Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Kaupfélags- stjórar skípa undirbún- ingssljórn Kaupfélagsstjórar ákváðu á fundi um helgina að vinna að stofnun félagsskapar um sameiginleg innkaup og dreifingu, hugsanlegrar smásölukeðju, til að yfirtaka rekstur matvöruþáttarins í heildverslun Miklagarðs hf. Skipuðu þeir undirbúnings- sljórn til að vinna að þessu. Pálmi Guðmundsson kaupfé- lagsstjóri á Höfn í Hornafirði sagði í gær að stjómin hefði ekki verið kölluð saman til fundar og því hefði stefnan ekki verið mörk- uð. Óljóst væri hveijir myndu eiga aðild að þessum samtökum en til tals hefur komið að það verði bæði kaupfélög landsins og einka- verslanir. Bjóst hann við að lítið gerðist í þessum málum fyrr en eftir páska. Stöðug illviðri hafa verið á vetrarvertíðinni á Suðurnesjum „Erfiðasta vertíð sem ég hef stundað" Kcflavík. „STÖÐUG illviðri og þrálátar vestlægar áttir hafa gert vertíðina með eindæmum erfiða og þetta er örugglega erfiðasta vertíð sem ég hef stundað," sagði Rúnar Hallgrímsson skipstjóri á netabátnum Happasælum KE 94 frá Keflavík í samtali við Morgunblaðið um vetrarvertíðina suðvestanlands sem nú stendur sem hæst. í sama streng tóku Ragnar Ragnarsson skipstjóri á dragnótabátnum Arn- ari KE 260 frá Keflavík og Bjarni Þórarinsson sem rær með hand- færi á Unni ÁR 7 frá Selfossi en þeir sækja frá Sandgerði. Þeir félagar eru sammála um að vel hafi fiskast á vertíðinni þrátt fyr- ir erfiða tíð en Bjarni hefur þó aðeins komist í 5 róðra en lendir nú í 15 daga fiskveiðibanni, ásamt flestum bátunum, sem tekur gildi frá og með 7. apríl. Bjarni býr á Selfossi en lætur sig ekki muna um að keyra á milli. „Hann var skólastjóri og kennari í 20 ár og var jafnframt skipstjóri á humarbátum á sumrin. Nú hefur hann alfarið snúið sér að sjó- mennskunni og er þetta fjórða ver- tíð hans í Sandgerði. Bátur Bjarna er ganggóður og notfærir hann sér það með að sækja langt þegar gefur og hefur hann sótt allt að Eldeyjarboða sem er um 50 sjómíl- ur frá landi og hefur verið að fá á milli 1 og 2 tonn í róðri. Ragnar á Arnari sagði að drag- nótabátarnir væru mest á svoköli- uðum Hafnarleir og á Eldeyjar- svæðinu. Veiðin hefði verið ágæt þegar gefið hefði og hefðu þeir aðallega verið að veiða rauðsprettu að undanförnu. Ragnar sagðist vel geta skilið þau sjónarmið sem Morgunblaðið/Björn Blöndal Landað í Sandgerði BJARNI Þórarinsson á Unni ÁR 7 frá Selfossi við löndun í gær. lægju að baki veiðibanninu, að gefa hrygningarfiskinum næði til að hrygna. En bannið kæmi mis- jafnlega við menn og sér fyndist að það kæmi illa-við krókaleyfis- bátana. Rúnar Hallgrímsson á Happasælum sagði að þrátt fyrir ótíðina væru þeir búnir að ná sínum kvóta og gott betur, en fiskverðið væri það lágt núna að lítið vit væri í að kaupa kvóta. Þeir hefðu aðal- lega verið í Bugtinni með netin og hefðu verið að fá vænan fisk eða um 100-120 fiska í tonnið. Þorsk- urinn væri nú fullur af loðnu og gerðu þeir að öllum fiski og reikn- aði Rúnar með að landa 15 tonnum í gærkvöidi. - BB VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 6. APRIL YFIRLIT: Skammt norðvestur af (rlandi er minnkandi 969 mb. lægð sem hreyfist austur. Um 1.200 km suður af Hvarfi er 983 mb. lægð sem fer heldur vaxandi og þokast norðnorðaustur. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.030 mb. hæð sem þokast austur. SPÁ: Austlæg átt, víðast kaldi. Skúrir verða norðan til á Austurlandi, léttskýjað vestast á landinu en annars staðar verður skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 2-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan og norð- austanátt, sumsstaðar nokkuð hvöss, einkum á fimmtudag og föstudag. Vætusamt austanlands, en úrkomulaust að mestu vestanlands. Hiti 2-6 stig. Nýír veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * V V V Snjókoma Skúrir Slydduél Él Alskyjað Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heii fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka ftig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Færð á landinu er víöast með besta móti, þó er ófært um Möðrudalsör- æfi og Vatnsskarð eystra en Vopnafjarðarheiði er jeppafær. Farið er að bera á takmörkunum á öxulþunga vegna aurbleytu á útvegum víða um land og eru þessar takmarkanir sýndar með merkjum við viðkom- andi vegi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tírrn hiti veður Akureyri 7 skýjaö Reykjavlk 8 rígning Bergen 8 hálfskýjað Helslnki 1 rigning Kaupmannahöfn 5 þokumóða Narssarssuaq vantar Nuuk *6 þoka Osló 2 snjókoma Stokkhólmur 3 rigning Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Amsterdam 8 rigning Bercelone 16 hálfskýjeð Berlín 10 mistur Chicago 2 alskýjað Feneyjer 16 léttskýjað Frankfurt 11 skýjað Gtasgow 8 skúr Hamborg vantar London vantar LosAngeles vantor Lúxemborg vantar Madríd vantar Malaga vantar Mailorca vantar Montreal vantar NewYork 4 skýjað Orlando 19 alskýjeð Parfs 9 rigning Madeira 21 háffskýjað Róm 13 léttskýjað Vfn 12 léttskýjað Washington 4 alskýjað Winnipeg 0 léttskýjað Heimild: Veöurstofa iaiands (Byggt é veðutspá kl. 16.15 f gæt) ÍDAGkl. 12.00 Flugleiðir Lækkuð fargjöld til New York og Baltimore FLUGLEIÐIR munu bjóða lækkuð fargjöld til New York og Balti- more á tímabilinu 20. april til 1. júní. Verður sama fargjald boðið á báða þessa staði, eða 31.900 krónur, en miðað er við sjö daga bókunarfyrirvara. Ódýrasta fargjald til New York er í dag 42.600 krónur, og er það miðað við 14 daga bókunarfyrirvara, og sam- bærilegt fargjald til Baltimore er nú 45.350 krónur. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða eru þau far- gjöld sem boðin verða til New York og Baltimore þau ódýrustu sem boð- in hafa verið til Bandaríkjanna. Mið- að er við sjö daga lágmarksdvöl og 30 daga hámarksdvöl, og verður far- þegum heimilt að fljúga til annars staðarins og heim frá hinum. „Þetta er viðleitni til þess að mæta auknum áhuga á Bandaríkjunum, og verið að teygja verðið niður til þess að flug þangað verði samkeppnisfært í verði við flug til Evrópu. Það er mjög vel selt til Flórída í apríl og maí, en þangað er flogið tvisvar í viku og er uppselt í margar ferðir þangað. Ferðum þangað verður síðan flölgað í sumar,“ sagði Einar. Hann sagði að mikið hefði verið bókað í flug til Orlando næsta einn og hálfan mánuð, og til þess að tryggja að allir komist þangað sem hug hafa á verða boðnar ferðir þang- að um Baltimore. Þaðan verður farið með tengiflugi innan Bandaríkjanna og verður þetta á sama verði og beint flug til Orlando. Undiiréttur vísar tyrk- neska forræðismálinu aftur til Hæstaréttar UNDIRRÉTTUR í Istanbul í Tyrklandi hefur farið að kröfu lög- fræðinga Halims Al, fyrrum eiginmanns Sophiu Hansen, og vísað forræðismáli Sophiu og Halims til Hæstaréttar. Lögmennirnir krefjast þess að Hæstiréttur endurskoði afstöðu sína og staðfesti fyrri dóm undirréttar þess efnis að skjólstæðingur þeirra fái for- ræði yfir dætrum sínum og Sophiu Hansen. Eins og kunnugt er vísaði Hæstiréttur málinu aftur til undirréttar vegna formgalla í meðferð þess. Hasíp Kaplan, lögfræðingur Sophiu, segir að mótmæli 1 ög- mannanna gagnvart Hæstarétti séu einsdæmi í sögunni og máls- meðferðin sömuleiðis. Hann segir að frávísun undirréttar verði að- eins til að tefja fyrir málarekstrin- um. Hæstiréttur sendi málið vænt- anlega aftur til undirréttar með enn ákveðnari skipunum um að taka það fyrir. Um leið og ljóst varð að undir- réttur hefði orðið við kröfu lög- manna Halims fór Hasíp Kaplan til fundar við Hæstarétt í Ankara. Enn liggur ekki fyrir hvenær sakadómur í Istanbul tekur öðru sinni fyrir kærumál gegn Halim A1 vegna 12 brota á umgengnis- rétti Sophiu gagnvart dætrum þeirra. Bifreið valt út í Bugðu BIFREIÐ með tveimur kon- um valt út í ánna Bugðu í Kjós aðfaranótt sunnudags- ins. Grunur leikur á að um ölvun við akstur hafi verið að ræða en ökumaður bifreiðarinnar virðist ekki hafa hitt á brúna yfir ánna á þeim stað sem bif- reiðin valt út af veginum. Kon- urnar báðar sluppu ómeiddar úr þessu óhappi og fór þar bet- ur en á horfðist. Bifreiðin var fjarlægð með krana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.