Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 35 Utandagskrárumræða um ráðningu nýs framkvæmdaslj óra Sjónvarpsins Ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins harkalega gagnrýndir RÁÐNING Hrafns Gunn- laugssonar í starf fram- kvæmdastjóra Ríkissjón- varpsins var rædd utan dag- skrár í gær. Menntamálaráð- herra og forsætisráðherra voru harðlega gagnrýndir. Þorsteinn Pálsson starfandi menntamálaráðherra varð að vísa þvílíkum málflutningi á bug. Talað var um „vald- níðslu“ og „sovéskt eðli“ Sjálfstæðisflokksins. Ossur Skarphéðinsson formaður þingflokks Alþýðuflokks sagði að Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefði ekki borið þessa ákvörðun sina undir samstarfsflokkinn. „Valdníðsla" Málshefjandi, Páll Pétursson (F-Nv), sagði þessa aðgerð eða mannaráðningu vera af hálfu Sjálf- stæðisflokksins valdníðslu. Þessi aðgerð væri óréttlætanleg pólitísk íhlutun í sjálfstæði ríkisstofnunar og vegið væri að atvinnuöryggi og starfsmöguleikum opinberra starfsmanna með siðlausum stjórn- arháttum. Málshefjandi sagðist hafa óskað eftir því að Davíð Odds- son forsætisráðherra væri við- staddur þessa umræðu því þetta mál varðaði hans verksvið; stjórn- arhætti í landinu. Páll sagði að þótt Ólafur G. Einarsson bæri hina formlegu ábyrð í málinu hefði ráð- herrann lýst því yfir að þetta væri pólitísk ákvörðun tekin í samráði við formann Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherrann, og með vitund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra. Páll sagði alla geta séð handamark og fingra- för forsætisráðherrans í þessari ákvörðun. Páll vildi meina að uppsagnir annarra starfsmanna hjá Ríkis- sjónvarpinu hefðu ekki valdið sjálf- stæðismönnum sama uppnámi og hugarvíli og sú ákvörðun Heimis Steinssonar útvarpsstjóra að segja Hrafni Gunnlaugssyni upp starfi dagskrárstjóra. Páll Pétursson sagði að í dagblöðunum DV og Morgunblaðinu væri haldið fram að Hrafni hefði verið sagt upp störfum vegna ummæla sem hann hefði látið falla í sjónvarpsþætti. Af hálfu útvarpsins hefði það ekki komið fram. Það mátti skilja að Páll taldi að aðrar eða fleiri orsak- ir væru fyrir starfslokum Hrafns á dagskrárdeildinni. Menntamála- ráðherrann léti framkvæmdastjóra hverfa frá störfum í eitt ár og setti Hrafn þess í stað. Að lögum faríð Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra og starfandi mennta- málaráðherra í fjarveru Ólafs G. Einarssonar vildi vísa ásökun Páls Péturssonar á bug. Valdníðsla væri það þegar ráðherra misbeitti valdi sínu til að koma fram órétti. Staðgengli menntamálaráðherra sýndist svo ekki vera í þessu til- felli. Dómsmálaráðherra benti á að samkvæmt útvarpslögum væri kveðið á um að menntamálaráð- herra skipaði framkvæmdastjóra að fenginni umsögn útvarpsstjóra. Þegar um væri að ræða setningu tímabundið í embætti væri svo litið á að ekki þyrfti að leita eftir um- sögn eins og um væri að ræða varanlega skipun í embætti. Þor- steini Pálssyni dómsmálaráðherra sýndist í fljótu bragði að ekki þyrfti að vera vegið að atvinnuöryggi starfsmanna. Hann benti á að út- varpsstjóri réði alla almenna starfsmenn aðra en þá sem Morgunblaðið/Kristinn Fullt á þingpöllunum FJÖLMENNI var á þingpöllum á fimmta tímanum í gær er rætt var um ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. menntamálaráðherra skipaði eða setti. Útvarpsstjórinn skrifaði einnig undir uppsagnarbréf. Þor- steinn sagði að það væri svo annað mál að menn gætu haft sínar skoð- anir á því hveijir væru heppilegast- ir í störf á þessu tagi. Á það ætl- aði hann ekki að leggja mat. Varð- andi það hvort ákvörðun mennta- málaráðherra væri pólitísk, benti hann á að ráðherra bæri pólitíska ábyrgð á sínum ákvörðunum gagn- vart Alþingi. „Hagsmunatengsl“ Svavar Gestsson (Ab-Rv) bað menn að hugleiða æskilega verð- leika framkvæmdastjóra. Hann spurði hvort ráða ætti mann sem árum saman eða alltaf hefði farið fram úr fjárhagsáætlunum á sömu stofnun? Myndum við ráða mann sem hefði fengið formlega áminn- ingu frá sínum yfirboðara? Mynd- um við ráða mann sem efndi stöð- ugt til ófriðar við samstarfsmenn sína? Myndum við ráða mann sem hefði afhent vinum sínum utan stofnunarinnar flestöll verkefni hennar og gert starfsmenn hennar verkefnalausa? Svavar virtist halda að slíkan myndu fáir velja nema Sjálfstæðisflokkurinn. Þessu til viðbótar spurði Svavar Gestsson eftir því hvort við mynd- um ráða mann sem hefði bein hagsmunatengsl við stofnunina, hefði t.d. nýlega gert samning við þessa stofun um hagstæðari greiðslur til allra annarra fyrir sömu þjónustu. Svavar hélt því fram að þetta ætti við um Hrafn Gunnlaugssson. Hrafn hefði 18. september síðastliðinn gert samn- ing um sýningarrétt á mynd sem enn væri ólokið. Venja væri að greiða þriðjung í upphafí fram- leiðslu, þriðjung á miðju fram- leiðslutímabili og þriðjung við af- flokksins sagði að atburðir helgar- innar hefðu hljómað ótrúlega. Hefði við fyrstu heyrn mátt ætla að hér væri sent út vinsælt dag- skrárefni Ríkisútvarpsins; svo- nefndar „Ekki fréttir". Svo hefði því miður ekki verið. Veruleikinn hefði verið lygilegri en nokkur reyfari. Össur taldi að það hefði átt að vera sjálfsögð kurteisi að bera „umdeild morgunverk laug- ardagsins" undir samstarfsaðil- ann. Það hefði ekki verið gert. Menntamálaráðherra hefði ekki leitað álits nokkurs einasta for- ystumanns Alþýðuflokksins um það sem til stæði. Björn Bjarnason (S-Rv) taldi menn vera mjög stóryrða um ráðn- ingu Hrafns Gunnlaugssonar tíma- bundið í stöðu framkvæmdastjóra. Bjöm taldi að ef menn vildu ræða stöðu mannréttinda, lýðræðislegra stjórnarhátta og siðferðiskenndar hjá Sjónvarpinu á annað borð, væri brottrekstur Hrafns úr starfi dagskrárstjóra frekar umtalsefni. Hrafn hefði verið kallaður í þátt til að svara spurningum sem hann hefði gert. Og verið sagt upp störf- um fyrir þau svör. Vegið hefði verið að rétti manna til að láta í ljós skoðanir í sjónvarpi ríkisins. Þórhildur Þorleifsdóttir (SK- Rv) sagði að með þessari ráðningu sendi forsætisráðherra skýr skila- boð. Boðskapur Davíðs Oddssonar væri: „Minn er mátturinn og dýrð- in.“ En bæn Þórhildar var: „Von- andi ekki að eilífu.“ Sjálfstæðisráðherra óskylt Halldóri Blöndal samgöngu- ráðherra komu hin hörðu viðbrögð við ráðningu Hrafns Gunnlaugs- sonar mjög að óvart. Samgöngu- ráðherra sagði að þegar talað væri um málefni menningar og lista og útvarps, væri alkunnugt að uppi hefðu verið mjög hörð átök milli lýðræðislega þenkandi manna og hins vegar þeirra sem lotið hefðu „leiðsögn erfínga Kristins E. Aridr- éssonar í menningarmálum“. Sam- gönguráðherra taldi ekki hvíla neina sérstaka skyldu á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að bera tíma- bundnar mannaráðningar undir Alþýðuflokkinn. Halldór Blöndal sagði gagnrýni Össurar Skarphéð- inssonar formanns þingflokks Al- þýðuflokks vera „hálfgerð ómaga- orð“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) taldi þetta mál hinn mesta álitshnekki fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, forsætisráðherrann, mennta- málaráðherrann og fyrir Hrafn Gunnlaugsson. „Flokkurinn með stórum staf“ afhjúpaði sitt „sov- éska eðli“. Nú hefði komið fram þéttriðið „öryggisnet undir flokks- broddunum"; menningarstofnanir væru notaðar eins og félagsmála- stofnanir fyrir menningarfrömuði og hugmyndafræðinga flokksins. Ingibjörg Sólrún taldi ekki að ráð- ist hefði verið á málfrelsi Hrafns Gunnlaugssonar með uppsögn hans. Hrafn hefði haft meira at- hafna- og tjáningarfrelsi en flesta gæti dreymt um á sinni ævi. Út- varpsstjóri hefði haft um það orð að ummæli Hrafns í umræddum sjónvarpsþætti hefðu verið kornið sem fyllt hefði mælinn. Ingibjörg Sólrún taldi að Hrafn hefði reynst „gikkur í veiðistöð“. Ríkisendurskoðun skoði Páll Pétursson taldi nú fram komið að Hrafn Gunnlaugsson væri um flest vanhæfur og ítrek- aði og tíundaði ýmsar ávirðingar hins setta framkvæmdastjóra. Páll krafðist þess að forseti Alþingis beitti sér fyrir því að Ríkisendur- skoðun færi yfír fjármálaleg sam- skipti Hrafns Gunnlaugssonar við Sjónvarpið. Þorsteinn Pálsson starfandi menntamálaráðherra varð að svara nokkrum spumingum sem fram höfðu komið. Þorsteinn var þess fullviss að þingmenn myndu virða sér það til betri vegar þótt hann hefði ekki undir höndum alla samn- inga Hrafns við menntamálaráðu- neytið eða við Ríkissjónvarpið. Þorsteinn taldi eðlilegt að veita allar upplýsingar um þessa samn- inga og einnig samninga svipaðs eðlis svo menn gætu borið þá sam- an. í þessari umræðu hafði Þor- steinn Pálsson starfandi mennta- málaráðherra verið inntur eftir því hvort menntamálaráðuneytið greiddi laun Péturs Guðfínnssonar framkvæmdastjóra Sjónvarpsins í ársleyfinu. Þorsteinn sagðist gera ráð fyrir að Ríkisútvarpið greiddi þau laun. En hann vildi þó ekki fullyrða að svo væri. sínar greiðslur fyrr og upphæðirn- ar væru hærri en áður hefði tíðk- ast. Þessi samningur hefði verið með þeim hætti að Sveinn Einars- son þáverandi dagskrárstjóri hefði neitað að skrifa undir. Ekki talað við Alþýðuflokk Ossur Skarphéðinsson (Ab- Rv) formaður þingflokks Alþýðu- STUTTAR ÞINGFRETTIR Lög frá Alþingi í gær voru þijú frumvörp send ríkisstjórn sem lög frá Alþingi. Lög um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins, tollalög, um vörugjald af öku- tækjum, og breyting á búvöru- lögum. I síðustu viku voru sex stjómar- frumvörp samþykkt sem lög frá Alþingi. Á föstudaginn voru þrjú frum- vörp samþykkt. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 37, 27. maí 1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, frumvarp um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, frumvarp um neytendalán. Síðasta fimmtudag var frum- varp samþykkt og sent ríkisstjórn- inni sem lög frá Alþingi um stofn- un hlutafélags um Síldarverk- smiðjur ríkisins. Við lokaat- kvæðagreiðslu féllu atkvæði þann- ig að 23 stjórnarliðar studdu fram- varpið. 9 þingmenn úr liði fram- sóknar og Samtaka um kvenna- lista sátu hjá. 7 þingmenn sögðu nei. Voru þar fjórir þingmenn Al- þýðubandalags, einn þingmaður Samtaka um kvennalista og tveir framsóknarmenn. Frumvarp til laga um breyting- ar á lögum um fjarskipti var hins vegar samþykkt með 42 sam- hljóða atkvæðum í fyrradag. Og á þriðjudegi síðustu viku var sam- þykkt sem lög frá Alþingi fram- varp til hjúskaparlaga. Skipulag á miðhálendi Stefnu- og starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar kveður m.a. á um að „hálendið verði afmarkað og settar reglur um skipulags- og byggingarmál þar“. Á síðasta þingi var lagt fram fruirivarp um skipulags- og byggingarmál á miðhálendinu. Það frumvarp mætti verulegri andstöðu og fékkst ekki afgreitt. Einkum var andstaða við það ákvæði að setja á fót sérstaka stjórnarnefnd skipu- lags- og byggingarmála. Sveitar- félög sem telja sig hafa lögsögu á miðhálendinu settu fram kröftug mótmæli og töldu á sinn rétt geng- ið. Það varð sammælt að fyrr- greint framvarp yrði ekki lagt fram á þessu þingi heldur leitað annarra lausna. í fyrri viku var dreift framvarpi umhverfisráðherra til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 19/1964, ásamt síðari breyting- um. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bæta við lagagrein -sem kveði á um að ráðherra geti ákveðið að samvinnunefnd verði skipuð til að gera tillögu að skipulagi miðhá- lendis íslands. Svæðið afmarkist í aðalatriðum af línu sem verði dregin milli heimalanda og afrétta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.