Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
Þýzkaland og Þjóðveijarn-
ir í Eystrasaltsríkjunum
Landbergis, forseti Litháen, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðn-
um í október 1990.
Seinni hluti
eftir Jens
Zvirgzdgrauds
Eystrasaltsríkin voru undir
þýzku hemámi mest alla fyrri
heimsstyijöld. Einnig að styijöld-
inni lokinni var hlutverk Þýzka-
lands afar mikilvægt í sambandi
við framtíð Eystrasaltsrílq'anna,
hvort sem var um að ræða áætlan-
ir bandamanna eða áætlanir Eyst-
rasaltsríkjanna sjálfra. Hlutverk
þýzka hersins í Eystrasaltsríkjun-
um átti að vera að hemja og hrinda
framrás sovézkra hermanna. Þetta
hlutverk var Þjóðveijum falið, ekki
minnst sökum þess að yfirstéttin
í Eystrasaltslöndunum var öll af
þýzkum uppruna. Eystrasaltsþjóð-
veijar voru fyrsta pólitíska aflið,
sem hvatti til fullveldis rílq'anna
eftir diplómatískum leiðum. Þegar
28. janúar 1918 afhenti fulltrúi
háaðalsins í Eistlandi og Lettlandi
fullveldisyfirlýsingu Eystrasalts-
ríkja til rússneska sendifulltrúans
í Stokkhólmi. Þetta skref hafði í
för með sér áþreifanlegan árangur
og varð alþjóðlega viðurkennt á
grundvelli friðarsamninganna á
milli Þýzkalands og Rússlands
(Brest-Lithawsk) 3. marz og Brest
27. ágúst, þar sem hinir síðast-
nefndu afsala sér öllum yfirráðum
yfir Lettlandi og Eistlandi. Barátta
Litháa fyrir fullveldi stóð frá nóv-
ember 1917 og náði hámarki þegar
Vilhjálmur annar keisari staðfesti
opinberlega fullveldi Litháens 23.
marz 1918. Eistar beittu kænsku
og nýttu sér tímabilið frá því að
Rússar yfirgáfu landið og þangað
til að Þjóðveijar komu og lýstu
þannig yfir sjálfstæði þjóðríkja í
Eistlandi nóttina milli 24. og 25.
febrúar 1918. Sett var á laggimar
millibilsstjóm með K. Patz, forsæt-
isráherra, í fremstu víglínu. Allt
frá þeim tíma er haldið upp á 24.
febrúar, sem stofndag lýðveldis í
Eistlandi. í Lettlandi áttu sér stað
merkilegir atburðir. 12. apríl kom
Landesrat (þingið) saman og
krafðist stofnunnar þýzk-vinalegr-
ar konungssinnaðrar stjómar undir
formerkjum baltnesks stórhertoga-
dæmis með prússneska erfðakóng-
inn í broddi fylkingar. Því miður
mætti áætlunin hörðum viðbrögð-
um bandamanna og varð aldrei að
veraleika. Hran Þýzkalands í nóv-
ember 1918 var einnig mikil óham-
ingja fyrir Eystrasaltsríkin, því það
markaði upphaf að sorglegu og
blóðugu tímabili í sögu Eystra-
saltsríkjanna, tímabili, sem oftast
er nefnt frelsisstríðið. Það var búið
að lýsa yfir fullveldi og nú ætti
að veija það með hervaldi, en það
er önnur saga.
Hlutverk bandamanna
Þrátt fyrir vöntun á samræmdri
stefnu var Bretland einn af
áreiðanlegustu samstarfsaðilum
Eystrasaltsríkjanna. Þessi stefna
þeirra féll alveg að hugmyndum
Breta um virka Norður-Evrópu-
pólitík, þar sem þeir sjálfír óneitan-
lega myndu leika aðalhlutverkið.
Stóra Bretland viðurkenndi Lett-
land og Eistland í raun í orði árið
1918 og á borði eins og áður var
nefnt, árið 1921. Bretland hafði
GfflAFLlMÁGÓBUVElfBI
irðlífi
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sfml 67 48 44
hálf opinber tengsl við Eystrasalt-
slöndin allt frá árinu 1918, en þá
starfaði brezkur vararæðismaður í
Pemau í núverandi Eistlandi. Árið
1919 útnefndi Whitehall (utanrík-
isráðuneytið í London) aðalræðis-
mann til Eystrasaltslandanna og
síðan, árið 1923, var sendiherra
skipaður til allra Eystrasaltsríkj-
anna, en hafði aðsetur í Riga í
Lettlandi. Eins og síðar kom á
daginn var aðaláhugamál Bret-
anna að finna nýja markaði fyrir
iðnaðarvörar sína. Markaðs- og
söluhvetjandi aðgerðir þeirra fólust
meðal annars í þvinguðum við-
skiptasamningum um 1930, þar
sem vora einhliða ákvæði um að
Eystrasaltslöndin skuldbyndu sig
til þess að auka innflutning frá
Englandi. Örlög Eystrasaltsþjóð-
anna í öryggismálum hvíldu í
valdajafnvæginu á milli Þýzka-
lands, Rússlands og Póllands og
höfðu þau því mikinn áhuga á stöð-
ugleikanum. Það var atriði, sem
Bretar virtust vanrækja og Frakk-
ar grófu siðan undan með endur-
teknum tilraunum til að þvinga
Litháen til þess að gefa eftir skil-
yrðislaust gagnvart pólskum land-
akröfum.
Bandaríski sagnfræðingurinn
Edgar Anderson, sem fæddur er í
Lettlandi, heldur því fram í bók
sinni um sögu Lettlands á milli-
stríðsáranum, að Lettland og Eist-
land hafi á þessu tímabili lagt sig
mikið fram við að leika friðarskap-
andi og stöðugleikahlutverk í hinni
annars svo órólegu Austur-Evrópu.
Væntingar Eystrasaltsríkjanna af
alþjóðlegu samstarfi vora enn á
ný niðurlægðar af þjóðarbandalag-
inu, sem sýndi sig aðallega vera
eftir Áma Björnsson
Orðið „kostnaðarvitund" hefur
oftar og oftar sést á síðum dag-
blaða og heyrst frá öðram fjölmiðl-
um á volæðis- og krepputímum
þeim, sem nú ganga yfir þjóðina.
Sérlega hefur orðið verið munnt-
amt þeim oddvitum jafnaðar-
manna, sem sæti eiga í núverandi
ríkisstjóm, og ma.a. stjórna heil-
brigðismálum þjóðarinnar, en það
virðist þeim kappsmál, að þeir, sem
neyðast til að leita sér læknishjálp-
ar, viti að hjálpin kostar peninga,
ekki síst á krepputímum. Nú er
sá stórisannleikur, að læknishjálp
kosti peninga, ekki fundinn upp í
heilbrigðisráðuneytinu, því hann
var kveikjan að því, að jafnaðar-
menn á fyrri hluta aldarinnar,
beittu sér fyrir því, að hér var
komið á almannatryggingum, en
það var löngu áður en hér var
stofnað heilbrigðisráðuneyti. Það
ætti að vera óþarfí að minna nú-
tíma jafnaðarmenn á, að tilgangur-
inn með almannatryggingu var,
að tryggja að almenningur fengi
notið þeirra mannréttinda, að
þurfa ekki að þiggja ölmusu, þegar
menn eltust, eða heiisan bilaði.
Óþarft er líka að taka fram, að
þau réttindi, sem almannatrygg-
ingar veittu, vora veitt á kreppu-
tímum, en nú, þegar kreppa sækir
íslenskan almenning heim að nýju,
virðist það vera eitt aðalbjargráð
jafnaðarmanna, að skerða þau
verulega eða afnema.
Orðið meðvitund þýðir í læknis-
fræði, andlegt cg líkamlegt ástand,
sem gefur til kynna, að einstakl-
ingur sé áttaður á stað og stund
uppgjörsstaður fyrir stórveldin og
var hreint ekki vettvangur þar sem
málefni smáþjóðanna væru rædd.
Þá granaði stjómmálamenn í
Eystrasaltslöndunum alls ekki að
t.d. Stóra Bretland hefði ákveðið
að hindra ekki með neinum hætti
hugsanlega innlimun Eystrasalts-
ríkjanna í Rússlandi. Rökin voru
þau að samkunda þjóðabandalags-
ins gat ekki séð fyrir um slíkar
skuldbindingar. Að lokum má og
nefná jákvætt dæmi um Vestur-
Evrópsk áhrif. Árið 1921 var stofn-
sett þing í Lettlandi að franskri
fyrirmynd.
Þróunin við Eystrasalt
Þegar upphaf fullveldisbaráttu
og svari utanaðkomandi áhrifum
með viðbrögðum, sem áhrifin gefa
tilefni til.
Orðið vitund hefur líka verið
notað með fleiri forskeytum, s.s.
undirvitund, dulvitund og trúarvit-
und, en það er helst geðlæknis-
fræði og heimspeki, sem hafa
hætt sér út á þann hála ís, að reyna
leita skýringa á þeim fyrirbæram.
En það var kostnaðarvitund,
sem ég ætlaði að ræða lítillega um,
og hvemig glæða megi þann þátt
vitundarinnar, til að minnka kostn-
að í heilbrigðisþjónustu, en verð
um leið að viðurkenna, að kostnað-
arvitund hefur ekki verið rannsök-
uð f sama mæli, og ýmsir aðrir
þættir vitundarinnar og því lítið
um ritaðar heimildir.
Ljóst er að árangursríkasta leið-
in til að vekja kostnaðarvitund er
að láta hlutaðeigandi vita, hvað
hlutimir kosta, og telur heilbrigðis-
ráðherra að sú leið sé vænlegustu
til árangurs, þegar sjúklingar eiga
f hlut. Best sé þá að hafa kostnað-
inn f hærri kantinum, svo öraggt
sé, að kostnaðarvitundin vakni,
með andfælum, ef ekki vill betur.
Þá er nauðsynlegt, að halda kostn-
aðarvitundinni stöðugt vakandi,
þ.e.a.s. hjá þeim sjúklingum, sem
era með meðvitund. Þegar sjúkl-
ingur kemur á lækningastofu, skal
byija á að vekja kostnaðarvitund
hans, með því að afhenda honum
verðlista yfír alla þjónustu, sem
veitt er á þeim stað. Við þetta
sparast skráning, ef sjúklingurinn
sér strax, að hann hefur ekki efni
á þjónustunni, sem hann kom til
að leita eftir. Til þess að viðhalda
kostnaðarvitund sjúklinga í með-
Eystrasaltslandanna er skoðuð þá
öðlumst við ekki eingöngu innsýn
í stjórnmálatengsl samtímans frá
áður óþekktu sjónarhorni, heldur
kemur á daginn að litlu löndin
geta vel haldið í við risaveldin,
ekki eingöngu sem óvirkir áhorf-
endur heldur einnig í virkum sam-
skiptum við þau. Uppræting á lít-
illi þjóð getur þýtt að mikið ójafn-
vægi skapist í alþjóðamálum.
Þótt lýðræðið, sem komið var á
fyrir 75 áram síðan í Eystrasalts-
ríkjunum, hafi verið myndað við
afar óhagstæð skilyrði þá varð það
lífsseigt. Fall lýðræðisins á fjórða
áratugnum varð ekki af innri
ástæðum, heldur orsakaðist af því
að hernámsvaldið beindi byssu í
ferð utan sjúkrahúsa, skulu þeir
fá kort, þar sem skráður er kostn-
aður við hveija komu, svo og hve
mikið þeir hafa kostað ríkissjóð til
þessa, og undirstrikað sérstaklega,
ef um er að ræða dýra meðferð,
t.d. dýr lyf. Þá má vænta þess, að
kostnaðarvitundinni, og eða
greiðslugetunni verði ofboðið, og
sjúklingurinn hætti í meðferð.
Hvernig vekja á og viðhalda
kostnaðarvitund sjúklinga, sem
liggja á sjúkrastofnunum, fér auð-
vitað eftir því hvort sjúklingurinn
er með meðvitund, eða meðvitund-
arlaus, þegar hann kemur inn á
stofnunina. Sé hann með meðvit-
und, skal þegar í stað byijað að
vekja kostnaðarvitundina. Meðan
sjúklingurinn bíður eftir að tekin
sé af honum sjúkraskýrsla, skal
honum afhent leiðbeiningarrit með
upplýsingum um almennan kostn-
að við sjúkrahúsvist, þar sem sund-
urliðaður er kostnaður við hinar
ýmsu skurðaðgerðir og rannsóknir
ásamt kostnaði við sjálfa leguna.
Síðan skal á hveiju kvöldi afhenda
sjúklingnum sundurliðað yfirlit yfir
útgjöld dagsins. Þetta skal gert
áður en hann fær svefnskammtinn,
og skal honum gefinn nægur tími
til að kynna sér yfirlitið áður en
skammturinn er afiientur. Sé sjúkl-
ingurinn blindur skal lesa yfirlitið
fyrir hann. Hafi sjúklingurinn ver-
ið meðvitundarlaus við komu á
sjúkrastofnunina, skal afhenda
honum, um leið og hann vaknar
til meðvitundar, yfirlit yfir þann
kostnað, sem hann hefur bakað
heilbrigðiskerfinu, síðan hann
missti meðvitund, en síðan haldið
áfram, eins og með aðra vistunar-
UM KOSTNAÐARVIT-
UND OG AÐRA VITUND
bakið á þjóðunum. Við getum og
lært það af sögu Eystrasaltsríkj-
anna að sá sem beitir minni þjóðir
órétti getur fyrr eða síðar átt von
á að fá slíka hegðun í hausinn
aftur. Því um leið og Gorbatsjov
og Yeltsín gáfu Eystrasaltsríkjun-
um vissa möguleika á að veita
frelsisþrá sinni útrás, stuðlaði end-
urreisn hins sögulega réttlætis í
Eystrasaltsríkjunum að upplausn
rússneska heimsveldisins. Dan-
mörku bárast mörg harðorð mót-
mæli frá Rússlandi vegna þess að
Danir tóku málstað Eystrasalts-
ríkjanna á alþjóðavettvangi allt frá
árinu 1988. Það virðist sem Danir
líti á aðstoð við Eystrasaltsríkin
sem heilaga skyldu. Sérstaklega
þar sem Danir sjálfir vora undir
hernámi og öðluðust frelsi á ný
aðeins vegna aðstoðar annarra
fijálsra þjóða.
Danir halda því fram að
diplómatískt samband hafi verið
til staðar allt frá öðram áratug
þessarar aldar og þeir líti ekki á
Eystrasaltsþjóðirnar sem ný ríki,
heldur sem endurreist ríki. Dan-
mörk vinnur að því að staða Eist-
lands, Lettlands og Litháen breyt-
ist þannig að þau verði fullkomlega
sjálfstæð ríki með þátttöku þeirra
í alþjóðastofnunum og Danir hafa
ennfremur aðstoðað ríkin við að
koma á fót upplýsingaskrifstofu í
Kaupmannahöfn. Þessi skrifstofa
er löndunum mikilvæg lyftistöng
fyrir erlend samskipti. Akveðnar
skoðanir Dana á alþjóðamálum
eins og viðhorf þeirra til Evrópu-
bandalagsins eða til málefna Eyst-
rasaltsríkjanna eflir stöðu þeirra á
alþjóðavettvangi.
Eystrasaltslöndin öðlast smám
saman enn mikilvægari sess í hinu
norður evrópska samstarfí á efna-
hagssviði, í umhverfisvernd, menn-
ingu, vísindum og pólitík. Hafi ís-
land áhuga á að nýta sér kraftinn,
sem felst í samstarfsmöguleikum
mun hlutverk íslands aukast til
muna í Evrópu.
Höfundur er nemandi
við Háskóla íslands.
Árni Björnsson
„Markinu er náð þegar
kostnaðarvitundin er
orðin sá þáttur vitund-
arinnar, sem síðast
slokknar. Sjúklingi,
sem glatað hefur kostn-
aðarvitund, verður ekki
bjargað, virkri meðferð
skal þá hætta, og heil-
brigðiskerfinu eru þar
með spöruð frekari út-
gjöld.“
sjúklinga. Við útskrift skal sjúkl-
ingurinn fá sundurliðaðan reikning
yfir heildarkostnað af dvölinni.
Markinu er náð þegar kostn-
aðarvitundin er orðin sá þáttur vit-
undarinnar, sem síðast slokknar.
Sjúklingi, sem glatað hefur kostn-
aðarvitund, verður ekki bjargað,
virkri meðferð skal þá hætta, og
heilbrigðiskerfinu eru þar með
spöruð frekari útgjöld.
Höfundur er læknir.