Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Minning Laufey Eiríksdóttír fyrrv. prófastsfrú Fædd 10. október 1904 Dáin 30. mars 1993 HÚM Hve hljótt flögra þau fiðrildin fegurstu nótt í sumri (Stefán Hörður Grimsson). Laufey Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1904, dóttir hjónanna Margrétar Ólafsdóttur fá Selsundi á Rangárvöllum og Eiríks Eiríkssonar frá Minni-Völlum á Landi. Laufey missti föður sinn ung, en var með móður sinni þar til hún féll frá. Laufey ólst upp í hjarta Reykjavíkur. Þær mæðgur bjuggu lengi beint á móti Dómkirkjunni og þar leið æskan í sambýli við gott fólk, en Laufey sagði, að hún hefði aldrei kynnst nema góðu fólki á lífs- leiðinni. Laufey gekk í Kvennaskólann og síðar fór hún að vinna f Haraldar- búð, sem var fín fatabúð í Reykja- vfk og þótti eftirsóknarvert að vinna þar. Laufey hélt vinfengi við sam- starfsfólkið í Haraldarbúð löngu eftir að hún var komin til annarra starfa á öðrum vettvangi. Hún var ekki fljót að kynnast, en svo virtist að þeir sem áunnu sér vináttu henn- ar mættu treysta því að sú vinátta entist og væri af heilum hug. Laufey kynntist Jóni Þorvarðar- syni um svipað leyti og hún missti mömmu sína. Þau giftust 22. októ- ber 1932, hann hafði hlotið prest- vígslu um vorið og gerst aðstoðar- prestur föður síns í Mýrdalsþinga- prestakalli. Um haustið 1932 var hann settur sóknarprestur í Garða- prestakalli á Akranesi og þangað fóru þau saman, Laufey og hann. Þau voru þar til 1933, en þá varð sr. Jón aftur aðstoðarprestur föður síns í Vík. Hann fékk veitingu fýrir Mýrdalsþingaprestakalli 15. júní 1934 og sat í Vík. Síðar varð hann prófastur í Vestur-Skaftafellspróf- astsdæmi og gegndi því embætti þar til honum var veitt Háteigs- prestakall í Reykjavík haustið 1952. Hann gegndi því starfí þar til hann lét af prestsembætti fyrir aldurs sakir árið 1976. Það fór ekki framhjá neinum hvílíkan kærleika þau Laufey og sr. Jón báru hvort til annars og bamanna. Ekkert var of gott fyrir þessa ástvini og Laufey var vakin og sofin í að fylgjast með þeim, vemda þau og vaka yfir þeim. Bömin urðu þrjú: Sigurgeir, hag- fræðingur, forstjóri Lánasýslu ríkis- ins, er kvæntur Ingibjörgu Gísla- dóttur. Þau eiga þrjú böm. Ólafur, yfirlæknir á Borgarspítalanum, er kvæntur Báru Þorgrímsdóttur. Þau eiga þijá syni. Margrét, MA í fé- lagsfræði og kennari, er gift Jakob Löve. Þau eiga þijú böm. Ég hef séð myndir af fjöiskyld- unni á meðan þau voru í Víkinni. Þau eru úti í garði. Það er sólskin og sunnanvindur og það er eins og heyra megi blíðan þyt í laufi reyni- tijánna. Þetta voru góð ár, prests- hjónin glöð og hamingjusöm með hvort annað og bömin, sem öll vom efnileg og væn. Sr. Jón tók við starfi af föður sínum í gamalgrónu presta- kalli, þar sem hann þekkti hvert mannsbarn. Tengslin við fortíðina voru sterk. Faðir sr. Jóns, sr. Þor- varður Þorvarðarson, var á heimili sonar síns og tengdadóttur þar til hann lést í hárri elli. Afí er mikil- vægur í minningu bama Laufeyjar og sr. Jóns. Það var tekist á við nýja hluti þegar þau fluttust til Reykjavíkur. Bömin orðnir unglingar og engin kirkja, aðeins upprennandi söfnuð- ur og Sjómannaskóli til að messa í. Laufey vildi allt fyrir manninn sinn gera og hún varð fyrsti formað- ur Kvenfélags Háteigssóknar. Hún vann ósleitilega að því að koma upp kirkju- og safnaðarstarfi, þótt mig gmni, að hún hefði helst viljað vera heima á fallega heimilinu þeirra og vinna sín verk í kyrrþey. Á heimilinu var ekki slegið slöku við. Þar var farið vel með ailt, bæði muni og manneskjur. Það sér ekki ennþá á rauða silkisófasettinu, sem ferðast hefur yfír ár og sanda, og Borgundarhólmsklukkan gengur að vísu ekki, en hún stendur fyrir sínu og hefur lítt látið á sjá, þótt hún hafí lent í ferðalögum á hestum yfír stórfljótin fyrir austan. Lauf- eyju var mikið í mun að vemda þetta allt eins og það sem lífsanda dregur. Laufey var smávaxin kona og fíngerð, ljúf í framkomu og elsku- leg. Hún talaði alltaf með virðingu og hógværð um menn og málefni, hafði yndi af ljóðum og öllu því sem fagurt var. Hún unni æskustöðvum móður sinnar á Rangárvöllum og Hekla var íjallið hennar. Mynd af Heklu var á heiðursstað á veggnum hjá henni til hinstu stundar. Enginn, sem kynnst hefur sönn- um vini, vanmetur vináttuna. Mar- grét þýðir perla. Mig langar til að kveðja mömmu hennar Möggu með innilegu þakklæti. Ég bið þess af hjarta að dauðinn sé aðeins ferðalag yfír fljót, hinum megin bíði árbakki í björtum, fögrum heimi. Sumarið er í nánd. Ég bið þess að blíður blær leiki ljúf lög á lauf reynitijánna í garðinum þar sem hún hvílir, eins og hann lék forðum daga í garðinum við prestshúsið í Víkinni. Sr. Jóni og fjölskyldunni allri votta ég einlæga samúð. Hólmfríður Gunnarsdóttir. Hinn 30. mars sl. lést í Reykja- vík frú Laufey Eiríksdóttir, eigin- kona séra Jóns Þorvarðarsonar fyrsta sóknarprests við Háteigs- kirkju í Reykjavík. Þessarar mætu konu langar mig til að minnast nokkrum orðum. Frú Laufey fæddist í Reykjavík 10. október 1904, dóttir Eiríks Ei- ríkssonar málara og konu hans, Margrétar Ólafsdóttur. Hún var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík árin 1921-23. Stundaði síðan versl- unarstörf í Reykjavík þar til hún giftist séra Jóni Þorvarðarsyni 22. október 1932. Séra Jón var þá sett- ur prestur í Garðaprestakalli á Akranesi, en fljótlega fluttust þau hjón austur í Vík í Mýrdal þar sem séra Jón var lengst af prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi, eða þar til honum var veitt Háteigs- prestakall í Reykjavík 20. október 1952, frá 1. nóvember sama ár. Þau hjón eignuðust þrjú böm sem öll hafa reynst hinir nýtustu þjóðfé- lagsþegnar. Þau eru Sigurgeir, hag- fræðingur, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, kvæntur Ingi- björgu Júnínu Gísladóttur, hún starfar á Orkustofnun, þau eiga þijú börn. Ólafur, læknir á Borgar- spítala í Reykjavík, kvæntur Dóru Þorgrímsdóttur, hjúkmnarfræð- ingi, þeirra börn eru þijú. Margrét, kennari, gift Jakobi Löve, stórkaup- manni í Reykjavík, og eru börn þeirra þijú. Fljótlega eftir stofnun Háteigs- prestakalls 1. nóvember 1952 var farið að undirbúa stofnun Kvenfé- lags Háteigssóknar og var stofn- fundur haldinn 17. febrúar 1953. Stofnendur voru 84. Var frú Laufey einróma kosin formaður og gegndi því starfí með miklum sóma sam- fleytt til ársins 1971 að hún baðst undan endurkosningu. Kynni okkar frú Laufeyjar hófust er ég gekk í félagið á öðru ári eftir stofnun þess. Ég fann strax að þar fór mjög sér- stök kona að allri gerð og millum okkar mynduðust sterk vináttubönd sem aldrei slitnuðu, þó samfundir okkar yrðu færri hin síðari ár. Þegar Kvenfélag Háteigssóknar var stofnað var safnaðarstarfsemin mjög erfíð. Við höfðum engan samastað til fundahalda og enga kirkju, þá var gott að eiga hauk í homi þar sem Sjómannaskólinn var og hans ráðamenn. Þar fengum við lánaðar kennslustofur til funda- halda, og í hátíðarsal skólans sem þá var ófullgerður vom haldnar guðsþjónustur, eftir að við félags- konur höfðum af fremsta megni reynt að gera hann þannig úr garði að mögulegt væri að messa þar. Verkefnin vom mörg, en flestar vomm við félagskonur á góðum aldri, og undir sterkri en þó svo hlýrri stjóm frú Laufeyjar gekk þetta allt dásamlega vel. Við kon- urnar undruðumst oft hve þessi fín- lega kona var sterk og hvað hún var lagin við að koma skoðunum sínum á framfæri og fylgja þeim fast eftir, hún hugsaði fyrst og síð- ast um framgang og heiður félags- ins og lagði ávallt gott til líknar- mála. Á félagsfundi stuttu eftir stofnun félagsins var samþykkt eftir tillögu einnar stjómarkonunnar að halda skemmtun fyrir aldraða í sókninni, einnig að senda þeim úr sókninni sem dvöldu á elliheimilum borgar- innar jólaglaðning. Ég held ég fari ekki með rangt mál þó ég segi að Kvenfélag Háteigssóknar hafí verið fyrsta kvenfélagið í Reykjavík sem kom með þessa nýbreytni. Þetta var svo síðar tekið upp hjá öðmm félög- um. Allt þetta studdi frú Laufey og lagði gjörva hönd á, með félags- konum. Því nefni ég þetta hér að mér er minnisstætt atvik frá einni skemmtun sem við héldum fyrir aldraða. Ég hafði boðið með mér aldraðri vinkonu minni, og er við komum á staðinn tók frú Laufey á móti okkur og bauð okkur velkomn- ar, sérstaklega gest minn. Vinkona mín sagði við mig á eftir: Alveg er hún einstök prestfrúin, hún tók á móti mér eins og besta dóttir, hreint umvafði mig hlýju. Þetta er óvenju- legt, bætti hún við. Þannig var framkoma hennar við okkur félags- konumar og þess vegna var svo gaman að vinna félagsstörfin sem gerði það að verkum að okkur varð svo vel ágegnt í starfí. Flestir stjórnarfundir voru haldnir hjá presthjónunum og sjálf hlakkaði ég alltaf til þeirra. Á hinu fallega heim- ili þeirra var alveg sérstakt and- rúmsloft, þessi virðulegu hjón höfðu svo einstakt lag á að láta okkur líða vel. Þama var rætt um félags- starfíð og hvemig við gætum best unnið að því að styrkja kirkjulegt starf í sókninni og leggja kirkju- byggingunni lið. Háteigskirkja var vígð 19. des- ember 1965. Það var stór stund fyrir söfnuðinn og ánægjulegum áfanga náð. Á tíu ára afmæli kirkj- unnar gaf Kvenfélagið vandaðan skírnarfont. Hann er unninn úr ís- lensku grágrýti, skírnarskálin úr silfri og skreytt íslenskum jaspis- steinum. Á hlið hans er festur silfur- skjöldur þar sem segir að skírnar- fonturinn sé tileinkaður fyrstu presthjónum safnaðarins, frú Lauf- eyju Eiríksdóttur og séra Jóni Þor- varðarsyni, með virðingu og þakk- læti frá Kvenféiagi Háteigssóknar. Frú Laufey var fínleg og falleg kona með alveg sérstaklega fágaða framkomu og mikinn þokka, sann- kölluð hefðarkona. Hún var einlæg trúkona og studdi mann sinn heils- hugar í prestsstarfínu. Að eðlisfari var hún hlédræg og ekki fyrir að Iáta mikið á sér bera, en hún var einstaklega viljasterk. Þar sem fé- lagið okkar var annars vegar spar- aði hún hvorki tíma né heilsu. Við félagskonur eigum henni svo óend- anlega mikið að þakka, hún mótaði félag okkar með kærleik sínum og dugnaði. Að öllum þeim formönnum ólöstuðum, sem við höfum haft síð- an frú Laufey lét af störfum og allar hafa verið frábærar, fínnst mér eins og hinn góði andi hennar sé okkur félagskonum nálægur og haldi áfram að móta störf okkar. Frú Laufeyju var sýndur marg- háttaður sómi. Árið 1974, er hún varð sjötíu ára, var hún gerð heið- ursfélagi Kvenfélags Háteigssókn- ar, og síðar var hún sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf. Fyrir nokkrum arum er heilsu þeirra hjóna tók að hnigna, skiptu þau um húsnæði og fluttust í vist- lega íbúð á Droplaugarstöðum. Þar leið þeim vel. Síðastliðið ár var frú Laufey að mestu rúmliggjandi, en hún naut umhyggju síns góða eigin- manns fram til hins síðasta. Hinn 30. mars sl. var þrek hennar búið og hún fékk kærkomna hvíld. Við félagskonur þökkum henni af alhug öll hennar miklu störf og minnumst hennar með virðingu. Góður guð leiði hana á nýjum veg- um. Séra Jóni, börnum og fjölskyld- um þeirra vottum við innilega sam- úð. Blessuð sé minning frú Laufeyjar Eiríksdóttur. F.h. Kvenfélags Háteigssóknar, Sigríður Benónýsdóttir. Vendu þig frá æsku á í sem flestu gott að srjá farsæld innra færðu þá. (Br.J.) Er frú Laufey Eiríksdóttir er kvödd hinstu kveðju, koma í huga minn þessar Ijóðlínur. Þessi hóg- væra, fágaða kona bjó yfir miklu atgervi og útsjónarsemi, er hún þurfti að takast á við margvísleg ábyrgðarstörf, sem henni voru ætl- uð í lífínu. Að vinna skylduverkin alla daga að vaka og biðja, þín var ævisaga, að missa aldrei af þeim auði, sem eilíf fegurð miðlar lífsins brauði. (H.) Eiginmaður Laufeyjar var séra Jón Þorvarðarson, og voru þau fyrstujDrestshjónin í Háteigspresta- kalli. Áður hafði sr. Jón verið prest- ur í Vík í Mýrdal og síðar prófastur í Mýrdalsþingsprófastsdæmi. Einn- ig var hann skólastjóri Unglinga- skóla V-Skaftafellssýslu og þótti frábær kennari. Auk þess starfaði hann mikið að ýmsum öðrum fé- lagsmálum fyrir héraðið, en það verður ekki talið hér. Þau hjónin eignuðust þijú börn, sem öll hafa skapað sér góðan og virðulegan sess meðal þjóðar sinnar. Af kynnum mínum við frú Lauf- eýju veit ég, að hún stóð ötullega við hlið manns síns í kirkjustarfinu og var veitandi húsmóðir á gest- kvæmu heimili þeirra, hvar sem það stóð fyrr og síðar. Þau áttu miklum vinsældum að fagna þar eystra, en hér beið þeirra lika gæfuríkt starf í Háteigssöfnuði. Frú Laufey var ein af stofnend- um Kvenfélags Háteigssóknar og fyrsti formaður þess og gegndi því í 18 ár. Hún hafði sérstakt lag á því að fá konur til þátttöku í félags- starfinu og að koma því inn hjá okkur hinum, að allar hefðum við mikilvægu hlutverki að gegna. Hún eignaðist vináttu og traust okkar allra og átti sinn þátt í að skapa samhug og góð kynni meðal félags- kvennanna. Með okkur frú Laufeyju myndað- ist einlæg vinátta og við áttum mikið saman að sælda í löngu starfí. Ég dáðist að því hve vel hún sinnti þeim athöfnum, sem fram fóru í kirkjunni okkar. Þau hjónin voru mjög samtaka um allan undirbún- ing, svo að kirkjuathöfnin sjálf væri það, sem ég vil segja, guðdóm- leg samverustund. Við Haukur áttum því láni að fagna að eignast þessi mætu hjón að einlægum vinum. Það var gleði- ríkt að fá þau í heimsókn eða koma til þeirra. Heimili þeirra og viðmót fjölskyldunnar allrar bar með sér þetta einlæga trúfesti, sem eftir- sóknarverðast er að fínna í sam- fylgd, og mikið þakkarefni. Séra Jóni, og fjölskyldunni allri, vottum við Haukur innilega samúð. Lára Böðvarsdóttir. Við systkinin minnumst elskulegrar ömmu okkar, Laufeyjar Eiríksdótt- ur, nú þegar kveðjustundin er runn- in upp. Amma Laufey var góð, gjaf- mild og réttsýn kona. Hún bjó yfír mannlegu innsæi og virðingu fyrir öðrum, sem ekki er öllum gefín. Hún spurði aldrei ágengra eða óþægilegra spuminga, hún skynjaði hvenær hlutimir vom betur látnir ósagðir. Hún var viljasterk og greind og þar var ekkert frá henni tekið allt þar til yfír lauk, þrátt fyrir langa og erfíða legu síðustu misseri. Amma var fáguð kona sem kenndi okkur systkinunum sitt af hveiju, ekki síst góða siði, enda var hún sönn Reykjavíkurdama af gamla skólanum. Laufey Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1904, dóttir hjónanna Margrétar Ólafsdóttur frá Selsundi á Rangárvöllum og Eiríks Eiríkssonar fá Minni-Völlum á Landi. Hún missti ung föður sinn, en ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík auk þess sem hún dvaldi hjá ættmennum sínum á Rangár- völlum á summm. Henni þótti afar vænt um Rangárvelli og sagði okk- ur systkinunum oft frá ljúfum minn- ingum þaðan. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og réðst að námi loknu til vinnu í herradeild Haraldarbúð- ar, einnar virðulegustu verslunar höfuðstaðarins í þá daga. Þar nutu sín vel nákvæmni hennar, smekk- vísi og háttprýði. Hún giftist afa okkar, séra Jóni Þorvarðssyni, nýút- skrifuðum guðfræðingi, fyrsta vetr- ardag árið 1932. Fyrsta prestakall hinna ungu presthjóna var á Akra- nesi. Þar hófu þau sextíu ára far- sælt hjónaband. Þau voru hvort öðm góðir samferðamenn gegnum lífíð, samstíga, trú, blíð og ástrík. Þau eru okkur barnabörnunum holl og góð fyrirmynd. Það auðveldar kveðjustund þegar eftir standa jafn hlýjar og góðar minningar og við eigum um ömmu okkar. Við þökk- um fyrir 'að hafa fengið að njóta þess að eiga góða ömmu og kveðj- um hana með þeim orðum sem hún kvaddi okkur ætíð með — Guð blessi þ>g- Laufey Elísabet, Karl Jakob, Þorvarður Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.