Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 53

Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 53 UOflOM ljosmyndasamkeppnÍ Stúlkur í verðlaunasætunum Helga Kjartansdóttir nemandi í 10. bekk Hagaskóla bar sig- ur úr býtum í samkeppni um bestu svart/hvítu ljósmyndina, sem íþrótta- og tómstundaráð gekkst fyrir meðal grunnskólanema í höf- uðborgarsvæðinu. Rétt til þátttöku áttu nemendur, sem höfðu valið sér ljósmyndun í tómstundastarfi skólanna í vetur. Ásdís Guðmunds- dóttir úr Langholtsskóla átti hins vegar myndirnar sem lentu í 2. og 3. sæti. Helga Kjartansdóttir var að von- um ánægð með bikarinn, sem að vísu er farandbikar, og segist hún ekki hafa áður unnið til verðlauna. Verðlaunamyndin var frá Bláa lón- inu og sagðist Helga hafa gert sér ferð þangað ásamt vinkonum sín- um til þess að ná góðum myndum. Áhuginn á ljósmyndun kviknaði ekki fyrr en í fyrra. „Ég sá auglýs- ingu um Canon 1000, sem er mjög góð vél, fyrir rúmi ári og varð hreinlega bara ástfangin af henni,“ segir Helga. „Eftir það fór ég fyr- ir alvöru að fá áhugann og skráði mig í ljósmyndun í skólanum. Ég tek eiginlega eingöngu svart/hvít- ar myndir, því þá get ég framkall- að filmurnar í skólanum. Þetta er mjög dýrt áhugamál og mestur hluti vasapeninganna fer í fdmur og framköllunarpappír." Þegar Helga er spurð hvort hún ætli sér að gera ljósmyndun að atvinnu segist hún ekki vera viss um það. „Það er a.m.k. öruggt að það heldur áfram að vera eitt af áhugamálunum mínum.“ Ljósmyndasprettur Samhliða fór fram annars konar keppni, svokallaður Ljósmynda- sprettur. Þátttakendur fengu í hendurnar tólf mynda filmu og fyrirmæli um að taka myndir af tíu fyrirfram ákveðnum verkefn- um. Dómnefnd valdi í fyrsta sæti myndaröð Bergljótar Halldórsdótt- ur og Halldóru Bragadóttur úr Árbæjarskóla. Verkefnin sem unglingarnir fengu úthlutað voru ást, vatn, fugl, hætta, gleði, að glápa, matur, Guð minn góður! og Reykjavík. „Við fengum filmuna klukkan 11 um morguninn og áttum að skila henni kl. 17,“ sagði Halldóra í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að það hafi ekki verið sér- staklega erf- itt að finna mótíf, en einna erf- iðast hafi verið að finna eitt- hvað fyrir „Guð góður!“ „Við fundum loksins garð, þar sem allt var fullt af drasli og létum það duga. Skemmtilegast var að taka „Reykjavík". Við fór- um upp á 5. hæð á Landakotsspít- ala og tókum mynd í átt að Hall- grímskirkju, þangað sem flestir hinna krakkanna fóru til að taka Reykj avíkurmynd. “ Þær Bergljót og Halldóra áttu hvorug myndavél, þannig að þær fengu að láni myndavél foreldra Bergljótar og höfðu því enga reynslu af notkun hennar. „Okkur var kennt á hana kvöldið áður, en það virðist bara hafa tekist bæri- lega,“ sögðu þær stöllur. í kölfar sigursins ættu þær að geta haldið áfram að taka myndir af fullum krafti, því þær hlutu hvor um sig myndavél að launum frá Fuji-um- á íslandi. mmn Helga Kjartansdóttir hampar glaðbeitt bikarnum fyrir fyrsta sæti í Ljósmyndakeppni Iþrótta- og tómstundaráðs. Við hlið hennar stendur Markús Orn Antonsson borgarstjóri. Fjöldi unglinga mætti við verð- launaafhendinguna, sem fram fór í Ráðhúsi Reylqavíkur. Myndirnar eru til sýnis í ráðhús- inu, en síðasti sýningardagur er næstkomandi föstudagur. r áiMN VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SIMI 685090 Gömlu og nýju dansarnir íkvöld kl. 22-03 Hliómsveit Örvars Kristjánssonar leikur Miúaverð kr. 800,- '■ ■ L.„ Miða- og borðapantanir í simum 685090 og 670051. OPIÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 13 -17 S-K-l-F-A-N STÓRVERSLUN - LAUGAVEGi 26 - SÍMI: 600926 BRETLAND Margrét reykir enn Þrátt fyrir að Margrét Bretaprins- essa, sem gegnum tíðina hefur ver- ið stórreykingamanneskja, hafi gengist undir tvo lungnauppskurði virðist hún ekki geta látið af þessum ósið sínum. Á tímabili reykti hún að minnsta kosti tvo pakka á dag, en svo mikið er það víst ekki nú. Hún hefur lést töluvert á undan- fömum misserum eins og myndin ber með sér, en hún var tekin eftir að Margrét hafði gengist undir síð- ari aðgerðina. Margrét Bretaprinsessa. COPPELIA í uppsetningu Evu Evdokimovu í Borgarleikhúsinu Næstu sýningar: í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 16.00. Nicolette Salas og Mauro Tambone í aðalhlutverkum. Sunnudaginn 25. apríl kl. 20.00. Nicolette Salas og Mauro Tambone í aðalhlutverkum. Sunnudaginn 2. maí kl. 20.00. Lára Stefánsdóttir og Eldar Valiev í aðalhlutverkum. Laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Lára Stefánsdóttir og Hany Hadaya í aðalhlutverkum. Síðustu sýningar. SmWVG SEMHEFER FEMGID EimÓMA LOF GAGARÍAEADA „Heillandi Coppelía! Hún (Eva Evdokimova) velur einlæga, létta og áferðarfal- lega leið, þar sem allt látbragð er svo tært að það er öllum skiljanlegt." „Galdurinn tekst, sýningin lifnar fyrir augum leikhúsgesta og lifir með þeim lengi. Ævintýrið um Coppelíu tendrast lífi á sviði Borgarleikhússins.“ Ólafur Ólafsson, Morgunblaðinu. „Ég held að ekki sé djúpt í árinni tekið að segja að aldrei hafi hópdansar í sígildu dansverki verið betur skipulagðir, samræmdir, samstilltir á íslensku sviði.... Þessi sýning kemur sannarlega til móts við þær vonir sem vöknuðu í brjóstum margra velunnara íslenska dansflokksins eftir sýninguna „Uppreisn" í október sl. Meira af slíku takk.“ Aðalsteinn Ingólfsson DV. Fyrir alla ffölskylduna! - ISI I ASkl h \ASI I Oklil KI\A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.