Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 31 Eitt atriði úr Hrakfallabálknum. Hrakfallabálkurinn sýnd í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur hafíð sýn- ingar á myndinni Hrakfalla- bálknum. Með aðalhlutverk fara Matthew Broderick, Jeffrey Jon- es og Heidi Kling. Leikstjóri er Francis Veber. Bill Cambell er ungur maður á uppleið, ungur maður sem veit hvað hann vill. Marci, litla systir, býr með móður hans í nærliggjandi borg og þegar hún hringir til hans og biður um hjálp verður hann að fresta öllu og koma henni til bjarg- ar. Á leiðinni til litlu systur hittir hann Saily, sem rænir hann stolt- inu, bflnum og buxunum en í þeim var miði með símanúmeri sem er 160 milljóna króna virði. Bill er síð- an skilinn eftir á afskekktum sveita- vegi. Uppeldismálaþing KÍ UPPELDISMÁLAÞING Kennarasambands íslands 1993 verður hald- ið laugardaginn 27. febrúar nk. í Borgartúni 6, Reykjavík kl. 9.30-16. Viðfangsefni þingsins er Alhliða menntun í dreifbýlu landi og leitað verður svara við spurningunni: Er skólinn á tímamótum? Fjallað verður um framkomnar tillögur um að grunnskólinn flytjist til sveitarfélaga. Áleitnum spurn- ingum verður varpað fram. Er flutningur grunnskóla til sveitarfé- laga auðnuspor eða öfugþróun? Hvaða áhrif hefði slíkur flutningur á skólastarfið? Hver eru viðhorf sveitarfélaganna? Þróun á skólastarfi verður til umfjöllunar eftir hádegi. Heiti er- indanna endurspegla skólamálaum- ræðuna: Mat sem fastur þáttur í skólastarfi, listuppeldi ogyerkþekk- ing í grunnskóla, starfsmenntun, námsferill í framhaldsskóla og tækifæri til íjölbreyttrar framhalds- menntunar. Uppeldismálaþing á Akureyri verður haldið laugardaginn 6. mars í Verkmenntaskólanum. Uppeldismálaþing er opið öllum kennurum og áhugamönnum um skóamál. (Fréttatilkynning) Dansbarinn Gestasöngvari með Pónik Söngkonan Guðrún Gunnars- dóttir kemur fram sem gesta- söngvari með hljómsveitinni Pónik á Dansbarnum við Grens- ásveg nú um helgina, á föstu- dags- og laugardagskvöld. Guðrún Gunnarsdóttir hefur að undanförnu átt vaxandi velgengni að fagna sem skemmtikraftur og söngkona og má þar nefna að hún söng sigurlagið, ásamt Pálma Gunnarssyni, í Landslagskeppni Stöðvar 2 síðastliðið haust og um þessar mundir syngur hún í söng- 0skemmtun Geir- mundar Valtýs- sonar á Hótel ís- landi. Guðrún hef- ur einnig komið fram á hljómplöt- um með ýmsum listamönnum og Guðrún G. lék hún meðal annars stórt hlut- verk á nýjustu plötu Egils Ólafssonar, „Blátt, blátt" sem út kom fyrir síðust jól. (Úr fréttatilkynningu.) Aðalfundur Fagráðs í upplýsingatækni HINN 26. febrúar klukkan 11 verður haldinn fyrsti aðalfundur Fagráðs í uppiýsingatækni. Fagráðið, sem starfar á vegum Staðlar- áðs íslands, var stofnað 26. ágúst sl. og hafa nú 30 stofnanir, fé- lög og fyrirtæki gerst aðilar að því. Aðild er opin öllum hagsmuna- aðilum á sviði upplýsingatækni. Meginástæðan fyrir stofnun þessa fagráðs var aukið umfang upplýsingatæknistöðlunar, sem gerði nauðsynlegt að stofna breið- fylkingu um þessi mál. Frá stofnun ráðsins hefur verið unnið að því að móta starfsemi þess, annars vegar verkefnavalið og hins vegar heildarskipulagið í L samhengi við nýskipan Staðlaráðs íslands, en ný lög um staðla tóku gildi 1. janúar sl. Tekist hefur að afla fjár til nokkurra verkefna á vegum ráðs- ins og gerir starfsáætlun ársins ráð fyrir 5 innlendum verkefnum, umsjón með Evrópunefnd um stafatækni og þátttöku í erlendum stýrihópum um upplýsingatækni- stöðlun. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, var ákveðið að íslend- ingar tækju að sér umsjón með nýrri Evrópunefnd um stafatækni, f framhaldi af „Tyrkjaráninu" svo- kallað'a, sem snerist um bestu sætin í alheimsstafatöflu fyrir tölvur. Evrópunefndin hefur nú hafið störf og er með 11 stöðlunar- verkefni í gangi. Formaður Fagráðs í upplýsinga- tækni er Jóhann Gunnarsson og leggur fráfarandi stjórn til að varaformaðurinn, Friðrik Sigurðs- son, taki við formennskunni. Einn- ig er lagt til að breytingar á starfs- reglum verði teknar fyrir á fram- haldsaðalfundi síðar í vor, þegar nýtt Staðlaráð íslands hefur verið Stofnað. (Fréttatilkynning) Níræðisafmæli B. L. van der Waerden í síðustu viku, 2. febrúar, varð níræður einn af helztu stærðfræð- ■ ingum heimsins, Bartel L. van dr Waerden. Hann er af ætt ágætra hollenzkra fræðimanna og skálda, var fæddur í Amsterdam og hlaut menntun sína í háskólunum í Amst- erdam, Göttingen og Hamborg. Meðal kennara hans voru Courant, Kneser, Artin og Emmy Nöther. I íjölskyldu hans virðist rætast sú alkunna regla að stærðfærðigáfa erfíst til tengdasona. Kona hans Camilla Rellich er af kunnri ætt stærðfræðinga. Tengdasonur hans er prófessor í stærðfræði í Basel. Sonur hans er hins vegar sagnfræð- ingur og kippir því í kyn húmanist- erískra ættmenna. Van der Wearden naut mjög ungur mikillar virðingar í heimi stærðfræði. Hann varð „ordinarius“ 26 ára gamall við háskólann í Gron- ingen, og þrem árum síðar forstjóri stærðfræðistofnunar háskólans í Leipzig. Um sama leyti varð annar ungur maður forstjóri eðlisfræði- stofnunar sama háskóla, Wemer Heisenberg. Meðal þessara manna tókst mikil vinátta á örlagaríkum tímum. Eftir styrjöldina starfaði van der Waerden um hríð við hol- lenzkan stóriðnað í Groningen, fór í fyrirlestrarferðir um Bandaríkin, en varð svo aftur prófessor við há- skólann í Amsterdam. Árið 1951 var van der Waerden kjörinn pró- fessor við háskólann í Ziirich í Sviss og forstjóri stærðfræðistofnunar skólans, en þessum embættum hélt hann þar til hann varð „professor emeritus" árið 1972. Um þessar mundir hafði van der Waerden lokið við að gefa út um 200 veigamiklar ritgerðir og 12 bækur, mest í aðalviðfangsefni sínu, algebm. Hann féll ekki í þá gryfju margra þekktra vina sinna að telja sig endapunkt vísindanna. Þvert á móti vildi hann láta yngri mönnum eftir að ráða rásinni, en tók sér sjálfur það hlutverk að rita sögu stærðfræðinnar meðan hann héldi penna. í þessu er starf hans ómetanlegt og raunar alveg ein- stakt, einkum þegar hann skrifar um þá tíma sem hann er sjálfur hluti af og þau fög, sem hann er einn upphafsmaður að, svo sem um mikilvæga þætti algebru og algebr- aiskra geometríu. Á þessari öld hafa engir stæðfræðingar utan Pólya og van der Waerden haft það lítillæti að skýra heiminum frá því, hvemig verk þeirra em til orðin. Þetta gerði einnig sá grískur stærð- færðingur, sem van der Waerden metur hæst, Archimedes. Á sínum annamestu tímum fan hann ráðrúm til þess að sinna einnig stæðfræði- sögu fomaldarinnar. Eftir að hann hætti kennslu iærði hann grísku til þess að geta lesið þau gögn, sem hann notaði á frummáli. Þessi heimsþekkti stærðfræðing- ur kom í önn lífs síns við sögu tveggja íslendinga: Árið 1927, þeg- ar van der Waerden hóf göngu sína sem háskólakennari í Göttingen, aðeins 25 ára gamall, var Leifur Ásgeirsson, nærri jafnaldri hans, að ganga frá doktorsritgerð sinni undir leiðsögn Courants á sama stað. Leifur lærði algebru af van der Waerden eins og frá henni var gengið í höndum Artines og Emmy Nöther. Aðal verksvið þessa merk- asta frömuðar íslenzkrar stærð- fræði var að vísu af öðmm toga, en stíll og smekkur van der Waerd- en var honum lengi hugstæður. Hálfri öld síðar kom Leifur stundum að máli við höfund þessarar greinar með mjög fmmlegar athuganir úr differential algebm. Ef þessar at- hugasemdir væm til á prenti, væri eflaust hægt að færa þær í ætt við Kolchin, Ritt og Raudenbush. Framsagnarstíll hans var þó miklu líkari van der Waerdens. Sá sem þetta ritar varð svo lán- samur að verða nemandi van der Waerdens á síðasta skeiði hans sem háskólakennara og sá eini sem hann trúði fyrir hugmyndum sínum um stærðfræðilegan gmndvöll skammtafræði, ef taldir em þeir 40 stærðfræðingar sem unnu að doktorsgráðu undir hans leiðsögn í hálfa öld. Þessi þáttur ævistarfsins van der Waerdens hefur átt erfið- ast uppdráttar, enda þótt grundvöll- ur þess sé mjög traustur. Hann var náinn vinur og samstarfsmaður þeirra, sem skópu skammtafræðina á þriðja og fjórða átratugnum. í Leipzig hélt hann að jafnaði fræga fyrirlestra, svonefnda Gauss-fyrir- lestra, um aðferðir grúppufræði í skammtafræði og hélt hann áfram þeirri venju löngu síðar í Zurich. Bók hans um sama efni kom fyrst út í lok þriðja áratugarins og var ætluð sem kennslubók í stærðfræði fyrir eðlisfræðinga. Þar sem bókin hafði svo frábærar upplýsingar að geyma um hina nýjustu eðlisfræði var hún í reynd notuð á allt annan veg: Segja má að heil kynslóð stærðfræðinga um allan heim hafí lesið þessa bók til þess að læra af henni eðlisfræði. Það var mikil upp- hefð fyrir aðstoðarmann hans ís- lenzka að mega hlaupa í skarðið á stundum til þess að kenna þetta fag og vinna um leið að nýrri útgáfu tilsvarandi bókar á annarri heims- tungu en verkið var fyrst unnið 40 árum síðar. Síðastliðna daga hafa birzt margar greinar í tilefni af afmæli van der Waerdens og er þessi grein líklega sú eina sem gerir minnsta verksviði hans svo mikil skil. Verið getur að íslenzkum lesanda sé það sérstaklega hugstætt efni. Van der Waerden var aðdáandi analytískra vinnuaðferða mágs síns, Franz Rellich, og hinna frægu japönsku nemenda hans T. Kato og Kuroda. Hann treysti hugmyndum vinar síns J. von Neumann og á það raunar sammerkt með honum að þeir eru taldir síðustu „universalgení" stærðfræðinnar, jafnvígir á allar höfuðgreinar hennar. Um bræðra- lag algebru og analytískra fræða var van der Waerden þeirrar skoð- unar, að framtíðin væri í frönskum hugsunarhætti hinna miklu meist- ara frá Galois að E. Cartan. Þess vegna lét hann íslenzkan nemanda sinn byija á því að læra „Théorie des distributions" eftir L. Schwartz. Hann trúði því að tunga skálda væri betra tjáningarmeðal stærð- fræði en en sú stærðfræða-þýzka, sem hann, hollenzkur maður, var af örlögunum ráðinn til þess að nota mestan hluta ævinnar. í þessu var líklega fólgin samúð hans með okkar tungu. Þegar vinur hans Heisenberg hreykti sér af því að þekkja efni íslendingasögu, sem Niels Bohr sagði honum frá á gönguferð um Sjáland, svaraði van der Waerden með mjög hnitmiðuð- um upplýsingum um Þorstein Surt og íslenzkt dagatal frá miðöldum, sem nemandi hans hafði miðlað honum af. Fíladelfíu, 8. febrúar 1993, Ketill Ingólfsson. Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörurá kynningarverði. ÞOKKI Faxafeni 9, sími 677599 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS (2.FL.B.1985 Hinn 10. mars 1993 er fimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4358,70 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1992 til lO.mars 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3273 hinn 1. mars 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aidrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1993. Reykjavík, febrúar 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.