Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 LEIÐTOGAFUNDUR BILLS CLINTONS OG BORIS JELTSINS I VANCOUVER Stuðningur Clintons við Rússa Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti á sunnudag um 1,6 milljarða dollara efnahagsaðstoð, jafnvirði 102 milljarða króna, til þess að auðvelda lýðræðis- og efnahagsumbætur í Rússlandi. Brúkaðar eru fjárveitingar sem þingið hafði þegar samþykkt að veíta í þessu skyni. 45 milljarðar 44 milljarðar 15 milljarðar Einstök atriði Húsabyggingar fyrir rússneskar hersveitir: 384 milljónir Endurnýjun verksmiðja og fyrirtækja: 3,8 milljarðar Aðgerðir á sviði heilbrigðismála: 1,3 milljaröar Endurbætur á olíuleiðslum: 2,4 milljarðar Til stofnunar sameiginlegra fyrirtækja: 3,2 milljarðar Aukin bein matvælaaðstoð: 12,4 milljarðar Alls á árinu 27,2 milljarðar ■ Þjálfun banka- manna í nútíma- vinnubrögðum: 320 milljónir HEIMILD: AP KRT Styrkja lýðræðisþróun í Rússlandi með 100 milljarða Qárhagsaðstoð Clinton lýsir yfir stuðningi við umbótastefnu Jeltsíns Vancouver. Daily Telegraph. Reuter. BORÍS JELTSÍN Rússlandsforseti hélt í gær heim af leiðtogafundi hans og Bills Clintons Bandaríkjaforseta með samþykki fyrir bandarískri efnahagsaðstoð að jafn- virði 100 milljarða króna og loforð um að meira væri í vændum. Auk þess lýsti Clint- on yfir stuðningi við efnahags- og lýðræðis- umbætur Jeltsíns sem kann að koma Rúss- landsforsetanum vel í valdabaráttu hans við fulltrúaþingið. Sagði Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að í augnablikinu væri Jeltsín betur treystandi en öðrum til að efla lýðræði og koma á markaðsbúskap í Rússlandi. Þegar öllu er.á botninn hvolft og þrátt fyrir tíðar skírskotanir til „nýrrar samstöðu" risaveldanna virð- ist þó sem of mikið sé gert úr örlæti Clintons því sú aðstoð sem Rússum var kynnt hafði að mestu leyti verið undirbúin og ákveðin í stjómartíð George Bush. Reyndar eru hendur Clintons nokkuð bundnar vegna kosningaloforða um að einbeita sér að efnahagsörðug- leikunum heima fyrir og gífurlegum fjárlagahalla. Megin tilgangur efnahagsaðstoðarinnar, að sögn bandarískra embættismanna, er að koma lýðræðisþró- uninni í Rússlandi til bjargar og auðvelda framgang efnahagslegra umbóta þar í landi. Er aðstoðinni ætl- að að skila árangri skjótt og örva rússneskt efnahags- lífið hratt. Lloyd Bentsen fjármálaráðherra sagði að aðstoð Bandaríkjamanna væri hugsuð sem fyrsta skref í alþjóðlegu átaki til þess að fleyta lýðræðisþró- uninni í Rússlandi fram og stuðla að því að markaðs- kerfi komist þar á. Lýðræðissumar Clinton lýsti mikilvægi þess að tryggja lýðræðis- umbætur í Rússlandi í sessi með skilvirkri efnahags- aðstoð. í því sambandi sagðist hann vilja kalla næsta misseri „iýðræðissumarið". Viðbrögð Jeltsíns voru að segja það vera ágætis „hugmynd". Jafnframt kynnti Clinton stofnun svonefndra „lýð- ræðissveita" sem ætlað er að gegna svipuðu hlut- verki og friðarsveitir Johns F. Kennedys forseta. Ákvað Clinton að 17 milljónum dollara verði varið í þessu skyni til þess að stuðla að og styrkja heimsókn- ir ráðgjafa ýmiss konar og leiðbeinendur til Rúss- lands svo landsmenn gætu lært af þeim. Valdið hjá rússneska seðlabankanum Bandarískir og rússneskir leiðtogar sögðu um helg- ina að rússneski seðlabankinn yrði að taka upp mun strangari aðhaldsstefnu í peningamálum ef umbóta- stefnan ætti að skila tilætluðum árangri. Bankinn er ábyrgur gagnvart þinginu en ekki stjóm Jeltsíns og því í höndum helstu andstæðinga hans. Forsetinn hefur reynt að auka áhrif stjórnarinnar í bankanum með því að gera Víktor Gerastsjenko bankastjóra að ráðherra en það hefur litlu breytt. Óhófleg peninga- stefna bankans, sem leiddi m.a. til þess ao peninga- Hallarbylting Rocards, fyrrum forsætisráðherra Frakklands Klofningnr blasir við Sósíalistafiokknum París. The Daily Telegraph, Reuter. FLEST bendir til að Sósíalistaflokkurinn í Frakklandi muni á næstunni klofna upp í frumeindir sínar í kjölfar hallarbylt- ingar Michel Rocards, fyrrum forsætisráðherra, um helg- ina, viku eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum. Rocard fékk framkvæmdastjórn flokksins, þar sem margir stuðnings- menn hans sitja, til að setja Laurent Fabius af sem framkvæmdastjóra flokksins og skipa hann sjálfan til bráðabirgða, eða þar til haldið verður aukaflokksþing í júlí. Fabius, sem gegndi embætti for- sætisráðherra um miðjan síðasta ára-' tug og var forseti franska þingsins á 'síðasta kjörtímabili, hefur verið bendlaður við viðamikið spillingarmál og hefur af mörgum verið gerður ábyrgur fyrir kosningaósigri flokks- ins. Hann brást hinn versti við hallar- byltingunni og yfirgaf skrifstofu sína í höfuðstöðvum flokksins í gær án þess að bíða eftir að eftirmaður hans mætti til starfa. Rocard stefnir að því að verða frambjóðandi vinstrimanna í næstu forsetakosningum, sem fram eiga að fara árið 1995. Hann missti hins vegar þingsæti sitt í kosningunum og skorti því valdagrundvöll. Flestir telja þó að hallarbylting hans muni ef eitthvað er verða til að veikja stöðu hans fyrir forsetakosningarnar þar sem sterkar valdaklíkur í flokknum hafa tekið afstöðu gegn Rocard vegna vinnubragðanna og ætla ekki að starfa með honum. Lionel Jospin, fyrrum ráðherra og flokksformaður sagði sig úr fram- kvæmdastjórninni og ætlar að hætta opinberum afskiptum af stjórnmál- um. Jean Pierra Chevenement, fyrr- um vamarmálaráðherra, sagði sig einnig úr framkvæmdastjóminni. Chevenement er til vinstri í flokknum og ætlar ásamt fylkingu sinni að reyna að endurnýja hreyfingu vinst- rimanna utan Sósíalistaflokksins. Aðrir sem tekið hafa afstöðu gegn Rocard eru Pierre Mauroy, fyrmrn flokksformaður og margir af yngri fyrrum ráðherrum flokksins, sem hvað mestra vinsælda njóta. Þá hefur fylking Fabiusar, sem í eru margir af helstu stuðningsmönnum Francois Mitterrands forseta og Pierre Bé- régovoy, fyrrum forsætisráðherra, að sjálfsögðu einnig lýst sig andvíga Rocard. Frönsk dagblöð slógu flest vanda- málum sósíalista upp á forsíðu með flennistórum fyrirsögnum og voru óspör á orð á borð við „hrun“, „þrot“ og „í tætlum“. Það var upphaflega Mitterrand sem stofnaði flokkinn árið 1971 úr mörgum sundurleitum fylkingum vinstrimanna. Flest bendir nú til að flokkurinn muni líða undir lok og sæti því forsetinn einn eftir án þess að njóta stuðnings nokkurs stjómmálaflokks. Verða þrír heims- meistarar í skák? Pétursborg. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ANATOLÍJ Karpov hefur samþykkt að tefla við Jan Timman um heimsmeistaratitil Alþjóðaskáksambandsins (FlDE). Þetta var nið- urstaða fundar hans og Florencios Campomanes, forseta FIDE. Karpov sagði að Campománes fengið réttinn til að tefla við hefði fullvisað sig um að mótshaldar- ar yrðu fundnir innan fjögurra mán- aða. Garrí Kasparov heimsmeistari sagði í viðtaii við rússneska dagblað- ið Ízvestíu að „það vitlausasta sem FIDE gæti gert væri að fara í stríð um heimsmeistaratitilinn“. Morgunblaðið hafði samband við Mark Tajmanov skákmeistara, sem búsettur er í Pétursborg, og spurði hann álits á stöðunni. „Frá lagalegu sjónarmiði er staðan nú algjör vit- leysa,“ sagði hann. Skákmeistarinn kvað Short hafa Kasparov frá FIDE. Kasparov þyrfti því nú ekki að tefla við Short. „Hvers vegna teflir hann ekki við Anand, ívantsjúk eða jafnvel Kramník?" Tajmanov vísar hér til þess að marg- ir telja aðra skákmenn verðugri en Short til að tefla um titilinn við Ka- sparov. Tajmanov benti ennfremur á að fáranleg staða gæti komið upp því Bobby Fischer titli sig enn heims- meistara. „Því gæti farið svo að þrír menn teldu sig vera hinn eina og sanna heimsmeistara í skák.“ Blóðsúthell- ingunum mótmælt ÍRSK stúlka heldur á spjaldi á friðarfundi, sem írsk húsmóðir, Sus- an MuHugh, skipulagði á Hyde Park í Lundún- um í gær. Þúsundir manna kröfðust þar þess að endi yrði bund- inn á blóðsúthellingarn- ar á Norður-írlandi. Nýjar ákærur á hendur Andreotti Rom. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, var til- kynnt í gær, að hann væri grunaður um fjármálaspillingu en áður hafði verið skýrt frá, að verið væri að kanna hugs- anleg tengsl hans við mafíuna. 18. apríl nk. verður þjóðarat- kvæðagreiðsla á Ítalíu og gæti hún bundið enda á hlutfalls- kosningakerfið, sem margir í ítölskum stjórnmálum. Dómarar í Mílanó tilkynntu Andreotti, sem er 74 ára að aldri og hefur verið forsætisráðherra sjö sinnum, að hann væri grunaður um spillingu í tengslum við fjár- mögnun pólitískra flokka en viður- lög við henni eru allt að fjögurra ára fangelsi. Dómarar á Sikiley eru hins vegar að rannsaka hugsanleg tengsl hans við mafíuna og hafa farið fram á, að hann verði sviptur þinghelgi. Verður það tekið fyrir innan öldungadeildarinnar 14. þessa mánaðar. Annar fyrrverandi forsætisráðherrann Andreotti er annar fyrrverandi forsætisráðherrann sem sakaður telja hafa fóstrað spillinguna er um spillingu en hún fólst aðal- lega i því að taka við og jafnvel krefjast mútugreiðslna frá fyrir- tækjum gegn opinberum verk- samningum. Hinn er Bettino Craxi, fyrrverandi leiðtogi Sósíalista- flokksins, en verið er að kanna ákærur á hendur honum fyrir 14 brot. Andreotti lýsti því yfir í sjón- varpi í fyrrakvöld, að hann ætlaði að beijast gegn því, að hann yrði sviptur þinghelgi og kvaðst óttast, að dómaramir í Palermo væra ekki hlutlausir. Hingað til hefur öldungadeildin þó ekki komið í veg fyrir, að unnt væri að lögsækja þá, sem þar sitja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.