Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Þingið snuprar Jeltsín ÆÐSTA ráðið, starfandi þing Rússlands, neitaði í gær að ræða tillögur Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um að gerð- ar yrðu breytingar á stjórnar- skránni og þingmenn hæfust handa við að leysa deiluna um valdsvið forseta og þings. Rúslan Khasbúlatov þingfor- seti, sem er helsti íjandmaður Jeltsíns, fékk því einnig fram- gengt að fulltrúaþingið, mun íjölmennari samkunda er hef- ur æðsta löggjafarvald, yrði kölluð saman fyrr en lög gera ráð fyrir. Ninn-Hansen ákærður FRAMKVÆMDANEFND danska þingsins ákvað á mið- vikudág að Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, yrði stefnt fyrir ríkis- rétt vegna aðildar hans að Tamflamálinu. Ninn-Hansen er sakaður um að hafa brotið lög um réttindi flóttafólks. Poul Sehluter, sem varð að segja af sér embætti forsætis- ráðherra vegna málsins, verð- ur ekki ákærður. Barist um stól Mulroneys SVO getur farið að kona taki í fyrsta sinn við embætti for- sætisráðherra í Kanada en Brian Mulroney hyggst segja af sér embætti þegar búið er að finna arftaka. Hann lét af embætti leiðtoga íhaldsflokks- ins á miðvikudag og talið er að Kim Campbell vamarmála- ráðherra, sem er 45 ára gam- all lögfræðingur, fráskilin og tveggja bama móðir, eigi mesta möguleika á að hreppa hnossið. Tap hjá Den Danske Bank STÆRSTI banki í Danmörku, Den Danske Bank, var rekinn með tapi sem nam um 18 milljörðum ísl. kr. í fyrra en í hitteðfyrra var hagnaðurinn um 14 milljarðar. Rétt eins og fleiri stórbankar á Norður- löndum hefur bankinn orðið fyrir miklum áföllum vegna kreppunnar. Kasparov vann BIÐSKÁKIR og þær skákir sem varð að fresta í fyrstu umferð mótsins í Linares vora tefldar í gær. Ljubomir Ljubojevic tapaði fyrir Garrí Kasparov, Ánatólí Karpov sigraði Valerí Salov, Gata Kamsky vann Artúr Júsupov. Staðan er nú sú að Beljavskí og Shirov eru með tvo vinn- inga, Kasparov einn og hálfan, Karpov, Timman, Kamsky, Kramnik, Anand og Gelfand hafa allir einn vinning, Salov, Ljubojevic, ívantsjúk, Bareev og Júsupov eru með hálfan vinning. Grammy-tónlistarverðlaunin bandarísku veitt í 35. sinn Clapton kallaður upp sex sinnum Los Angeles. Reuter. BRESKA rokkstjarnan Eric Clapton sópaði til sín Grammy- tónlistarverðlaununum í fyrrakvöld og hlaut alls sex, þar á meðal þrjú þau helstu fyrir bestu hljómplötu ársins, alb- úm og lag. Verðlaunalagið var „Tears in Heaven", sem hann tileinkaði látnum syni sínum. Efasemdir Clapton, sem er 47 ára gamall, kvaðst hafa haft miklar efasemdir um geisladiskinn, sem heitir „Unplugged", en hann hefur nú selst í fimm milljónum eintaka. Hann hefur að geyma „Tears in Heaven“, sem Clapton samdi í minningu sonar síns, Connors, en hann lést fyrir tveimur ámm þegar hann féll út um glugga á 53. hæð á Manhattan. Fríða og dýrið Lögin úr Walt Disney-teikni- myndinni „Fríða og dýrið“ unnu til femra minniháttar verðlauna en það kom nokkuð á óvart, að sveitasöngvarinn Billy Ray Cyras skyldi engin hljóta, hann hafði verið tilnefndur til fernra. Besti sveitasöngvarinn í karla- flokki var valinn Vince Gill fyrir hljómplötuna „I Still Believe in You“ en „besti, nýi listamaðurinn“ féll í skaut hljómsveitinni Arrested Development, fímm karla og tveggja kvenna rapp-flokki, meðal annars fyrir lagið „Tennessee". Clapton fékk einnig verðlaun fyrir besta rokklagið, órafmagn- aða útgáfu af rúmlega 20 ára gömlu lagi hans „Layla“. Af öðram verðlaunahöfum má nefna k.d. lang, sem var kjörin besta söngkonan fyrir lagið „Constant Craving" og Red Hot Chili Peppers fyrir smáskífuna „Give it Away“. Reuter CLAPTON með verðlaunin, sem voru í líki gamals grammófóns, en þetta var í 35. sinn, sem Grammy-verðlaununum er úthlutað. Fyrsti fundur Clintons forseta og Majors, forsætisráðherra Breta „Sérstakt samband“ staðfest JOHN Major og Bill Clinton benda hvor á annan á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á miðvikudag. Washmgton. Reuter. BILL Clinton Bandaríkja- forseti segir að svonefnt „sérstakt samband" Banda- ríkjamanna og Breta, sem helgast af sameiginlegri tungu, uppruna og stjórn- arfarshugmyndum ásamt sögulegum tengslum, sé enn í fullu gildi. Þetta kom fram á fyrsta fundi forsetans og Johns Majors, forsætisráð- herra Bretlands, sem var á miðvikudag í Washington. Ráðamennirnir tveir ítrek- uðu stuðning sinn við umbót- atilraunir Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Major reyndi eftir fundinn að slá á ótta margra við að Clinton muni ekki verða jafn ein- dreginn talsmaður óheftra alþjóðaviðskipta og fyrir- ennarar hans tveir í emb- ætti, þeir George Bush og Ronald Reagan. Breskir íhaldsmenn sendu ráð- gjafa til aðstoðar repúblikananum George Bush í kosningabaráttunni í fyrra en óánægja demókrata vegna þessa máls virðist nú vera úr sögunni og fór vel á með leiðtog- unum tveim. Major sagðist þess fullviss að Clinton myndi ekki taka upp neins konar verndarstefnu til að hygla bandarískum fyrirtækjum er eiga í samkeppni við erlend fyrirtæki. Forsetinn hefur sagt að hann muni ekki láta sér lynda að ríki Evrópu- bandalagsins aðstoði Airbus-flug- vélaverksmiðjurnar með styrkjum en þær keppa m.a. við bandarísku Boeing-verksmiðj urnar. Major lýsti stuðningi við hug- myndir Clintons um að varpa mat- vælum úr lofti til nauðstadara músl- ima í Bosníu. Þrátt fyrir þetta álíta heimildarmenn að Bretar séu van- trúaðir á gagnsemi slíkra aðgerða og þeir muni ekki taka beinan þátt í þeim. Clinton sáttfús „Það er sérstakt fyrir mig per- sónulega, sérstakt fyrir Bandaríkin og ég hygg að svo muni verða meðan ég gegni þessu embætti," sagði Clinton um samband þjóð- anna. Forsetinn stundaði um hríð nám við Oxford-háskóla í Bret- landi. Margir stjórnmálaskýrendur álíta að þrátt fyrir þessi fögru orð sé ljóst að þetta samband sé ekki jafn mikilvægt og fyrr. Bandaríkja- menn hneigist æ meir til að líta á Evrópu sem stjórnmálalega heild, einnig sé ljóst að Þýskaland og Japan séu orðin svo miklu voldugri en Bretland og skipti Bandaríkin Jafnaðarmenn, sem era í stjórn- arandstöðu, hafa bætt mjög stöðu sína í könnunum eftir að Sundqu- ist tók við formannsstöðunni í fyrra en nú er óljóst hvert stefnir. Þegar í Ijós kom að STS-bank- meira máli sem bandamenn. Nokkur spenna er í samskiptum ríkjana vegna þess að Clinton hét því í kosningabaráttunni að reyna að miðla málum í deilunni milli kaþólikka og mótmælenda á Norð- ur-írlandi sem er hluti Bretlands. Stjórnvöld í London frábiðja sér slík afskipti, um sé að ræða breskt inn- anlandsmál og jafnframt er því vís- að á bug að brotin séu mannrétt- indi á liðsmönnum írska lýðveldis- inn borgaði Sundqvist 300.000 mörk, um þijár milljónirr króna, í biðlaun nokkrum vikum áður en bankinn var talinn formlega kom- inn á barm gjaldþrots, fór gaman- ið að kárna hjá flokksformannin- hersins, hryðjuverkasamtaka manna úr röðum kaþólikka er vilja sameiningu landshlutans við írsíca lýðveldið. Fólk af írskum uppruna er mjög fjölmennt í Bandaríkjunum og hópur 34 þingmanna hvatti Clinton til að standa við þá hug- mynd sína að senda sérstakan frið- arsendimann til N-írlands. Ekki er ljóst hve mikla áherslu forsetinn hyggst leggja á málið. um. Sundqvist skilaði að vísu bið- launum sínum en honum gekk illa að bæta ímynd sína. Klofningur Mikill klofningur varð í jafn- aðarmannaflokknum vegna máls- ins. Verkalýðsarmur flokksins var aldrei sáttur við kjör sænskumæl- andi bankastjóra í stöðu flokks- formanns. Sundqvist var að vísu flokksritari uin margra ára skeið og yngsti ráðherra Finna á átt- unda áratugnum. En honum tókst ekki að koma jafnaðarmönnum aftur í ríkisstjórn þrátt fyrir stór- sigur í sveitarstjórnarkosningun- um í haust og ört minnkandi fylgi ríkisstjórnarflokkanna. Bankahneyksli fellir formann finnskra jafnaðarmanna Sundquist segir af sér Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnhlaðsins. ULF Sundqvist, formaður finnska jafnaðarmannaflokksins, tilkynnti á miðvikudaginn afsögn sína. Sundqvist hefur um skeið verið grunaður um óviðeigandi starfshætti í fyrra starfi sínu sem einn af stjórnendum STS-bankans. Á þriðju- daginn var skýrsla endurskoðenda STS-bankans birt, en samkvæmt henni fjármagnaði bankinn fjárfestingarfyrir- tæki nokkurt, „Way Up“, sem var í eigu Sundquists og bróður hans. Bankinn stórtapaði á þessum viðskiptum en þeir Sundqvist-bræður græddu stórfé. Hlutur Ulfs Sundq- vists af gróðanum var um 1,5 milljónir finnskra marka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.