Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1993 Hljóðbækur, endurvakn- ing sagnahefðarinnar? Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Um langt árabil hefur verið leit- ast við að hjálpa blindum til að taka þátt í daglegu lífi samfélagsins, afla sér menntunar og menningar til jafns við aðra þótt til þess vanti sjónina. Sem dæmi var komið á samstarfi milli Blindrafélagsins og Borgarbókasafns Reykjavíkur árið 1970 þar sem bækur voru lesnar inn á segulband og þeir sem blindir voru og sjóndaprir fengu að njóta þeirra. Bækumar voru hljóðritaðar í húsnæði Blindrafélagsins en Borg- arbókasafnið annaðist útlán á snældunum. Blindrabókasafnið var stofnað 1983 og tók þá við þessu hlutverki að mestu. Þessar hljóðrit- uðu bækur hafa þó ekki verið til sölu og takmarkanir á því hveijir máttu nýta sér þær. Blindrafélagið hefur um nokkurt skeið gefið út hljóðbækur, þ.e. bæk- ur sem lesnar eru upp á segulband og eru þessar bækur til sölu á al- mennum markaði. Árið 1991 komu út þijár slíkar, þ.e. Saga blindra á íslandi eftir Þórhall Guttormsson, Dvergasteinn, bamabók eftir Aðal- stein Ásberg Sigurðsson og Gísla saga Súrssonar. Saga blindra á íslandi er mikið verk, alls 19 snældur sem taka 13 Þórhallur Guttormsson klukkustundir í flutningi. Er þar íjallað um aðstöðu blindra fyrr á tímum en síðan fjallað um málefni blindra hér á landi. Sagt er frá Blindravinafélaginu og Blindrafé- laginu, Blindrabókasafninu og Sjónstöð Islands og flallað er um stöðu mála í dag. Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson les. Gísla sögu Siírssonar þekkja allir og hefur hún væntanlega verið valin með tilliti til þess að kvikmyndin Útlaginn var á henni byggð. Hér er hún á boðstól- um í upplestri Silju Aðalsteinsdótt- ur. Dvergasteinn er barnabók sem fékk verðlaun í barnabókasam- keppni Almenna bókafélagsins 1991 og var hún gefin út í hljóðbó- karformi um leið og hún var prent- uð. Höfundurinn, Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson les. Áður gaf Blindrafélagið út Egils sögu Skaila- grímssonar, bamabókina Fjóskött- urinn Jáum segir frá og Sögur og kvæði eftir Edgar Allan Poe. Fyrir jólin 1992 komu út tvær snældur með sögum fyrir böm. Á annarri segir Vilborg Dagbjarts- dóttir sögur en á hinni Iðunn Steins- dóttir, en báðar eru þær afburða sögumenn. Iðunn segir gömul ævintýri sem henni vom sögð þegar hún var barn. Þar má nefna söguna af Boggu og Kuldabola, Söguna af Góða, Söguna af Bítla og Söguna af hattinum Dembi. Þetta em allt gömul íslensk ævintýri mjög vel flutt. Aðeins á einum stað fannst mér of kurteis- lega tekið til orða þar sem kýrin er látin „borða“ og farið er skakkt með nafn söguhetjunnar í einni sög- unni. Sagan af Kuldabola er boð- skapur um að það borgi sig að hirða fötin sín, en í hinum er boðskapur- ! I STYRKJOM ÆSKCINA í "AÐ NA TÖKOM Á TILVERONNI"* Laugardaginn 1. maíganga sjálfboðaliðar Lions-hreyfingarinnar í hús og bjóða til sölu blóm. Vinsamlegast takið vel á móti þeim og styrkið gott málefni. * „Aö ná lökum á ti!verunni“ er nafn á kennslucfni. sem tekiö hefur veriö til kennslu f ýmsum grunnskólum aö undirlagi Lions-hreyfingarinnar. inn ekki eins augljós en þó má sjá að það borgar sig að vera góður og alltaf er það talinn kostur að kunna að bjarga sér. Vilborg Dagbjartsdóttir segir sögur af Boggu á Hjalla sem em endurminningar hennar sjálfrar frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Sögur af Boggu hafa einnig komið út á prenti. Sögur Vilborgar eru sagðar af bamslegri einlægni út frá sjónar- miði lítils barns. Bogga biður guð um að gefa sér bolta og bæn henn- ar rætist á óvæntan hátt, kmmmi tínir klemmumar af þvottasnúrunni og þvotturinn dettur í svaðið. í síð- ustu sögunni er skýr boðskapur og heimspekilegar vangaveltur um ábyrgð og réttlæti. Framtak Blindafélagsins er ákaf- lega loftsvert og mætti gera meira af því að framleiða til sölu bækur á snældum. Margt fólk hefur gam- an af að hlusta á sögur á meðan það vinnur önnur störf og fólk sem vant er að hlusta á útvarp eins og það var í gamla daga vill gjarnan geta hlustað á sögur í stað þeirrar tónlistarsíbylju sem einkennir flest- ar útvarpsstöðvar. Hljóðbókaútvalið á almennum markaði er ennþá mjög takmarkað og það vekur í raun furðu að ekki skuli mega fjölfalda og selja eintök af þeim bókum sem þegar eru til upplesnar og hægt er fá lánaðar á Blindrabókasafninu. Ég fæ ekki séð að það ætti að draga úr sölu prent- aðra bóka á nokkurn hátt að hægt sé að kaupa bækurnar upplesnar á snældu en það gæti hins vegar glatt marga að geta hlustað á ný á gömlu sögurnar og fyrir börnin eru hljóðbækur mikils virði þegar lítill tími er til að segja þeim sögur. Hljóðbækur eru ekki aðeins hjálpar- tæki fyrir blinda og sjónskerta held- ur gæti þessi nýja útgáfa skoðast sem beint framhald af íslenskri sagnahefð. Bamaheimspekí Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Sigurður Björnsson: Draumur eða veruleiki. Ævintýri fyrir börn. Myndir: Erla Sigurðardóttir. Al- menna bókafélagið 1993. „Börn hafa gaman af heimspeki- legum samræðum," segir í formála þessarar bókar. Þessar samræður geta haft margháttaðan tilgang svo sem skemmtun, örvun á gagnrýni og eflingu sjálfstæðis í hugsun. Þetta er í anda barnaheimspeki- stefnu dr. Matthews Lipmán sem kom hingað á síðastliðnu ári og flutti fyrirlestra um kenningar sínar og reynslu. Á íslandi hefur það aðallega verið Heimspekiskólinn sem hefur kynnt þessar hugmyndir og haldið námskeið í heimspeki fyrir börn. Bók Sigurðar Björnssonar, Draumur eða veruleiki, er því nokk- urs konar tilgangsbókmenntir. Sög- ur eru sagðar í þeim tilgangi að þær veki spurningar og hjálpi leiðbein- anda að koma af stað umræðum. Sögurnar í bókinni eru alls sex, allar samdar með Jóa sem aðalpersónu. Fyrsta og síðasta sagan er úr dag- lega lífinu. Önnur fjallar um vináttu og hvað er sanngjarnt að gera fyrir vini sína og hin ijallar um réttlæti og ranglæti. í hinum sögunum fer Jói í draumi inn í heim dísarinnar og kynnist ýmsum furðuskepnum. Þar má telja Brím sem ekki veit hvað er faílegt og hvað er Ijótt, Hrakka sem ekki veit mun á réttu og röngu, Kríla sem veit ekki hvað er vinátta og Víma sem breytist sí- fellt og dregur dám af þeim sem hann er með. Þetta eru allt dæmisög- ur þar sem viðburðirnir gefa tæki- færi til útlegginga og túlkana. Sögurnar eru allar sagðar á góðu máli, einföldu og skýru, en þó aldrei flatneskjulegu. Þó er brugðið út af þessu þegar höfundur leggur dís í munn klisjukenndar skilgreiningar sem ekki hafa neina skýra merk- ingu, s.s. fullkomið samræmi í þess- ari heild sem hann skynjar (s. 25), og ... eitthvað er rangt þegar það stangast á við náttúru okkar og til- veru sem verur með skynsemi og tilfmningar (s. 34). Höfundur notar Sigurður Björnsson þessar klisjur í þeim tilgangi að út- skýra hvað orð gera verið innantóm. Myndir Erlu Sigurðardóttur gefa bókinni mikinn ævintýrablæ. Erla hefur ekki aðeins góða tækni heldur eru hugmyndir hennar mjög góðar. Er hún smátt og smátt að hasla sér völl sem einn allra besti myndskreyt- ir íslenskra barnabóka. Ef eitthvað má að myndunum finna er það helst að börnin hennar eru of mikið hvert öðru lík og ekki eins lifandi og frum- leg og tröll og forynjur. Það er erfítt að þræða þann gullna meðalveg að semja skemmtileg æv- intýri sem þó eru svo markviss að allir viðburðir hafa fyrirfram ákveð- inn tilgang. Þeir eru settir fyrst og fremst á þann hátt að sögumaður geti nýtt sér þá til umræðna. Höf- undi tekst þetta býsna vel en þó finnst mér vafamál að börn geti notið bókarinnar fullkomlega án hjálpar. Þau geta tæplega leyst úr spurningum sem fylgja hveijum kafla sjálf án aðstoðar fullorðinna, enda aðaltilgangur bókarinnar að koma af stað vangaveltum og skoða ágreining. Sem slík er bókin kjörinn vettvangur til umræðna og spjalls án þess að menn þurfí að hafa af- dráttarlausar skoðanir. Nýjar bækur Eigandasaga 45 komin út Bókin Eigandasaga 45 eftir Úlfar Þormóðsson er nýkomin Á bókarkápu segir: „Eiganda- saga 45 er frásögn af því hvernig fræðingar hafa byggt upp stjórn- kerfi í listaheiminum þar sem þeir halda um alla þræði og ákveða hveijir skuli komast af og hveijir ekki. Þetta er lamandi stjórnkerfí þar sem ótti myndlistarmanna um eigin velferð og hugsanlegar af- leiðingar þess að segja hug sinn í eigin hagsmunamálum mótar umræðu þeirra flestra; stjórnkerfi óttans.“ Bókin er 137 síður. Oddi prent- aði. Höfundur gefur bókina út. Úlfar Þormóðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.