Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1993 9 Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig meÖ kveðjum og gjöfum á 80 ára afmœlisdaginn þann 26. mars sl. GuÖ blessi ykkur öll. Arni Jóhannsson. FERMINGARGJÖFIN FÆST I LISTHUSINU /Öf/'ú) /f/-f'rf/. Offj/j/ffi/f.j/f/. 7/f/t////f)rrf /■/•/■/// LISTHUS í LAUGARDAL ' Engjateigi 17-19 £>PIÆ> 10:00-18:00. LAUGARDAGA 1 0:00-1 6:Qol Léttu þér störfin! ELFA-DELCA uppþvottavélin Tekur borðbúnað fyrir 6 manns. 7 kerfi, þurrkar og skammtar sjálf þvottaefni, getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Mál: Hæð: 49 sm, breidd: 50 sm, dýpt: 52 sm. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900 VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • vip, Ql >« o Q. > Q. =5 s Q. > Q. £ Q. > Q. o u. Ql > Q. >« £ Q. > Q. =s o UL Q. > Q. > DC o u. Q. > Q. > ÓDÝR ALVÖRU HÁÞRÝSTIDÆLA TIL HEIMILISNOTA Til hreingerninga á húsinu, girðingunni, stéttinni, garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl. HÚN BORGAR SIG STRAX UPP! Skeifan 3h-Sími 812670 *dlA • dlAuod dlA • dlAUOd dlA • dlAU0J dlA • dlAUOd dlA® dTAUOd dlA Your earnings are taxed. Your savings are taxed. Now they want to tax you for reading. Breskur bókaskattur? BRESKIR bókaútgefendur hlustuðu spenntir á er Norman Lamont, fjármálaráð- herra Bretlands, flutti fjárlagaræðu sína í breska þinginu í síðasta mánuði. Ríkis- stjórnin hafði hótað að leggja virðisauka- skatt á bækur en þær hafa ávallt verið undanþegnar virðisaukaskatti. Þegar hann var kominn vel áleiðis í ræðu sinni sagðist Lamont hafa orðið að endurskoða ýmsar undanþágur í Ijósi hins erfiða ástands og lokuðu þá bókaútgefendur augunum og Skolp og dag- blöð í ræðu sinni sagði Lamont: „Sumar þessara undanþága snerta mikil- vægustu lífsnauðsynjar s.s. mat og vatn. Aðrar undanþágur, t.d. á skolp og dagblöð, heyra hugs- anlega undir annan flokk. Eftir að hafa hug- leitt málið vandlega, herra forseti, hef ég þrátt fyrir það ákveðið að víkka ekki virðisauka- skattsstofninn út fyrir orku og eldsneyti." Breski bókaiðnaðurinn varpaði öndinni léttar. Hann hafði mánuðum saman barist fyrir því að bækur yrðu áfram und- anþegnar virðisauka- skatti. Staðið hafði verið að auglýsingaherferð í dagblöðum, fundnir haldnir og þingmenn beittir þrýstingi. Enda ekki nema von. Þeir út- reikningar sem gerðir höfðu verið sýndu fram á að það hefði haft hrika- legar afleiðingar fyrir jafnt útgefendur sem bóksala ef virðisauka- skattur hefði verið lagð- ur á bækur. Kostnaðar- auki og lang- tímatjón Strax í upphafi hefði verulegur kostnaður fall- ið á greinina. Samkvæmt áætlunum bóksala er nú samtals að finna um einn milljarð bóka í verslun- um í Bretlandi og hefði þurft að verðleggja þær allar upp á nýtt og verð- merkja. Er lalið að það hefði kostað bókabúð með ágætu úrvali um hundrað þúsund krónur en stærri keðju bóka- verslana um tíu miiyónir króna. Þá væri hætta á að allt að 1.700 blöð og tímarit myndu leggja upp laupana. Breska dagblaðið Obs- erver segir þessar tölur þó vera smámuni miðað við það Ijón sem virðis- auki á bækur hefði til lengri tíma litið, til dæm- is varðandi bókasölu al- ‘mennt, aðgang almenn- ings að bókum og mennt- un í landinu. Margir óttast þó að þetta mál sé ekki endan- lega úr sögunni, þó svo að fjármálaráðherrann hafi ákveðið að gefa sig í þetta skipti. Lamont stefnir að því að afla verulega aukinna tekna á næstu árum, 6,5 miiyarða punda á fjárlagaárinu 1994-1995, og 10,5 miljj- arða punda á fjárlagaár- inu 1995-1996. Það er því alls ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs að skattleggja lesefni. Hvað gerir EB? En það skiptir ekki bara máli hvað gerist í Bretlandi. Innan Evrópu- bandalagsins er verið að samræma álagningu virð- isaukaskatts í bandalags- ríkjunum og enn er óvíst hver verða afdrif bókar- innar á þeim vettvangi. Næst á að taka virðisauk- ann til endurskoðunar innan EB árið 1995 og þá verður væntanlega tekin úrslitaákvörðun um þetta mál. Sumir breskir stjórnmálaskýrendur eru þeirrar skoðunar að Lam- ont og John M^jor forsæt- isráðherra hafi metið það sem svo að það væri óþarft að taka þá póli- tísku áhættu sem fælist í þvi að leggja virðisauka- skatt á bækur ef fram- kvæmdastjórnin í Brussel myndi hvort eð er vinna skítverkið fyrir þá. Bækur eru ekki und- anþegnar virðisauka- skatti i mörgum ríkjum Evrópubandalagsins en á Evrópuþinginu hefur átt sér stað mikil umræða um hvort ekki væri best að afnema bókaskattinn í öUum aðildarríkjunum til að vinna gegn þeirri þró- un að fólk lesi æ minna. Það má því búast við harðri baráttu um fram- tíð bókarinnar í Evrópu á næstu mánuðum og árum. Hafa til dæmis breskir bókaútgefendur lýst þvi yfir að þeir hygg- ist ekki leggja árar í bát heldur halda herferð si- nni áfram. Ein af auglýsingunum sem notuð var í herferð- inni gegn bókaskattinum í Bretlandi: Tekjur þínar eru skattlagðar. Sparn- aður þinn er skattlagður. Nú á að skattleggja þig fyrir að lesa. ■ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjórn Lífeyr- issjóðs VFÍ: „Stjórn Lífeyrissjóðs VFÍ mótmælir framkomnum hug- myndum um skattlagningu vaxta- tekna lífeyrissjóða. Stjórnin bendir á að lífeyrir, þar með talinn sá hluti hans sem myndaður er af vaxtatekj- um, er tekjuskattskyldur hjá lífeyr- isþega. Því verður að líta svo á, að nú þegar sé greiddur skattur af vaxtatekjum lífeyrissjóða. Stjórnin bendir á að hluti launþega af ið- gjaldi til lífeyrissjóðs er tekjuskatt- skyldur hjá launþeganum og er þar um tvísköttun að ræða. Stjórn LVFÍ minnir á ályktun Alþingis frá mars 1991 um skattlega meðhöndlun líf- eyris.“ (Fréttntilkynning) SILFURSKEMMAN Silfurskartgripir og listmunir frá Mexíkó NÝJAR VÖROR Fallegar fermingargjafir Opið daglega frá kl. 16-19 eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi, NÝDÖNSK S S SÓL SYNIR RASPÚTÍNS t> í KOMITMENTS 2tOO dj frf ivi a.rsnsr ps ycho KL. 20.00 TIL Ktl_ .00.30 ALDURSTAKMARK FÆDD '77, '7 8& '79. IVHOIN3SI A BALLIÐ KOST'AR 600 KRÓNUR MIÐASALA FER FRAM f FÉLAGSMIÐSTÖÐVUM UM LAND AÍÍÍL'T.. LOÐCIBff LL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.