Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 HANDKNATTLEIKUR íslendingar mæta Dönum í kvöld í Austurbergi 200. landsleik- ur Sigurðar Hann lékfyrsta landsleik sinn í Eyjum 1976 og þann . hundraðasta í Reykjavík 1987, báða gegn Dönum SIGURÐUR Sveinsson, hand- knattleikskappinn kunni, leikur tímamótaieik gegn Dönum í Austurbergi kl. 20.30 í kvöld. Þessi litríki leikmaður, sem hef- ur svo oft skemmt handknattlei- kunnendum, tryggir sér þá sæti í „200 landsleikja klúbbnum" — hann leikur 200. landsleik sinn síðan hann var fyrst munstrað- ur í landsliðsbúninginn fyrir sautján árum; þá sem viðvan- ingur í Vestmannaeyjum, þar sem hann lék sinn fyrsta lands- leik aðeins 17 ára gegn Dönum. Danir hafa komið mikið við sögu iijá honum, því þegar hann lék sinn 100. landsleik, íLaugar- dalshöllinni 1987, voru Danir einnig mótherjar íslendinga. Og 500. landsliðsmark sitt gerði Sigurður í Danmörku; gegn Hol- lendingum á síðasta ári. Sigurður er nú að leika sitt átj- ánda ár með landsliðinu og hefur enginn annar landsliðsmaður verið svo lengi í eld- Sigmundur Ó. IínunnL Yngstu leik' Steinarsson mennirnir í lands- skfifar liðshópnum nú voru rétt að byija að ganga þegar Sigurður tók sín fyrstu skref með landsliðinu í Eyjum, 18. desember 1976, en þá unnu Danir, 16:19. Með Sigurði lék þá annar ungur leikmaður, sem var að leika fjórða landsleik sinn. Það er Þor- bergur Aðalsteinsson, sem nú er landsliðsþjálfari, en hann lék sinn síðasta landsleik fyrir fímm árum. Aðrir sem léku þá með landsliðinu, voru: Ólafur Benediktsson, Val, Gunnar Einarsson, Haukum, Geir Hallsteinsson, FH, Viðar Símonar- son, FH, Þórarinn Ragnarsson, FH, Viggó Sigurðsson, Víkingi, Agúst Svavarsson, ÍR, Jón H. Karlsson, Val, Ólafur Einarsson, FH og Björg- vin Björgvinsson, Fram. Níu af leikmönnunum sem léku þá áttu eftir að fara í víking og leika í útlöndum. Aðeins Viðar, Þórarinn og Jón H. léku aldrei með erlendum félagsliðum. Sigurður, sem hefur leikið með þremur íslenskum félagsliðum — Þrótti, Val og Selfossi — lék með fimm erlendum félagsliðum. Fyrst með Olympía í Svíþjóð, en síðan með Nettelstedt, Lemgo og Dortmund í Þýskalandi og þá með Atletico Madrid á Spáni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að Sigurður er einn allra vinsæl- asti handknattleiksmaður íslands. Handknattleiksunnendur hafa kunn- að að meta léttleika hans innan og utan leikvallar, en Sigurður vakti © [jfi landsleíkja klúbburinn —1 —* Leikár A-landsleikir Leikir gegn úrvalsliðum SAMTALS 1. Geir Sveinsson 1984-1993 239 9 248 2. Kristián Arason 1980-1992 238 10 248 3. Þorqils Ó. Matthiesen 1981-1990 236 10 246 4. Jakob Siqurðsson 1983-1992 231 10 241 5. Einar Þorvarðarson 1980-1990 224 6 230 6. Guðmundur Guðmundsson 1980-1990 221 5 226 7. Siqurður Sveinsson 1976-1993 200 5 205 ungur mikla athygli fyrir skothörku, hugmyndaflug í leik og þá hefur hann verið þekktur fyrir frábærar línusendingar. Hann hefur ekki að- eins verið vinsæll á íslandi, heldur var hann geysilega vinsæll í Þýska- landi. Sigurður væri án efa búinn að leika um 300 Iandsleiki ef hann hefði ekki verið í ónáð hjá Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálf- ara. Sigurður er nú lykilmaður ísl- enska landsliðsins, sem er að und- irbúa sig fyrir heimsmeistarakeppn- Siggi Sveins Þessi litríki og vin- sæli handknattleiks- maður lék fyrsta landsleikinn fyrir 17 árum. Landsleikja- ferill hans spannar nú lengri tíma en nokkurs annars ís- lendings. Sigurður Sveinsson í sviðsljosinu í 18 ár Leikur sinn 200. landsleik gegn Dönum Fyrsti leikurinn gegn Dönum í Vestmannaeyjum 1 1976 A-landsleikir Gegn úrvalsliðum 15 100. landsleikurinn gegn Dönum í Reykjavík 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 ina í Svíþjóð. Sigurður sýndi hvað hann var þýðingarmikill fyrir liðið í B-keppninni í Austurríki í fyrra, en þar átti hann einna mestan þátt í að liðið er nú á leið til Svíþjóðar — fór á kostum á þýðingarmiklum stundum, en hann var aftur á móti illa fjarri góðu gamni á Ólympíuleik- unum í Barcelona. Komst ekki til Barcelona vegna meiðsla. Þegar Sigurður lék sinn 100. landsleik — gegn Dönum 21. júní 1987, skoraði hann fimm mörk í sig- urleik, 22:19, í Laugardalshöllinni. Leiðir hann íslenska landsliðið til sigurs í kvöld — í sínum 200. lands- leik? Þeip hala leikið lengst Leikár / Fjöldi ára 1. Sigurður Sveinsson 1976-1993 I 18 2. Hjalti Einarsson 1959-1974 / J 16 3. Bjarni Guðmundsson 1974-1987 l 14 4. Ólafur H. Jónsson 1968-1981 /i , 14 * 5. Alfreð Gíslason 1980-1993 | ; 14 6. Björgvin Björgvinsson 1968-1980 , í í \ 13 7. Geir Hallsteinsson 1966-1978 j Ju_ 13 8. Kristján Arason 1980-1992 Pfpj ITM 13 9. Sigurður Gunnarsson 1978-1900 71 13 10. Þorbergur Aðalsteinsson 1976-1988 y 13 11. Jón H. Magnússon 1966-1977 12 Rósmundur Jónsson lék einn landsleík 1963 sem útispilari, en 13 árum síðar (1975) lék hann sem markvörður. Hákon fram- kvæmdastjóri Framkvæmdanefnd HM 95 opnar skrifstofu FRAMKVÆMDANEFND HM 95 réð í gær Hákon Gunnarsson sem framkvæmdastjóra nefndarinnar og opnaði skrifstofu í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, en framkvæmd heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik á íslandi 1995 er sérstakt verkefni og óháð annarri starfsemi Handknattleikssambandsins. Eins og greint var frá í blaðihu í gær sam- þykkti borgarráð sam- komulag á milli Reykja: víkurborgar og HSÍ vegna undirbúnings HM 95, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að borgin leggi fram 7,5 millj. kr. á næstu þrem- ur árum vegna undir- búnings og skipulagn- ingar keppninnar, en taki jafnframt þátt í að kynna mótið erlendis og styrki íslenska landsliðið til æfinga í húsnæði borgarinnar næstu tvö árin. - Markús Öm Antonsson, borgar- stjóri, og Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ, undirrituðu samninginn í gær. Magnús Oddsson, formaður fram- kvæmdanefndar HM 95, sagði að Hákon Gunnarsson það væri gífurlega mik- ils virði að hafa Reykja- víkurborg með í sam- starfi. Ákveðið bakland hefði vantað vegna kynningarstarfsins, en í krafti. stuðningsins og samningsins hefði skrifstofan verið opnuð og framkvæmdastjóri ráðinn. Hákon er 33 ára rekstrarhagfræðingur og var m.a. fram- kvæmdastjóri íslenskra getrauna 1987 til 1991. Hann sagði að fyrst á dagskrá væri að fylgjast með framkvæmd HM í Svíþjóð og vekja þar athygli á keppninni hér á landi, en þegar væri byijað á gerð stuttrar kynningarmyndar, sem yrði sýnd við verðlaunaafhend- inguna í Stokkhólmi. ■ GÚSTAF Bjamason gerði níu mörk, þegar ísland lék síðast gegn Dönum. Hann jafnaði 27:27 skömmu fyrir leikslok í desember s.l. í Danmörku. ■ MICHAEL Fenger jafnaði, 16:16, á ævintýranlegan hátt eftir hraðaupphlaup á lokasekúndunni, er liðin mættust í B-keppninni í Austurríki í fyrra. ■ FENGER hætti eftir það með liðinu er nú kominn aftur á kreik. Annar gamall „refur“ í liði Dana sem leikur hér á landi er stórskyttan Erik Veje Rasmussen. Hann á 223 landsleiki að baki en Fenger 226. ■ JÚLÍUS Jónasson gerði 11 mörk gegn Dönum í jafnteflisleik, 24:24, í Danmörku 1990. I ÍSLAND sigraði Danmörku í fyrsta sinn í Laugardalshöll 1968 — 15:10. Þetta var áttunda viðureign þjóðanna í handknattleik og 48. landsleikur íslands, en kvöldið áður vann Danmörk 17:14. Jón Iljaltalín, fyrrv. formaður HSÍ, var þá með fimm mörk. ■ ISLENDINGAR unnu Dani með 11 marka mun, 32:21, á Akra- nesi 1981. Þorbergur Aðalsteins- son gerði þá 7 mörk, en Sigurður Sveinsson og Krislján Arason sín 6 mörkin hvor. ■ KRISTJÁN Arason skoraði 10 mörk í 21:20 sigri gegn Dönum í Reykjavík 1988. U ÞORBERGUR Aðalsteinsson hefur stjórnað landsliðinu í sex leikj- um gegn Dönum — einum sigurleik (28:19), þremur jafnteflisleikjum og tveimur tapleikjum. ■ GEIR Sveinsson lék fyrsta landsleik sinn gegn Dönum — í Finnlandi 1984. ■ ÍSLAND og Danmörk gera ráð fyrir að mætast í milliriðli á HM í Svíþjóð. ■ ANNAR landsleikur íslands var gegn Danmörku í Kaupmanna- höfn 1950. Danir unnu 20:6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.