Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 16

Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Chirac í forseta- framboð ÁGREININGUR milli frönsku stjórnarflokkanna kom upp á yfirborðið í gær þegar Jacques Chirac, leiðtogi gaullista, til- kynnti, að hann ætlaði að bjóða sig fram í forsetakosningunum eftir tvö ár. Chirac, sem ákvað að sækjast ekki eftir ráðherra- embætti til að geta einbeitt sér að kosningunum, skoraði á flokksbræður sína að fylkja sér um hann nú strax. Ráðherra úr samstarfsflokknum UDF gagnrýndi yfirlýsinguna harð- lega. Sagði hann ríkisstjórnina hafa við ærinn vanda að glíma þótt ekki væri verið að kynda undir ágreiningi um skipan for- setaembættisins eftir tvö ár. Valery Giscard d’Estaing, fyrr- verandi forseti og leiðtogi UDF, vill einnig verða eftirmaður Francois Mitterrands forseta. Hóta verkfalli ÞÝSKIR stáliðnaðarmenn í austurhéruðunum samþykktu í gær heimild til verkfallsboðun- ar, þeirrar fyrstu í landshlutan- um í 60 ár. Voru á milli 80 og 90% þeirra fyigjandi henni en ástæðan er sú, að ekki hafa verið efnd við þá loforð um launahækkanir. Atvinnurek- endur skoruðu í gær á félag stáliðnaðarmanna að sýna skynsemi og sögðu, að verkfall á þessum erfiðu tímum yrði aðeins til að auka á atvinnu- leysið. Hollustu sleppt PAUL_ Keating, forsætisráð- herra Ástralíu, hefur stigið enn eitt skref í átt til lýðveldisstofn- unar í landinu. Þegar Michael Lavarch sór embættiseið sinn sem dómsmálaráðherra hét hann aðeins _að þjóna „Sam- veldisríkinu Ástralíu“. Hingað til hefur eiðstafurinn verið um hollustu við „hennar hátign, Elísabetu drottningu II, arfa hennar og eftirmenn". Þing- menn munu þó áfram fara með gamla hollustueiðinn. Keating hefur sagt að Ástralía verði lýðveldi um aldamótin. Lettar slaka á kröfum LETTNESKA þingið hefur nokkuð slakað á kröfum sínum varðandi brottflutning rúss- neskra hermanna og hefur nú gefið þeim og fjölskyldum þeirra ársfrest til að hverfa úr landi. Rússlandsstjórn hefur mótmælt harðlega hugmyndum sem fram hafa komið á lett- neska þinginu um að enginn geti fengið sjálfkrafa ríkisborg- ararétt i landinu nema viðkom- andi hafi búið þar sl. 16 ár og geti bjargað sér á lettnesku. Um 40% núverandi íbúa er af rússneskum ættum og er ljóst að margir þeírra uppfylla ekki skilyrðin. Lettar benda á að þjóðerni þeirra sé ógnað þar sem þeir eru nú vart nema helmingur íbúa landsins. Shaleh sigrar í Jemen FLOKKUR Ali Abdullah Shaleh forseta, sem var ráðandi í Norður-Jemen er landið sam- einaðist Suður-Jemen fyrir nokkrum árum, virðist ætla að sigra með yfirburðum í þing- kosningum sem fram fóru á þriðjudag. Hlutlausir eftirlits- menn töldu að kosningarnar hefðu farið sæmilega fram en klögumál vegna meints svindls gengu á víxl. Frakkar deila á yfirstjórn friðargæslu- o g hjálparsveita SÞ Hóta að kalla heim allt herlið sitt frá Bosníu Belgrad, París, Sarajevo, Zagreb, Karachi. Reuter. FRANCOIS Leotard, varnarmálaráðherra Frakklands, hótaði í gær að draga liðsmenn Frakka í friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu heim ef ekki yrðu gerðar umbætur á yfirstjórn aðgerðanna sem hefur aðsetur í New York. Leotard sagði að skilgreina yrði betur markmiðið með gæslustarfinu, ákveða hverj- ir færu með æðstu völd og sjá til þess að starfið væri fjármagn- að, ella gæti svo farið að hann kallaði heim allt franska liðið eða hluta þess. Gæsluliðar SÞ eru um 22.000 í Bosníu og eru Frakkar fjölmenn- astir, um 5.500. Auk þeirra eru nokkur þúsund Bretar í gæslulið- inu, einnig Rússar, Úkraínumenn og fólk af öðru þjóðerni. Æðsti yfirmaður gæslu- og hjálparsveita SÞ var áður frá Afríku en fyrir skömmu tók Svíi við því hlutverki. Mjög skiptar skoðanir eru um það hvort loftárásir gegn Bosníu- Serbum myndu bera árangur og er einkum andstaða við hernað- araðgerðir meðal æðstu manna landvarna Bandaríkjanna og Breta. Bosníu-Serbar neita enn að undirrita friðarsamning sem Kró- atar og múslimar hafa samþykkt. íslömsk ríki hétu Bosníu-múslim- um í gær allt að 85 milljón dollara fjárhagsaðstoð en vildu ekki verða við bón þeirra um vopn. Dobrica Cosic, forseti sam- bandsríkis Serba og Svartfellinga, er enn kallar sig Júgóslavíu, hvatti í gær til þess að kölluð yrði saman - ný alþjóðaráðstefna til að koma á friði í Bosníu. Hann sagði að hert- ar refsiaðgerðir SÞ myndu loka Serba og Svartfellinga inni í „ein- angrunarbúðum þar sem landa- mæranna er gætt af flugher og flota Atlantshafsbandalagsins ásamt heimslögreglunni". Cosic sagði Serba reyna að fá þjóðbræð- ur sína í Bosníu til að fallast á friðarsamninga en hét því að Bos- níu-Serbar yrðu aldrei svikinir og skildir eftir á köldum klaka, hvað sem á gengi. Harðir bardagar voru víða í Bosníu í gær. Skýrt var m.a. frá átökum múslima og Króata í grennd við Busovaca og Kiseljak, norðvestur af höfuðborginni, Sarajevo. Reuter Kommúnistatákn fjaiiægl HERMENN úr liði Bosníu-Serba norðan við múslimaborgina Tuzla nota hlé á bardögum til að skafa rauða stjörnu, tákn kommúnista, af hjálmum sinum. Bosníu-Serbar fá allan búnað úr vopnabúrum Júgóslavíu fyrrverandi. Yfirmaður BBC Arslaunin hækkuð um 5 millj. London. Reuter. MIKIL deila er risin í Bretlandi vegna frétta um, að til standi að hækka laun John Birts, forstjóra BBC, breska ríkisútvarpsins, um 50.000 sterlingspund eða nærri fimm milljónir króna. Segja bresku blöðin, að Birt hafi samið um þessa hækkun og The Guar- dian segir árslaun hans vera ná- lægt 20 milljónum króna. I mars sl. kröfðust þess margir, að Birt segði af sér en þá hafði ver- ið upplýst, að hann fékk forstjóra- láunin sín greidd sem lausráðinn blaðamaður og var það gert til að hann slyppi betur við skattinn. í gær vildi stjórn BBC ekkert segja um fréttirnar um launahækkunina, að- eins, að það væri ekki venja að gefa upplýsingar um launakjör einstakra starfsmanna. Fulltrúar verkalýðsfélaganna og alm&nnra starfsmanna saka stjórn BBC um hræsni og benda á, að launahækkanir flestra starfsmanna verði takmarkaðar við 1,5%. „Þetta er ósvífni," sagði Tony Lennon, for- maður félags starfsmanna við útvarp og sjónvarp, „á sama tíma og við erum að ganga í gegnum mestu aðhaldsaðgerðir hjá BBC, sem við vitum um.“ Frádráttarbærir leikhúsmiðar Reuter Svíadrottning í Berlín SILVÍA Svíadrottning og eiginmaður hennar, Karl sameinað. Á myndinni sést Silvía í Berlín ásamt XVI Gústaf konungur, eru nú í fyrstu opinberri Moniku Diepgen (t.v.), eiginkonu borgarstjórans. í heimsókn sinni til Þýskalands eftir að landið var baksýn er Brandenborgarhliðið. Flugvél með knattspyrnumenn innanborðs hrapar í sjó Landslið Zambíu ferst Libreville. Reutcr. LANDSLIÐ Zambíu í knattspyrnu fórst er flugvél sem var að flytja það til Senegal fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Libreville, höfuðborg Gabon, í fyrrakvöld. Birt, sem er 48 ára gamall, varð forstjóri eða aðalframkvæmdastjóri BBC í janúar og þá voru launin greidd einkafyrirtæki hans en það gerði nonum kleift að setja til frá- dráttar á skattskýrsluna ymsan kostnað, til dæmis fatakaup og leik- húsferðir. Hann hefur hins vegar lofað að ganga f starfsmannafélagið og sagði fulltrúi hans í gær, að ver- ið væri „að vinna í því máli“. Hann vildi þó ekki staðfesta, að fimm millj- ón króna launahækkunin væri hluti af samningum um það. Talið er að hreyfilbilun hafi orð- ið í flugvélinni, sem var af gerð- inni De Havilland Buffalo. Hrap- aði hún í sjóinn um 1.500 metrum frá flugbrautarendanum og liggur flakið á grunnsævi. Á leið í undankeppni Um borð voru 30 menn og biðu allir bana. Lík 24 höfðu fundist í gær. Auk 17 leikmanna voru með flugvélinni forsvarsmenn zamb- íska knattspyrnusambandsins, þjálfari og aðstoðarmenn hans svo og fulltrúar úr fþróttaráðuneytinu í Lúsaka, höfuðborg Zambíu. Þrír zambískir knattspyrnumenn sem leika með evrópskum atvinnu- mannaliðum voru ekki í flugvél- inni. Knattspyrnumennirnir voru á leið til Dakar í Senegal til þess að leika við heimamenn í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Ráðgert var að leik- urinn færi fram næstkomandi sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.