Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Styrktarsjóður Úlf- ljótsvatns stofnaður í TILEFNI 85 ára afmælis Jónasar B. Jónssonar, fyrrverandi fræðslustjóra í Reykjavík og skátaliöfðingja íslands, 8. apríl nk. hefur verið ákveðið að setja á stofn sérstakan sjóð til styrktar uppbyggpngu Skátaskólans á Ulfljótsvatni. Sjóðurinn mun bera nafn Jónasar og heita Styrktarsjóður Úlfljótsvatns Jónas B. Jónsson. Heimdallur Fundur um fiski- hagfræði Sjávarútvegsnefnd Heimdall- ar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, heldur opinn fund um sjávarútvegsmál og fiskihagfræði í kvöld kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fram- sögumaður verður Dr. Ragnar Arnason, prófessor í fiskihag- fræði við Háskóla Islands. I fréttatilkynningu frá Heimdalli segir að fundurinn í kvöld sé hluti af áætlun um málefnavinnu um sjávarútvegsmál, sem ungt sjálf- stæðisfólk í Reykjavík ætlar að vinna fyrir þing Sambands ungra sjálfstæðismanna á Selfossi í ágúst og landsfund Sjálfstæðisflokksins i október. Ætlunin er að fá menn með ólíkar skoðanir á sjávarútvegs- málum á opna kynningarfundi til þess að fá fram sem flestar skoðan- ir á þessum málum og tillögur til úrbóta. Að loknu erindi Ragnars verður efnt til umræðna um kenn- ingar hans og gefst þá fundarmönn- um kostur á að koma með fyrir- spumir og athugasemdir. í sjóðsstjóm munu sitja hveiju sinni Skátahöfð- ingi Islands, for- maður Skátásam- bands Reykjavíkur og formaður Úlf- ljótsvatnsráðs. Jafnframt mun Jónas B. Jónsson eiga sæti í StjÓm Jónas B. Jónsson sjóðsins meðan hann lifir. Formaður ÚVR mun gegna formennsku í sjóðsstjóm, en Jónas gegnir nú stöðu formanns og hefur gert í ára- raðir. Jónas B. Jónsson hefur gegnt formennsku í Úlfljótsvatnsráði í ára- tugi og að öllum öðmm ólöstuðum er hann sá einstaklingur sem þakka ber mest þá uppbyggingu sem orðið hefur á Skátaskólanum á Úlfljóts- vatni. í tilefni 85 ára afmælis Jónas- ar 8. apríl nk. vill Bandalag ís- lenskra skáta vekja athygli á ofan- greindum sjóði sem mun styrkja það hugðarefni sem honum hefur verið kærast í fjölda ára, Skátaskólanum á Úlfljótsvatni. Gjafabréf í sjóðinn til heiðurs Jónasi B. Jónssyni 85 ára liggja frammi á skrifstofu Banda- lags íslenskra skáta, Skátahúsinu við Snorrabraut og er hægt að hringja þangað á skrifstofutíma. Skátahreyfingin mun halda Jón- asi samsæti í Skátahúsinu við Snorrabraut á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 og em þeir skátar sem starfað hafa með Jónasi í gegnum árin og vilja heiðra hann með nær- vem sinni velkomnir. (Fréttatilkynning) Morgunblaðiö/Porkell Á bókamarkaði 5 tlf ' t 1 zwmkm." UNGIR og aldnir Iögðu leið sína á bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda i Faxafeni 10 í gær, en framboð á bókum er þar meira nú en nokkru sinni fyrr. Þúsundir bóka á lækkuðu verði á bókamarkaðnum BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgef- anda var opnaður um síðustu helgi að Faxafeni 10 og er hann opinn frá kl. 10 til kl. 19. Á markað- inum eru rúmlega 8.000 titlar auk bóka á forn- bókasölu sem opin er á markaðinum. Öll íslensk forlög taka þátti í markaðinum sem er á 1.200 fermetra gólfi og hefur aldrei verið rýmra um markaðinn en nú. Elstu bækurnar á markaðinum em frá því um 1940 en mest er þó af nýlegum bókum allt fram til ársins 1991. Á markaðinum má sjá ýmis verð, allt frá 10 krónum og mikið af tilboðum er í gangi. Verðdæmi TH dæmis um verðið á nýlegum bókum mætti nefna bókina Ástandið, sem var á 4.400 krónur en er seld á 500 krónur. Veraldarsaga Fjölva var á 18.240 en kostar 5.500 á markaðinum. Forsetar lýðveldisins kost- aði 4.200 áður en kosta 990 krónur á markaðinum. Vestur-íslenskar æviskrár, sex bindi, kosta 4.920 og Lönd og þjóðir, fimm bækur, kosta 2.490. Þá má nefna orðabókartilboð, fjórar orðabækur á 9.980 en þar er um takmarkað magn að ræða. Mikið er af barna og unglingabókum á markaðinum. Unglingasagan Goði og Garpur er seld á 300 krónur en takmarkað er eftir af upplaginu. Aðdáendur teikni- mynda hetja fínna þama margt á niðursettu verði, Tinni og Lukku Láki em mættir til leiks ásamt Tarz- an apamanni auk annars. Bókamarkaðurinn verður opinn alla daga frá 10-19 til 18. apríl, nema á föstudaginn langa og páskadag en þá er lokað. Islenskur jardvegsfræðingnr veitir Norræna genabankanum í Allnarp í Svíþjóð forstöðu Fræ norrænna njija- plantna geymd í námu norður á Svalbarða Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgoinblaðsins. TVEIMUR norrænum stofnunum á sviði ræktunar og varð- veislu erfðaauðlegðar hefur nýlega verið slegið saman í eina stofnun, Norræna genabankann, sem fjármagnaður er af Norrænu ráðherranefndinni. Forstjóri bankans er Sigfús Bjarnason jarðvegsfræðingur. Bankinn hefur aðsetur í Alnarp, sem er skammt fyrir utan Málmey í Svíþjóð. Marmiðið með starfseminni er að varðveita erfðaauðlegð norrænna, ræktaðra nytjaplantna. Norræni genabankinn er nokk- uð einstakur í norrænu samstarfi að því leyti að enginn stofnun hlið- stæð honum er til á neinu Norður- landanna, heldur sameinast þau um rekstur þessa eina norræna genabanka. Norðurlöndin eru aðili að alþjóðasamningi um varðveislu upprunalegra tegunda hvers lands o g Norræni genabankinn er rekinn með það í huga. Í honum eru varð- veitt um 25 þúsund afbrigði nytja- tegunda, villtra skyldtegunda og iækningajurta. Annars vegár safnar bankinn fræjum, en hins vegar heyra undir hann ávaxata- tré víðs vegar um Norðurlöndin og eru þau í umsjón aðila á rækt- unarstað. Kartöfluafbrigði eru geymd í næringarvökva, þar sem ekki er hægt að geyma þau sem fræ. Grunnforði Hvert afbrigði í genabankanum í Alnarp er geymt á þrennan hátt. Þeir sem hafa áhuga á að rækta ákveðin afbrigði eða leita afbrigða með ákveðna eiginleika geta feng- ið fræ frá bankanum sér að kostn- aðarlausu og komið sér upp stofni. Því er hluti sýnishornanna að- gengilegur. Annar hluti þeirra er geymdur í merktum flöskum í 150 frystikistum í kjallara bankans og í þær bætist vikulega. Ekki er gert ráð fyrir að taka úr þeim flöskum, heldur eru þær geymdar sem grunnforði. Reglulega er fylgst með honum og skipt um sýni reglulega, svo ræktunareig- inleikar séu sem bestir. Á þennan hátt eiga fræin að geta geymst um aldir. En komi eitthvað fyrir forðann er eintak til af öllum fræj- um bankans í geymslu á norsku eyjunni Svalbarða. Hver tegund í innsigluðu glerhylki, sem geymd eru 300 m inni í ijalli í gamalli námu. Hitinn er jafn árið um kring, nokkrar gráður undir frost- marki. í samtali við Sigfús Bjarnason sagði hann að auk þess að varð- veita nytjajurtir safnaði bankinn einnig upplýsingum og efni er snerti þær, styddi rannsóknir ann- arra stofnana og tæki þátt í al- þjóðasamstarfí. Bankinn er í sam- starfi með 30-40 öðrum gena- bönkum um allan heim og getur því víða leitað fanga varðandi upplýsingar. Tíu manns starfa hjá bankanum, sem er í samstarfi við um 200 aðila víðs vegar á Norður- löndunum. Bankinn tekur einnig þátt í norrænu þróunarverkefni sem felst í að styðja þróunarlönd- in í varðveislu erfðaeiginleika plantna þar. Fáar íslenskar tegundir Sigfús sagði að frá íslandi kæmu aðeins fáar tegundir því íslenskar nytjajurtir væru flestar erlendar. Fyrir um tíu árum hefði verið safnað saman íslenskum kartöflutegundum og þær rækt- aðar og greindar í Alnarp. Niður- staðan var að þrátt fyrir íslensk nöfn væru aðeins tvö afbrigði sem telja mætti séríslensk og væru geymd í bankanum. Það eru rauð- ar og gular íslenskar frá Vest- fjörðum. Markmið með genabanka eins og þeim norræna er að geyma þá erfðaauðlegð sem til er í náttúr- unni. í nútímaræktun er tilhneig- ing til að rækta aðeins fá af- brigði. Ef ekkert er að gert fara önnur forgörðum. Sigfús sagði að um leið væri hætta á að mikilvæg- ir eiginleikar til ræktunar við sér- stök skilyrði og mótstaða gegn sjúkdómum glötuðust. Menn vissu hvað hentaði best sem stæði, en ómögulegt væri að segja til um hvað seinna gæti komið að góðu. Þá væri hægt að rækta upp fræ frá genabankanum og fá ný af- brigði eftir hentugleikum. Sigfús Bjarnason er sonur Bjama Benediktssonar rithöfund- ar frá Hofteigi og Öddu Báru Sig- fúsdóttur veðurfræðings. Hann útskrifaðist sem Iíffræðingur frá Háskóla íslands 1980. Að námi loknu starfaði whann á Rann- sóknastofnun landbúndÖllaðarins, en lauk síðan doktorsprófi í jarð- vegsfræði frá Landbúnaðarháskó- lanum í Uppsölum 1988 og hefur unnið á Álnarp síðan. í stjórn mlisNorræna genabankans eru tveir fulltrúar frá hverju landi. Fulltrúar íslands eru Þorsteinn Tómasson og Sigurgeir Ólafsson, sem báðir starfa á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Genabankaslj órinn SIGFÚS Bjarnason, forstjóri Norræna genabankans, stendur hér við eina af frystikistunum í hjarta bankans. Hann heldur á flösku eins og þeirri sem fræin eru geymd í og eiga að endast um ókomnar aldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.