Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 64
HEWLETT
PACKARD
. --------UMBOÐIÐ
H P A ÍSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORCIJNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Ibúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi stórskemmd eftir eldsvoða
Flúðu fá-
klædd út
úr brenn-
andi blokk
HJÓN um miðjan aldur voru
flutt á sjúkrahús vegna gruns
um reykeitrun eftir að eldur
kom upp i ibúð þeirra i fjölbýlis-
húsi við Veghús 23 i Grafarvogi
um klukkan hálfsjö í gærmorg-
un. Nágrannar fólksins flúðu
hálfklæddir út undan reykjar-
kófi og hita. Ibúðin stór-
skemmdist í eldinum og brann
nær allt sem brunnið gat.
Að sögn Kristjáns Ólafssonar,
aðalvarðstjóra slökkviliðsins, sáu
slökkviliðsmenn mikinn reyk stíga
til himins á leið á brunastaðinn og
var tiltæku liði stefnt á staðinn.
Mikill eldur logaði þegar að var
komið, rúður í íbúðinni, sem er á
miðhæð, höfðu sprungið út og eld-
tungur léku upp eftir húsinu, sem
er ijölbýlishús á þremur hæðum.
Reykur var um alla ganga húss-
ins og mikill eldur í svefnherbergi
og stofu íbúðarinnar. Slökkvistarfi
var lokið á tæpri klukkustund.
Sameign hússins skemmdist af
völdum reyks. Eldsupptök eru til
rannsóknar hjá RLR.
Morgunblaðið/Eyjólfur Jónsson
Eldtungni’ út um gluggann
Áður en slökkviliðið kom á staðinn stóðu eldtungur út um glugga á íbúðinni en rúður sprungu
út vegna hita. Lögreglan kom fljótlega á staðinn en gat ekki fremur en íbúar hússins gert annað en
að bíða eftir komu slökkviliðs.
Sterk fjárhagsstaða
Svínavatnshrepps
Rafmagn
greitt mð-
ur um 50%
IIREPPSNEFND Svínavatns-
hrepps hefur ákveðið að
greiða niður helming af raf-
magnskostnaði ábúenda í
hreppnum frá síðasta ári, alls
um 30 aðila, til að styrkja
búsetu í hreppnum. Sigurjón
Lárusson oddviti Svínavatns-
hrepps telur að hátt í 100
þúsund kr. komi að meðaltali
í hlut hvers býlis.
I ályktun sem gerð var á síðasta
hreppsnefndarfundi segir: „Til
styrktar búsetu í Svínavatnshreppi
leggi sveitarsjóður fram fjármuni til
að greiða niður almenna rafmagns-
notkun á bújörðum í hreppnum.
Nefndin samþykkir að fyrsta niður-
greiðsla á rafmagni sé fyrir árið
1992. Greiðist þetta eftir framlögð-
um rafmagnsreikningum, án virðis-
aukaskatts og vaxta, og nemi 50%
af reikningsupphæð hvers ábúanda."
Tvær milljónir fyrir 1992
Siguijón kvaðst telja líklegt að
sveitarsjóður þyrfti að reiða út um
það bil tvær milljónir kr. vegna árs-
ins 1992. „Staða sveitarsjóðs er
sterk, en að hluta til hafa tekjuliðir
hans verið í formi aðstöðugjalda af
verktökum, fasteignagjöld og fleira
sem kemur til vegna Blönduvirkjun-
ar,“ sagði Siguijón.
Hann sagði það ráðast af stöðu
sveitarsjóðs hvort framhald yrði á
þessum niðurgreiðslum. Hann sagði
að sveitarsjóður ætti margar úti-
standandi kröfur vegna aðstöðu-
•gjalda gjaldþrota verktaka.
Akvörðun stærstu lánardrottna Borgarkringlunnar
Vilja leysa húsið til
sín fyrir 900 millj.
FJÓRIR stærstu lánardrottnar Borgarkringlunnar hafa
ákveðið að óska eftir því að verslunarmiðstöðin verði boðin
upp á nauðungaruppboði innan skamms. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins stefna stærstu lánardrottnar Borgar-
kringlunnar, Landsbanki íslands, íslandsbanki, Iðnþróunar-
sjóður og Iðnlánasjóður að því acl leysa eignina til sín fyrir
áhvílandi veð. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru
áhvílandi veð á Borgarkringlunni frá þessum fjórum lánar-
drottnum nálægt 900 milljónum króna.
Starfshópur Iðnlánasjóðs, Iðn-
þróunarsjóðs, íslandsbanka og
Landsbanka hefur haft umsjón með
lánaviðskiptum sjóðanna og bank-
anna við Borgarkringluna. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins ákváðu þessir fjórir aðilar nú
fyrir skömmu að hefja lögfræðileg-
ar innheimtuaðgerðir og beri þær
ekki árangur munu þeir óska eftir
því að Borgarkringlan fari á nauð-
ungaruppboð. Enn hefur ekki verið
ákveðið hvenær til þess kemur.
Bankarnir tveir og sjóðirnir
munu í sameiningu bjóða í eignina
á nauðungaruppboðinu og stefna
að því að kaupa Borgarkringluna
í sameiningu fyrir þá upphæð sem
á henni hvílir, en samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins er hér
um upphæð að ræða sem nálgast
900 milljónir króna.
Landsbanki íslands er viðskipta-
banki Borgarkringlunnar, en sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins eiga Landsbankinn og Islands-
banki nokkurn veginn jafnmikið í
áhvílandi veðum í Borgarkringl-
unni, eða um 150 til 170 milljónir
Morgunblaðið/Sverrir
Borgarkringlan
Verslunarmiðstöðin Borgar-
kringlan við Kringluna í Reykja-
vík.
hver, en sjóðirnir eiga meira hvor
um sig, eða um 300 milljónir hvor
sjóður.
Eitt skilyrði óuppfyllt
Að sögn Víglundar Þorsteinsson-
ar, stjórnarformanns Borgarkringl-
unnar, settu lánardrottnar Borgar-
kringlunnar stjórn hennar ákveðin
skilyrði til þess að skuldbreytingar
gætu gengið fram, svo sem það
að breyta lausaskuldum í hlutafé
og þess háttar, þannig að skuldir
Borgarkringlunnar í dag eru fyrst
og fremst veðskuldir. Stjóm fyrir-
tækisins telur sig hafa uppfyllt öll
höfuðskilyrðin utan eitt, og enn er
unnið að því máli, þannig að stjórn-
in hefur að ^ögn Víglundar ekki
gefið upp alla von um að nauðung-
aruppboði verði forðað. „Það mun
koma í ljós á næstunni hvort tekst
að uppfylla öll skilyrði til þess að
skuldbreyting nái að ganga fram,“
sagði Víglundur.
Minkafjöld á heiði
GÍFURLEGA mikið hefur verið um mink á Arnarvatnsheiði síðan í
fyrrahaust og hefur Snorri Jóhannesson veiðivörður á heiðinni stað-
ið í ströngu við veiðiskap síðan um páska. Snorri hefur veitt 28 dýr
og bætast þau við 30 sem hann veiddi um haustið.
20 dýr veiddust við Reykjavatn í
fyrrahaust og veiðimenn drápu
slatta þar sem þeir gengu fram á
dýrin hér og þar,“ sagði Snorri.
Hann notar gildrur við veiðamar.
„Það hefur verið mikið um mink-
inn í vetur og þetta eru orðin tæp-
lega 60 dýr sem ég hef veitt í vet-
ur, aðallega við Ulfsvatn og Arnar-
vatn stóra. Við það má bæta að
Verð sjáv-
arafurða
lækkarenn
VERÐ á sjávarafurðum á er-
lendum mörkuðum hélt
áfram að lækka milli mánað-
anna mars og apríl og nam
lækkunin 0,5% í mynteining-
unni SDR ef litið er til sjávar-
vöruútflutningsins í heild og
1% ef eingöngu er tekið mið
af botnfisktegundum, sam-
kvæmt upplýsingum Þórðar
Friðjónssonar, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Verð á sjávar-
afurðum er þá 11,8% lægra
en það var að meðaltali á síð-
asta ári mælt í SDR og 15,3%
lægra en það var að meðal-
tali á árinu 1991.
Þórður sagði að þetta væri fram-
hald á þeirri verðþróun sem hefði
verið að eiga sér stað á undanförn-
um mánuðum, en frá síðustu ára-
mótum hefur verð á sjávarafurðum
lækkað um 6,7% í SDR. Hann sagði
að það sem mestu réði um lækkun-
ina milli mars og apríl væri nokkur
lækkun á saltfiski, sem tengdist
tollamáluhri og öðru slíku. Rækja
hækkaði lítilega á milli mánaða og
það vó að nokkru upp lækkun salt-
fisksins. Heildarverðmæti útfluttra
sjávarafurða er í kringum 70 millj-
arðar á ári í íslenskum krónum.
Verðhækkun ekki í sjónmáli
Þórður sagði að skiptar skoðanir
væru um hver verðþróunin yrði
næstu mánuði. Sumir teldu að verð-
ið myndi halda áfram að lækka eitt-
hvað, en aðrir bentu á að verðið
nú væri orðið tiltölulega lágt í sam-
anburði við samkeppnisvörur og það
verð sem hefði verið ríkjandi síð-
ustu sex til sjö ár. Þetta væri afar
flókið álitaefni og erfitt að segja
með vissu hvenær þróunin færi að
snúast til hins betra. Hins vegar
væri reynsla fyrir því að verðhækk-
anir væru sjaldgæfar yfir sumarið
og því væri ólíklegt að verð hækk-
aði að marki fyrr en í fyrsta lagi
með haustinu.
Amfeta-
niínimd-
ir steini
LEITARHUNDAR fíkni-
efnalögreglunnar fundu í
síðustu viku í Víðidal 100
grömm af amfetamíni falin
undir steini. Enginn er enn
sem komið er grunaður um
að eiga efnin.
Að sögn fíkniefnalögreglu
fundu hundamir efnið fyrir
hálfgerða tilviljun þegar verið
var að láta þá leita á þessu
opna svæði en slíkt er stundum
gert á helstu svæðum í og við
borgina.
Um nokkurra daga skeið
fylgdist Iögreglan með staðnum
þar sem efnið var falið en þeg-
ar enginn hafði vitjað þess í gær
var lagt hald á það og verður
því eytt.
Sé gramm af amfetamíni
selt fyrir fjögur þúsund krónur
á markaði í Reykjavík hefur
þetta efni verið um 400 þús.
kr. virði.