Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 18

Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1993 Mikill tilfinningahiti á fjölmennum fundi formanna tvíhöfðanefndarinnar á Isafirði Morgunblaðip/Úlfar Ágústsson Deilt á tillögur f BiBMlí vi Jj HI ''■'t í ■: > l \ MIKIL andstaða var við tillögur tvíhöfðanefndarinnar um stjórnun fiskveiða á fjölmennum fundi í sljórnsýsluhúsinu á ísafirði. „Tvíhöfðaþurs sendur af norninni fyrir sunnan“ tsafirði. MIKIL andstaða var við tillögiar tvíhöfðanefndarinnar um stjórnun fiskveiða á mjög fjölmennum fundi í stjórnsýsluhús- inu á ísafirði á mánudagskvöld. Rök formanna nefndarinnar voru léttvæg fundin af þeim fundarmönnum sem til máls tóku og flestum hafnað og krafa gerð um aukningu veiða. Eftirtalin ummæli eru dæmigerð fyrir þau sjónarmið sem fram komu: Reykjavíkurvaldið að hrifsa til sín lífsbjörgina frá íbúum dreifhýlisins, tilraunastarfsemi þar sem spyrja á eftir hvort sjómenn lifa eða deyja. Hagkvæmni hverra? Ekki þjóðfélagsins. Menntamennirnir að drepa okkur. Hár auðlind- arskattur til ríkisins kemur í stað aðstöðugjalds til sveitarfé- laga og krókaleyfisbátar besta lausnin á atvinnuleysinu. Menn trúa ekki á vísindi fiskifræðinganna og vilja fá að veiða á meðan ekki fæst skýring á því af hverju dautt Bar- entshafið gaf allt í einu mörg hundruð þúsund tonn af stór- fiski. Um 150 manns sátu fundinn sem lauk ekki fyrr en klukkan að verða tvö um nóttina. Það var Magnús Reynir Guðmundsson framkvæmda- stjóri sem reið á vaðið að loknum framsöguræðum þeirra Vilhjálms Egilssonar og Þrastar Ólafssonar. Hann sagði að sjávarþorpin væru að hrynja vegna rangrar gengisskráningar. Ábyrgð- in væri þó mest hjá þeim sem settu á kvótakerfið, þar sem Reykjavík og byggðirnar í kring væru að hrifsa af landsbyggðarfólki lífs- björgina. Hann sagði að tillögurnar um hagræðingasjóð væru alveg út í hött og sagðist vona að þær næðu ekki fram að ganga. Dreymdi Einar Guðfinnsson Finnbogi Jón- asson, útgerðar- maður á Isafirði, sagði að fiski- fræðingar gætu enga skýringu gefið á því hvað yrði um steinbít- inn þegar hann Finnbogi Jónsson gengi ekki á Vestfjarðarmið. Hann sagði að norskir fiskifræðingar hefðu fullyrt 1990 að það þyrfti 4-5 ára friðun til að veiðar í Bar- entshafi gætu borið einhvern árangur. Tveim árum síðar var orðinn þar mokafli af stórum fiski sem nú væri að eyðileggja fyrir okkur markaðina í Evrópu. Hann sagði að sig hefði dreymt Einar heitinn Guðfínnsson í Bol- ungarvík fyrir skömmu. Einar hefði þar lagt fyrir hann ákveðnar tillög- ur um hvernig haga bæri fiskveið- um á komandi árum. Endurnýja ætti í sjómennskunni með að leyfa ungum mönnum að byija línu- og færaveiðar á litlum bátum. Leyfa þeim að byggja sig upp á grunn- slóðinni, reka togarana út fyrir tólf mílurnar og koma frystitogurunum í veiðar á vannýttum stofnum. Hann sagði að líklega væri Bolung- arvík búin að vera, en þannig mætti endurnýja sjómannsstafið og láta ungu mennina fara að vinna. Mergsjúga sjávarútveginn Birgir Her- mannsson trill- usjómaður sagði að þeir fyrir sunnan væru að mergsjúga sjáv- arútveginn og því væri fisk- veiðistefnan komin í úárhagslegt öngþveiti. Fiskifræðin væri tilraunastarfsemi þar sem koma eigi í ljós á eftir hvort sjómennirnir lifa eða deyja. Hann sagði að Bolvíkingar hefðu aldrei átt möguleika á að kaupa togarana og kvótann, þess vegna yrði að stöðva kvótabraskið. Hann sagði að sveiflur hefðu alltaf verið miklar í fiskveiðum og nefndi mörg dæmi frá því hann byrjaði til sjós upp úr miðri öldinni. Áður var þetta kallað aflabrestur, nú heiti það of- veiði. Hann sagði að láta yrði krókaleyfisbátana í friði og utan kvóta og sagði jafnframt að ef svo héldi áfram sem horfði mætti bú- ast við vaxandi ofbeldi í sjávarút- veginum. Hvað gerir skessan? Pétur Bjarna- son, fræðslu- stjóri og vara- þingmaður Framsóknar- flokksinns á Vestfjörðum, spurði hverra hagkvæmni væri Pétur Bjarnason Forsala aðgöngumiða í Laugardalshöllinni föstudaginn 30. apríl kl. 17-19 Verð l.dagur: Börn kr.400,- Fullorðnir kr.600,- Sæti við borð kr. 1.000,- Ath. afsláttur ef mætt er báða dagana. Miðasala hefst kl. 9 báða dagana. Húsið opnað kl. 10, .... „ keppninhefstw.ii. Allir velkomnir. Dansráð Islands. ý Keppt verður iA,BogC riðlum, einnig verður dömuriðill frá 8-9 ára aldri. ' ✓ Nýr riðill verður fyrir pör, sem vilja keppa í frjálsri aðferð frá 12-13 ára aldri. V ímuvarnadagur Lions verður 1. maí LIONS-, Lionessu- og Leoklúbbar um land allt munu laugardaginn 1. maí halda sinn árlega vímuvarnadag. Þetta er í 8. sinn sem slíkur dagur er haldinn hér á landi á vegnm Lionshreyfingarinnar með fjölbreyttri dagskrá víða um land. Aðalmarkmið dagsins er að kynna vímuvarnadag hreyfingar- innar ásamt því að kynna námsefn- ið „Tilveran“ eða „Lions Quest“ eins og það er líka nefnt. „Tilveran“ er nú kennd í allflestum grunnskól- um landsins þrátt fyrir mikinn sam- drátt í skólamálum. Tvö meginmarkmið kennsluefn- isins eru að: Hjálpa ungu fólki til að þroska með sér félagslega eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfínningu, dómgreind og hæfni til samskipta við aðra. Að hjálpa fólki til þess að efla tengsl við íjölskylduna, skóla, jafn- aldra og samfélag, auk þess að til- einka sér heilbrigðan og vímulausan lífsmáta. I tilefni dagsins munu Lionsfé- lagar, unglingar og aðrir sem láta vímuvarnir unglinga til sín taka ganga í hús og selja blóm, auk þess sem Lionsklúbbar um allt land halda upp á daginn með íjölbreyttri dagskrá fyrir ungt fólk og fjölskyld- ur þeirra. Ándvirði sölu blómanna fer í að styrkja unglingastarfsemi í landinu, auk þess sem hluti rennur í „vímu- varnasjóð" Lionshreyfingarinnar, sem er sérstakur styrktarsjóður fyrir kennsluefnið. Það er einlæg von Lionsmanna um land allt að tekið verði vel á móti sölpfólki, með það í huga, að andvirði hvers blóms renni til styrktar unglingum sem vilja stuðla að heilbrigðu líferni. Hjálpumst öll að við að „byrgja brunninn . (Fréttatilkynning) —.....----------- Biskup íslands vísiterar Mos- fellsprestakall BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vísiterar Mosfells- prestakall í Kjalarnesprófasts- dæmi dagana 29. apríl til 2. maí. I dag og á morgun mun biskup heimsækja skóla og stofnanir í prestakallinu og í kvöld kl. 18 verð- ur guðsþjónusta á Reykjalundi. Á sunnudaginn verða messur í Mos- fellskirkju kl. 11 og Lágafellskirkju kl. 14 og kirkjukaffi verður í Hlé- garði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.