Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. Al’lÚL 1993 16500 FRUMSYNING A HROLLVEKJUNNI HELVAKINN III HELVÍTI Á JÖRÐU CLIVE BARKER PRESENTS W) ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ÞAD SEIYIHOFST IHELVITI TEKVR ENDA Á JÖRÐU! Hver man ekki eftir myndunum „Hellraiser" og „Hellbound" sem eru meðal bestu og vinsælustu hrollvekja síðari ára? Nú er komið að lokakafla þessarar myndaraðar. HELVAKINN III - SPENNA OG HROLLUR í GEGN! Aðalhlutverk: Tcrry Farrell, Doug Bradley, Paula Marshall og Kevin Bernhardt. Leikstjóri: Anthony Hickox. Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. HETJA DUSTIN HOFFMAN, GEENA DAVIS og ANDY CARCIA í vinsælustu gamanmynd Evrópu árið 1993. ★ ★★1/2DV ★ ★ ★i/a Bíólínan ★ ★★ Pressan. í FYRSTA SKIPTIÁ ÆVINNIGERÐI BERNIE LAPLANTE EITTHVAÐ RÉTT. EN ÞAÐ TRÚIR HONUM BARA ENGINN! Önnur hlutvcrk: Joan Cusack, Chevy Chase, Tom Arnold. Leikstjóri: Stephen Frears. Sýnd kl. 5,7,9og 11.10. Bæklingur Samstarfsnefndar um silungsveiði Grunnskólanemum kynnt silungsveiði BÆKLINGI um silungs- veiði verður á næstu dög- um dreift til allra 12 ára nemenda í landinu, og í dag verða fyrstu eintökin afhent nemendum í einni bekkjardeild í Laugarnes- skóla. Fer afhendingin fram í samkomusal Hús- dýragarðsins í Laugarda) kl. 14. Að útgáfu bækl- ingsins sem heitir „Fjöl- skyldan og silungsveiðin" stendur Samstarfsnefnd um silungsveiði, en bækl- ingnum verður dreift í alla grunnskóla í sam- vinnu við menntamála- ráðuneytið. Samstarfsnefnd um sil- ungsveiði hefur verið starf- andi undanfarin ár og hefur hún meðal annars unnið að því að auðvelda almenningi að komast i silungsveiði með ráðleggingum til veiði- réttarhafa um aðgengi að vötnum og lágmarkssnyrti- aðstöðu. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Búnaðarfélagi Islands, Ferðaþjónustu bænda, Landssambandi veiðifélaga og Vatnafangi, félagi silungsveiðibænda. V alborgarmessubrenna VALBORGARMESSU- HÁTÍÐ íslensk-sænska félagsins verður að þessu sinni haldin í Garðaholti, Álftanesi, nk. föstudag og hefst kl. 19.30. Valborgarmessan er ár- leg vorhátíð í Svíþjóð hinn 30. apríl og er miðpunktur hennar Valborgarmessu- brennan. Valborg er fastur liður í starfsemi íslensk- sænska félagsins, auk Jóns- messunnar í júní og Lús- íunnar í desember. í þetta sinn verður sænskt hlaðborð útbúið af hinum góðkunna mat- reiðslumanni Kristjáni Hreiðarssyni sem starfaði áður í Svíþjóð. Þórarinn Eldjárn skáld flytur ræður og kvartettinn Ut í vorið syngur Bellmansöngva. Einnig verður dreginn út sænskur happdrættisvinn- ingur. Veislustjóri er Helgi Bjarnason, verkfræðingur sænskri hefð og sungið við og söngvari. bálið með aðstoð sænsks Um kl. 23 verður Val- kórs. borgarmessubrenna að (Fréttatilkynning) Fimmtudags- sveifla á Sögu SÚ NÝBREYTNI verður tekin upp á Hótel Sögu að bjóða til djassveislu á Mímisbar. Þar munu leika þeir Egill B. Hreinsson píanóleikari og Bjarni Sveinbjörns- son kontrabassaleikari en þeir hafa víða komið við í djassinnm á síðustu árum. Söng annast Móeiður Júníus- dóttir en hún hefur getið sér gott orð í söngheiminum undanfarið. Fluttar verða ýmsar djas- sperlur úr djassbókmennt- unum en djassinn verður ríkjandi, eins og fyrr segir, á Mímisbar á fimmtudags- kvöldum frá kl. 22. Mímisbar Hótels Sögu hefur notið mikilla vinsælda hótelgesta og annarra um helgar en með þessari ný- breytni vill Hótel Saga bjóða gestum og gangandi upp á aðstöðu til að njóta góðrar tónlistar í notalegu umhverfi, segir í fréttatil- kynningu frá Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.