Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 4
St’GJ JIHHA ,SS JuOAGUTMMl'-l <JIGAJaKUöíl()M MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. 'APRÍL 1993 Símtöl til útlanda lækka um 5-9 % SÍMTÖL til útlanda lækka um 5-9% um næstu mánaðamót. Lækkunin er í flestum tilfellum 5%, en mest er hún á símtöl til Þýskalands, eða 9%. Tekjuminnkun Pósts og síma vegna lækkunarinnar mun nema á bilinu 50-60 milljónir kr. á ári. Guðmundur Björnsson, aðstoðarsímamálasljóri, segir að verið sé að samræma taxta símgjalda frá íslandi við taxta frá útlöndum til íslands. Guðmundur sagði að tilefni lækkunarinnar væri af tvennum toga. „í fyrsta lagi höfum við lengi stefnt að því að lækka símtöl til útlanda og höfum reyndar verið að því undanfarin ár. Sums staðar er nú orðið jafndýrt eða ódýrara að hringja héðan. Það er stefnt að því að lækka gjöld fyrir þessi símt- öl á næstu árum svo þau verði sem næst því sem er á símtölum hing- að,“ sagði Guðmundur. Stóraukin samkeppni með inngöngu í EES Guðmundur sagði að búast 3-4 tilboð í Dagrúnu ÞROTABÚ Einars Guðfmnssonar hf. í Bolungarvík hefur fengið þrjú tilboð í togarann Dagrúnu IS, til viðbótar tilboði Ósvarar hf. sem bauð í báða togara búsins, og bústjóri átti í gær von á fímmta tilboðinu. Stefán Páls- son bústjóri sagðist ekki geta gefíð upplýsingar um tilboðin fyrr en þau hefðu verið kynnt veðkröfuhöfum næstkomandi mánudag. VEÐUR I DAG kl. 12.00 Heimíld: Veðutstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gœr) VEÐURHORFUR í DAG, 22. APRÍL YFIRLIT: Milli (slands og Noregs er 985 mb lágþrýstisvæöi sem þokast norðaustur og 983 mb lægð um 400 km suður af Vestmannaeyjum hreyfist austnorðaustur. Yfir Grænlandi er 1012 mb hæð. SPA: Norðaustan gola eða kaldi. Smáól eða skúrir við norðaustur- og austurströndina, en viðast bjart veður annars staðar. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustlæg átt, nokkur strekkingur og rigning eða slydda austanlands og él á annesjum norðan- lands en hægari og víðast bjart veður um landið vestanvert. Hiti 2 til 7 stig að deginum, hlýjast suðvestan tll, en nálægt frostmarki að nóttunni. HORFUR A SUNNUDAG: Hæg norðan og síðar breytileg átt. El norðaust- an til í fvrstu en annars þurrt og bjart veður. Heldur hlýnandi. Nvir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Ö ▼ Heiðskirt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V 'v' v Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaSrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld s Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Vegir á landinu eru víðast greiðfærir. Austanlands er orðið fært á Mý- vatns- og Möðrudalsöræfum en Vopnafjarðarheiði og Breiðdalsheiði eru ófærar. Víða eru í gildi öxulþungatakmarkanir vegna aurbleytu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni iínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma hiti veður Akureyrl 2 alskýjaö Reykjavfk 4 úrk. Igrennd. Bergen 8 rigning og súld Helsinki 4 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Narssaresuaq *2 8njók.ásíð.klst. Nuuk *7 snjókoma Osló 6 rigning Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 6 súld Algarve 18 háffskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Barcelona 17 þokumóða Berlín 21 skýjað Chicago 0 skýjsð Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 23 léttskýjað London 16 skýjað LosAngeles 16 léttskýjað túxemborg 19 léttskýjað Madrtd 13 skúr á sið.klst. Malaga 18 þokumóða Mallorca 21 heiðskírt Montreal 2 þoka NewYork vantar Ortando 19 alskýjað París 20 skýjað Madelra 18 hálfskýjað Róm 18 léttskýjað Vín 16 skýjað Washlngton 17 alskýjað Winnipeg 1 léttskýjað Smubrunar víða á Suðurlandi mætti við stóraukinni samkeppni á næstu árum með inngöngu í EES og auknum tækninýjungum. „Það þýðir ekki bjóða upp á símtöl sem eru dýrari frá íslandi en frá útlönd- um hingað. Það hefði í för með sér að símtöl myndu hefjast í útlöndum fremur en hérlendis,“ sagði Guð- mundur. Milljarður tekinn að láni erlendis Að sögn Guðmundar skilaði Póstur og sími 1.420 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. Þar af runnu 940 milljónir kr. beint í ríkissjóð. Greiðslustaðan á síðasta ári var engu að síður neikvæð um 180 millj. kr., þar sem fjárfestingar voru meiri en afskriftir. A þessu ári hefur stofnunin tekið um 960 milljóna kr. erlent lán til að styrkja greiðslustöðuna. jí*"4K ;■. Sina brennd Morgunblaðið/RAX REYK úr sinueldi lagði yfir þennan bæ í Flóanum í fyrradag. Víða var verið að brenna sinu þar um slóðir þegar Ijósmyndarinn flaug yfir. Sýslumaður hefur veitt 5-10 leyfi REYKUR frá sinueldum hef- ur sést víða á Suðurlandi undanfarna daga. Sinu- brennur eru nú algerlega bannaðar, nema í sveitum og þá með leyfi sýslumanns. Lítið hefur verið um leyfis- veitingar í vor, til dæmis hefur sýslumaðurinn á Sel- fossi aðeins veitt 5-10 leyfi það sem af er vori. Þórir Haraldsson, fulltrúi sýslu- mannsins á Selfossi, segir að eftir- lit með sinubrennum í sveitum sé erfitt vegna þess hve reglugerð um framkvæmd banns við sinu- brennum var gefín seint út í vor. Slysahætta Þórir segir að jörð sé afar þurr þessa dagana og breiðist eldarnir því fljótt út. Þórir segir að þó eftir- litið sé ekki komið í fastar skorður sé tekið jafn hart og áður á sinu- brennum í nágrenni þéttbýlis og við umferðaræðar vegna slysa- hættu. Nefnir hann sem dæmi um það eldana sem kviknuðu í gróðri við Sjúkrahús Selfoss í fyrradag vegna þess að maður fór gáleysis- lega með sígarettu og umferðaró- höpp sem urðu fyrir nokkrum árum á þjóðveginum vegna reyks sem lagði yfir veginn. Tívolí í Hljóinskála- garðinum? JÖRUNDUR Guðmunds- son hefur óskað eftir heimild borgaryfirvalda til að reka Tívolí í Hljóm- skálagarðinum dagana 7. júlí til 26. júlí í sumar. Síðastliðið sumar rak sama fyrirtæki Tívolí á Bakkastæð- inu í Reykjavík en vegna gatna- framkvæmda þar í sumar verð- ur því ekki við komið. í erindi Jörundar til borgarráðs kemur fram, að forsenda þess að Tí- volí geti þrifist er að það sé í göngufæri frá miðborginni og að Hljómskálagarðurinn sé eina lausa svæðið. Ef um skemmdir yrðu að ræða á gróðri yrðu þær bættar. Þá er tekið fram að sérstakar undirstöður eru á tækjunum þegar þau standa á grasi. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar Borgarskipulags. Ráðherra breytir áfengisreglugerð Vínveitmgar heimilar á milli kl 14.30 og 18 FRÁ og með þriðjudeginum var heimilt að afgreiða áfengi á veitingastöðum á milli kl. 14.30 og 18. Þetta var nýlega akveðið í dómsmálaráðuneytinu með breytingu á reglu- gerð sem felur í sér afnám banns við sölu áfengis á veit- ingastöðum á þessum tíma dags en fram til þess hefur aðeins verið heimilt að selja áfenga drykki frá kl. 12 til 14.30 og svo aftur eftir kl. 18. Að sögn Ara Edwald, aðstoðar- manns dómsmálaráðherra, er ástæða breytingarinnar sú að ekki þóttu lengur nægilega haldbær rök fyrir að banna áfengisveitingar á þessum tíma dags en það hefði valdið ýmsum vanræðum, meðal annars í þjónustu við ferðamenn. Umsagna ekki leitað Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingmaður Kvennalista, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi á þriðjudag um þessa breytingu og hvort eðlilegt væri að taka svo veig- amikla ákvörðun með reglugerðar- breytingu, án þess að álits væri leitað út fyrir ráðuneytið. Þorsteinn Pálsson svaraði að lögum sam- kvæmt bæri dómsmálaráðherra að ákveða slíkar breytingar og hann teldi það vera eðlilega skipun mála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.