Morgunblaðið - 29.04.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 29.04.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 43 Opið bréf til forseta Islands, Yigdísar Finnbogadóttur Frá Birni S. Stefánssyni: Heil og sæl. Ég minnist orða háskólakennara í lögum um miðjan janúar, að það hefði orðið skrýtið að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um lög um samning, sem ekki var lengur til. Nú, þremur og hálfum mánuði síðar, þegar stend- ur fyrir dyrum að staðfesta með lög- um EES-samning sem í þetta sinn er til, vaknaði með mér sú spurning, hverjir kunni að vera andvígir því af umhyggju fyrir virðingu embættis forseta landsins, að hann leggi stað- festingu laganna fyrir þjóðina. Þing- menn, sem kynnu að telja forseta í slíkum vanda, geta brugðizt við því með því að standa að því að setja í EES-lögin, að þau taki því aðeins gildi, að þau hafi verið samþykkt með þjóðaratkvæði innan ákveðins tíma. Það var boðskapur þinn 13. janúar sl., að ekki mætti spilla forsetaemb- ættinu sem tákni sameinaðrar þjóðar og þess yrði bezt gætt með því að staðfesta EES-lögin. Viðbrögð al- mennings við söfnun undirskrifta, sem nú fer fram, undir yfirlýsingu og ósk til forseta íslands um að leggja lögin um endanlegan EES- samning fyrir þjóðina samkvæmt heimild stjórnarskrárinnar, með áherzlu á, að þar sé réttur, sem ekki megi taka frá þjóðinni, sýna, að það varð ekki til að styrkja embættið sem tákn sameinaðrar þjóðar að leyfa þjóðinni ekki að ráða EES-málinu. Margir tjá það, hvað þeim þótti niður- lægjandi, að hvorki Alþingi né for- seti Islands skyldu leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið. Eins og aðrar undirskriftasafnanir er þessi söfnun annmörkum háð. Ýmsir vilja aldrei taka þátt í slíku. Undirskriftatalan segir ekki hvort nokkur sé á öndverðri skoðun. Undir- skriftasöfnun er ekki leynileg. Með réttu eða röngu eru ýmsir varir um sig af ótta við að þeir gjaldi þess hjá vinnuveitanda sínum að sinna málinu. Fólk sinnir ekki máli nema það telji líklegt, að tekið verði tillit til skoðunar þess. Margir sem gengu fram í því í fyrra að senda áskorun til Alþingis um þjóðaratkvæða- greiðslu eru sárir og hafa ekki geð í sér að sinna málinu nú, þótt þeir eigi sömu ósk. Þeir eru ef til vill flestir, sem eiga með sér þá ósk, að þú leggir málið íyrir þjóðina, en telja ekki til neins að bera hana fram við þig eftir það sem á undan er gengið. í sjónarmiði þínu um að gæta virðingar forseta- embættisins, sem er vitaskuld fremsta skylda forseta, felst að sjálf- sögðu að meta hvað almenningur telur rétt og skylt að gera. Umræður um málið síðar í janúar hafa styrkt þá skoðun, sem lesa má á undir- skriftablaðinu, að forsetaembættið skuli m.a. mótast af virðingu fyrir rétti þjóðarinnar til að ráða örlaga- ríkustu málum til lykta með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Undirskriftasöfnun hefði ekki haf- izt nema af því að þeir sem að henni stóðu trúðu því, að forseta landsins væri ljúft að taka tillit til álits al- mennings. Þeir reynast hins vegar býsna margir sem ekki eru sannfærð- ir um það. Ég vænti þess, að þér sér kærkomið að lýsa því hér í blaðinu, hvemig þú metir álit almennings í þessu efni, til að eyða óvissu sem gætir alltof víða. Ef nefnd yrði tala æskilegra undirskrifta eða nauðsyn- legra, yrði það kærkomin leiðbeining fyrir þá sem safna undirskriftum. Viðbrögð almennings hér í Reykjavík og víða um land benda til þess, að talan mætti vera býsna há án þess að vera óyfirstíganleg. Það er ekki mikill tími til stefnu, en stjómarskrá- in gerir þó ráð fyrir því, að dragast megi allt að tveimur vikum að stað- festa lög. Önnur aðferð til að kanna hug almennings er úrtaksskoðanakönn- un. Með henni gæfist tækifæri til að spyrja samtímis, hvort viðkom- andi vildi að forseti Islands legði lög- in fyrir þjóðina til staðfestingar eða hvort viðkomandi væri andvígur því. BJÖRN S. STEFÁNSSON VESTURVALLAGÖTU 5 REYKJAVÍK Um fréttamat Frá Kristni Kristmundssyni: ENGAN þarf að undra þótt skoðanir séu skiptar á svonefndu fréttamati sjónvarpsstöðva. Hitt ætti að vera ágreiningslaust að talsmönnum fréttastofa sé skylt að sýna háttvísi og skýra sjpnarmið sín ef fréttum er hafnað. Á því er misbrestur. Hinn 13. apríl sl. var haldið hátíð- legt 40 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni. Um 300 manns sóttu veglegt afmælishóf þetta kvöld, nem- endur, starfsmenn og fjöldi gesta, þ. á m. menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóri menntamálaráðu- neytisins. Gert hafði verið viðvart á fréttastofu ríkissjónvarpsins með góðum fyrirvara og varð ekki annað ráðið af viðbrögðum þess starfs- manns, sem rætt var við, að honum þætti full ástæða til að birta frétt af afmælinu. Staðfesting þess þótti fengin með komu fréttaritara á vett- vang enda tók hann svipmyndir af því sem fram fór og viðtöl bæði við VELVAKANDI GÆLUDYR Kettlingar KETTLINGAR fást gefins. Upplýsingar í síma 682489. Kettlingur AF SÉRSTÖKUM ástæðum vantar 5 mánaða læðu gott heimili. Mjög blíð og góð. Upp- lýsingar í síma 611075 eftir kl. 17. Kettlingur týndur SÍÐASTLIÐINN fimmtudag hvarf 4 mánaða kettlingur af heimili sínu að Kópavogsbraut 41. Þetta er fress, svartur utan hvítur á loppum, trýni og kvið. Hann er lítill og ómerktur, en síminn hjá honum er 45535. Páfagaukur LÍTILL páfagaukur fæst gef- ins. Búr og tilheyrandi fylgir. Upplýsingar í síma 42653. Köttur heimakominn UNGHÖGNI einn hefur gert sig heimakominn á Njálsgötu 39b síðustu vikuna eða svo. Hann er talinn með síamsblóð, gljásvartur allur utan hvítur á bringu, tám og aðeins í kring um munn. Augun ljós. Er drengurinn ómerktur, en ef ein- hver kannast við hann, er hann í síma 19817. Síamsfress fæst gefins SÍAMSFRESS óskar eftir góðu heimili. Karfa og fleiri fylgi- hlutir. Upplýsingar í síma 22789 eftir kl. 17. TAPAÐ/FUNDIÐ Budda fannst ÞAU SEM svara í síma 23418 fundu buddu með lyklum, strætómiðum og einhverju fleiru á Sólvallagötu síðastlið- inn föstudag. Sá sem týndi henni getur vitjað hennar í umræddum síma. Gullkeðja 18 KARATA karlmannsgullk- eðja týndist dagana 5. til 7. apríl. Ékki er fullljóst hvar eig- andinn var er keðjan brast og týndist, en ekki er þó útilokað að það hafi verið á hafnarsvæð- inu í Reykjavík, hugsanlega nærri afgreiðslu Akraborgar. Herdís og Ingvi eru að leita að keðjunni og þau eru í síma 30665. Bindisnæla HEIMIR tapaði silfurlitaðri bindisnælu inn við Laugardals- höll á laugardaginn. Hann von- ar að einhver hafi fundið hana og síminn er 670413. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL, Olympus AF-10 Super, tapaðist í miðborg Reykjavíkur föstudaginn 16. apríl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 73322. Aðalfundur Nýaldarsamtakanna Aðalfundur Nýaldarsamtakanna verður haldinn í sal samtaknanna á 3 hæð, Laugavegi 66, fimmtudaginn 6. maí og hefst hann kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum fundi mun Magnús Skarphéðinsson halda fyrirlestur um Tilraunafélagið. Stjórnin. Viltu gera góð kaup? Allt á hálfvirði á afsláttarstandinum menntamálaráðherra og undirritað- an í tilefni afmælisins. Engin frétt hefur enn birst í sjón- varpinu og í dag, 23. apríl, fengust þau svör hjá fréttastofu sjónvarps að farist hefði fyrir að birta fréttina, aðsent myndefni ekki fundist þegar til átti að taka, nú þætti of langt um liðið og efnið hefði verið endur- sent fréttaritaranum. Ég benti á að 10 dagar væri ekki langur tími mið- að við 40 ár og var á það fallist. Ekki veit ég hvernig framkoma af þessu tagi er metin í þeirri virðu- legu og mjög umtöluðu stofnun, rík- issjónvarpinu. Hitt veit ég að hér um slóðir er mörgum misboðið og telja þeir að óvirðing hafi verið gerð skól- anum og þeim sem hlut eiga að máli, þ.m.t. menntamálaráðherra. Síðast en ekki síst er með slíku fram- ferði valtað purkunarlaust yfír dug- legan og áhugasaman fréttaritara af landsbyggðinni. Heils hugar styð ég þá sem vilja standa vörð um ríkissjónvarpið og efla veg þess og viðgang. Vinnubrögð eins og hér er lýst eru ekki til þess fallin. KRISTINN KRISTMUNDSSON, Laugarvatni. LEIÐRETTIN GAR Hárgreiðslu- stofa í frétt í Morgunblaðinu í fyrra- dag, þar sem skýrt er frá nýrri hárgreiðslustofu í miðbæ Hafnar- fjarðar, segir að starfsemi hár- greiðslustofunnar, sem var á Reykjavíkurvegi 16, hafi verið lögð niður. Það er ekki rétt, þar sem þar er rekin hárgreiðslu- og snyrtistof- an Húð og hár. Beðist er velvirðing- ar á þessu Villa í andláts- tilkynningu , í Morgunblaðinu sl. laugardag birtist tilkynning um andlát og út- för Arthurs L. Rose. Rangt var farið með dánardag í tilkynning- unni, en hið rétta er að Arthur andaðist 20. apríl og var jarðsettur 23. apríl. Heimilisfang aðstandanda misritaðist einnig, en Þóra Odds- dóttir Rose býr að 6336 Diane Rd, Jacksonville, Florida 32211, USA. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Minkapelskápur og jakkar, pelsfóðurkápur og jakkar, leðurkápur og jakkar. Margt nýtt á standinum þessa viku. Greiðslukjör við allra hæfi. Fallegur fatnaður frííK- PEISINNÍ Kirkjuhvoli • sími 20160 L Okeypis lögfræðiaðstoð verdur veitt í síðasta sinn á þessum vetri í kvöld á milli kl. 19.30 og 22.00 ■ síma 11012. ORATOR, félag laganema. Tónleikar Magneu eru í kvöld í frétt í Morgunblaðinu í gær af burtfarartónleikum Magneu Tóm- asdóttur í Norræna húsinu var dag- setninginn röng, eins og nærri mátti geta, þar sem nefndur var 23. apríl. Tónleikarnir eru í kvöld, fimmtudagskvöld 29. apríl og hefj- ast klukkan 20:30. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Fitubrennsla Síðasta 8 vikna námskeiðiö fyrir sumariö hefst 3. maí Engin fitubrennslunámskeiö í sumar í boði eru fitubrennslutímar I og II I fyrir byrjendur. li fyrir þá, sem eru í einhverri þjálfun og vilja taka vel á (pallar notaðir). • Fitumæling og vigtun • Matarlistar og ráðleggingar • Fyrirlestrar um megrun og mataræði Sá sem missir 8 kíló eða fleiri fær frítt mánaðarkort hjá Ræktinni. Látið skrá ykkur strax. Takmarkaður fjöldi kemst að. Upplýsingar í síma 12815 og 12355. ræhtin S.f FROSTASKJÓL 6 • SÍMAR 12355 & 12815 SÓLBAÐSTOFA . AEROBIK . LÍKAMSRÆKT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.