Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 1

Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 95. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þýski seðlabankinii Hagvöxt- ur mikil- vægari en hættaná verðbólgu Frankfurt. Reuter. ÞÝSKI seðlabankinn lækkaði í gær skammtímavexti um meira en fjórðung úr prósenti, miklu meira en búist hafði verið við. Segja hagfræðingar augljóst, að seðlabankinn hafi skipt yfir í háa gírinn og ætli að láta aukinn hagvöxt hafa forgang fram yfir baráttuna við verð- bólguna. Er búist við frekari vaxtalækkunum á næstunni. Seðlabankinn lækkaði tveggja vikna millibankavexti úr 8,09% í 7,75% og verulega meira en flestir höfðu gert ráð fyrir. Víst þykir, að vaxtalækkanir bankans haldi áfram enda sagði Helmut Schlesinger seðlabankastjóri fyrr í vikunni, að bankinn ætlaði að reyna hve langt hann kæmist í vaxtalækkunum án þess að valda óróa á mörkuðunum. Sagði hann, að baráttunni gegn verðbólgunni yrði ekki hætt en sam- drátturinn í efnahagslífinu kallaði á nýjar lausnir. „Það er ljóst að áhyggjur af samdrættinum í þýska efnahagnum hafa breytt forgangs- röðinni hjá bankanum," sagði breski hagfræðingurinn Avinash Persaud. Gengi marksins fellur Vaxtalækkunin hafði þau áhrif, að gengi marksins féll gagnvart dollara og talið er, að hún geti einn- ig aukið þrýsting á gengi spænska pesetans og franska frankans. Hag- fræðingar segja, að lágt gengi á dollaranum hafi gert það auðveldara að lækka vextina án þess að stofna markinu í hættu. Reuter Mannskæð sprenging í Istanbúl AÐ MINNSTA kosti 16 manns fórust í gær þeg- ar gassprenging varð í öskuhaugum í Istanbúl með þeim afleiðingum að óhemju magn af rusli dreifðist yfir fátækrahverfi í grenndinni. Tugir manna grófust undir ruslinu og 20 manna var enn saknað í gærkvöldi þrátt fyrir mikla leit björg- unarsveita. Á myndinni fylgjast tyrkneskar konur með björgunarsveitunum að störfum. Bandaríkjaþing Vilja ekki veita fé í Evrópu- bankann LÍKLEGT er að Bandaríkja- þing neiti að veita meira fjár- magni í Endurreisnar- og þró- unarbanka Evrópu (EBRD) þar sem þingmönnum ofbýður bruðlið í rekstri bankans. Þetta kemur fram í frétt Financ- ial Times í gær. Blaðið hefur eftir atkvæðamiklum þingmönnum að það sé því sem næst öruggt að þeir hafni beiðni Bandaríkjastjórnar um að verja 70 milljónum dala, 4,3 milljörðum króna, til bankans á næsta fjárhagsári. Demókratinn Patrick Leahy, formaður þing- nefndar sem fer með erlenda aðstoð Bandaríkjanna, sagði að bankinn fengi ekkert fjármagn nema veru- legar breytingar yrðu gerðar á stjórn hans. Bandaríkjamenn eiga mest í bankanum, eða 10% af stofn- fénu, en alls eru hluthafarnir 56 og þeirra á meðal eru íslendingar. Fyrrum koirnnúnistar í nýrri ríkisstjóm Italíu Róm. Reuter. CARLO Azeglio Ciampi, nýr forsætisráðherra Ítalíu, til- kynnti í gær að honum hefði tekist að mynda nýja stjórn. Á meðal ráðherranna verða þrír félagar í fyrrverandi kommúnistaflokki landsins, sem hefur ekki átt aðild að ríkisstjórn frá árinu 1947. Jeltsín skerðir völd Rútskojs Moskvu. Reuter. MIKIL harka færðist I gær í deilu Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og Alexanders Rútskojs, varaforseta, um ásak- anir þess síðarnefnda um spillingu nokkurra núverandi og fyrrverandi ráðgjafa og samstarfsmanna forsetans. Jeltsín gaf út tilskipun þar sem hann kvaðst sjálfur ætla að taka við stjórn nefndar, sem hefur annast rannsóknir á spillingarmálum og heyrt undir Rútskoj. Ekki var minnst á Rútskoj í um spillingu á meðal nokkurra tilskipun Jeltsíns en þar kom fram samstarfsmanna Jeltsíns. Hann að Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra fengi sæti í nefndinni. Þingið undirbýr rannsókn Fyrr um daginn hafði þing Rússlands ákveðið að stofna sér- staka nefnd til að rannsaka ásak- anir um spillingu innan stjórnar Jeltsíns. Rútskoj hélt ræðu á þing- inu og áréttaði staðhæfingar sínar efndi þó ekki loforð um að leggja fram „11 skjalatöskur af gögn- um“ sem hann sagði sanna ásak- anirnar. Rútskoj hefur gagnrýnt umbótastefnu stjórnarinnar og snúist á sveif með þinginu í valda- baráttu þess við forsetann. Samstarfsmenn Jeltsíns vísa ásökunum Rútskojs á bug og saka hann um lygar. Reuter Deilt um spillingu ALEXANDER Rútskoj, vara- forseti Rússlands, ávarpar rússneska þingið og sakar ráð- gjafa og samstarfsmenn Borís Jeltsíns forseta um spillingu. Þingið skipaði nefnd til að fjalla um ásakanirnar og veitti henni víðtæka heimild til að afla sér opinberra gagna. Kommúnistaflokkurinn gamli, Lýðræðisflokkur vinstrimanna, hefur verið stærsti stjórnarandstöðuflokk- uriun til þessa. Forystumenn flokks- ins sögðu í gær að þeir vildu sjá ráðherralistann og stefnuskrá stjórn- arinnar áður en þeir tækju ákvörðun um hvort þeir styddu hana. Komm- únistarnir fyrrverandi sem verða í stjórninni eru: Vincenzo Visco, sem verður skattamálaráðherra, Augusto Barbera, stjórnlagasérfræðingur flokksins fer með samskiptin við þingið, og Luigi Berlinguer fer með háskóla- og rannsóknamál. Flestir stóru flokkanna eiga ráð- herra í stjórninni. Luigi Spaventa verður fjárlagaráðherra, en hann er óháður vinstrimaður og einn virtasti hagfræðingur Ítalíu. Spaventa hefur beitt sér fyrir miklum niðurskurði á útgjöldum ríkisins til að minnka gíf- urlegan fjáriagahalla Ítalíu. Kristi- legi demókratinn Piero Barucci verð- ur áfram fjármálaráðherra og flokks- bróðir hans, Beniamino Andreatta, fær embætti utanríkisráðherra. Bossi andvígur stjórninni Stjórn Ciampis tekur formlega við völdum í dag og gert er ráð fyrir að hún verði við stjórnvölinn þar til nýtt þing verður kjörið í haust eða í síðasta lagi næsta vor. Þingið verð- ur að samþykkja yfirlýsingu um traust á stjórnina og Repúblikana- flokkurinn, lítiil en áhrifamikill stjórnarandstöðuflokkur, féllst í gær á að styðja hana. Líklegt er að allir stóru flokkarnir greiði einnig at- kvæði með stjórninni. Helsti and- stæðingur stjórnarinnar verður að öllum líkindum Umberto Bossi, leið- togi Norður-sambandsins, flokks sem er í mikilli sókn og vill að Ítalía verði sambandsríki. „Ef við vinnum borgarstjórnarkosningarnar í Mílanó og Turin 6. júní fellur stjórnin á tveimur sekúndum," sagði Bossi. Kartöflur gegn tann- skemmdum? Lundúnuoi. The Daily Telegraph. BRESKIR og bandarískir vís- indamenn telja að í framtíð- inni kunni kartafla á dag að halda tannheilsunni í lagi. Dr. Meran Owen, vísinda- maður við Leicester-háskóla í Englandi, segir að breskir og bandarískir vísindamenn séu að þróa afnæmingaraðferð sem felst. í því að breyta genaupp- byggingu piantna þannig að þær framleiði mótefni gegn gerlum sem valda tannsýking- um. Hann segir líklegt að not- ast verði við kartöflur í fyrstu en síðar komi til greina að nota hörfræ, sykurrófur og jafnvel ýmsar korntegundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.