Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 20

Morgunblaðið - 29.04.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Morðið á íslendingnum í Jóhannesarborg Varð fyrir kúlu er ræningjar skutu í allar áttir á flótta „VIÐ göngum út frá því að Gunnar hafi orðið fórnarlamb tauga- veiklaðra ræningja sem voru að forða sér út úr bensínstöðinni eftir fremur misheppnaða ránstilraun,“ sagði J. Tiedt, fulltrúi í rannsókn- ardeild lögreglunnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, er Morgun- blaðið leitaði upplýsinga um morðið á Gunnari Péturssyni á bensin- stöð í Jóhannesarborg sl. mánudag. Lögreglunni hefur ekki tekist að upplýsa morðið en hefur ákveðinn hóp manna undir smásjánni. „Við höfum þó ekki getað sannað neitt á þá,“ sagði Tiedt. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar rændu fjórir þeldökkir menn vopnaðir skammbyssum og hnífum bensínstöð í úthverfinu Bryanston í norðurhluta Jóhahnesarborgar. Einu peningarnir sem þeir höfðu upp úr krafsinu voru tekjurnar af nætursölunni því stöðvarstjórinn hafði ekki Iykla að öryggishólfi stöðvarinnar. Skýrt er frá ránstilrauninni og morðinu í The Star, stærsta blaði Jóhannesarborgar, á þriðjudag og þar auglýst eftir vitnum að atburð- inum. „Enn sem komið er hefur enginn gefið sig fram,“ sagði Tiedt í samtalinu við Morgunblaðið. Hann sagði að rannsókn málsins yrði haldið áfram og reynt yrði að upp- lýsa það. Morðið átti sér stað um klukkan 6.40 að morgni en að sögn F. de Plessis lögreglufulltrúa í upplýs- ingadeild lögreglunnar búa þar fyrst og fremst efnaðir hvítir menn. Hann sagði að Gunnar hefði verið á leið til vinnu sinnar í hverfinu. „Eg geri ráð fyrir að hann hefði aldrei ekið inn á stöðina hefði hann vitað að þar væri verið að fremja vopnað rán. Hann ekur hvítri Isuzu- pallbifreið sinni að bensíndælu í sama mund sem ræningjarnir flýja af vettvangi. Þeir skjóta á allt sem fyrir er á flóttanum og hæfði ein kúla Gunnar í síðuna. Hann situr enn í bíl sínum þegar hann verður fyrir skotinu og mun hafa látist samstundis," sagði du Plessis. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar eru myndavélar í bensínstöð- inni og til myndbandsupptökur af ráninu. Vélarnar námu þó ekki sjálft morðið á Gunnari en það síð- asta sem á þeim sést er þegar morðingjar hans flýja af vettvangi á tveimur bifreiðum af gerðunum Peugeot 404 og Fiat 128. Myntkarfa Seðlabanka ekki óbrigðul viðmiðun í GREIN minni um greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins, sem birtist hér í Morg- unblaðinu í gær, leitaðist ég við að reikna út hver erlend skulda- staða nokkurra sjávarútvegs- fyrirtækja væri, með því að styðjast við uppgefnar tölur um gengistap síðastliðins árs og nota við útreikninginn myntk- örfu Seðlabanka Islands. Það var rækilega tiundað í greininni að hér væri aðeins um nálgun að ræða, sem gæti gefið vís- bendingu um hveijar erlendu skuldirnar væru, þar sem ljóst er að samsetning skulda í er- lendum myntum er mismunandi eftir fyrirtækjum og hvemig þau hafa til skuldanna stofnað. Engu að síður er rétt að greina frá því að HB á Akranesi, sem gaf upp gengistap á síðastliðnu ári að upphæð 152,5 milljónir króna, skuldar ekki 2,4 millj- arða í erlendum myntum, held- ur 1,4 milljarða króna, auk rekstrarlána í bönkum að upp- hæð 135 milljónir króna. Alls nema skuldir fyrirtækisins tæp- um 2,2 milljörðum króna. Ástæður þess að að gengistap fyrirtækisins var gefið upp þetta hátt eru þær að 28 milljónir króna af 152,5 milljónum króna eru skýrðar á þann veg að verðlags- breytingar erlendis hafi orðið meiri en innanlands, þannig að gengis- munurinn umfram verðlagsbrey- itngar var 128 milljónir króna. Viðbúið er að svipaðar skýring- ar séu að hluta til á háum geng- istöpum annarra fyrirtækja sem ég áætlaði erlenda skuldastöðu hjá í grein minni, og því má allt eins vænta þess að erlend skuldastaða fyrirtækjanna sé ekki jafn há og tölumar gáfu til kynna í grein- inni, a.m.k. ekki í ákveðnum tilvik- um. Agnes Bragadóttir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Námustyrkir afhentir FRÁ AFHENDINGU Námustyrkja Landsbankans. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, Bergljót Jónsdóttir, sem veitti styrknum viðtöku f.h. Æsu Bjarkar Þorsteinsdóttur, Jóhann Tómas Sigurðsson, Þórdís Hadda Yngvadóttir, sem veitti styrknum viðtöku f.h. Ketils Sigurjónssonar, Páll Matthíasson, Dóra Heiða Halldórsdóttir, Jóna Valdís Olafsdóttir og Sverrir Hermannsson. Námsmannaþjónustu Landsbankans Sjö námsmenn fá Námustyrki NÁMUSTYRKIR Landsbankans voru afhentir í fjórða sinn á þriðjudag, en allir námsmenn sem eru félagar í Námunni, námsmannaþjónustu Landsbankans, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Tæplega 500 umsóknir bárust að þessu sinni, en félagar í Námunni eru um tíu þúsund. Veittir voru sjö Námu-styrkir og þeir sem hlutu þá eru: Brynj- ar Skúlason, sem er í skógrækt- amámi við Landbúnaðarháskól- ann í Ási í Noregi, KetiII Sigur- jónsson, sem er í mastersnámi í Evrópurétti og þjóðarrétti við London School of Economics, Dóra Heiða Halldórsdóttir, nem- andi á öðru ári við Þroskaþjálfa- skóla íslands, Páll Matthíasson, nemandi á fimmta ári í læknis- fræði við Háskóla íslands, Jó- hann Tómas Sigurðsson, nem- andi á öðru ári við Menntaskól- ann á Akureyri og jafnframt í múraranámi við Verkmennta- skólann á Akureyri, Jóna Valdís Ólafsdóttir, nemandi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og Æsa Björk Þorsteinsdóttir, glerlistar- nemi við Myndlistarskólann I Edinborg. I dómnefndinni sem sá um val á styrkþegum voru þau dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð- herra, Almar Eiríksson, formað- ur BÍSN, Sverrir Hermannsson, bankastjóri, Kjartan Gunnars- son, starfandi formaður bankar- áðs og Kristín Rafnar, útibús- stjóri Vesturbæjarútibús Lands- bankans. Frakkar fjölmenna á golfmót á Jónsmessu VÆNTANLEG er full flugvél af Frökkum til Akureyrar um Jónsmessuna, m.a. til þátttöku á Arctic Open-golfmótinu. Að sögn Andra M. Ingólfssonar hjá Heimsferðum stendur ferða- skrifstofan fyrir leiguflugi frá Par- ís til Akureyrar 23. til 25. júní í samvinnu við frönsku ferðaskrif- stofuna Nouvelle Liberte. Sam- kvæmt auglýsingum frönsku skrif- stofunnar er verð ferðarinnar, flug og tveggja nátta gisting í tveggja manna herbergi, 2.650 frankareða jafnvirði 31 þúsund króna. Þar við bætast 100 franka skyldugjöld eða 1.200 krónur. í auglýsingunni eru möguleikum til margs konar skoðanaferða á Norðausturlandi lýst, svo sem til Grímseyjar, Mývatnssvæðisins, Dettifoss o.fl. ♦ ♦ ♦ Beðið úr- skurðar rík- islögmanns RÍKISLÖGMAÐUR hefur verið fenginn til að skera úr í deilu Byggingarnefndar Reykjavíkur og Vegagerðar ríkisins vegna brúarsmíði yfir EUiðaár. Magnús Jóhannsson, ráðuneytis- stjóri í umhverfismálaráðuneytinu, segir að á þeim tíma sem bygging- armál féllu undir félagsmálaráðu- neytið hafi samskonar ágreiningur komið upp við samgönguráðuneytið um gildi vegalaga og byggingalaga þegar brúarsmíði ætti í hlut. „Eftir viðræður við samgönguráðuneytið nú hefur orðið að samkomulagi milli ráðuneytanna að leita eftir umsögn ríkislögmanns," sagði hann. Landssamband smábátaeigenda hafnar tillögum um kvóta Tillögur um barni- dagakerfí ítrekaðar SMÁBÁTAEIGENDUR eru óánægðir með þau drög að frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra kynnti þingflokkum stjórnarflokkanna í fyrrakvöld. „Við erum afar ósáttir við þær hugmyndir sem þarna eru fram komnar. Við höfum lagft til að fremur verði gerðar breytingar á banndagakerfinu í þeim tilgangi að draga úr sókn krókabáta,“ sagði Örn Pálsson framkvæmdasljóri Landsambands smábátaeigenda í samtali við Morgunblaðið. '0 INNLENT Öm sagði að á síðasta fiskiþingi hefðu smábátaeigendur greitt at- kvæði með tillögu í þessa veru. „Kerfið á að vera þannig upp byggt að sóknardagar verði 180 yfir árið, þar af 92 dagar í maí, júní og júlí, en síðan geti menn valið 88 daga þar fyrir utan, nema hvað ekki verði farið á sjó í janúar og desember. Þetta myndi takmarka aflann eitt- hvað en felur ekki í sér kvóta. Við höfnum kvóta algerlega, erum ekki til viðræðu um hann. Þessi málamiðlum, sem Þorsteinn nefnir svo, felur í sér kvóta því sett er heildaraflahámark. Við höf- um búið við svona kerfi áður, það var sett á 1984 og 1985 en reynd- ist algerlega ónothæft. Helstu gall- arnir voru þeir að þegar menn í ákveðnum landshlutum komust loks á sjó eftir ótíðarkafla voru menn í öðrum landshluta búnir að veiða það sem I pottinum var á viðkom- andi tímabili. Þetta kerfi tekur held- ur ekki tillit til óvæntra aðstæðna I upphafi veiðitímabils, eins og til dæmis veikinda sjómanns eða bilun- ar í bát. Ég sé það fyrir mér að þetta kalli á gífurlegt kapp. Það er eins og að flautað sé til leiks 1. september, 1.139 krókabátar geys- ast á miðin. Hveijum bát er heim- ilt að taka að meðaltali, miðað við úthlutaðan afla á þessu fískveiði- ári, 2,4 tonn á fyrstu þremur mán- uðunum. Þegar aflinn er búinn, kannski í septemberlok, verða menn atvinnulausir til janúarloka að næsta tímabil hefst. Á öðru tímabil- inu, febrúar til maí, mega menn síðan veiða að meðaltali 3 tonn á bát og loks 6,7 tonn í júní til ág- úst, allt miðað við úthlutaðan kvóta á núverandi fiskveiðitímabili en hann gæti lækkað með kvótaskerð- ingu á næsta fiskveiðiári," sagði Örn. Krókaleyfisbátar veiddu um 20 þúsund tonn á síðasta ári og fá á næsta ári að veiða 70% af því eða 14 þúsund tonn, samkvæmt tillög- um sjávarútvegsráðherra. Ef út- hlutaður heildarkvóti eykst frá því sem nú er hækkar heildarafli smá- bátanna samsvarandi, eða þar til hann nær 20 þúsund tonnum sem svarar til hlutdeildar þeirra í 335 þúsund tonna heildarkvóta í þorsk- ígildum reiknað. Verði heimiluð veiði umfram það fá smábátarnir ekki hlutdeild í aukningunni. Örn sagði að með ólíkindum væri að slíkar tillögur kæmu fram í ljósi þess að ekki væri hægt að saka smábátana um ofveiðina. Skerðingin ekki jöfnuð Hann sagði að í frumvarpinu væri ekki tekið tillit til mikillar skerðingar aflaheimilda þeirra skipa sem hefðu svo til allar veiði- heimildir sínar í þorski. „Forsætis- ráðherra hefur sýnt skilning á þessu máli og talið nauðsynlegt að bæta þessum útgerðum upp þá skerðingu sem menn urðu fyrir á þessu fisk- veiðiári og var allt að 28%, á meðan sum stærri skip fengu aukningu í þorskígildum. Þetta er gífurlegt óréttlæti og lýsti hann því yfir að ekkert skip ætti að þurfa að þola meiri verðmætaskerðingu en 5% milli ára og sýndi með því skilning á því að þarna þyrfti að jafna til í kerfínu. Við sjáum hins vegar ekk- ert ákvæði í frumvarpinu sem tekur á þessum ójöfnuði. Ekki er heldur tekið tillit til þess sjónarmiðs að ódýrast er að sækja fiskinn á smábátum, jafnframt því sem gæðin eru ótvíræð. I samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið eru það einmitt ákvæði um dag- róðraaflann sem eru mikilvægust fyrir okkur þar sem niður falla toll- ar á ferskum flökum. Þarna er hægt að auka verðmætin og skýtur það því skökku við að haldið er uppi gegndarlausum árásum á minnstu útgerðirnar,“ sagði Örn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.