Morgunblaðið - 29.04.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.04.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 URSLIT HM í knattspyrnu Leikir í gær. 1. RIÐILL Lissabon, Portúgal: Portúgal - Skotland............5:0 Rui Barros 2 (5., 70.) Jorge Cadete (2 45., 72.), Paulo Futre (67.). 28.000. Staðan: Sviss 6 4 2 0 17 4 10 Ítalía 6 4 2 0 15 5 10 Portúgal 5 2 2 1 8 4 6 5 1 2 2 4 8 4 3 0 12 0 8 1 Malta 7 0 1 6 2 17 i 2. RIÐILL Osló, Noregi: Noregur - Tyrkland..................3:1 Kjetil Rekdal (14.), Jan Aage Fjörtoft (17.), Jahn Ivar Jakobsen (55.) - Feyyaz Ucar (57.). 21.530. London, Englandi: Engiand - Holland...................2:2 Bames (1.), Platt (23.) - Bergkamp (34.), Van Vossen (85. - vítasp.). 73.163 Lodz, Póllandi: Pólland - San Marinó................1:0 Jan Furtok (68.). 10.000. Staðan: Noregur..............5 4 1 0 18: 3 9 England..............5 3 2 0 15: 3 8 3 2 ..3 2 10 ..8 116 1 17: 8 8 4: 2 5 7:17 3 6 1:29 1 Holland..............6 Pólland... Tyrkland.... SanMarínó............7 0 1 3. RIÐILL Dublin, írlandi: írland - Danmörk....................1:1 Quinn (75.) - Vilfort (27.). 33.000. Sevilla, Sþáni: Spánn - Norður-írland...............3:1 Julio Salinas 2 (21., 26.), Fernando Hierro (41.) - Kevin Wilson (11.). 37.600. Staðan: Danmörk 7 3 4 0 5: 1 10 írland 6 3 3 0 10: 1 9 Litháen 7 2 3 2 8:11 7 N-írland 7 2 2 3 8:10 6 8 0 4 4 3:15 4 Albanía 7 1 i 5 4:14 3 4. RIÐILL Ostrava, Tékkóslóvakíu: Tékkóslóvakía - Wales .1:1 Latal (41.) - Hughes (31.). 16.000. Staðan: Belgía 7 6 0 1 12: 3 12 Rúmenía 6 4 1 1 19: 51 9 Wales 6 3 1 2 11: 8 7 Tékkóslóvakía 5 1 3 1 8: 5 5 Kýpur 8 2 1 5 8:13 5 Færeyjar 6 0 0 6 1:25 0 410 5 8 3 6 6 4 8 0 14 0 5. RIÐILL JMoskvu, Rússlandi: Rússland - Ungverjaland.............3:0 Andrei Kanchelskis (55.), Igor Kolyvanov (60.), Sergei Yuran (86.). 30.000. Staðan: Grikkland............5 4 1 0 5: 0 9 Rússland.............4 4 0 0 107: 0 8 Ungveijaland........5 113 4: 6 3 ísland...............4 1 0 3 2: 4 2 Lúxemborg............4 0 0 4 0:11 0 6. RIÐILL Sofíu, Búlgaríu: Búlgaría - Finnland...............„.2:0 Khristo Stoichkov (14. - vítasp.), Zlatko Yankov (43.). 35.000. París, Frakklandi: Frakkland - Svíþjóð.................2:1 Eric Cantona 2 (42. - vítasp., 82.) - Mart- in Dahlin (14.). 43.000. Staðan: Frakkland.............6 5 0 1 11: Búlgaría..............6 4 0 2 10 Svíþjóð...............4 3 0 1 Austurríki............4 2 0 2 Finnland........ .....4 0 0 4 ísrael................4 0 0 4 Snóker Heimsmeistarakeppnin í snóker í Sheffield. 8-manna úrslit í gær: 1-Stephen Hendry - 9-Nigel Bond..13: 7 (121-11, 89-43, 118-8, 67-71, 88-0, 69-63, 71-23, 31-68, 74-59, 0-139, 129-0, 106-21, 73-28, 0-101, 45-73, 69-57, 48-63, 19-68, 67-52, 95-0). 3-Jimmy White - 11-Dennis Taylor.13: 8 (81-0, 0-75, 81-24, 31-67, 25-69, 65-63, 24-68, 18-76, 63-15, 88-1, 59-49, 55-69, 71-36, 100-6, 75-66, 62-21, 41-63, 109-17, 56- 80, 89-2, 62-55). 7-James Wattana - 2-John Parrott.13: 6 (60-43, 27-68, 59-39, 74-12, 7-122, 72-61, 41-44, 65-55, 19-101, 0-136, 67-25, 67-36, 66-17, 79-1, 77-63, 74-8, 32-102, 95-7, 57- 31). 13-Alan McManus - 5-Neil Foulds..13:11 (110-31, 40-65, 0-124(124 í stuði), 63-31, 37-66, 89-25, 59-68, 81-33, 28-81, 62-17 16-100(100), 83-36, 35-71, 72-44, 63-11, 75-7, 58-59, 71-20, 73-14, 91-39, 0-100(100), 45-62, 1-91, 90-42). Íshokkí HM í Þýskalandi, 8-liða úrslit: Kanada - Finnland..................5:1 Tékkóslóvakía - Ítalía............ 8:1 ■Kanada og Tékkóslóvakía eru komin í undanúrslit NHL-deildin Leikir aðfaranótt miðvikudags:. Toronto - Detroit..................5:4 ■Eftir framlengingu. Torontó er yfir 3:2. L.A. Kings — Calgary...............9:4 ■Los Angeles er yfir 3:2. . Winnipeg — Vancouver...............4:3 ■ Eftir framlengingu. Vancouver er yfir .3:2. HANDKNATTLEIKUR Besta dómaraparið í fríi til hausts Rögnváld Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma ekki fleiri leiki í úrslitakeppni íslandsmóts- ins í handknattleik. Aðspurðir sögðust þeir hafa fengið nóg af svívirðingum og þar sem þeir vildu íþróttinni vel, ætluðu þeir ekki standa í vegi fyrir félögum, sem teldu þá ekki valda dómarahlut- verkinu. Félagarnir dæmdu undanúr- siitaleik þýska liðsins Massenheim og spænska liðsins Barcelona í Evrópukeppni meistaraliða s.l. sunnudag og fengu góða dóma, en voru gagnrýndir fyrir ieik Vals og Selfoss kvöldið eftir. Þeir sögð- ust oft hafa dæmt leiki erlendis skömmu eftir komu og þar sem það hefði gengið vel hefðu þeir óskað eftir fyrrnefndum leik í Laugardalshöll. Hagræðing hefði líka haft sitt að segja, því með þessu fyrirkomulagi hefði Stefán getað nýtt nýtt sér veruna í Reykjavík, en hann býr á Akur- eyri. Þeir hefðu því ákveðið að gera þetta svona, en eftir á að hyggja hefði það ef til vill ekki verið rétt. Hins vegar hefði umræddur leikur ekki ráðið úrslitum um ákvörðun þeirra, heldur væra þeir orðnir leiðir á almennu viðhorfi til dómara. Þeir væru að dæma fyrst og fremst vegna áhuga og ánægju og því væri ábyrgðarhluti að halda áfram, þegar þeir hefðu ekki garaan af því sem þeir væru að gera. Samt væru þeir ekki hættir og kæmu vonandi til leiks í haust, en nú legðu þeir áherslu á að undirbúa sig fyrir tvo leiki í Evrópukeppni landsliða á Spáni. Rögnvald og Stefán eru besta par landsins, en Hákon Siguijóns- son og Guðjón L. Sigurðsson, par nr. tvö, tilkynntu að þeir dænú ekki fleiri leiki í úrslitakeppninni. Ákvörðun þeirra breytti engu, því þar sem þeir dæma fyrir Val er ljóst að þeir hefðu ekki fengið leik í úrslitunum um íslandsmeist- aratitilinn. KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN Reuter Eric Cantona var heldur betur í sviðshósinu í París í gærkvöldi - hann skoraði bæði mörk Frakka í sigurleik, 2:1, gegn Svíum. Hér leikur hann fram hjá Ingesson, varnarmanni Svía. Heppnin ekki með Englendingum „ÉG er ekki ánægður með þessi úrslit. Það er grátlegt að missa niður tveggja marka for- skot því að við lékum mjög vel,“ sagði Graham Taylor, þjálfari Englendinga, eftir að þeir máttu sætta sig við jafn- tefli við Hollendinga, 2:2, á Wembley. Englendingar voru betri og sóttu grimmt að okkur. Ég er mjög ánægður með úrslitin - heppnin var með okkur,“ sagði Dick Ádvocaat, þjálfari Hollendinga. Ruud Gullit var á sama máli, en hann sagði að Hollendingar hefðu komið á réttum tíma inn í leikinn. Peter van Vossen, sem kom inná sem varamaður hjá Hollendingum - fyrir Gullit, skoraði jöfnunarmark þeirra þegar fimm mín. voru til leiksloka. Vítaspyrnan var dæmd á Des Walker, sem felldi Marc Overmars. Englendingar fengu óskabyijun þegar að John Bames skoraði mark eftir aðeins 60 sek. og síðan bætti David Platt öðra marki við á 23. mín. - hans sjöunda mark í fimm landsleikjum, eftir undirbúning Barnes. Paul Gascoigne lék ekki með í seinni hálfleik, en hann fékk olnbogaskot frá Jan Wouters, leik- manni með Bayern Miinchen. Dennis Bergkamp minnkaði muninn fyrir Holland fyrir leikhklé - með glæsilegu marki. Hann fékk knöttinn inn fyrir vörn Englandinga og vippaði honum yfir Chris Wood, markvörð, sem var kominn of langt útúr markinu. Norðmenn, Englandingar, Hol- lendingar og Pólveijar beijast um tvo farseðla til Bandaríkjanná 1994. Liðin sem léku á Wembley í gær- kvöldi, voru þannig skipuð. Englandi: Chris Woods - Lee Dixon, Des Walker, Tony Adams, Martin Keown - Paul Ince, Carlton Palmer, Paul Gascoigne (Paul Merson 46.), John Barnes - David Platt, Les Ferdinand. Holland: Ed de Goey - Danny Blind, Frank de Boer, Jan Wouters, Rob Witschge - Aaron Winter, Frank Rijkaard, Dennis Bergkamp - Johnny Bosman (John de Wolf 46.), Ruud Gullit (Peter van Vossen 70.), Marc Overmars. KNATTSPYRNA KR vann Fram KR-ingar unnu Framara, 2:1, í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Ómar Bendtsen og Sigurður R. Eyjólfsson skoruðu mörk KR, en Brynjar Jóhannesson mark Fram. KR-ingar mæta Valsmönnum í undanúrslitum á mánudaginn, en Framarar mæta Fylkismönnum í hinum undanúrslitaleiknum á þriðjudaginn. Fylkir skellti ÍR, 6:0, á þriðiudaginn. Finnur Kolbeinsson 3, Kristinn Tómasson 2 og Þórhall- ur Dan Jóhannsson skoruðu mörk Fylkis. Strákarnir töpuðu Islenska landsliðið, skipað leik- mönnum 16 ára og yngri, náði sér ekki á strik gegn Pólveijum í EM í Tyrklandi í gær. Pólveijar, sem voru mun sterkari, unnu 2:0. N-írara og Svisslendingar gerðu jafntefli, 1:1, þannig að íslenska liðið nægir jafntefli gegn Sviss á morgun til að komast í 8-liða úrslit. ■ EINNAR mín. þögn var fyrir leiki í HM-keppninni í gærkvöldi, til að minnast sautján lándsliðs- manna Zambíu, sem létust í flug- slysi í gærmorgun. ■ ÍRAR og Danir fengu á sig sín fyrstu mörk í HM, þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, í Dublin. Irar náðu sér aldrei verulega á strik og það var Niall Quinn sem tryggði þeim jafntefli með fallegu skallamarki. ■ ÚKRANÍUMAÐ URINN An- drei Kanchelskis, leikmaður Man. Utd., kom Rússum á bragðið gegn Ungverjum. Hann skoraði fallegt mark eftir mikinn einleik á 55 mín. og eftir það skoruðu Rússar tvö önnur glæsimörk. ■ RÚSSAR léku sinn fyrsta leik í Moskvu frá því í október, en þá fengu þeir Islendinga í heimsókn. ■ ERIC Cantona var hetja Frakka, sem lögðu Svía, 2:1, í París í gærkvöldi. Svíar skoruðu fyrst ódýrt mark, en Cantona jafn- aði og skoraði sigurmarkið átta mín. fyrir leikslok. ■ CANTONA tók heldur betur við hlutverki Papins, sem er meidd- ur. Hann hefur skorað 17 mörk í 31 landsleik fyrir Frakkland. I N-IRAR komust yfir gegn Spánveijum í Sevilla, en miðheij- inn Saiinas kom Spánverjum yfir, 2:1, með tveimur mörkum á fimm mín. og Fernando Hierro gull- tryggði sigur Spánveija, 3:1. ■ VAN Vossen, sem skoraði jöfn- unarmark Hollands, skoraði sitt sjötta mark í sex landsleikjum. ■ JOHN Barnes, sóknarleikmað- ur Liverpool, skoraði sitt ellefta mark fyrir England í 70 landsleikj- um. Markið var hans fyrsta í lands- leik í þijú ár. ■ DENNIS Bergkamp skoraði sitt þrettánda mark fyrir Holland í 22 landsleikjum. Mark hans á Wembley var afar glæsilegt. KORFUBOLTI / EM DRENGJALANDSLIÐA Stórsigur gegn Búlgaríu Íslendingar sigruðu Búlgari, 98:70, í fyrsta leik undanúrslitariðils Evr- ópumóts drengjalandsliða í körfu- knattleik í Litháen í gær. Staðan í leikhléi var 47:42. Islenska liðið náði forystu strax í byijun og var yfir allan leikinn. Liðið gerði m.a. þrettán fyrstu stigin í scinni hálfleik. Helgi Guðfinnsson var stigahæstur með 39 stig, Ólafur Ormsson gerði 22, Arnþór Birgisson 20, Gunnar Ein- arsson 9, Ómar Sigmarsson 7 og Frið- rik Stefánsson 1. Friðrik tók einnig 5 fráköst og varði 5 skot. Páll Krist- insson tók 9 fráköst. Skotnýting íslenska liðsins í 2ja og 3ja stiga skotum var 40% og 75% í vítaskotum. Liðið gerði alls níu 3ja stiga körfur í leiknum. Að sögn Björns Björgvinssonar fararstjóra lék Helgi Guðfinnsson frábærlega og þeir Páll og Friðrik hefðu verið mjög sterkir í fráköstunum. íslenska liðið mætir Pólveijum í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.