Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 38
38 — MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 félk í fréttum STJÖRNUR Evuklæðin heilla ekki Madonna, bandaríska söngkonan, skipar efsta sætið á svonefndum Blackwell-lista yfir verst klæddu konur heims í fyrra. Listinn kemur nú út 33. árið í röð og þykir jafnan endurspegla góðan eða slæ- man smekk í klæðaburði hjá fræga fólkinu. Nú eru það ekki fötin sem komu Madonnu í efsta sætið, heldur fataleysið. Aðstandendur listans sögðust hafa skipað henni í sætið vegna Evuklæðanna en kunnust myndir af henni í fjölmiðlum í fyrra sýndu hana spranga um kviknakta á götum Hollywood. Meðal annarra kvenna í efstu sætum listans eru leikkonumar Geena Davis, Glenn Close, Goldie Hawn og írska söngkon- an Sinead O’Connor. Aðstandendur Blackwell-Iistans hafa lengi sett bandarískar forsetafrúr ofarlega á listann. í tilefni komu nýs forseta í Hvíta húsinu sögðust þeir binda mikla vonir við nýju forsetafrúna, að klæðaburður hennar yrði líflegri og meira heillandi en forvera hennar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þær voru að mæta á ballið, sem haldið var á Hótel íslandi. F.v. Ríkey Sævarsdóttir, Erna L. Helgadóttir, Guðrún Ósk Krist- insdóttir, Úlfhildur J. Þórarins- dóttir og Anna Bjamadóttir. Fínt kvöld, sögðu þeir Þorsteinn Bjarnason, Arnar Þór Sigurðar- son og Karl Agúst Guðmundsson. Frábærir heilsárs leðurjakkar Gott verð Sérsaumum mokkajakka Skinn-gallerí, Laugavegí 66 sími 20301 ARSHATIÐ Hundrað nemendur tóku þátt í uppfærslu FB rshátíð Fjölbrautaskólans í • Breiðholti (FB) var haldin á Hótel Islandi síðastliðinn þriðjudag. Dagurinn var tekinn snemma hjá flestum með því að fara í morgun- partý. Eftir hádegi var haldið á Hótel ísland, þar sem skemmtiatriði fóru fram. Nemendur skólans settu upp rúmlega klukkustundar langt atriði, sem byggt var á kvikmynd- inni The Commitments, en íslenska hugmyndin fjallar um krakka í Breiðholti sem stofna hljómsveitina Ðí Commitments. Höfundar verks- ins eru nemendurnir Ólafur Örn Guðmundsson, Ragnar Þór Ingólfs- son og Björn Ófeigsson. Mikið var lagt í sýninguna og tóku rúmlega 100 nemendur þátt í henni, ýmist við leik-, dans- og söngatriði, förðun og fleira. Þau Eyjólfur Kristjánsson og Helena Jónsdóttir aðstoðuðu nemendur við uppfærsluna. Að sögn Ragnars Þ. Ingólfssonar formanns skemmtinefndar, sem spilar einnig á trommur í hljóm- sveitinni, hefur hljómsveitin vakið mikla athygli og hefur hún verið beðin að spila á næstunni á nokkr- um skemmtistöðum, s.s. Hard Rock, Gauk á Stöng og Ommu Lú. Morgu nbl aðið/Þorkell Ellefu manns eru í hljómsveitinni Ðí Commitments, en hér má sjá f.v. Guðrúnu Ólu Jónsdóttur, Helenu Sif Þórðardóttur, Huldu Rós Hákonardóttur og Bergsvein Arelíusson. ÍÞRÓTTIR Júdómeistarí 1 heim- sókn í Ólafsvík að var annasöm helgi hjá ung- um júdómönnum í Ólafsvík, þegar þjálfari íslenska landsliðsins, Michal Vachun, heimsótti drengina. Var æft í rúma tvo tíma, bæði á laugardag og sunnudag, og sagðist Michal mjög ánægður með hvernig staðið væri að júdókennslu yngstu nemendanna undir stjórn þjálfara sveitarinnar, Kristjáns Hjelm. „Það er bjart framundan hjá júdódeild Víkings í Ólafsvík, ef rétt verður staðið að málum í framtíð- inni. Þetta eru sterkir drengir," sagði Michal í samtali við Morgun- blaðið. Drengirnir voru ánægðir með komu þjálfarans og ýtti hún greini- lega undir áhuga þeirra. Vonuðust þeir til þess að Michal kæmi sem oftast til Ólafsvíkur og kenndi þeim eitthvað nýtt. Nú um helgina verður afmælismót JSI og ætlar hin vaska sveit Víkinganna að fjölmenna. Morgunblaðið/Alfos Michal Vachun þjálfari íslenska landsliðsins leiðbeinir hér hvernig best er að bera sig að tæknilegum aðferðum. Áhuginn skín úr aug- um júdómanna og fylgdust þeir með af mikilli innlifun. COSPER Þessar? þæ-æ-ær voru einu sinni með mér í hernum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.