Morgunblaðið - 12.03.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993
Opið bréf til rektors
Háskóla Islands
frá Kristni Péturssyni
Fyrri hluti
Tilefni þessa bréfs er auglýsing
sem mér barst með bréfsíma. Há-
skóli Islands, Endurmenntunar-
stofnun, sendir mér tilboð um að
„mennta" mig, fyrir kr. 7.500 í
því sem nefnt er „undirstöðuatriði
í fiskifræði“ og eru leiðbeinendur
frá Hafrannsóknastofnun.
Nú er það svo að ég hef kynnt
mér gögn Hafrannsóknastofnunar
og ýmislegt hvað varðar þessa svo-
kölluðu „fískifræði“ og verð að
segja það að mér er orð vant til
að lýsa hneykslun minni á að það
skuli boðið upp á „endurmenntun-
arnámskeið“ í Háskóla íslands í
þessum fræðum.
Fiskifræði (og fískihagfræði)
eru að mínu mati afskaplega lítið
þróaðar vísindagreinar og þær
kenningar sem helst er tekið mið
af í dag geta í besta lagi kallast
tilgátur um vísindakenningar. Til-
gátur sem stemma ekki við raun-
veruleikann þegar grannt er skoð-
að.
Ég sat á Alþingi íslendinga í
þijú ár og kynnti mér þá rækilega
forsendur þessarar „fískifræði".
Ég hef starfað við sjávarútveg frá
barnæsku og þekking mín á lífríki
sjávar er byggð á reynslu, athug-
unum á náttúrunni sjálfri, sam-
tölum vi_ð reyndustu skipstjómar-
menn á íslandi. Síðast en ekki síst
hef ég borið saman sjónarmið
reyndustu manna við fískveiðar á
íslandsmiðum og það sem kemur
frá Hafrannsóknastofnun. Sjónar-
mið þau sem ég hef sett fram eru
rökstudd og eiga erindi í umræð-
una.
Núverandi fískveiðistjórnun
byggist á því, að einungis sé um
einn áhættuþátt við fískveiðar að
ræða, veiði fiskiskipa okkar (of-
veiði). Ég tel hins vegar að áhættu-
þættirnir séu tveir: Veiði fískiskipa
okkar, sem núverandi veiðiráð-
gjöf/stjómkerfí tekur eingöngu
mið af og ég tel ofmetinn áhættu-
þátt.
Hinn áhættuþátturinn, sem nú-
verandi veiðiráðgjöf og stjórnkerfí
fískveiða tekur ekkert tillit til, er
fæðuframboð hafsins. Takmarkað
fæðuframboð hafsins er að mínu
mati a.m.k. jafn mikill áhættuþátt-
ur og veiði fískiskipa okkar, ef
ekki meiri, þar sem um er að ræða
„sóknarþunga" nytjastofna (o.fl.)
í beitilönd hafsins.
Reiknimódel þau sem Hafrann-
sóknastofnun styðst við reikna allt-
af óbreytt fæðuframboð og að
breytilegt fæðuframboð í hafínu
breyti engu um afrakstursmögu-
leika nytjafiska. Þetta tel ég
grundvallarskekkju. Einnig er svo-
kallaður „náttúrulegur dánarstuð-
ull“ 20% pr. árgang/árlega burtséð
frá fæðuframboði eða þrifum
nytjafíska sem ég tel einnig
skekkju. Hvort tveggja er að mínu
mati breytileg stærð, háð fæðu-
framboði og þrifum nytjafíska.
Kólni sjór / minnki fæðuframboð
/ hægi vöxtur á sér heitir það „auk-
inn“ sóknarþungi" í núverandi
reiknimódeli eða „of mikil sókn“.
Aukin nátturuleg afföll vegna
fæðuskorts, og aukins sjálfáts af
þeim sökum, kulda o.s. frv. heita
þannig „of mikilli sóknarþungi“.
Af þessari ástæðu er fræðilega
mælt með því að minnka flotann
í núverandi röngu reiknimódeli.
Þarna sitja menn fastir í fræði-
mennskunni og virðast hvorki
heyra, sjá né skynja umhverfi sitt.
Nú nær togaraflotinn ekki því sem
hann má veiða samkvæmt ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar en samt
heitir það „of stór floti“ og „of
mikil sókn“ og boðað til námskeiðs-
halds í þessum „vísindum" 23.-24.
febrúar í Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands!
Háskóli íslands sem æðsta
menntastofnun á íslandi hefur þá
skyldu umfram aðra að láta fara
fram hlutlausa umfjöllun um mál
þetta og verð ég að krefjast þess
að það verði gert. Sú krafa er hér
sett fram af fullri alvöru. Alþingi
íslendinga hefur framselt til sjáv-
arútvegsráðherra nær ótakmark-
aða heimild til reglugerðaútgáfu
til þess að aðlaga íslenskan sjávar-
útveg að þessum reiknimódelum,
í þeirri trú að þetta sé allt gott
og blessað! Nokkrar efnislegar
staðreyndir um þessi mál eru fyrir-
liggjandi eftirfarandi:
Þorskur: íslandsmet í nýliðun
úr árgöngunum 1973, 1983 og
1984. Á þessum árum var þorsk-
stofninn í lægð og Hafrannsókna-
stofnun hrópaði „hættuástand“.
Hvað var í reynd hættulegt að
gerast á þessum árum í ljósi reynsl-
unnar? Engin vísindaleg gögn
fínnast sem geta skotið stoðum
undir skilgreininguna „hættu-
ástand“ á þessum árum. Þorsk-
stofninn hefur aldrei gefið af sér
góða nýliðun stór síðari áratugi,
en íslandsmetin í nýliðun hafa orð-
ið til þegar hann hefur verið hvað
minnstur! Fullyrðingar um „of-
veiði“ sem orsakavald bágborins
ástands þorsks um þessar mundir
eru vanmat, byggt á ofurtrú á
rangt uppbyggt reiknilíkan.
Ennfremur kom frá í viðtali
Morgunblaðsins við Ólaf Karvel
Pálsson fískifræðing Hafró 26. jan-
úar 1992 að 15% af fæðu stór-
þorsks væri þorskurinn sjálfur.
Samkvæmt því þá myndi 100 þús-
und tonna stækkun hrygningar-
stofns af stærri gerðinni þýða 100
þúsund tonna aukið sjálfát þorsks
svo - hver er tilgangurinn? Safna
stórþorski í sjóinn til þess að auka
sjálfát? Varla. Ég skil þetta ekki.
Fæðuskortur var tilfinnanlegur
hjá smáþorski fyrir Norðaustury
landi 1987-1991 á uppeldisstöðv-
um smáþorsks. Vorið 1990 voru
firðir og flóar fyrir Norður- og
Austurlandi fullir af smáþorski
(meðalvigt 2 kg) sem mættur var
til hrygningar 7-8 ára gamall. Um
þessa staðreynd vill Hafrannsókn-
astofnun ekkert fjalla.
Mér virðist, samkvæmt gögnum
Kristinn Pétursson
„Nú er það svo að ég
hef kynnt mér gögn
Hafrannsóknastofnun-
ar og ýmislegt hvað
varðar þessa svoköll-
uðu „fiskifræði“ og
verð að segja það að
mér er orða vant að
lýsa hneykslun minni á
að það skuli boðið upp
á „endurmenntun-
arnámskeið“ í Háskóla
Islands í þessum fræð-
um.“
Hafrannsóknarstofnunar, að það
bendi margt til þess, að með því
að friða tvo risasterka árganga
(1983 og 1984) óþarflega mikið
(„byggja upp stofninn“) samfara
takmörkuðu fæðuframboði þá hafí
afleiðingarnar orðið: Verulega
hækkuð náttúruleg dánatíðni
vegna sjálfáts og aukinna sjúk-
dóma vegna fæðuskorts, lækkuð
meðalvigt vegna fæðuskorts,
þorskur dreift sér og/eða farið í
fæðuleit í aðrar lögsögur t.d. Bar-
entshafið eins og margir skip-
stjórnarmenn halda fram. Allt er
þetta tiltölulega einfalt og skiljan-
legt. Hvað myndu menn hírast
lengi á Skúlagötu 4 við „Skúla-
götufiskifræðina“ sína, ef þeir
ættu að vera þar allan sólarhring-
inn og fengju sáralítið að éta?
Hvort yrði yfirsterkara, sjálfs-
bjargarviðleitnin, að koma sér út
og leita sér að mat, eða reyna að
reikna matinn á borðið með reikni-
módeli?
Samkvæmt meðfylgjandi upp-
lýsingum um hitastig sjávar (sjá
meðfylgjandi mynd) þá var sjávar-
hiti 1924-1961 5,22 gráður við
Siglunes. 1962-1990 hefurmeðal-
hiti verið nálægt 2,8 gráður. Hafís-
árin (1965-1971) skera sig úr með
meðalhita rúmlega 1 gráða.
Ég taldi af þessum ástæðum
rökrétt að láta gera tölfræðilegan
samanburð á töflum Hafrannsókn-
astofnunar um ástand nytjastofna
frá 1972-1990 og það lét ég gera
fyrir tveimur árum. Niðurstaða
varð sú að fylgni nýliðunar þorsks
við stækkandi stofnstærð var nei-
kvæð um 46%. Fylgni hrygningar-
stofns þorsks og nýliðunar var
neikvæð um 7% miðað við klakár,
en 24% neikvæð miðað Við mæling-
arár, en nýliðun þorsks er mæld
við þriggja ára aldur.
Vísindamenn Hafró hafa ýtt frá
sér efnislegri rökræðu um þessar
staðreyndir, sagt „ekki nógu langt
tímabil“j „ekki tölfræðilega mark-
tækt“. Ég bendi á að hitastigið og
breytingar á ástandi sjávar gaf
einmitt tilefni til þess að skoða
tímabil með tilliti til sjávarhita.
Framleiðni hafsins er minni nú en
fyrir 40 árum vegna lækkunar á
meðalhita um nálægt 2,5 gráðum!
Af þessari ástæðu einni er það að
mínu mati óvísindaleg tilrauna-
starfsemi að reyna að þvinga fram
stækkun á þorskstofninum um-
fram 800 þúsund tonn! Enda er
ekkert dæmi til um góða nýliðun
í þorskstofninum með þessum til-
raunum, og ekkert dæmi til sem
rökstyður áframhaldandi tilrauna-
starfsemi. Mér virðist, samkvæmt
þessum gögnum, að líklegra hefði
verið til árangurs að veiða meira
úr þorskstofninum frá 1987-1990
þegar það var hægt og vinna þann-
ig í takt við náttúruna og koma í
veg fyrir fæðuskort. Ég ítreka það
að tilraunastarfsemin við „upp-
byggingu“ þorskstofnsins 1987-
1990 virðist frekar vera orsök að
lélegum þorskafla að undanförnu
en of mikil veiði, miðað við fyrir-
liggjandi gögn.
Varðandi loðnu er athyglisvert,
að 1983 þegar loðnustofninn
„hrundi“ og veiðar voru stöðvaðar
(og margir fóru á hausinn) þá gaf
hrundi stofninn af sér nýtt íslands-
met í nýliðun loðnu! 255 milljarðar
af eins árs loðnu mældust árið eft-
ir. Aldrei mælst annað eins! Það
sama gerist árið 1990 þegar loðnu-
stofninn var sagður í lægð. Nýtt
met í nýliðun þegar stofninn
minnkaði. Stór loðnustofn hefur
aldrei gefíð af sér góðan nýliðun
hér við land og fylgni nýliðunar
loðnu við stækkandi stofnstærð er
neikvæð um 67%. Því þá allt þetta
umstang, veiðibann og fullyrðingar
um „hættuástand"? Hvar eru kald-
ar staðreyndir um „hættuástand".
Er hræðsluáróður vísindi? Síðan
hvenær?
í Barentshafinu er svipaða sögu
að segja varðandi loðnuna. Loðnu-
stofninn þar hrundi alveg vegna
þess að hungur skapaðist í vist-
kerfinu þar m.a. af svipuðum
ástæðum og hér við land. 1989
mældist hrygningarstofn loðnu
einungis 4 þúsund tonn (3 Sigurð-
ir RE). Þessi hrygningarstofn gaf
af sér nýtt nýliðunarmet loðnu í
Barentshafinu! Ansjósan í Perú
„hrundi" fyrir nokkrum árum.
Sama sagan þar. Nýtt nýliðunar-
met úr „hrunda“ stofninum.
Varðandi þorsk og loðnu finnst
ekkert vísindalegt sem rökstyður
að þörf sé að safna loðnu og þorski
í hafið eins og Hafrannsóknar-
stofnun hefur fullyrt. Fullyrðingar
hennar standast alls ekki. Gögn
stofnunarinnar benda frekar til að
þessi tilraunastarfsemi hafi verið
til skaða.
Höfundur stundar atvinnurekstur
á Bakkafirði.
RENAULT
VÖRUBÍLAR - SENDIBÍLAR
Sýning laugardaginn 13. mars kl. 13-17
Sýnum ífyrsta skipti hér á landi 530 hestafla Renault Magnum dráttarbtt og Renault
Midliner stóran sendibtt með kassa og lyftu. Sýnum einnig Renault Trafic, Express
og Clio sendibtta. Komið og kynnið ykkur það nýjasta frá Renault.
RENAULT
- fer á kostum
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633