Morgunblaðið - 12.03.1993, Page 3

Morgunblaðið - 12.03.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 3 FRUMSYNING UM HELGINA OPIÐ LAUGARDAG 10-16 OG SUNNUDAG 13-16 SÁ LAAAAANGBESTI! 850 GLE STATION - BYGGÐURÁ 40 ÁRA REYNSLU Volvo 850 GLE station er án efa einn vandaöasti station-bíll í heimi. í fjörutíu ár hefur Volvo veriö leiðandi í hönnun bíla af þessari gerð. Volvo kynnir nú þann fullkomnasta frá upphafi, Volvo 850 GLE station. Hönnunin á þessum bíl hefur tekist afburða vel, glæsilegt og rennilegt útlit, kraftur og þægindi auk hins mikla rýmis eru aðalsmerki hans. Volvo 850 GLE station hentar sérstaklega vel fólki sem vill hafa mikið pláss fyrir farangur og farþega, hann er því upplagður í ferðalögin og útiveruna og auðvitað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum. FRAMHJÓLADRIF MEÐ SPÓLVÖRN Vélin er kraftmikil 5 strokka, 20 ventla, 143 hestafla með beinni innspýtingu, sem skilar bílnum vel áfram þó að hann sé fullhlaðinn, en er samt ótrúlega sparneytin (9,5 lítrar í blönduðum akstri). Afar fullkomin 4 gíra sjálfskipting með vali um 3 akstursstillingar ásamt vökvastýri er staðalbúnaður í Volvo 850 GLE station. Auk þess er hann ríkulega búinn fullkomnum hljómflutningstækjum, upphituðum sætum með plussáklæði, samlæstum hurðum, tvívirkri miðstöð og mörgu fleiru. Volvo 850 GLE station er framhjóladrifinn með spólvörn sem gerir hann sérlega hæfan í vetrarakstri. ABS OG SIPS HLIÐARÁREKSTRARVÖRN í Volvo 850 GLE station er að finna byltingu í öryggi fyrir farþega. Munar þar mestu um hina nýju hliðarárekstrarvörn SIPS (Side Impact Protection System) sem felst í því að farþegarýmið, eða öryggisbúrið sem farþegarnir sitja í, er sérstaklega hannað og styrkt með hliðarhögg í huga. Auk þessa má nefna ABS hemlalæsivörn sem er staðalbúnaður í Volvo 850 GLE station, öryggisbeltastrekkjara, sjálfvirka aðlögun öryggisbelta, öruggasta aftursæti í heimi með þriggja punkta öryggisbeltum og höfuðpúðum fyrir þrjá farþega og innbyggðan barnabílstól. Verð: 2598.000 kr stgr. kominn á götuna. Léttar veitingar VOLVO BRIMBORG HF • FAXAFENI 8 • SÍMI (91) 685870 HBk — m- : ■ BRIMB0RG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.