Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 55 19. júní gefið út þrisvar Kvenréttíndafélag Islands hefur ákveðið að fjölga árlegum tölu- blöðum 19. júní úr einu í þrjú eða fleiri á ári og kom fyrsta tölublað þessa árs út í vikunni sem leið. Tölublaðið er það fyrsta sem unn- ið er í samvinnu Kvenréttindafé- lagsins og Jafnréttisráðs. Ráðið gaf áður út fréttabréf en hefur nú til umráða ákveðinn síðufjölda í hveiju tölublaða 19. júní. Ellen Ingvadóttir, ritstjóri 19. júní, sagði að ástæðan fyrir ákvörð- un um að auka útgáfutíðni blaðsins væri sú að félagskonum hefði þótt vanta þverpólitískt tímarit er ynni að jafnréttismálum á íslandi. Ellen sagði að ekki hefði þótt ástæða til þess að breyta nafni tíma- ritsins í kjölfar fleiri tölublaða af þeirri ástæðu að nafnið væri svo fast í vitund íslenskra kvenna og það væru spjöll að breyta því. Hvað ástæðuna fyrir því að ákveðið var að fjölga tölublöðum einmitt núna minntist Ellen á að m.a væri það vaxandi atvinnuleysi sem sérstak- lega bitnaði á konum. „Þess vegna lítum við svo á að það sé mikil þörf fyrir að virkja konur til samheldni. Að þær geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að nýta þær á vinnumarkaði þegar þörfín er mest og senda þær síðan heim þegar harðnar á dalnum," sagði Ellen. Slysavarnaátakið „Gerum bæinn betri fyrir börnin44 kynnt í Keflavík Átak sem seint mun taka endi Keflavfk. „Niðurstöður fundarins voru að þessu átaki muni seint ljúka og að margir þættir átaksins verði fastír liðir í slysavörnum framtíð- arinnar," sagði Esther Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Slysa- varnafélags íslands um kynningarfund sem Slysavarnafélagið gekkst fyrir í Keflavík fyrir skömmu og bar yfirskriftína „Gerum bæinn betri fyrir börnin“. Meginmarkmið fundarins var að kynna tveggja ára átak gegn slysum á börnum, sem er samvinnuverk- efni Slysavarnafélagsins, Keflavíkur - og Njarðvíkurbæjar, ásamt sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni í Keflavík. Hitann og þung- ann af átakinu báru þau Hrafnkell Óskarsson yfirlæknir sjúkra- hússins í Keflavík, Þórhildur Sigtryggsdóttír læknir á heilsugæslu- stöðinni og Þórunn Benediktsdóttir hjúkrunarfræðingur í slysa- móttöku sjúkrahússins í Keflavík. Jafnframt því að kynna niður- stöður var fundurinn ætlaður þeim sem hafa ákveðið að hefja átakið „Gerum bæinn betri fyrir bömin“ og komu um 60 fulltrúar víðs veg- ar af landinu á fundinn. En ætlun- in er að heíja þetta átak innan tíð- ar á Siglufirði, Akranesi og Egils- stöðum. A fundinum kynntu þátt- takendur hvemig þeir hefðu unnið, hvað hefði mistekist og hvað hefði tekist vel. Sagt var frá hvemig slys eru skráð á slysamóttöku sjúkrahússins, hvemig gátlistar em gerðir og notaðir við úttektir á leikvöllum, byggingarsvæðum, heimilum og fleiri stöðum. Fram kom að mikil fræðsla um slysa- varnir og öryggismál barna hefði nýlega farið fram í Keflavík og Njarðvík og að börn á leikskóla- og gmnnskólaaldri hefðu tekið virkan þátt í henni. Fræðslufundinum lauk með pall- borðsumræðum þar sem þátttak- endur voru Drífa Sigfúsdóttir for- seti bæjarstjórnar Keflavíkur, Þor- björg Garðarsdóttir kennari og bæjarfulltrúi Njarðvíkurbæjar, Einar Már Jóhannesson bygginga- fulltrúi, Hrafnkell Óskarsson yfir- læknir, Þómnn Benediktsdóttir hjúkmnardeildarforstjóri, Herdís Storgaard, bamaslysavamafulltrúi og Valur Gunnarsson lögreglu- maður, en umræðunum stjórnaði Þórir Gunnarsson deildarstjóri SVFÍ. -BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Gerum bæinn betri fyrir bömin Frá kynningarfundinum í Keflavík. í ræðustól er Esther Guð- mundsdóttír framkvæmdasljóri Slysavarnafélags íslands. Upplýsingatafla fyrir öryggisbúnað í upphafi fundarins afhenti Elísabet María Pétursdóttir formaður Slysavarnadeildar kvenna í Keflavík, sem er fyrir miðri mynd, heilsugæslustöð í Keflavík og slysamótöku sjúkrahússins í Kefla- vík upplýsingatöflu sem sýnir öryggisbúnað fyrir heimili. Skýr slutæknifélag* Islands 25 ára SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG íslands var stofnað 6. apríl 1968 og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Aldarfjórðungur kann mönnum að fínnast stuttur tími en slíkt er þó afstætt. Síðastlið- inn aldarfjórðungur hefur fært okkur straumbyltingar tæknifram- fara sem hafa haft og munu hafa ófyrirsjáanleg áhrif á líf fólks um allan heim. Og tölvutæknin er grundvöllur þessa. Það var fámennur hópur sem stóð að stofnun Skýrslutæknifé- lags íslands, hópur framsýnna manna með glögga yfírsýn yfír sviðið sem þeir völdu að nefna skýrslutækni þótt orð Sigurðar Nordal, tölva, hefði fyrst komið fram þremur árum áður. í dag er hópurinn sem fæst við upplýsinga- tækni og tölvunotkun í einhveijum mæli, fjölmennur og sviðið hefur AFHENDING sveinsprófsskír- teina í framreiðsluiðn fór fram sunnudaginn 28. febrúar sl. en 22 nemar tóku burtfararpróf úr þeirri iðn frá Hótel- og veit- ingaskóla íslands. Afhending skírteina fór fram í Þingstofu á Hótel Sögu en síðan var framreiddur hádegisverður í boði félags framreiðslumanna í Grillinu sem samanstóð af kjúkl- ingabringu að hætti Lyonbúa og ábætirinn var kaka úr íslenskum þanið sig með ólíkindum. Hvert mannsbam hefur nasasjón af tölv- um og sífellt koma fram nýjar og nýjar leiðir til að nýta tölvutækn- ina. Sjálfu hefur Skýrslutæknifélag- inu einnig aukist ásmegin jafnt og þétt á þessu tímabili. í félaginu eru nú um 1.000 félagar og 180 fyrirtæki. Nær öll fyrirtæki og stofnanir sem vinna að tölvumálum ostum að hætti R. Wessmanns og með þessu var drukkið íslenskt bergvatn og Pouilly-Fuissé frá Bouchard Ainé. Að venju voru viðstaddir fjöldi gesta úr hótel- og veitingageiran- um ásamt skólastjóra H.V.Í., kenn- urum og fulltrúum menntamáia- ráðuneytisins. Þá var nemendum veittar viðurkenningar fyrir ágæt- an námsárangur. Eftirtaldir fengu viðurkenningar: Otto Ragnar Jóns- son hlaut hæstu einkunn úr H.V.Í. og hæstu einkunn á sveinsprófi. era innan vébanda félagsins svo og skólar og mörg stór og smá fyrirtæki sem nota tölvur og hug- búnað. Formaður félagsins er Hall- dór Kristjánsson verkfræðingur og varaformaður er Anna Kristjáns- dóttir prófessor. Félagið hefur rek- ið skrifstofu í 10 ár, framkvæmda- stjóri er Svanhildur Jóhannesdótt- ir. Félagið hefur látið víða tii sín taka og vakið athygli á mikilvæg- um málefnum. Orðanefnd hefur verið starfandi á vegum félagsins frá upphafi. Hafa verið gefin út uppsláttarrit yfir orð og hugtök varðandi gagnavinnslu. Síðasta útgáfa er frá 1986, Tölvuorðasafn, Sigmar Öm Ingólfsson hlaut hæstu einkunn í framreiðslu, Stef- án Þorri Stefánsson hlaut hæstu einkunn fyrir prófverkefni. Þá voru Norðurlandameistarar 1992, Ribecca Jane Clarke og Sig- mar Örn Ingólfsson, heiðrað fyrir gullsætið sem þau hlutu í Finn- landi. Þá hlaut Otto Ragnar Jóns- son Parísarferð frá Hobart sem H.G. heildverslun er umboðsaðili fyrir. Einnig fengu þessir sveinar Gulu ekkjuna frá Veuve Chicquot- Pousadin. sem orðanefnd félagsins stóð að í samvinnu við íslenska málnefnd. Á sínum tíma beitti félagið sér fyrir lagasetningu um vemdun og skráningu persónuupplýsinga og tilnefnir félagið mann í tölvunefnd sem starfar skv. þeim lögum. Fé- lagsmenn hafa sett sér siðareglur og er starfandi siðanefnd á vegum félagsins. Árið 1976 hóf tímarit félagsins, Tölvumál, göngu sína og er nú hið glæsilegasta blað. Er það eina fagritið um tölvumál sem gefið er út reglulega á landinu. Eitt aðalverkefni félagsins í gegn- um tíðina hafa verið fræðslumál hverskonar. Framan af hélt félagið fjölbreytt námskeið en hefur síð- ustu árin einkum staðið fyrir ráð- stefnum og styttri fundum um brýn málefni hvers tíma. Síðastliðið ár voru t.d. birtar um 50 greinar í Tölvumálum og fluttir yfir 30 fyrir- lestrar á fundum og ráðstefnum félagsins um hin ýmsu málefni sem varða tölvur, hugbúnað og upplýs- ingatækni. Aðsókn félagsmanna er alla jafna mjög góð, er það von- andi dómur um að félagið sé á réttri braut. Á afmælisárinu gengst félagið fyrir ýmsum atburðum. 29. apríl nk. verður haldin ráðstefna sem ber yfirskriftina „Tölvuvæðing í kreppu“. Um nokkurt skeið hefur verið áhugi á því meðal stjómar- manna Skýrslutæknifélags Islands að leggja nokkuð af mörkum fyrir skólanemendur á þessu sviði. Geta má þess að reglulega er haldin ólympíukeppni á þessu sviði eins og í stærðfræði og eðlisfræði. Eins og gjaman er gert á tíma- mótum er horft bæði til fortíðar og framtíðar. Fortíðin verður skoð- uð með því að gangast fyrir sýn- ingu á þróun tölvubúnaðar síðustu 25 ár. Samstarf er komið á við Þjóðminjasafn íslands og Árbæjar- safn um undirbúning sýningarinn- ar. Verður hún haldin nk. haust í Geysishúsinu við Aðalstræti. Að framtíðinni hyggur félagið með því að halda afmælisráðstefnu 10. september sem ber yfirskriftina „Hvað ber framtíðin í skauti sér?“. (Frétt&tilkynning) Stoltir nýsveinar ásamt formanni og framkvæmdastjóra F.F. og prófnefndarmönnum. 22 fi’amreiðslunemar brautskráðir —ef þú spilar til að vinna! | 13. klkvllta - 3. aprfl 1993 Nr. Lakur:_________________Röóin: 1. Chelsea - MiddJesbro 1 - - 2. Coventry - Southampton 1 - - 3. C. Palace - Q.P.R. - X - 4. Man. City - Ipswich 1 - - 5. Oldham - Wlmbiedon 1 - - 6. Blrmingham - West Ham - - 2 7. Bristoi R. - Leicester - X - 8. Cambridgc - Newcastle - - 2 9. Grimsby - Wolvea 1 - - 10. Mllhwall - Portsmouth - X - 11. Notts Cnty. - Brlstol C. - X - 12. Oxford . Brentford - - 2 13. Watford - Luton - X - HeiIdarvinningsupphæAin: 122 milljónir króna 13 réttir: 1.553.260 kr. 12 réttir: 26.980 kr. 11 réttir: 1.980 kr. 10 réttlr: 490 kr. 12. leBcvika - 28. mars 1993 Nr. Leikur: RMin: 1. Brescia - Ancona - X - 2. Cagliari - Genoa 1 - - 3. Foggia - Atalanta 1 - - 4. AC-Milan - Napoli - X - S. Pescara - Parnta - - 2 6. Roma - Fiorentina - X - 7. Sampdoria - Inter - - 2 8. Torino - Lazio - X - 9. Udinese - Juventus - X - 10. Ascoli - Cremonese 1 - - 11. Bologna-Pisa - X - 12. Modena-Lecce - X - 13. Verona - Cesena - X - HeUdarvinningsupphjrAin: 11,8 milljónir króna | kr. kr. kr. kr. 13 r+ttir: 12 réttir: 11 réttir: f lOréttlr: 1.585.850 43.410 3.460 890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.