Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 13 neska lögreglan hafi ráðið örlögum fanganna. Þrír háttsettir lögreglu- menn mynduðu dómnefnd, sem fór yfir sakargiftir einstakra fanga og lagði ákvörðun sína um refsingar þeirra fyrir yfirmann þýsku örygg- islögreglunnar (SIPO). Undantekn- ingarlítið var eftir þessari ákvörðun farið. Eðvald Hinriksson handtók t.d. sjúkraliða úr Rauða hernum hinn 18. nóvember 1941, mann að nafni Vassili Masteroff, 27 ára að aldri, stríðsfanga númer 219, og lét varpa honum í fangelsi. Hinn 24. apríl 1942, lagði hin eistneska dómnefnd til að Masteroff yrði skotinn til bana. Erfitt er að átta sig á ástæðunni að baki svo strangri refsingu, því að dómnefndin komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að Masteroff væri saklaus. Á skjalinu stendur að rann- sóknin hafi ekki leitt í ljós að hann væri kommúnisti að sannfæringu eða félagi í kommúnistasamtökum né hafi á annan hátt gerst brotleg- ur. Hann hafði ekki borið vopn á neinn, heldur starfað á hersjúkra- húsum í Tallinn og gefið sig lögregl- unni á vald af fúsum og frjálsum vilja. Undir ákvörðunina um dauðadóm rituðu lögreglufulltrúarnir Alfred Becker, Voldemar Liinve og Ervin Viks. Nasistarnir gátu fallist á ákvörðun Eistlendinganna, án þess nokkru sinni að líta fangann aug- um. Aðeins fáeinir tugir slíkra skjala frá dómnefndum lögreglu hafa varðveist, en þau skiptu þúsundum á sínum tíma. Það sést af ógrynni dánartilkynninga til þjóðskrár, þar sem til þessara skjala er vísað. Ættu þessar upplýsingar að eyða öllum hugsanlega vafa um hlutdeild Eistlendinga í fjöldamorðunum í heimsstyijöldinni seinni. Vísað úr Iandi Meira að segja áður en Eðvald Hinriksson flúði til Svíþjóðar í lok ársins 1944, þegar Rauði herinn lagði undir sig Eistland öðru sinni, hafði sænska öryggisþjónustan fengið vitneskju um meinta stríðs- glæpi hans. Fljótlega eftir komuna til Svíþjóðar var hann settur í fangabúðir og eftir ítarlega rann- sókn var honum vísað úr landi. Hinn sænski lögmaður Eðvalds Hinrikssonar hét Yngve (ekki Yng- var) Schartau og var aldrei formað- ur sænsku lögmannasamtakanna, eins og Eðvald heldur fram bæði í umræddri grein sinni og æviminn- ingum. Hann hafði verið formaður Stokkhólmsdeildar sömu samtaka, en það var fyrir stríð. í stríðinu var hann lögmaður þýska nasistasendi- ráðsins í Stokkhólmi. Eðvald segir jafnframt að Svíar hafi „framselt fjölda Eistlendinga til Sovétmanna". Sænsk stjómvöld framseldu alls sjö (7) eistneska liðs- menn SS, sem ekki vildu kasta nasistabúningum sínum, þegar þeir komu til Svíþjóðar. Svíar þverneit- uðu hins vegar að framselja óbreytta borgara og veittu um 30.000 eistneskum flóttamönnum hæli. Mér dettur þó ekki í hug að veija ákvörðun sænsku stjórnarinnar að framselja alls 146 hermenn frá Eystrasaltslöndunum og 2.700 þýska hermenn til Sovétríkjanna. Ég reyni heldur ekki að veija hlið- stæða ákvörðun bresku ríkisstjórn- arinnar að framselja 70.000 kós- akka og Júgóslava úr þýska hernum og fjölskyldur margra þeirra í hend- ur Stalíns. Ríkisstjórnir þessara réttarríkja áttu vitaskuld að rækja löglega skyldu sína og láta til þess bær embætti innan sinna vébanda rann- saka meinta stríðsglæpi þessa flóttafólks, en ekki senda það út í óvissuna. Ég er einungis að benda á að Eðvald Hinriksson fer með rangt mál í veigamiklum atriðum, til þess, að því er virðist, að hlífa sér við alvarlegum ásökunum um stríðs- glæpi. Stokkhólmi, hinn 18. febrúar 1993. Höfundur er blaðamaður í Svíþjóð. Hugleiðing vegna skrifa Sambands ís- lenskra kaupskipaútgerða um „framtíð arsýn íslenska kaupskipaflotans“ eftir Guðmund Hallvarðsson Orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur Þannig m.a. auglýsir Eimskip sitt ágæti og segir í texta meðfylgjandi auglýsingar: „I viðskiptum gilda enn hin gömlu sannindi." Enda þótt svo sé til vitnað veitir góður orðstír manns og/eða fyrir- tækis í viðskiptum og vinnuframlagi einstaklings enn það brautargengi sem áður var, og enn fyrirfinnast einstaklingar hvar þeirra töluðu orð standist fremur en skrifuð. Þótt þeim eldri hætti til að undr- ast nútímaviðhorf hinna yngri er það sem hér á undan er skrifað ekki fall- ið í gleymskunnar dá að öllu leyti sem betur fer, en þó eru þar vissu- lega undantekningar sem alltaf hafa fylgt íslensku þjóðlífí og ber meira á þá landanum fjölgar. Við góðan málstað var Eimskip stofnað Þegar Danir höfðu í hótunum við Alþingi 1913 vegna þess orðróms að til stæði að stofna íslenskt skipafélag fór sú fregn sem eldur í sinu um landið, kveikti þrá og von í bijóstum íslendinga að siglingar að og frá landinu kæmust í hendur lands- manna og þá oki Dana aflétt. Eim- skip varð að veruleika, framkoma Dana ýtti á hlutabréfakaup í nýju skipafélagi, ennfremur hugur íslend- inga til þess sem skráð var á spjöld sögunnar, ísland ósjálfbjarga, þeir áttu engin kaupför. Og nú fer þeim fækkandi skipum í siglingum að og frá landinu sem sigla undir íslenskum fána. Sjá má kaupskip þar sem málað er stórum stöfum á síðuna Bacalao Islandia en þjóðfáni sýnir að skipið er frá Pa- nama. Ýmsir „þægindafánar“ blakta við hún skipa Eimskipafélagsins, Samskipa og annarra „íslenskra" kaupskipaútgerða, en fáninn segir þó ekki alltaf til um þjóðemi áhafn- arinnar hvar um getur verið að ræða alfarið íslenska sjómenn, alfarið er- lenda eða hluta Islendinga um borð ásamt erlendum sjómönnum. Fréttabréf SÍK Samband íslenskra kaupskipaút- gerða (SÍK) sendi frá sér athyglis- vert fréttabréf í desember sl., sem fjallaði einkum um stöðu íslenskrar kaupskipaútgerðar. í fréttabréfí SÍK segir m.a.: „Samdráttur í fjölda kaupskipa á sl. 5 árum hefur orðið 33% og á sama tímabili hefur orðið 62% samdráttur í fjölda þeirra kaupskipa sem skráð eru hérlendis. Þessar niðurstöður koma aðildar- útgerðum SÍK ekki á óvart, en opna mögulega augu annarra fyrir því að jafnt og þétt „fjarar undan“ ís- lenskri kaupskipaútgerð, vegna að- gerðaleysis stjórnvalda við að skapa íslensku útgerðunum hliðstæð rekstrarkjör við þau sem erlendir samkeppnisaðilar útgerðanna búa við. Vegna hárra gjalda og álagna á íslensk kaupskip, sem og mönnun- arkröfur stéttarfélaga sem eru iðu- lega langt umfram það sem tíðkast í nágrannalöndunum ásamt ósveigj- anleika í vinnufyrirkomulagi, þá veigra íslensku útgerðirnar sé við að skrá skip sín hérlendis og jafnvel færa skipin undan íslenskri skrán- ingu og undir erlenda." Hver þáttur stjómvalda er í máli þessu er rétt og eðlilegt að sam- gönguráðuneytið svari fyrir það „að- gerðaleysi“ sem SÍK deilir á. Um mönnunarkröfur stéttarfélaga sjómanna er til að svara að á undan- förnum árum hefur veruleg breyting átt sér stað í fjölda áhafnar íslenskra skipa. Það veit starfsmaður SÍK en gerir ekkert úr, og er það ekkert nýtt fyrir mér. Enda þótt slíkar full- yrðingar séu settar fram gegn betri vitund skal samt sem áður farið fram á ritvöllinn með rangfærslur og bein- línis til að ala á tortryggni í garð stéttarfélaga sjómanna. Mönnunará- kvæði íslenskra skipa eru mjög sam- bærileg við skip þeirra landa sem sigla undir „þægindafána“ og oftar en ekki má sjá talsvert fleiri áhafnar- menn þeirra skipa en íslenskra. Þörf- in fyrir lágmarksfjölda í áhöfn er nokkuð ljós með tilliti til öryggis, verkefna skipanna, og síðast en ekki síst þeirra öryggiskrafna sem al- þjóðareglur kveða á um. Vinnufyrirkomulag er títtnefnt af starfsmanni SIK. Þar hefur einkum verið nefnt að „alhliða" sjómaður, þ.e. hásetinn, starfí bæði sem slíkur og jafnframt í vél. Þar sem þetta hefur verið reynt, t.d. á Norðurlönd- um, hafa menn heldur fallið frá þessu vinnufyrirkomulagi og þá til fyrra horfs, þ.e. til þess sem er nú á ís- lenskum kaupskipum. í athugun Sjó- mannafélagsins meðal farmanna, hvar þessari hugmynd var hreyft og skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram, var þessu vinnufyrirkomulagi alfarið hafnað. Ósveigjanleiki vinnufyrirkomulags er eitt þeirra atriða sem starfsmaður SÍK telur ástæðu þess að nú „fjari undan“ íslenskri kaupskipaútgerð. Starfsmaður SÍK skrifar svo gegn betri vitund. Farmenn hafa mætt auknum hraða og auknu vinnuálagi í ljósi þeirra staðreynda sem ekki hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með þróun mála á sviði kaupskipaút- gerðar, þ.e. færri en stærri skip. Um borð í þeim skipum sem stunda áætl- unarsiglingar hefur áhöfnin í vax- andi mæli tekið að sér losun og lest- un, einkum í erlendum höfnum sem og í flestum höfnum hér innanlands. Vegna stuttrar viðdvalar hér í Reykjavíkurhöfn og þess hraða sem er við losun og lestun er meginhluti áhafnar um borð við hverskonar störf til að vinna að framgangi stífra tíma- settra siglinga, því ekkert má út af bera svo áætlun raskist ekki. Það er vissulega átakanlegt að sjá á prenti eftir starfsmann SÍK að „útfall" íslenskrar kaupskipaútgerð- ar endi í „stórstraumsfjöru" og þar sé eingöngu um að kenna stjómvöld- um og stéttarfélögum sjómanna, vegna ósveigjanleika í vinnufyrir- komulagi. „Eimskip vill vera burðarás í atvinnulífinu" Þannig mælir forstjóri Eimskips í blaðaviðtali í desember 1988, ég hef ekki orðið var við stefnubreytingu hjá því fyrirtæki. Ekki eru mörg ár liðin síðan stéttarfélög farmanna og Eimskip voru samstiga í baráttu gegn bandarísku skipafélagi sem ætlaði alfarið að taka að sér flutn- inga fyrir varnarliðið. Stéttarfélög farmanna eru enn þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að sjá sjálfir um flutninga að og frá landinu og alls ekki að vera upp á aðra komnir þar um. En starfsmaður SÍK virðist vera á annarri skoðun en Eimskip, stóri aðilinn í þeim samtökum sem hann er í vinnu hjá, og því umhugsunar- efni hverra skoðanir hann er hér að túlka þegar hann ritar eftirfarandi: „33% samdráttur hefur orðið í at- vinnutækifærum farmanna á flota íslensku útgerðanna síðan í maí, 1988. Atvinnutækifæri íslenskra far- manna hafa dregist enn meira saman á umræddu tímabili, eða um 42%. Á Guðmundur Hallvarðsson „Og nú feí þeim fækk- andi skipum í siglingum að og frá landinu sem sigla undir íslenskum fána. Sjá má kaupskip þar sem málað er stór- um stöfum á síðuna Bacalao Islandia en þjóðfáni sýnir að skipið er frá Panama.“ sama tíma hefur útlendingum sem þjóna á flotanum fjölgað um 23%, en sú aukning orðið mest 53%. Um- ræddar niðurstöður sanna að að gerðir einstakra stéttarfélaga far- manna við að hamla gegn þátttöku útlendinga í störfum á skipum í flota íslensku útgerðanna hafa ekki skilað tilætluðum árangri." Það má lesa nokkra sjálfsánægju starfsmanns SÍK yfir að ekki hafi betur tekist til hjá stéttarfélögum farmanna. En hver hefði þróunin orðið ef ekkert hefði verið aðhafst af þeirra hálfu? Það má hveijum og einum vera ljóst — sé starfsmaður SÍK að túlka stefnu íslenskra kaup- skipaútgerða. Og starfsmaður SÍK heldur áfram: „Utlendingum á flotanum hefur að vísu fjölgað nokkuð, en árangur aðgerða stéttarfélaga, eða e.t.v. fremur aðgerðaleysi þeirra og stjóm- valda, hafa fyrst og fremst leitt til þess að flýta þróun „hagkvæmni stærðarinnar" í flotanum (þ.e. færri en stærri skip) og ekki síður að gera kaupskipaútgerð hérlendis minna aðlaðandi en ella, með tilheyrandi samdrætti." Ekki fæ ég séð hvernig aðgerða- leysi stéttarfélaga farmanna hafi flýtt þróun „hagkvæmni stærðarinn- ar“. Þetta er sú stefna sem boðuð var a.m.k. af hálfu Eimskips fyrir mörgum árum og er „þróun“ sem almennt má sjá, þá litið er út fyrir landsteina, og er enginn nýr boð- skapur starfsmanns SIK. Fullyrðing um að það sé stéttarfélögum far- manna að þakka eða kenna er hrein fásinna. Endir þessa bréfs starfsmanns SÍK er þess efnis að frekari skýringa er þörf: „Miðað við óbreytt ástand má fast- lega búast við frekari samdrætti í atvinnutækifærum íslenskra far- manna á næstu misserum. Vitað er þegar um nokkur skip í kaupskipa- flotanum sem eru til sölu, án þess að gert sé ráð fyrir að ný skip komi í þeirra stað. Ef ekki kemur til breyt- inga á kröfum íslenskra farmanna um vinnufyrirkomulag, mönnun og þátttöku erlendra farmanna í rekstri skipanna og jöfnunaraðgerða stjórn- valda, verður engin nýsköpun í ís- lenskri kaupskipaútgerð um fyrir- séða framtíð og útgerðimar munu leita á „fjarlægari mið“ um slíka nýsköpun. íslenski fáninn á kaup- skipum mun því innan tíðar heyra sögunni til.“ „Eimskip fyrir framtíðina" Þannig auglýsir þetta ágæta skipafélag í heilsíðu dagblaða nú að undanfömu og segir þar jafnframt: „Stöðugleiki og fagmennska er und- irstaða trausts i viðskiptum." Upprani skipafélagsins er um margt merkilegur eins og ég gat hér um í upphafí þessarar greinar. Fag- mennska og þekking íslenskra far- manna er óumdeild. Okkur íslending- um er öðram þjóðum fremur nauðsyn á að eiga öflugan og góðan kaup- skipaflota með íslenskar áhafnir. Þau tilskrif sem ég hef hér vitnað til eftir starfsmann Sambands ís- lenskra kaupskipaútgerða, Einar Hermannsson, era þess eðlis að gera verður kröfu til kaupskipaútgerða hér á landi að þær gefi það út opin- berlega, hvort með þeirra vitund og samþykki bréf það, sem hér hefur verið um getið, var sent. Og þá ekki hvað sist fyrir það að aðeins er sam- rit sent til Eimskips en annarra kaup- skipaútgerða ekki getið. I því atvinnuástandi sem hefur skapast hér á landi má ætla að ís- lendingar legðust nú á eitt um að snúa vöm í sókn til að halda í og frekar að auka atvinnutækifærin með öllum tiltækum ráðum. Það orðalag starfsmanns SÍK í bréfi sínu, hvar hann getur þess að kaupskipaútgerðir muni leita á „fjar- lægari mið“ og að íslenski fáninn á kaupskipum mun innan tíðar heyra sögunni til, er svo alvarlegs eðlis að ekki verður við unað. Þar verða allir að leggjast á eitt, því málið varðar ekki bara farmannastéttina heldur þjóðina alla. í Mbl. 16. febr. birtist enn ein heilsíðuauglýsing frá Eim- skip þar sem auglýst er með afger- andi hætti ágæti skipafélagsins. Þar stendur m.a. eftirfarandi: „Vel unnin störf um 800 starfs- manna Eimskips og dótturfélaga þess er lykillinn að farsælum rekstri fyrirtækisins á undanförnum áram.“ „Á síðasta ári námu launagreiðsl- ur til starfsmanna um 1.500 milljón- um króna. Tinna, 9 ára, einn af 14.100 hlut- höfum Eimskips, fékk í fyrra 4.642 kr. í arð af hlutabréfi sem langafí hennar keypti árið 1914.“ „Öflug íslensk fyrirtæki treysta samfélagið.“ „Eimskip — Fyrir íslenskt efna- hagslíf." Lái mér hver sem vill eftir slíkan lestur þótt ég dragi í efa öll tilskrif starfsmanns SÍK. Höfundur er alþingismaður og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjúlfstæöisflokícsins í Reykjavík Breiðholtshverfin Laugardaginn 27. febrúar 1993 kl. 10-1.1 verða til viðtals í menningarmiðstöðinr i larðubergi Guðrún Zoega, formaður félagsmálaráó.;, í stjórn veitustofnana. Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstj :m.,r, formaður stjórnar veitu- stofnana, formaður bygginganefndar sf.'raðra. Ólafur F. Magnússon, í stjórn Heilsu/c.m l.irstöðvar Reykjavíkur og heilsugæsluumdæmis Vesturbæjar. Sigríður Sigurðardóttir, í stjórn dagvi >c: r barna, skólamálaráði. Tekið er á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Öllum borgarbúum er boðið að notfær i rr viðtalstíma þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.