Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 21
að hafa yfir að ráða skipakosti til að uppfylla á hagkvæman hátt flutningaþarfir landsmanna. Við teljum að þessi stefna hafí verið farsæl, enda hafa skuldir Eimskips sem hlutfall af rekstrartekjum ekki aukist allan síðasta áratug. Á sama tíma hafa flutningsgjöld lækkað verulega. Örar breytingar, bæði í flutnin- gatækni og í viðskiptum okkar við önnur lönd, hafa kallað á tíðar breytingar á skipakosti. Til að tryggja yfirráðarétt yfir skipum og að manna þau íslenskum áhöfnum hefur Eimskip þurrleigt skip, sem er það leiguform þegar skip er leigt án áhafnar oftast til nokkurra ára. Þurrleiguskip verður í flestum til- vikum að skrá erlendis, þar sem þau eru í eigu erlendra aðila, jafn- vel þótt þau séu mönnuð íslenskum áhöfnum. Þetta er hluti af skýring- unni hvers vegna hlutfallslega fleiri skip hafa verið skráð erlendis. Ánnað sem hefur gert íslenska skráningu miður áhugaverða er hve kostnaðarsamt það er að skrá og afskrá skip hér á landi. Yfírleitt er hægt að hafa íslenskar áhafnir á skipum sem skráð eru erlendis. Það ætti að vera áhugavert fyrir stjórn- völd að stuðla að breytingu á regl- um og kostnaði við skráningu skipa hér á landi. Hagkvæm og samkeppnisfær flutningaþjónusta er sameiginlegt markmið Rétt er að minna á þá staðreynd að það eina sem hefur tryggt og mun tryggja það að samgöngur verði áfram í höndum íslendinga er að þjónustan sé samkeppnisfær og búi við svipuð starfsskilyrði og nágrannaþjóðir okkar, t.d. Danir og Norðmenn. Við verðum alltaf að vera viðbúin því að mæta öflugri samkeppni frá erlendum aðilum. Eimskip leggur höfuðáherslu á að rekstur félagsins sé hagkvæmari en rekstur keppinautanna. Félagið þarf ekki einungis að vera skrefí framar en innlendir keppinautar, heldur þarf reksturinn einnig að geta staðist erlendum aðilum snún- ing. Það er ekkert sem tryggir sjálf- krafa að samgöngur til og frá land- inu verði áfram aðallega í höndum íslendinga sjálfra. Ef við ætlum að tryggja sam- keppnishæfni má ekki láta undan þrýstingi um að viðhalda úreltum vinnubrögðum og viðhorfum og við verðum að keppa að því að auka sífellt hagkvæmni í rekstri. Einnig ber að fagna hvers konar viðleitni, t.d. stéttarfélaga og stjórnvalda, til að auka samkeppnishæfni flutn- ingafyrirtækja og gera skráningar- reglur skipa hér á landi sambæri- legar við þær sem eru í nágranna- löndum okkar, Sameiginlegt markmið allra þjóð- félagsafla hlýtur að vera að gera flutningaþjónustu hér á landi enn hagkvæmari en verið hefur til hags- bóta fyrir íslenskt atvinnulíf og al- menning í landinu. Til þess að það takist þurfum við að tryggja sam- bærilegar reglur og starfsskilyrði og eru í nágrannalöndum okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips STROMBERG STIMPILKLUKKUR MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. MARZ 1993 ■m 21 Loð Sláturfélagsins við Skúlagötu seld fyrir 23,6 milljónir króna Hugsanlega byggt fyrir aldraða BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 23,6 milljón króna tilboði hæstbjóðanda Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. í lóðina við Skúlagötu 20. Eitt annað tilboð barst frá Húsvirkja hf., sem bauð rúmar 20 milljónir. Að sögn Gylfa Héðinssonar, hefur enn ekki verið tekin ákvörð- un um hvað verður byggt á lóð- inni en þar er gert ráð fyrir um 80 til 100 íbúða byggð. „Hugsan- lega verða byggðar íbúðir fyrir eldri borgara en það mundi henta vel, þar sem Reykjavíkurborg hef- ur þegar byggt þjónustumiðstöð á næstu lóð,“ sagði hann. Tilboðum yrði hafnað Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, lagði fram bókun þess efnis að hún vildi endurskoða fyrri ákvörðun frá árinu 1985 um niður- rif Sláturfélagshússins, með því að hafna báðum tilboðunum. „Ég tel að með niðurrifi hússins sé verið að afmá merka byggingu sem í ljósi sögu sinnar og útlits hefði átt að standa óhögguð. Verð- mæti lóðarinnar tel ég vera mun meira en þær 23 mkr. sem nú hefur verið ákveðið að selja hana á,“ segir í bókuninni. Hvetjandi fyrir atvinnulífið í bókun Markúsar Amar Ant- onssonar borgarstjóra segir, að borgarráð. hafi samþykkt sam- hljóða á fundi 16. febrúar síðastlið- inn, meðal annars með atkvæði Ólínu, sölu á lóð Sláturfélagsins með útboði og tilskildu niðurrifi þeirra bygginga sem fyrir eru. Hærra tilboðið var 23,6 millj. en að auki mun borgin fá 20 til 25 milljónir í gatnagerðargjöld af væntanlegum byggingum. Fram- kvæmdir við þær yrðu auk þess hvetjandi fyrir atvinnulífið í borg- inni. Katrín. Fjeldsted Sjálfstæðis- flokki, sagði í sinni bókun að hún greiddi atkvæði með því að gengið yrði að tilboði í lóðina í ljósi for- sögu málsins. Hún teldi hins vegar að eftirsjón væri að byggingum Sláturfélagsins og að þær hefði mátt fella inn í nýtt skipulag. Harðjaxlinn frá Ameríku Nú er nýr Ford Ranger kominn til landsins, pallbíllinn sem hefur ótrúlega möguleika í útfærslu og þú getur valið um margskonar aukabúnað. Rangerinn er mjög sterkbyggður og ótrúlega sparneytinn prátt fyrir öfluga vél. Með nýrri hönnun, að utan sem innan, hafa náðst enn betri aksturseiginleikar og hann er þýður sem fólksbíll. Rað er ekki að furða að Ford Ranger skuli vera mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum í áratug. Rangerinn er fyrir þá sem vilja öðruvísi bíl; glæsilegan og öflugan. Sýnum Ford Ranger í dag frá kl. 13-17. Komdu og reynsluaktu. Hefurþú ekið Ford.....nýlega? G/obus? -heimur gceða! Lágmúla 5, siml 91-6815 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.