Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 52
52 mmnn MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 „ FrsencJi þinn, féU á, fallhli-forStökks - prófinju•" Ef þú þarft að vita það, er ég að grafa rafmagnsgítar- inn minn og hátalara ... BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Landnýting á Islandi Frá Gísla Júlíussyni: Spumingunni um það, hvemig eigi að nýta landið okkar til sem mestrar hagsældar fyrir þjóðina, og samtímis að bæta fyrir skemmd- ir á því, er vandsvarað. Landvemd hélt ráðstefnu um landnýtingu á íslandi dagana 6. og 7. apríl 1973, í samvinnu við Búnaðarfélag ís- lands, Landgræðslu- og landnýting- amefnd, Náttúruverndarráð, Skipulags'stjórn ríkisins og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Til- gangur ráðstefnunnar var að leiða saman þá aðila, sem með starfsemi sinni gera á einhvern hátt tilkall til landsins og gæða þess, og jafnframt að skapa nýjum sjónarmiðum um ráðstöfun lands heppilegan um- ræðuvettvang. I ávarpi, sem þáverandi formaður Landvemdar, Hákon Guðmunds- son, hélt, sagði hann meðal annars: „Stefnt er að því að fá yfirlit um hin ýmsu sjónarmið, er varða nýt- ingu landsins, og þá jafnframt, að ræddir verði þeir möguleikar sem á þvf em að þessi sjónarmið verði samræmd. Þá er tilgangurinn með þessu ráðstefnuhaldi einnig sá að koma Frábær grein um lettnesk málefni Velvakandi hefur verið beðinn að koma á framfæri þakklæti til Ivetu Geidane, lettneskrar málvís- indakonu, um þróun mála í Lett- landi fyrir og eftir heimsstyrjöldina síðari, og þvingaða og pólitískt skipulagða fólksflutninga til og frá iandinu meðan það laut sovézkum yfirráðum (Morgunblaðið 1. apríl, bls. 18). Norðlenzkur menntamað- ur, sem hringdi í Velvakanda, sagði greinina sérstaklega athyglisverða, fróðlega og vel skrifaða. Ástæða væri væri til að vekja athygli les- enda á þessari frábæm grein. af stað umræðum um nauðsyn skipulagslegrá og félagslegra ráð- stafana til að: 1. Tryggja skynsamlega nýtingu landsins. 2. Koma í veg fyrir spjöll á landi fýrir sakir mannlegrar starfsemi og 3. græða þau sár, sem hlotist hafa af völdum óblíðrar náttúm eða vegna búsetu í landinu. Notkun eða nýtingu landsins má flokka á margvíslegan hátt eftir því hvers eðlis samskipti þjóðarinnar við landið era.“ Erindin, sem vom mörg og merkileg, vom gefin út sem Rit Landvemdar 3, í röð rita Land- vemdar um ýmisleg efni, sem lúta að náttúm lands og sjávar, en þau em orðin alls 9 og það tíunda er á leiðinni. Þrátt fyrir þessa yfirgripsmiklu ráðstefnu og útgáfu allra erindanna strax á sama ári, urðu það mikil vonbrigði að ekkert raunhæft gerð- ist í að áætla nýtingu landsins. Það var ekki fyrr en 22. maí 1984 að Alþingi samþykkti þingsályktunart: illögu um landnýtingaráætlun. í þingsályktuninni segir: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að hlutast nú þegar til um að undirbúningi og vinnu við landnýtingaráætlun verði hraðað. Við gerð slíkrar áætlunar verði lögð áhersla á sem hagkvæmasta nýt- ingu og varðveislu landgæða. Gerð verði kostnaðaráætlun um landnýtingarskipulag sem taki tillit til allra meginþátta landnýtingar. Áætlunin verði lögð fyrir Alþingi og á gmndvelli hennar verði tekin ákvörðun um framkvæmdahraða." í framhaldi af þessi var sett á laggimar nefnd, skipuð fulltrúum þeirra stofnana sem taldar voru hafa mesta þýðingu á þessu sviði. Nefndin skilaði skýrslu til land- búnaðarráðherra í maí 1986 eftir mjög mikið starf. Skýrslan ber heit- ið: Landnýting á íslandi og forsend- ur fyrir landnýtingaráætlun. Nefndarmenn urðu fljótlega sam- mála um að ekki væru tök á að semja raunverulega landnýtingar- áætlun að svo komnu máli. I skýrsl- unni var því stöðu landnýtingar- mála lýst og gefnar ábendingar um forsendur fyrir gerð landnýtingar- áætlunar, þar á meðal kostnað. Þarna var safnað saman miklum upplýsingum, sem ekki hafa áður legið fyrir á einum stað, og settar fram ábendingar, sem vonast var til, að myndu auðvelda stjórnmála- lega umræðu og nauðsynlega stefnumótun á þessu sviði. Landnýtingarmál eru fjölþætt og viðhorf þeirra, sem sækjast eftir afnotum af landinu, mjög breytileg. Það er þess vegna ekki óeðlilegt, að upp rísi ágreiningur um hvernig landið skuli notað. Það verður að hafa í hUga, að viðhorf breytast með tímanum, en þó hljóta allir að verða sammála um, að nauðsynlegt er að fara eins vel með landið og kostur er; og helst að skila því betra en tekið var við því. Taka ber upp stefnuna um sjálfbæra þróun. Margir munu eflaust segja að breytingar séu svo örar hér á landi og viðhorfín alltaf að breytast að það sé sóun á tíma og Ijármunum að semja landnýtingaráætlun. Við því er það að segja að ráðstefnan um landnýtingu 1973 og útgáfa ritsins ásamt skýrslunni um Land- nýtingu frá 1986 hafa þegar skilað árangri að því leyti að t.d. skólar hafa mikið notað þessi gögn og nemendur notað við verkefni. Fjöl- margir nemendur hafa komið á skrifstofu Landverndar, m.a. til að fá fræðslu úr þessum ritum. Landnýtingaráætlun, sem flestir væm sammála um, myndi koma að miklu gagni, þó að gera þyrfti breytingar á henni við og við. Um þetta getur gilt alveg það sama og um aðalskipulag bæja og sveita, sem er endurskoðað á 5 ára fresti og oftar, ef þörf þykir. Nauðsynlegt er að heija þessa vinnu sem fyrst, þar sem hún hlýtur að taka langan tíma, þó að búið sé að vinna ýmsa forvinnu svo sem með áðurnefndri skýrslu frá .nefndinni um landnýt- ingaráætlun og aðalskipulagi hinna ýmsu byggðarlaga. GÍSU JÚLÍUSSON, verkfræðingur og varaformaður Landvemdar. HÖGNI HREKKVÍSI „VIP HÖFU/n EKXJ „ SVNT 06 5A6T F«Á" H3A FORELPRAFÉLAGINU/ *' Víkyerji skrifar slenzkir ráðamenn hafa jafnan gert lítið úr því, að aðhald í ýmis konar fríðindum og hlunnind- um stjórnmálamanna og embættis- manna skipti máli, þegar um er að ræða niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Gildir þá einu í hvaða flokki menn eru. Starfsbræður þeirra í öðrum löndum eru ekki sama sinnis. Morgunblaðið hefur áður sagt frá hörðum aðgerðum Clintons Bandaríkjaforseta í þess- um efnum, þegar hann tók við völd- um, svo og John Majors, forsætis- ráðherra Breta. Fýrir nokkrum dögum tók ný rík- isstjórn við völdum í Frakklandi. Eitt fyrsta verk forsætisráðherra hennar, Balladur, var að skera nið- ur flugvélaflota franskra ráðherra og skipa þeim að ferðast með áætl- unarflugvélum, jafnan þegar þess er kostur. Þá bannaði hann samráð- hermm sínum að kaupa nýja bíla og sagði að þeir yrðu að notast við bíla forvera sinna, þ.e. ráðherra í fráfarandi ríkisstjórn sósíalista. Loks tilkynnti hann, að risnukostn- aður forsætisráðuneytis yrði lækk- aður um 20% og annarra ráðuneyti um 10%. íslenzkir ráðamenn ættu að huga að afstöðu erlendra starfsbræðra þeirra. 1 því sambandi skal þó tekið fram, að óneitanlega er aldurinn farinn að sjást á þeirri bifreið, sem utanríkisráðherrann ekur í! xxx að er mikið umhugsunarefni, að mengunarmælingar í höf- uðborginni benda til þess að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að ástæða sé til að loka Austurstræti fyrir bílaumferð í logni og að meng- un geti verið vandamál í bíla- geymslu verzlunarmiðstöðvarinnar í Kringlunni. Sannleikurinn er sá, að það þarf ekki mengunarmælingar til. Veg- farendur í Austurstræti og Aðal- stræti finna þessa mengun í logni að ekki sé talað um þá, sem leið eiga um verzlunarmiðstöðina í Kringlunni. Það er ekki hægt að yppta öxlum yfir þessu heldur þarf að fínna leiðir til að ráða bót á vandanum. Aðkeyrslan að verzlun- armiðstöðinni í Kringlunni hefur alltaf verið lokuð og leiðinleg og ekki bætir úr skák, þegar mengun er svo mikil, sem raun ber vitni. xxx rír Islendingar á þessari öld hafa náð og eru að ná því marki að komast í fremstu röð, sem listamenn, hver á sínu sviði. Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin, mestu viðurkenningu, sem rithöf- undur getur hlotið. Helgi Tómasson komst í fremstu röð, sem ballet- dansari og nú sem ballethöfundur og stjómandi. Kristján Jóhannsson er á hraðferð í óperuheiminum að komast á toppinn, þótt hann hafi ekki náð honum endanlega, enn sem komið er. Hann hefur hins vegar alla burði til þess að mati fróðra manna. Þetta er ekki lítið afrek hjá örþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.