Morgunblaðið - 29.04.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.04.1993, Qupperneq 5
Islensk frí- merki val- in fallegnst LESENDUR franska tímarits- ins Timbroloisirs telja íslensk frímerki bera af öðrum hvað varðar hönnun og prentun, en 144 póststjórnir tóku þátt í keppni um hylli lesendanna. I öðru sæti lenti Mónakó, Frakkland í því þriðja, Svíþjóð í fjórða, Astralía í fimmta og Kanada í sjötta sæti. Þá völdu lesendur tímaritsins einnig falleg- ustu einstöku frímerkin og hann- aði Þröstur Magnússon fimm af 32 merkjum sem komust í úrslit. Frímerkjablokkin sem gefin var út til að minnast fundar Amer- íku, lenti þar í þriðja sæti. í gærkvöldi tók Olafur Tómas- son, póst- og símamálastjóri, við verðlaunum tímaritsins fyrir fal- legustu frímerki heims. Albert Guðmundsson, sendiherra í Frakklandi, var viðstaddur verð- launaafhendinguna í París, sem og yfirmenn franska póstsins og frammámenn í frímerkjaheimin- um. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 5 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra á ársfundi Evrópubankans Ohóflega eyðslu í rekstri bankans má ekki líða JON Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók undir gagnrýni á eyðslu í rekstri Evrópubankans á ársfundi bank- ans, sem lauk í Lundúnum á þriðjudag. I erindi sínu sagði Jón, sem er fulltrúi íslendinga í bankaráði Evrópubank- ans, að óhófleg eyðsla í rekstri bankans yrði ekki liðin. Frímerki sem bera af ÍSLENSK frímerki eru falleg- ust í heimi, að mati lesenda franska frímerkjatímaritsins Timbroloisirs. Frímerkjab- lokkin, sem var gefin út til að minnast fundar Ameríku, þótti sérlega falleg. Evrópubankinn hefur sætt harðri gagnrýni, meðal annars vegna kostnaðar við innréttindar í höfuð- stöðvum hans í Lundúnum, hás launakostnaðar og ferðakostnaðar stjórnarformanns bankans, Jacques Attalis. Menn læri af mistökunum „Bankinn er íjármagnaður af al- mannafé og verður að njóta trausts og stuðnings almennings," sagði Jón er hann ávarpaði 3.000 fulltrúa á ársfundinum. „Við getum ekki liðið óhóflega eyðslu í rekstri bankans. Við megum ekki láta umframeyðslu skaða ímynd bankans eða rýra getu hans til að gegni hlutverki sínu. Menn verða að læra af þeim mistök- um, sem gerð hafa verið.“ Stjórn Evrópubankans hefur ákveðið að sýna aukið aðhald við gerð fjárhagsáætlana og efla kostn- aðareftirlit, auk þess sem athugun verður gerð á kostnaði vtö innrétt- ingu höfuðstöðvanna. „Ég styð þessa ákvörðun heils hugar og geri ráð fyrir að henni verði hrint í fram- kvæmd með gaumgæfilegum hætti,“ sagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Verkefni með aðild íslendinga Meðal verkefna sem til athugunar eru hjá Evrópubankanum eru fjár- mögnun íslenzk-litháískrar lyfja- verksmiðju í Litháen og fiskvinnsla á Kamsjatka með þátttöku íslenzkra ráðgjafarfyrirtækja. íslenzka sendi- nefndin ræddi á fundinum við starfs- menn bankans um framgang þess- ara verkefna. Auk Jón sátu fundinn Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri og varamaður í bankaráðinu, og Halldór Kristjánsson, fulltrúi íslands í stjórn bankans. Ný síma- skrá kem- ur 15. maí NÝ símaskrá verður vænt- anlega tilbúin til dreifingar 15. maí næstkomandi og tek- ur hún gildi frá og með 20. maí. Upplagið að þessu sinni er 172 þúsund eintök og er það um 7 þúsund fieiri símaskrár en á síðasta ári. Um helmingur upplagsins verður innbundinn. Formaður bankaráðs Seðlabankans Bankamir verða að fara í mikla endurhæfing’u ÁGÚST Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabanka ís- lands, segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um rekstur innlánsstofnana á Islandi, sem unnin var fyrir Seðlabankann, segi bankakerfinu það eitt að bankarnir verði að fara í mikla endurhæfingu og hefja innri skoðun og sjálfsgagnrýni. Ágúst gerði helstu niðurstöður skýrsl- unnar að umræðuefni í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í síðustu viku, eins og greint var frá í Morgunblaðinu. „Miðað við bankakerfi annarra landa, má segja að samkvæmt þess- ari skýrslu sé bankakerfið hér á landi baggi á atvinnulífinu. Þessi skýrsla segir bankakerfinu það eitt að bankarnir verða að fara í mikla endurhæfingu og hefja innri skoðun á starfsemi sinni og sjálfsgagmýni. Þannig verða þeir að ná sér á strik rekstrarlega, svo þeir verði sam- keppnisfærir við erlenda banka,“ sagði Ágúst í samtali við Morgun- blaðið í gær. Það er verið að gera kröfur til allra atvinnugreina um að þær standist samkeppni erlendis frá. Sérstaklega er þetta áberandi í umræðunni um sjávarútvegsmál og af hinu góða að mínu mati.“ Víða pottur brotinn Ágúst sagði að bankakerfið væri einn stærsti atvinnureksturinn hér á landi. „Þar er bara víða pottur brotinn, eins og berlega kemur fram í skýrslunni. Þessu verður bara að kippa í liðinn, því þótt margt hafí lagast, er mikið §tarf enn óunnið á þessu sviði.“ Yfirlýsing frá Heimi Steinssyni og Hrafni Gunnlaugssyni Fyrri deilur lagðar til hliðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Heimi Steinssyni og Hrafni Gunnlaugssyni: „Undirritaðir aðilar hafa sam- mælst um að leggja til hliðar fyrri deilur og vinna saman af fullum heilindum að framgangi Ríkisút- varpsins-Sjónvarps. Fyrri skrif og deilur munu látnar liggja í þagnar- gildi. Hvor aðila muna virða starfs- svið hins. Þetta samkomulag er gert til eflingar íslensku sjónvarpi og til þess að stuðla að góðum starfsanda meðal starfsmanna Ríkisútvarps- Sjónvarps, þannig að notið fái sín við uppbyggingu góðrar dagskrár, áhorfendum til fróðleiks og yndis- auka. Við væntum þess að þessi yfirlýs- ing okkar geti þannig orðið öðrum aðilum, hvort sem þeir standa innan eða utan vébanda stofnunarinnar, hvatning til þess að láta frið ríkja um starfsemi Ríkisútvarpsins." í®rlan Allir vorlaukar með afslætti meðan birgðír endast Fíkus 90 cm kr. 1.090,- Fíkus 50 cm kr. 670,- Drekatré 3 í potti kr. 990,- Burknar kr. 398,- Þykkblöðungar kr. 198,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.