Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 13 Píanótónleikar EPTA Tónlist Jón Ásgeirsson Þórarinn Stefánsson píanóleikari hélt tónleika á vegum EPTA sl. laugardag í Kirkjuhvoli Garðbæ- inga. Á efnisskránni voru verk eft- ir Mozart, Chopin, Oliver J. Kentish og Beethoven. Fyrsta verkið, Fantasían í d- moll, K. 397, hefur verið fræði- mönnum nokkur ráðgáta, sérstak- lega vegna þess hve lítið er unnið úr góðum hugmyndum, eins og t.d. hinu snjalla stefi í lokakaflanum, sem er undarlega stuttur. Verkið var fallega leikið en það var í són- ötu í C-dúr, K. 330, sem Þórarinn sýndi oft fallegan leik, einkum í hæga kaflanum, sem er meðal þess hlýlegasta í stefjaleik meistara Mozarts. G-moll ballaðan eftir Chopin er erfitt verk og þrátt fyrir músikölsk tilþrif hér og þar, var ballaðan Þórarni heldur „þung í hendi“, einkum þar sem reyndi á áttund- artækni. Tónstigar voru víða vel leiknir en heildarmynd verksins náði ekki fullri reisn, sérstaklega í seinni hlutanum. Þrjár skissur eftir Oliver Kentish voru frumfluttar á tónleikum Epta í Reykjavík, og eins og höfundur segir í efnisskrá, er yfirskrift verks- ins „tilvitnun úr ljóðinu The Lake Isl at Innisfree, eftir írska skáldið W.B. Yeats“: . . . því hægferðug friðsældin fellur sviflétt af slæðu árdagsljómans ..." Inn í þessa stemmningu er felld- ur hljómur dagmálaklukkunnar. Fallegt og íhugandi verk, sem var vel leikið af Þórami. Síðasta verkið, Waldstein són- Þórarinn Stefánsson atan, eftir Beethoven er erfítt verk og tekur til margra þátta í listsköp- un hvers píanóleikara. Vissulega skapar flytjandi tónlistar lifandi gerð verkanna og þau eru oft meira en nótur, sprottin upp úr tilfinn- ingadjúpum höfundar og næmi hans við að ljá þeim mál, orðin til sem túlkun á utanaðkomandi reynsiu eða sem bein lýsing, ofín saman í eitt með þeirri tækni sem sífellt vekur undrun og aðdáun. Margt var fallega gert og gætt músik í handtökum Þórarins, eins og t.d. í fyrsta og öðrum (hæga) þættinum en þegar kom að tækni- lega erfiðum köflum, skorti hann vald til að sá þáttur vekti undrun og aðdáun. Þannig vantaði meira en punktinn yfír „iið“, þó það sé ljóst, að Þórarinn er efnilegur píanóleikari, ungur að árum og á sér því enn lærdómstíma framund- an. Erik Bidsted. Alan Carter. Alan Carter og Erik Bid- sted gestir á hátíðarsýningu í TILEFNI 20 ára afmælis ís- lenska dansflokksins og þess að 40 ár eru liðin frá því að Listdans- skóli Þjóðleikhússins var stofnað- ur verður sérstök hátíðarsýning á Coppelíu í Borgarleikhúsinu, 8. apríl klukkan 20. Á sýningunni dansa þau Lára Stefánsdóttir og Eldar Valiev aðalhlutverkin. Viðstaddir sýninguna verða Alan Carter, fyrsti listdansstjóri íslenska dansflokksins, en hann setti jafn- framt Coppelíu upp árið 1975 og Erik Bidsted, fyrsti ballettmeistari Þjóðleikhússins. Eftir sýninguna verður stutt hátíðardagskrá þar sem meðal annars verður úthlutað úr styrktarsjóði ungra listdansara. (Fréttatilkynning) Kór Langholtskirkju flyt- ur H-moll messu Bachs KÓR Langholtskirkju flýtur H-moll messuna eftir J.S. Bach í Lang- holtskirkju á skirdag, 7. apríl og föstudaginn langa, 8. apríl klukkan 16.30 báða dagana. Einsöngvarar eru Kristinn Sig- mundsson, (bassi) sem syngur nú í helstu óperuhúsum Evrópu, nú síðast hlutverk nautabanans í Carmen í óperunni í Barcelona, Ólöf Kolbrún Harðardóttir (sópran) sem hefur auk þess að syngja fjölmörg óperuhlut- verk sungið einsöng á fjölda tónleika með Kór Langholtskirkju, Elsa Wa- age (sópran) sem hefur haldið fjölda tónleika bæði í Bandaríkjunum og hériendis, Signý Sæmundsdóttir (sópran) sem syngur um þessar mundir hlutverk Sylvu í Sardasfurst- ynjunni og Michael Goldthorpe (ten- ór), en hann kemur sérstaklega frá Englandi til að syngja með kórnum. Goldthorpe er vel þekktur fyrir túlk- un sína á renaissance og barokk tón- list og hefur margoft sungið einsöng með Kór Langholtskirkju. H-Moll messan er eitt vinsælasta verk Bachs, enda er mikill kraftur í tónlistinni, sem gerir miklar kröfur til kórsins. Bach samdi þetta stór- virki á löngum tíma og var fyrsti kaflinn, Sanctus, frumfluttur árið 1724, en það var ekki fyrr en 1748 sem hann lauk verkinu. Aðgöngu- miðar verða seldir í Eymundssyni, Kirkjuhúsinu og í Langholtskirkju. ikálds ^ ^ getlfra ^ndum og ma ’ (u- yei nefwV.8áí»,íto”b0S‘dOtt,r ritar íormala. af smásagua- osertórsVieytt 18lmilava.Wlaer • Iwí ákrifamem lón í Braubhúsum er em nerfum Halldórs Laxness P“„d»mS,.orraSw® l,riíandisagaSemveri,“ semhúner\esvuoftar. .annáUervtópvaí Halldórs Laxnesa gfaUeg,eubýrjaí n vísdonvi. Laxness 1 nyv'rl Mómstööin......... Barn náttúrunnar Heúnsljósl...... Heinvsljós 11... íslandsUttkkan.. Krislndvald vutdir Jokli... Kvæóakver..... SalkaValka.... VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, 108 Reykjavík HVÍTA HÚSIÐ / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.