Morgunblaðið - 29.04.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.04.1993, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Rætt um stofnun bj örgunarskóla RÁÐSTEFNA formanna og vara- formanna björgnnarsveita Slysa- varnafélags Islands fór fram sl. laugardag í Rúgbrauðsgerðinni. Aldrei hefur stærri ráðstefna af þessu tagi verið haldin á vegum samtakanna. Fjallað var um öll þau málefni sem tengjast björgun- arstarfinu, og fram komu óskir um stofnun björgunarsveitar- skóla. Fulltrúar 90 björgunarsveita tóku þátt í ráðstefnunni. Einnig var rætt um búnaðarmál björgunarsveitanna, tryggingamál, þjálfunarmál og fræðslumál. Þátttakendur voru um 130, alls staðar af landinu. „Fræðslumálin áttu stóran sess á ráðstefnunni og það er vaxandi krafa björgunarsveitarfólks að það verði gerð bragarbót í þjálfunar- og fræðslumálum. Til dæmis með því að Slysavarnafélagið gangist fyrir stofnun skóla eða bæti mjög fræðslustarf sitt á annan hátt,“ sagði Hálfdán Henrysson, deildar- stjóri Slysavarnafélags íslands. Hálfdán sagði að fjöldi tillagna hefði verið samþykktur fyrir aðal- fund samtakanna sem haldinn verð- ur í Stykkishólmi eftir hálfan mán- uð. Þessar tillögur hníga mjög að bættum búnaði og þjálfun björgun- arsveitarmanna. Morgunblaðið/Kristinn Bj örgunars veitar- menn á ráðstefnu UM 130 fulltrúar 90 björgunar- sveita sóttu ráðstefnu Slysavarna- félagsins á laugardag. Á innfeldu myndinni má sjá Hálfdán Henrys- son, deildarstjóra Slysavarnafé- lagsins, ávarpar ráðstefnugesti. Honum til hægri handar situr Sig- urður Ingvarsson, fundarstjóri og varaumdæmisstjóri í umdæmi 2. HÉROGNU Fallegar, vandaðar sterkar eldhúsinnréttingar með hvítum sprautuðum hurðum, tilbúnar til afgreiðslu strax... Gásar Borgartúni 29, Reykjavík S: 627666 og 627667 • Fax: 627668 Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! Flutningatæki sýnd við Borgartún Mosfellsbæ. Vörubílstjórafélagið Þróttur og Borgartak hf. gangast fyrir sýn- ingu á flutningatækjum, krönum og vinnuvélum í Borgartúni 33 í Reykjavík laugardaginn 1. maí nk. kl. 15 — 18. Munu þessir aðilar kynna þjónustu sína ásamt fyrirtækinu, Gæðamold hf., sem kynnir vél sem vinnur og endurbætir með ýmsum hætti úrgangsmold sem ella væri ónothæf. Björn og Gylfi sf., Fitjakoti, Kjal- arnesi og Hekla hf. sýna stórvirkar vinnuvélar frá Heklu hf. ísam hf. sýnir torfærutröll af Skaniagerð sem ætlað var í eyði- mörkina í Persaflóastríðinu en gerð- ist liðhlaupi og fór þess í stað til Islands. Bobcatleigan, Furubyggð 5, Mos- fellsbæ, sýnir íjölda af tækjum sem hagkvæm eru við vorverkin við þröngar aðstæður. Ómar Ragnarsson mun koma á svæðið og flytja gamanmál, ætlunin er að hann komi akandi á vörubíl af Ford gerð, árgangi 1947 og verða sýndir fleiri gamlir bílar. í veitingasalnum í Borgartúni 33 verða kaffiveitingar og heimabak- aðar kökur. Þar er ætlunin að sýna fræðslumyndir frá Umferðarráði og Skaniaumboðinu, ísam hf. Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar var haldin þann 29. mars síðastliðinn. Bragi Siguijónsson sem hefur verið formaður félagsins síð- astliðin 8 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórnina skipa nú: for- maður, Guðmundur Magnússon, Leirvogstungu 2, Mosfellsbæ; vara- formaður, Emil Þór Guðjónsson, Dúfnahólum 2, Rvík; ritari, Jón Sverrir Jónsson, Varmadal, Kjalar- nesi; gjaldkeri, Ólafur Hjartarson, Hjallavegi 2, Rvík; meðstjórnandi, Trausti Jóhannesson, Sólheimum 38, Rvík; varamenn: Jökull Eyfells Sig- urðsson, Hlégerði 2, Kópavogi og Stefán Eiríksson, Gnoðarvogi 30, Rvík. I trúnaðarmannaráð voru kjörnir: Sveinn Jóhann Sveinsson, Vallar- braut 4, Seltjarnarnesi, Guðlaugur Þorgeirsson, Kirkjuiandi, Kjalarnesi, Hinrik Stefánsson, Engihjalla 17, Kópavogi og Ingimar Kjartansson, Kirkjuteig 9, Rvík og varamenn; Guðmundur V. Jakobsson, Seiðakvísl 10, Rvík, Sveinbjörn Björnsson, Gaukshólum 2, Rvík, Borgar Skarp- héðinsson, Þórufelli 16, Rvík og Dav- íð E. Guðmundsson, Sogavegi 105, Rvík. Félagssvæðið nær úr Hvalfjarð- arbotni að mörkum Garðabæjar og Árnessýslu. — JG. KRAKKAR - KRAKKAR - F0RELDRAR - F0RELDRAR SUMARDVALARHEIMILIÐ KJARNHOLTUM, BISKUPSTUNGUM 31. MAÍ - 28. ÁGÚST jrraleg sur ískeið, íþrc ferðalög, sund, Nýjungar! Hægt er að skrá sig ii heimilið alla daga, eins lengi og hverjum hentar. Við mælum me 10-14 dögum lágmark. Stórlækkað verð! Aðeins kr. 2.000,- á dag og kr. 1.600,- í ágúst. Systkinaafsláttur. Upplýsingar og ii ísíma 91-641929. Höfum einnig opið 1. maí kl. 10-16 Stórútsölu- markaðurinn Bíldshöfða 10 -Sd gamli góði Góðir geisladiskar, flott föt, geggjaðar gardínur, mergjuð metravara, skæs skór, blómstrandi blóm, skondnir skartgripir og starfsfólk í stuði Skifan, Saumalist, Partý, Hans Petersen, Glcesiskórinn, HerrahúsiÖ, í takt, Sonja, Blómalist, Studio, Liljan, Posidon, versl. Nína, Taxí, Skóverslun Reykjavíkur, verslunin Eitt og annað, Antikverslunin, Snyrtivöru- og skartgripaskrínin o.fl. Myndbandahom fyrir böm Frítt kajfi Opiðmán. -fim. kl. 13 - 18 föst. kl. 13 - 19 lau. kl. 10 - 16 Og svo má enginn missa af þessum meiriháttar markaði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.