Morgunblaðið - 29.04.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 29.04.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Borgarspítalinn hefur háþrýstiklefa að láni og nýtur leiðsagnar ftala Háþrýstiklefi styttir með- ferðartíma og bætir árangur Morgunblaðið/Ámi Sæberg Háþrýstingur í gámi Háþrýstiklefinn á Borgarspitala er í gámi við húshliðina, en innangengt er inn í sjúkrahúsið. Á mynd- inni eru þau Gréta B. Valdimarsdóttir, aðstoðarstúlka háþrýstilækna og túlkur, Enrico Generali, lækn- ir frá Róm, Magni Jónsson, læknir, Renato Mancuso, tæknimaður frá Palermo á Sikiley og Álberto Fiorito, herlæknir, við háþrýstiklefann. Háþrýstilækningar eru hafnar á Borgarspítala, en þar hefur verið komið fyrir háþrýstiklefa, sem kom hing- að til Iands fyrir milligöngu ítalsks læknis. Að sögn Magna Jónssonar læknis kemur klef- inn að góðum notum, til dæm- is eftir kolmonoxíð eitranir. Mest not eru þó fyrir klefann til að meðhöndla sjúklinga með lélegt blóðrennsli. Má þar nefna sykursjúka, en æða- þrengsli eru fylgikvilli sykur- sýkinnar. Klefinn á Borgar- spítala er í láni hér í átta mánuði og á því tímabili sjá ítalskir læknar um að þjálfa íslenska kollega sína í störfum við klefann. Háþrýstiklefar þafa lengi verið notaðir til meðferðar á köfunar- veiki. Þegar kafarar fara of hratt úr dýpi og þar með þrýstingi mynd- ast loftbólur í blóðinu. Til þess að eyða þeim fara kafarar í háþrýsti- klefa, þrýstingur er aukinn upp í sömu loftþyngd og var í djúpinu og létt smám saman af að nýju. Ný not fyrir klefann Hollenskur æða- og hjartaskurð- læknir, Ite Roema, fann ný not fyrir háþrýstiklefa þegar hann upp- götvaði, að hægt var að lengja þann tíma, sem óhætt var að klemma fyrir stórar slagæðar ef aðgerðin var framkvæmd í há þrýstiklefa, þar sem sjúklingurinn andaði að sér hreinu súrefni undir yfirþrýstingi. „Súrefnisflæði til heilans má stöðvast í 4-5 mínútur hið mesta, en ef súrefni er gefið undir háþrýstingi leysist meira af því upp í blóðvökvanum sjálfum en ella,“ sagði Magni. „Þannig var hægt að lengja þann tíma, sem súrefnisflæðið mátti stöðvast, upp í 20-25 mínútur. Notkun þessara stóru háþrýstiklefa til aðgerða var hins vegar hætt í kjölfar þess að farið var að nota hjarta- og lungna- vélar. Hins vegar nýtast kiefarnir enn við að auka súrefnisflæði að vefjum." Italir aðstoða Hingað er klefinn kominn fyrir milligöngu ítalska læknisins Calce- donio Gonzaies. Hann kynntist Heimi Sindrasyni lækni á ráðstefnu á Ítalíu og kom hingað til lands í brúðkaupsferð skömmu síðar. Hann er sérfræðingur í háþrýsti- lækningum og hafði áhuga á að kynna fagið á íslandi. Gonzales lét ekki þar við sitja, heldur aflaði stuðnings við hugmyndir sínar á Italíu og fékk því framgengt, að klefinn var lánaður hingað til lands. Þá útvegaði hann styrki, sem gera Itölum kleift að senda lækna til starfa við klefann hér og til að flytja erindi og fyrirlestra um há- þrýstilækningar. Styrkurinn er til fjögurra mánaða, en líklegt er að hann verði framlengdur um aðra fjóra mánuði. 5-6 íslenskir læknar munu kynna sér notkun klefans sérstaklega og einn Islendingur verður þjálfaður til að vinna við klefann frá júlí til október. Margvísleg not Magni Jónsson sagði, að við kolmonoxíð-eitranir, til dæmis vegna útblásturs frá bílum eða vegna reyks frá eldi, nýttist klefinn vel. „Rauðu blóðkornin flytja yfir 90% af öllu súrefni. Kolmonoxíð sest á þau og þá fæst aðeins súr- efni úr blóðvökvanum. Það er auk- ið me.ð því að gefa sjúklingnum súrefni undir háþrýstingi. Klefinn kemur hins vegar fyrst og fremst að notum hér í þeim tilfellum, þar sem sjúklingur á við lélegt blóð- rennsli að stríða. Bjúgur og bólga minnkar blóðrás og ýtir undir drep, en súrefnisgjöf undir háþrýstingi getur dregið verulega úr þessu og bætt súrefnisflutning til vefja þar sem súrefnisskortur er. í slíkum tilfellum getur meðferð í háþrýsti- klefa jafnvel komið í veg fyrir að gjípa þurfi til aflimunar. Þá bætir meðferðin einnig töku ágræddra húðflipa. Loks er þessu einnig beitt sem stuðningsmeðferð við aðgerð og sýklalyf við slæmar beinígerðir og slæm fótasár, sérstaklega hjá sjúklingum með sykursýki. Notkun háþrýstiklefans styttir oft meðferð- artíma og bætir árangur." Þijár meðferðir á dag Magni sagði að háþrýstiklefinn hefði nú verið í notkun á Borgar- spítala í hálfan annan mánuð. „Klefínn tekur einn liggjandi sjúkl- ing eða 2 sitjandi og við getum haft þijár meðferðir í honum á dag,“ sagði hann. „Hver meðferð tekur lVi klukkustund, en það þarf að lofta út úr klefanum á milli. Þá eru takmörk fyrir því hvað læknir, sem er inni í klefanum hjá sjúkl- ingnum, getur verið lengi á degi hveijum undir þrýstingi, sem nem- ur allt að þremur loftþyngdum." Magni sagði að það væri ein- staklingsbundið hvað sjúklingar þyrftu að fara oft í klefann. „Flest- ir fara 5-15 sinnum í klefann. Fólk með köfunarveiki og kolmonoxíð- eitranir þarf aðeins eina meðferð, en þegar um þrálátar beinsýkingar er að ræða þarf meðferð í um 20 skipti.“ Ekki er afráðið hvað tekur við eftir 8 mánaða dvöl ítalanna hér og eftir að lánstími klefans rennur út. „Það er of snemmt að segja til um árangur af notkun klefans, en ef hann reynist vel þá munum við fara fram á að hafa hann áfram. Það má til dæmis benda á nauðsyn þess að slíkur klefi sé til á Borgar- spítala, því hingað koma bráðatil- fellin," sagði Magni Jónsson, lækn- ir. Mexíkóskir réttir frá Matar- og vínklúbbi AB ÚT ER komin matreiðslubókin Mexíkóskir réttir hjá Almenna bókafé- laginu og er hún fyrsta bókin sem kemur út hjá nýstofnuðum Matar- og vínklúbbi AB. Bókin er 120 síður, ríkulega myndskreytt og inniheld- ur yfir 100 uppskriftir. I fréttatilkynningu segir meðal annars: „Nú þegar hafa rúmlega 5000 manns gerst áskrifendur að Matar- og vínklúbbi AB og stöðugt ' bætist við. Markmið klúbbsins er m.a. að kynna Islendingum nútíma- lega matargerð. Mexíkósk matar- gerð er ein sú vinsælasta í heiminum í dag og því ekki að furða að Al- menna bókafélagið velji að kynna klúbbinn með þeirri tegund matseld- ar. Á næstu mánuðum verða m.a. gefnar út bækur um thailenska mat- seld, spænska, gríska og kínverska. Matar- og vínklúbbur AB mun standa fyrir fjölmörgum uppákom- um. Þann 20. maí verður farin Sæl- keraferð til Amsterdam en far- arstjóri verður Sigurður L. Hall. I maí verður auk þess boðið upp á sælkerakvöld, vínsmökkunarnám- skeið og uppskriftasamkeppni. Sam- starfsfyrirtæki Matar- og vínklúbbs- ins í apríl/maí eru Pfaff, Jónatan Livingston Mávur og Old E1 Paso og munu þau bjóða félögum klúbbsins sérkjör á ýmsum vörum.“ (Úr fréttatilkynningu) Foreldrasamtökin Fjölbreytt hreyfinám í uppeldinu FYRIRLESTUR um fjölbreytt hreyfinám í uppeldi barna verð- ur á vegum Foreldrasamtakanna í dag, fimmtudaginn 29. apríl, í Hinu húsinu (áður Þórskaffi), Brautarholti 20, 3. hæð, og hefst hann kl. 20.30. Janus Guðlaugsson, námsstjóri í íþróttum, fjallar um hreyfinám í skólum og hjá íþróttafélögum. Umræðan um áhrif hreyfifærni á aðra þroskaþætti barnsins hefur aukist, hvort sem um er að ræða líffræðilegan, sálfræðilegan eða fé- lagslegan þroska. í fyrirlestri sínum mun Janus fræða foreldra og annað áhugafólk um jákvæð áhrif fjöl- breytts hreyfináms á þessa þroska- þætti. Foreldrasamtökin vilja stuðla að því að foreldrar hvetji börn sín til hreyfileikja og því munu sumarbolt- ar ásamt leiðbeiningabæklingi með gömlu góðu boltaleikjunum eins og brennó, kýló, yfir og fleira, fást á staðnum. Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að handhafar félagsskírteinis Foreldrasamtak- anna (Gommu) fá ókeypis aðgang en aðrir gestir greiða lágmarks- gjald. (Fréttatilkynning) ------» ♦ ♦----- Menntun í dreifbýli FÉLAG kvenna í fræðslustörf- um, „The Delta Kappa Gamma Society International“, heldur landssambandsþing sitt á Hótel KEA, Akureyri, dagana 30. april - 2. maí nk. Meginefni þingsins er menntun í dreifbýli. Fimm fyrirlesarar, flestir úr röð- um félagskvenna, munu fjalla um ýmsar hliðar menntunar í dreifbýli, m.a. dreift og sveigjanlegt fóstru- nám og kennaranám. Til þingsins koma um 40 erlend- ar konur, flestar frá Evrópu, sem allar starfa að fræðslumálum. Jean Gray, svæðisstjóri norðaustursvæð- is The Delta Kappa Gamma Society International kemur sem fulltrúi stjórnar alþjóðsamtakanna. í tengslum við þingið verður haldinn svæðisfundur fyrir Evrópu. Félag kvenna í fræðslustörfum starfar í 6 deildum á íslandi og eru félagskonur um 130. Markmið sam- takanna er m.a. að láta ýmsa þætti fræðslumála til sín taka. (Fréttatilkynning) ------♦ ♦ ♦----- ■ HLJÓMS VEITIN KANDÍS leikur á veitingahúsinu L.A. Café í kvöld. Hljómsveitin Kandís hefur undanfarið átt lagið „Another Sat- urday Night“ á vinsældalistum hér á landi. (Fréttatilkynning) RAÐ/\ UGL YSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Til söfu Iðnaðarhúsnæði 280 fm. 4 m lofthæð. Skrif- stofa, kaffistofa, milliloft. Upphitað bílaplan. Upplýsingar í símum 72700 og 77602. Til leigu í miðbæ Reykjavíkur Tvö samliggjandi skrifstofuherbergi til leigu á besta stað í miðbæ. Hugsánlegt að semja um sameiginlegan aðgang að kaffistofu og fundarherbergi. Tilvalið fyrir bókhald eða endurskoðunarþjónustu. Aðeins traustir aðilar koma til greina. Áhugasamir leggi inn nafn, heimili og síma til auglýsingadeildar Mbl., merktan: „R - 10492“, fyrir 6. maí. INTERNATIONAL ÍBÚÐIRÁSPÁNI Ath.: Næsta skoðunarferð 5.-9. maf nk. Dvalið á eigin hóteli MASA. íbúðir - raðhús - einbýlishús af öllum stærð- um á verði frá ísl. kr. 1,5 millj. Lejtið upplýsinga. Masa-umboðið á íslandi, sími 91-44365, fax 91-46375.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.