Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
Tónlistarhátíð í
Kópavogskirkju
TÓNLISTARHÁTIÐ á vegum Kársnessóknar hófst í Kópavogskirlqu
sl. mánudag. Fjölbreytt tónleikahald verður í kirkjunni alla daga vik-
unnar fram til sunnudagsins 25. apríl nk.
Í dag, sumardaginn fyrsta, verða
tvennir tónleikar í Kópavogskirkju.
Kl. 17 koma fram um tvö hundruð
grunnskólanemendur úr sókninni í
Skólakór Kársness, Stóra kór og
Litla kór, undir stjóm Þórunnar
Bjömsdóttur. Undirleikari verður
Marteinn H. Friðriksson.
Klukkan 20.00 verður í kirkjunni
samsöngur Hljómkórsins en það er
nýr sönghópur úrvals söngvara sem
einkum starfa við kirkjulegar athafn-
ir. Stjómandi og undirleikari að
þessu sinni verður Stefán R. Gísla-
son. Á tónleikunum verður einnig
upplestur í umsjá Valdimars Lárus-
sonar leikara.
Á föstudagskvöldið kl. 20 heldur
Kirkjukór Kópavogskirkju, undir
stjóm Stefáns R. Gíslasonar, tónleika
í kirkjunni. Sungin verða veraldleg
og andleg lög. Fyrri hluti tónleikanna
samanstendur af lögum eftir Guð-
mund Gilsson, Sigvalda Kaldalóns,
Jón Nordal, Eyþór Stefánsson. Ge-
orge Stebbins, Karl Clausen og Felix
Mendelssohn. Eftir hlé syngur kórinn
hina frægu þýsku messu eftir Franz
Schubert. Einsöngvari með kórnum
verður Eiríkur Hreinn Helgason og
undirleikari Reynir Jónasson.
Þessir tónleikar verða endurteknir
sunnudaginn 25. apríl kl. 17.
Laugardaginn 24. apríl kl. 16
verður samsöngur Samkórs Kópa-
vogs undir stjóm Stefáns Guðmunds-
sonar. Sungin verða íslensk lög,
sænsk, rússnesk, norsk og þýsk. Ein-
söngvarar em Katrín Sigurðardóttir,
sópran, og Tómas Tómasson, bari-
ton. Undirleik annast Ólafur Vignir
Albertsson.
Tónlistarhátíð í Kópavogskirkju
lýkur á sunnudaginn 25. apríl kl. 17
með því að endurteknir verða tþnleik-
ar Kirkjukórs Kópavogskirkju frá
föstudeginum 23. apríl.
Aðgangur er ókeypis á alla tón-
leikana og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
f frétt blaðsins í gær féll niður
hluti þess, sem hér hefur verið skýrt
frá. Beðist er velvirðingar á því.
Hrísmóar - Garðabær
- endaíbúð - gott útsýni
Afar vönduð og falleg 153 fm íbúð í litlu fjölbýli ásamt
bílskúr. Hátt til lofts. 40 fm sjónvarpsloft. Fallegur viðar-
stigi. íbúðin er að stórum hluta viðarklædd. Parket og
flísar. Arinstæði. Vandaðar innréttingar. Tvennar svalir.
Áhv. 2,4 millj. Hagstætt verð. Einkasala. 4101.
Hæðargarður
Vorum að fá í sölu óvenju glæsilega 114 fm íbúð í ný-
legu fallegu húsi við Hæðargarð. Sérinngangur. íbúðin
er með óvenju vönduðum innréttingum og öll hin glæsi-
legasta. Arinstæði í stofu. 2622.
Langamýri - Garðabæ
Stórglæsilegt áhugavert endaraðhús á þremur hæðum.
Alls 306 fm. Vandaðar innréttingar. 4 svefnherb. Park-
et. Innbyggður tvöfaldur bílskúr. Einnig góð 2ja herb.
íbúð á jarðhæð. Áhv. veðdeild 5,0 millj. og lífeyrissjóð-
ur 2,5 millj. Allt sér. Eign í sérflokki. Laus fljótlega. 6165.
ígfcZH'ASTEIGNA
l bfl MIÐSTÖÐIN
UBHII30 SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK
SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290
01Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I IvU'Llw/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteionasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Ný endurbyggð - vinsæll staður
4ra herb. glæsileg íbúð á 3. hæð 86 fm nettó við Álftamýri. Nýtt eld-
hús. Nýtt bað. Nýtt gler. Nýl. gólfefni. Góðir ofnar, Danfoss-kerfi. Bílsk-
réttur. Losun samkomulag.
í suðurenda við Hjarðarhaga
Glæsileg 4ra herb. íbúð 108 fm nettó í kjallara. Sérhiti. 3 svefnherb.,
innb. skápar. Nýtt parket. Ágæt sameign. Langtímalán kr. 4 millj.
Lítið raðhús í Mosfellsbæ
Glæsilegt sérbýli við Brattholt í Mosfellsbæ. Raðhús í suðurenda um
65 x 2 fm með rúmg. 3ja herb. ib. á hæð og í kj. Ágæt innr. Sólver-
önd. Trjágarður. Skipti æskileg á 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð í borginni.
Skammt frá Menntask. í Hamrahlíð
Glæsileg endurbyggð sérhæð með góðum bílskúr. 3 svefnherb. og bað
í svefnálmu. Forstofuherb. með sérsnyrtingu. Stórt geymslu- og föndur-
herb. í kj. Góður bílskúr. Ágæt sameign.
í vesturenda á 1. hæð
4ra herb. ibúð um 100 fm við Stóragerði. Nýl. eldhúsinnr. Sérhiti.
Tvennar svalir. Mikil og góð lán. Tilboð óskast.
Með miklu útsýni - laus nú þegar
3ja herb. stpr og góð íbúð við Fellsmúla. Sérhiti. Rúmgóðar sólsvalir.
Vel með farin sameign.
í Vogum eða nágrenni
óskast til kaups einbýlishús eða raðhús með 2—3 svefnherb. í skiptum
fyrir stærra einbýlishús í hverfinu.
• • •
Opið í dag, sumardaginn
fyrsta, frá kl. 10.00-12.00.
Gleðilegt sumar, ___________________________
þökkum fyrir veturinn. LAUGAVEG118 SlMAR 21150-21370
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
Svava Björnsdóttir
Daði Guðbjörnsson
Sæmundur Valdimarsson Linda Vilhjálmsdóttir
Fjórar sýningar á Kjarvalsstöðum
Ljóð, mynd og skúlptúr
í AUSTURSAL Kjarvalsstaða verður opnuð nk. laugardag, 24.
apríl, sýning á verkum eftir Svövu Björnsdóttur. Á sýningunni
eru pappírsskúlptúrar sem unnir eru á undanförnum árum.
Svava er fædd í Reykjavík árið
1952 og nam myndlist við École
Nationale Supérieure des Beaux
Arts í París og Akademie der
Bildende Kunste í Múnchen.
Svava hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir list sína bæði
hér heima og erlendis, m.a. hlaut
hún fagurlistaverðlaun Múnchen-
borgar 1985 og 1990 var Svava
útnefnd Borgarlistamaður
Reykjavíkur.
Hún hefur haldið margar einka-
sýningar á íslandi og í Evrópu
og tekið þátt í samsýningum víða
um heim.
Daði Guðbjörnsson
24. apríl verður opnuð í Vestur-
sal Kjarvalsstaða sýningá verkum
Daða Guðbjömssonar. Á sýning-
unni verða málverk frá undan-
fömum ámm.
Daði fæddist í Reykjavík 1954
og nam við Myndlistar- og hand-
íðaskóla íslands 1976-1980 og
við Rijksakademi van Beldende
Kunsten í Amsterdam 1983-
1984.
Daði hefur haldið meir en 20
einkasýningar hér heima og er-
lendis og einnig tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum.
Jafnframt sýningunni hefur
verið gefin út vönduð sýningar-
skrá með inngangi eftir Gunnar
J. Ámason, listfræðing.
Sæmundur Valdimarsson
24. apríl verður opnuð á Kjarv-
alsstöðum sýning á höggmyndum
eftir Sæmund Valdimarsson.
Sæmundur fæddist árið 1918
að Krossi á Barðaströnd, en flutt-
ist árið 1948 til Reykjavíkur.
Sæmundur vann vaktavinnu í
Áburðaverksmiðjunni í Gufunesi,
en hefur síðan 1988 eingöngu
unnið að listsköpun sinni. Fyrstu
verk Sæmundar vom sýnd í Gall-
erí SÚM 1974 og fyrstu einkasýn-
ingu sína hélt hann 1983 og eru
einkasýningar hans nú orðnar 11
talsins, þar af ein í Osló 1989.
Verk Sæmundar hafa vakið
athygli bæði innlendra og erlendra
listunnenda og um þau hefur ver-
ið skrifað í blöðum og virtum
tímaritum.
Linda Vilhjálmsdóttir
Sýning á ljóðum eftir Lindu
Vilhjálmsdóttur verður opnuð á
Kjarvalsstöðum, laugardaginn 24.
apríl.
Linda Vilhjálmsdóttir, fædd
1958, birti fyrstu ljóð sín á síð-
asta áratug og hafa komið út tvær
ljóðabækur frá hennar hendi: hin
fyrri, Bláþráður 1990, og Klaka-
börnin 1992.
Náttúrulýsingar og sviðsmynd-
ir í Ijóðum Lindu em oftast litrík-
ar og gjarnan með ýkjum og
ævintýrabrag. Mannfólkinu er of-
ið inn í náttúrufyrirbærin þannig
að úr verður yfirnáttúruleg til-
verumynd.
í mörgum ljóðum fjallar Linda
um samskipti fólks og þá ekki
síst ástina. Form ljóðanna er
margvíslegt, oftast knappt en
nokkur þeirra em prósaljóð og
Linda er eitt þeirra fáu ungu
skálda sem bregða fyrir sig hátt-
bundnum brageinkennum. Mynd-
mál hennar er oft líflegt og með
ferskleikablæ; táknmyndir og orð-
færi í ljóðunum vísa stundum til
bókmennta og sögu fyrri tíma.
Jörvaarleði í Dölum
Búðardalur. ^ ^
JÖRVAGLEÐI Dalamanna verð-
ur haldin dagana 22.-25. aprjl.
Þessi hátíð mun vera sú 9. í röð-
inni. Hin forna Jörvagleði er í
minnum höfð sem mikil gleði þó
oft að endemum. Jörvagleði hin
nýja er hins vegar mikil menn-
ingarhátíð þar sem Dalamenn
leggja sig fram um að kynna það
sem er að gerast í menningarlífi
heima og í héraði.
Jörvagleðin hefst í dag, fimmtu-
daginn 22. apríl, með messu í
Garðaholtskirkju þar sem sr. Ingi-
berg Hannesson prófastur predikar
en sr. Jens H. Níelssen þjónar fyrir
altari.
Á Jörvagleðinni koma fram bæði
gestir og heimamenn. Opnuð verður
sýning á fimmtudaginn í Grunn-
skóla Búðardals á listaverkum sem
verða grunnur að Listasafni Dala-
sýslu. Listaverkin eru öll eftir lista-
menn sem á einhvem hátt tengjast
Dölunum og hafa þeir ákveðið að
gefa Listasafninu verkin. Einnig
verður sýning á gömlum ljósmynd-
um frá feðgunum Jóni Guðmunds-
syni og Guðmundi Jónssyni frá
Ljárskógum. Ingibjörg Guðjóns-
dóttir frá Akranesi mun sýna muni
gerða með bútasaumi. Á vegum
Þjóðskjalasafnins verða sýnd gömul
skjöl úr Dalasýslu.
Tónlist og leiklist
Tónlistarflutningur er á fímmtu-
dagskvöldið og þá syngur Þorrakór-
inn undir stjórn Halldórs Þórðarson
og harmonikufélagið Nikulína leik-
ur. Einnig leika nemendur úr Tón-
listarskóla Dalasýslu og stúlknakór
Laugarskóla syngur undir stjóm
Björns D. Guðmundssonar.
Á fimmtudagskvöldið verður
dagskrá um skáldið Jón frá Ljár-
skógum og Bjöm Guðmundsson
mun fara mep lausavísur.
Leikfélag Ólafsvíkur verður með
leiksýningu á föstudagskvöldið og
sýnir gaman- og spennuleikinn Frú
Alvís eftir Jack Poppelwell. Leik-
stjóri er Ragnhildur Steingrímsdótt-
ir. Á föstudaginn verður unglinga-
dansleikur í Dalabúð þar sem hljóm-
sveitin frá Varmalandi leikur.
Á laugardaginn verður skák-
keppni milli heimamanna og burt-
fluttra Dalamanna og síðan kvöld-
skemmtun um kvöldið í Dalabúð. Á
fyrri skemmtun mun Árni Björns-
son flytja sveitakynningu um Lax-
árdalshrepp. En það hefur verið
venja á Jörvagleði að kynna einn
hrepp í sýslunni. Karlakór Keflavík-
ur heldur söngskemmtun og síðan
er stór dansleikur með hljómsveit-
inni Upplyftingu.
Sú nýbreytni er í þessari Jörva-
gleði að fenginn var gestakokkur
sem matreiðir Ijúffenga rétti úr
heimafengnu hráefni m.a. sjávar-
réttum úr Hvammsfírði.
Formaður Jörvagleðinefndar er
Trausti Bjarnason. Jörvagleðinni
lýkur formlega á laugardagskvöld
en á sunnudaginn verða kvik-
myndasýning í Dalabúð og hrað-
skákmót í Afurðastöðinni í Búðar-
dal.
- Krisljana.
------♦--------
Innbrot í 4
verslanir
TUTTUGU og fímm ára gamall
maður var handtekinn þegar hann
reyndi að bijótast inn í matvöru-
verslun við Baldursgötu snemma á
þriðjudagsmorgun. Þá um nóttina
höfðu verið framin þrjú innbrot í
verslanir við nálægar götur en ekki
lá fyrir í gær hvort maður þessi,
sem er að sögn lögreglu þekktur
innbrotsþjófur, bar ábyrgð á þeim.
Víðar voru framin innbrot í fyrri-
nótt, m.a. var tíu áfengisflöskum
stolið úr veitingahúsinu Feita
dvergnum.
Grafarvogur - Vesturfold 1 Til sölu glæsilegt einbýlishús í Grafarvogi, 210 fm, með 1 tvöföldum bílskúr. Upplýsingar í símum 676433 og 681144, Þorsteinn.
Þjónustuíbúð Hæðargarði 35 Til sölu glæsileg 2ja herb. 65 fm íbúð á 1. hæð. Innan- gengt í þjónustumiðstöð. Verð ca 7,5-7,6 millj. Upplýsingar í símum 45186 og 75894.