Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 34
Mikil aðsókn að Evitu í Sjallanum SÖNGLEIKURINN Evita hefur verið sýndur í Sjallanum á Akureyri að undanförnu við ágætar undirtektir. Síðasta sýning fyrir páska verður á morgun, miðvikudag. Uppselt hefur verið á allar sýningar og mikið liggur fyrir af pöntunum á þær sýningar sem fyrirhugað- ar eru í aprílmánuði. Að sögn Gests Einars Jónasson- ar, leikstjóra Evitu, hafa sýningar á söngleiknum gengið afar vel, umsagnir um sýninguna verið lof- samlegar og viðtökur áhorfenda Leikhús- stjóri ráð- inn eftir páska Allmargir hafa sótt um starf leikhússtjóra hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Búast má við að gengið verði frá ráðningu í starfíð fyrir aprillok. Umsóknarfrestur um starf leikhússtjóra hjá Leikfélagi Ak- ureyrar rann út 1. apríl. Að sögn Hreins Skagfjörð hjá Leikfélagi Akureyrar er ekki unnt að gera nánari grein fyrir umsóknum fyrr en að loknum fundi leikhús- ráðs, sem haldinn verður þegar páskar eru að baki. Starfstíma núverandi leikhússtjóra, Signýj- ar Pálsdóttur, lýkur 1. júní. afar góðar. Enda þótt húsrými í Sjallanum setti sýningunni þröngar skorður virtist hafa tekist vel að koma fyrir í henni meginhluta sön- gatriða með hæfílegum tengingum, en í frumgerð verksins væri vissu- lega gert ráð fyrir miklu viðameiri hópatriðum en unnt væri að hafa hér. Evita í Litrófi Gestur sagði að uppselt hefði verið á allar sýningar til þessa. Þannig hefðu rúmlega 200 manns komið og notið matar í Sjallanum og séð sýninguna í Ieiðinni. Til marks um að vel hefði tekist til mætti geta þess að í menningar- þættinum Litrófí í Sjónvarpinu yrðu á næstunni sýnd atriði úr sýning- unni á Evitu í Sjallanum, en sjald- gæft væri að söngleikjasýningar í veitingahúsum kæmu fyrir á þeim vettvangi. Að sögn Kolbeins Gíslasonar, framkvæmdastjóra Sjallans er sýn- ingin annað kvöld sú síðasta fyrir páska, en næsta sýning verður svo 17. apríl. Hann sagði að mikið lægi fyrir af miðapöntunum á allar sýn- ingar í apríl. Hann gat þess einnig að unnt væri að koma í Sjallann og sjá Evitu án þess að vera jafn- framt í mat. Þeir sem hefðu hug á því þyrftu engu að síður að panta miða fyrirfram. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vorkyrrð við Pollinn AKUREYRI hefur skartað vorfegurð í blíðskaparveðri undanfarna daga. Þegar sólin skín á bláum himni í blankalogni er óðara komið sumar í hjörtu manna. Það má segja að það sjáist á þessum ung- mennum sem höfðu dustað rykið af veiðistöngum sínum og reyndu að egna fyrir fisk á Torfunefsbryggju í kyrrðinni. Álengdar eru gömlu húsin á Eyrinni, sem sífellt standa vörð um Pollinn. Friðrik Sigurðsson, fr amkvæmdastj ór i Kísiliðjunnar í Mývatnssveit Dýpkun bjargar lífríkínu AÐ MATI Fnðnks Sigxirðssonar, framkvæmdastjóra Kísil- iðjunnar hf. í Mývatnssveit yrði dýpkun vatnsins, til dæmis með botndælingum Kísiliðjunnar, til að bjarga lífríki Mý- vatns, öfugt við málflutning veiðibænda sem hafa talið að botndælingar skaði lífríkið. Friðrik bendir á að urriðavtiði sé lítt breytt og jafnvel vaxandi þar sem Kísiliðjan hefur dælt en hins vegar séu miklar sveiflur og samdráttur í bleikjuveiði á þeim slóðum sem verksmiðjunni sé meinað að nýta botnefni. Friðrik telur hugmyndir bænda um lög- bann á starfsemi verksmiðjunnar og bótakröfur fyrir meint náttúruspjöll ekki eiga rétt í framhaldi af umræðum um lög- bann á starfsemi Kísliðjunnar í Mývatnssveit og bótakröfur bænda í sveitinni vegna meintra náttúru- spjalla af völdum verksmiðjunnar hefur Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf., tek- ið saman athugasemdir og yfírlit um veiði á bleikju og urriða í vatn- inu frá 1970-1988 sem hann segir að veiki málstað andstæðinga verk- smiðjunnar svo um muni. Aflasamdráttur ekki vegna Kísiliðjunnar Friðirk segist hafa fylgst með ástandi bleikju- og urriðastofnsins í vatninu um hríð, enda líffræðingur að mennt. Hann hafí hins vegar ekki viljað halda þessum upplýsing- um á lofti, „en mér fínnst nú orðið tímabært að menn fari að horfa á þetta því þetta er merkilegt. And- stæðingar okkar horfa jafnan á heildarveiði silungs í vatninu og segja sem svo: Það er samdráttur í veiðinni. Þeir hafa svo vilja kenna okkur um. Þegar við hins vegar skoðum hvar Kísiliðjan er að dæla, þá er það á Ytri-flóa. Þar er urriði og sér. aukning á veiði ef eitthvað er, að minnsta kosti ekki samdráttur. Það er hins vegar mikill samdráttur í veiðinni á bleikju, en hún er í Syðri- flóa, þar sem við fáum ekki að dæla. Þetta fínnst mér hljóta að vera meginatriði í þessu máli. Mis- munur á flölda veiddra físka nemur jafnvel tugum þúsunda þegar um bleikjuna er að ræða en ekki nema fáum þúsundum af urriða." Hótanir ekki réttmætar Að sögn Friðriks Sigurðssonar verður samdráttur á veiðitekjum bænda í Mývatnssveit í ljósi þessara upplýsinga ekki rakinn til Kísiliðj- unnar. Hann eigi rætur að rekja til veðurfars en ekki dælinga af botni vatnsins. Þess vegna telji hann hót- anir bænda um að sækja bætur fyrir meintan tekjumissi til Kísiliðj- unnar ekki eiga rétt á sér og hug- myndir um að nota skaðabætur til að bæta fyrir meint náttúruspjöll af völdum verksmiðjunnar ástæðu- lausar. Þvert á móti hafí orðið ánægjuleg breyting til bóta á Ytri- flóa, eins og veiðitölur sýni, einmitt þar sem dæling hefur átt sér stað. I ljósi þess sé brýnt að læra af Afli i Myvatni 1970-1988 Fjöldi físka. Ath! súluritin eru ekki í sama kvarða 50.000 1970 1975 1980 1985 1988 40.000 30.000 20.000 10.000 0 URRIÐI ■liililiiil lillil 1970 1975 1980 1985 1988 Byggt á gögnum frá Veiðimáiastotnun. Aflatöiur eru ekki til trá 1981 -1982, en þá var veitt samkvæmt kvóta 3.000 2.000 1.000 reynslunni og hefja sem fyrst til- raunadælingu sunnan Teigasunds og stemma með því stigu við þeirri lífríkishnignun sem þar hafi átt sér stað. Dýpkun til bjargar lífríki vatnsins Friðrik Sigurðsson segir að sam- kvæmt niðurstöðu Verkefnishóps um Mývatnsrannsóknir ráðist set- flutningar af vindstraumum í vatn- inu og vegna þess hve vatnið sé grunnt rótist næringarefni mjög upp. Við það bætist mikið áfok af landi sem auki næringarefnin mjög. „Til þess að snúa við þessari þróun er því eðlilegt að halda áfram dýpk- un vatnsins. Námagröftur Kísiliðj- unnar hf. er kjörin leið til að dýpka Mývatn og koma þannig í veg fyrir frekari lífríkishnignun í Mývatni. Með dýpkun Mývatns er í raun aðeins verið að færa ástand vatns- ins til fyrra horfs.“ Atvinnu- lausum fækkar Samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunarskrifstofunnar á Akureyri voru nokkru færri karlar atvinnulausir í marsmán- uði en febrúar en fjöldi atvinnu- lausra kvenna stendur nokkuð í stað. Að sögn Sigurbjargar Héðins- dóttur hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni á Akureyri voru atvinnulausir í lok mars alls 485, 255 karlar og 230 konur. Til samanburðar má geta þess að í febrúar töldust alls 516 atvinnulausir, 294 karlar og 222 konur. Á þessu má sjá að fjöldi atvinnulausra kvenna er nánast óbreyttur en körlum á atvinnuleys- isskrá hefur fækkað um fjóra tugi. Sigurbjörg sagði að hér væri greinilega svolítil breyting til batn- aðar, sumpart vegna atvinnuátaks- ins, sem Akureyrarbær stæði að með tilstyrk ríkisins, en að auki væri meira en áður um að fólk hefði fengið einhverja vinnu við annað. Ef til vill mætti þakka það tíðar- fari og vorkomu að verkefni ykjust. Yfírleitt glaðnaði yfír vinnu þegar voraði. Verra en í fyrra Á hinn bóginn sagði Sigurbjörg að ástandið væri enn slæmt og verra en til dæmis á sama tíma í fyrra. Þá hefðu atvinnuleysistölur verið þær að 320 hefðu verið á skrá í marslok, 205 karlar og 115 kon- ur. Á því mætti sjá að tala atvinnu- lausra kvenna væri nú tvöföld á við síðasta ár og atvinnulausir karlar væru 50 fleiri nú en þá. Leður- blakanum páskana Geysigóð aðsókn er að óperettunni Leðurblökunni hjá Leikfélagi Akureyrar og „rífandi gangur í þessu“, eins og það var orðað í Samkomu- húsinu á Akureyri í gær. Þegar er uppselt á fjölda sýninga og hús að fyllast fram i maí, að sögn leikhús- stjóra, Signýjar Pálsdóttur. Leðurblakan var frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri þann 26, mars og hefur hlotið afar góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. I aðal- hlutverkum eru Jón Þorsteins- son tenór, sem fenginn var til liðs við Leikfélagið frá Ríkisó- perunni í Amsterdam og Ingi- björg Marteinsdóttir sópran, sem kemur frá Reykjavík. Uppselt á margar sýningar Samkvæmt upplýsingum Signýjar Pálsdóttur, leikhús- stjóra, er uppselt á þrjár sýn- ingar í dymbilvikunni, miðviku- dag, skírdag og laugardag, en fáein sæti laus á sýningu á annan í páskum klukkan 17. Þá eru miðar óðum að seljast upp á sýningar í apríl, eftir páska, og allt fram í maímán- uð. Því má segja að þessi 120 ára gamli Vínarsöngleikur valsakóngsins Jóhanns Strauss eigi enn greiða leið að hjörtum fólks á öllum aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.