23 ... gjöf mín til þín. TM Rm. U.8 Pat Off.-aH rtghts rMrvwl • 1W3 “ * Lo* AngatM Tlmaa Syndtaat* Við verðum jú að undirbúa okk- ur fyrir þá tíð þegar hann tek- ur við fyrirtækinu! BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Athugasemd við ritdóm Frá Guðrúnu Sveinbjarnardóttur: Þann 27. janúar síðastliðinn birt- ist í Morgunblaðinu ritdómur eftir Bjama Einarsson fornleifafræðing um bók mína „Farm Abandonment in Medieval and Post-Medieval Ice- land“ sem gefin var út í Oxford á síðasta ári. Þar sem ég dvel erlend- is, barst mér þessi ritdómur ekki strax í hendur. Ég fagna allri um- ræðu um það sem verið er að gera á sviði fornleifafræði hér á landi. i ritdómi Bjama var hins vegar ýmsu haldið fram sem er miður gagnlegt og beinlínis rangt. Ég neyðist því til að gera athugasemdir við og Ieið- rétta nokkur atriði sem þar komu fram. Ritdómendur falla stundum í þá gryfju að skrifa dóm út frá þejrri bók sem þeir óska að höfundur hefði skrifað, frekar en um þá rannsókn sem gerð var og birt. Þetta hendir einmitt Bjama og með því hugarfari er ritdómurinn skrifaður. Honum er að sjálfsögðu heimilt að hafa sínar skoðanir á því hvað gera eigi á sviði fomleifarannsókna á íslandi, en hon- um ber einnig að láta rannsókn þá sem gerð var njóta sannmælis. . Frá Svavari Gests: Af sérstöku tilefni þurfti ég að fletta upp í bókinni „Ævars saga Kvarans" sem Baldur Hermannsson skráði og gefin var út árið 1989 af bókaútgáfunni Emi og Örlygi hf. Rakst ég, fyrir tilviljun, á nokkrar línur þar sem Ævar Kvaran fer sér- lega rætnum orðum um mig. í kaflanum „Kasper, Jesper og Jónatan" þar sem Ævar fjallar um bamaleikritið Kardemommubæinn, en þar lék hann ræningjann Kasper, segir hann orðrétt: „Svo vinsælir urðum við þremenn- ingar, Kasper, Jesper og Jónatan, að við Baldvin og Bessi vorum fengn- ir til þess að syngja lögin inn á plötu. Það var Svavar Gests sem gaf hana út. Ekki fengum við neitt fyrir okkar snúð, en platan rokseldist árum sam- an, svo að vonandi hefur hagur Svav- ars eitthvað grænkast." Bjami heldur því fram að ekki sé gerð grein fyrir tilgangi verksins, að engar kenningar séu lagðar til grundvallar og að ekki sé gerð grein fyrir niðurstöðum. Þetta er rangt. í inngangi er gerð full grein fyrir til- gangi verksins og hvemig að því er staðið. Tilgangurinn var að skoða og reyna að meta þróun byggðar í landinu á grundvelli þriggja afmark- aðra svæðisrannsókna, þar sem allar byggðaleifar voru mældar upp og sumar rannsakaðar frekar, ritheim- ildir vom kannaðar og gjóskulaga- fræði beitt til tímasetningar. Niður- stöður þessara svæðisrannsókna vom síðan skoðaðar í ljósi fyrri rann- sókna á sviði byggðasögu. Bjami heldur því fram að rituðum heimildum sé fylgt gagnrýnislaust. Þetta er rangt. Fjallað er um áreiðanleika hinna ýmsu ritheimilda víða í bókinni (t.d. í kafla 1, 2, 5 og 6) og einmitt bent á það hversu oft ber mikið á milli þess sem ritheimild- ir og aðrar heimildir, t.d. gjóskulaga- fræðin, segja um aldur byggðar á ákveðnum stöðum. Þó að tímatal gjóskulagafræðinnar styðjist oft við ritheimildir þá er svo alls ekki að öllu leyti. Hið rétta í þessu máli er að ég gaf umrædda plötu alls ekki út og fer Ævar því með staðlausa stafi. Platan var gefin út af fyrirtækinu íslenskum tónum nokkmm ámm áður en ég gaf mína fyrstu plötu út. Því má bæta við að eftir að ég gerðist hljómplötuútgefandi gaf ég út bamaleikritin Kardemommubæ- inn og Dýrin í Hálsaskógi. Gerði ég sérstaka samninga þar um við Félag íslenskra leikara þar sem félagið, fyrir hönd leikaranna, fékk ágóða- hlut af hverri útgefinni plötu. Fylgi- skjöl staðfest af STEFi vom lögð til grandvallar greiðslum hveiju sinni. Sótti fulltrúi leikara greiðslur til mín ámm saman, eins og um var samið, án nokkurra athugasemda. Með þökk fyrir birtinguna. SVAVAR GESTS, - Reykjavík. Þá heldur Bjarni því fram að ég fylgi þeirri hugmynd að íslensk saga sé að mestu mótuð af ytri öflum - eldvirkni, slæmu veðurfari og drep- sóttum. Þetta er rangt. Rannsóknin byggir nokkuð á samanburði við fyrri rannsóknir á sviði byggðasögu, en niðurstöður þeirra um helstu or- sakir byggðaeyðingar eru einmitt ofangreindar. Ég kemst því ekki hjá því að fjalla um þessi atriði en niður- staðan verður sú að yfirleitt sé ekki unnt að gefa eins einhlít og almenn svör við því hvers vegna byggð hafi lagst af og reynt hefur verið að gefa, heldur spili þar margt inní. í umræðu undanfarin ár um ís- lenska fomleifafræði hefur íslensk- um fomleifafræðingum verið borið á brýn að styðjast um of við ritheim- ildir í stað þess að stunda eiginlega fornleifafræði, sem byggist á eigin rannsóknaraðferð og eigin hefðum eins og Bjarni orðar það. Þó að þetta sé e.t.v. að breytast hef ég enn ekki séð fjallað um neina fomleifarann- sókn á íslandi þar sem ritheimildir hafa alveg verið hundsaðar. Sé ég reyndar ekki hvernig unnt væri að taka ekki afstöðu til þessara heim- ilda um byggð í landinu. Rannsókn þeirri sem ég tók mér fyrir hendur að gera var ekki ætlað að fela í sér eiginlega fornleifarannsókn, enda hefði þá verið um allt öðmvísi rann- sókn að ræða, heldur var hún tilraun til að sameina mismunandi rann- sóknaraðferðir til að varpa ljósi á þróun byggðar án uppgraftar: yfir- borðsrannsókn byggðaleifa (fom- leifaskráning), könnun ritheimilda um þær og gjóskulagafræði til tíma- setningar. A nokkrum stöðum hefði verið æskilegt að taka viðarkolasýni til geislakolsaldursgreiningar (C-14), en því miður vom ekki tök á að láta gera það. Úrlausn áreiðan- leika C-14 aldursgreininga á íslandi er reyndar alveg jafn brýnt verkefni og frekari rannsóknir innan gjósku- lagafræðinnar sem tímasetningar- tæki fyrir íslenska fornleifafræði og verkefni sem Þjóðminjasafn íslands ætti að beita sér fyrir að láta gera í náinni framtíð. GUÐRÚN SVEINBJARNAR- DÓTTIR, 15. Pricefíeld Road, Toronto, Ontario M4W 1Z8, USA. Ævar, Jesper og Jónatan HÖGNI HREKKVÍSI /, weyfsooi H\MÐ<se:R.ie£Hj?/... GeVMifZ&U P'A alla unpir d^nummi ?" Víkveiji skrifar Starfsemin í húsi íslensku óper- unnar í vetur hefur vakið at- hygli Víkveija. Ekki aðeins fyrir þær sakir að starfsemin sé mikil, heldur vegna þess að í vetur er þar rekið mjög fjölbreytt leikhús og afar vand- að. Skemmst er þess að minnast að Lucia di Lammermoor, vönduð dramatísk ópera, var þar sýnd í haust við mjög góða aðsókn og undirtektir og er reyndar alveg með ólíkindum hvað tekist hefur að byggja upp sterka, góða óperuhefð hér á stuttum tíma. Nýlega fmmsýndi svo íslenska óperan gerólíkt stykki, óperettuna Sardasfurstynjuna. Víkveiji fór á eina af fyrstu sýningum óperettunn- ar og verður að játa að hafa ekki hrifíst eins mikið í leikhúsi í langan tíma. Tónlistin er undurfögur og verkið er hlaðið lögum sem íslensk skáld hafa samið texta við á þessari öld, svo þetta er eins og að hitta gamla vini. Leikmyndin er litrík og búningamir virkilega skrautlegir svo sýningin er hreint konfekt fyrir aug- að. Yfír öllu svífur svo léttleiki og glaðværð, söngurinn er frábær og leikurinn sérlega góður. Punkturinn yfir i-ið er þó dúett Sieglinde Kah- man og Kristins Hallssonar í lok sýningarinnar, þegar þau syngja „Komdu inn í kofann minn,“ ógleym- anlegt atriði, hvort heidur er í söng eða leik. Sviðsframkoma Sieglinde var heiliandi og víst er að fegurðin tilheyrir ekki bara æskunni. Sieg- linde er líka mjög góð leikkona; hef- ur einstakt næ'mi fyrir því hvað virk- ar í gamanleik og svipbrigði hennar og látbragð em óborganleg. Það er óhætt að segja að hún sé senuþjófur af Guðs náð, og furðulegt að hún skuli ekki hafa komið fram á síðast- liðnum ámm. En þar með er ekki allt upptalið, því enn ein sýning er á fjölum ís- lensku óperunnar, þótt ekki tengist hún tónlist. Það er Húsvörðurinn eftir Harold Pinter. Af þeim sýning- um sem em á fjölum leikhúsanna í dag er Húsvörðurinn án efa sú áhugaverðasta, að öðmm ólöstuðum. Hún er auðvitað hvorki skyld ópemm né óperettum að öðm leyti en því að vera sviðsverk og það með fremur nauman texta. Vegna þessa knappa texta er leikritð ákafiega krefjandi fyrir leikarana og það er unun að horfa á þá Róbert Arnfinnsson, Arn- ar Jónsson og Hjalta Rögnvaldsson kljást á sviðinu. Þeir takast ekki ein- ungis á við persónur leiksins, heldur kljást þeir hver við annan um að halda athyglinni á sviðinu, en em svo reyndir og góðir leikarar að þeir ganga aldrei of langt. Víkveiji hafði það á tilfínningunni að þeir væm að heyja þriggja manna einvígi á bjarg- brún. Það er ekki á hveijum degi sem áhorfendur fá að horfa á þijá svo góða leikara sýna list sína. Þeir gæða þetta knappa, sérstæða verk miklu lífi og opna áhorfandanum greiða leið til skiinings á því sem höfundurinn er að segja — og Bkiln- ings á hugarheimi persóna, sem em ekki af þeirri gerðinni sem við veljum okkur að umgangast dags daglega. Víkveiji mundi gjaman vilja velja íslensku ópemna sem leikhús mán- aðarins fyrir vönduð vinnubrögð og fjölbreytt verkefni. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.