Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/LESBOK STOFNAÐ 1913 97.tbl.81.árg. LAUGARDAGUR 1. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Styrjöldin í Bosníu-Herzegóvínu Serbar knúnir tíl friðarviðræðna Belgrad. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Bosníu-Serba virtust í gær vera að láta undan gífurlegum þrýstingi frá vestrænum stjórnvöldum og einnig stjórninni í Serbíu, sem vill að þeir samþykki friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir hugsanlega hernaðar- íhlutun Yesturlanda. Serbneskir leiðtogar í Belgrad reyndu allt sem þeir gátu til að fá Bosníu-Serba til að samþykkja frið- aráætlunina, sem myndi skuldbinda þá til að afsala sér stórum landsvæð- um sem þeir hafa náð á sitt vald í stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu. Owen lávarður, milligöngumaður Evrópu- bandalagsins í friðarviðræðunum, kvaðst telja að serbnesku stjórninni myndi takast að neyða leiðtoga Bosn- íu-Serba til að undirrita friðaráætl- unina, hugsanlega á tveggja daga fundi hinna stríðandi fylkinga í Aþenu nú um helgina. Hann sagði Umsókn Norðmanna Strandar EB-aðild á fískveiði- deilunni? Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. AÐ SÖGN breska dagblaðsins Financial Times í gær er hætt við að viðræður um aðild Norðmanna að Evrópubandalaginu (EB) fari út um þúfur vegna sjávarútvegs- hagsmuna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins teHa samninga- menn EB kröfur Norðmanna í sjávarútvegsmálum óaðgengileg- ar. Norðmenn neita meðal annars að veita framkvæmdastjórn EB umboð til að semja við ríki utan bandalags- ins um sjávarútvegsmál, auk þess sem þeir hafna kröfum EB um meiri veiðiheimildir innan norskrar lög- sögu. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, sagði í gær að Norðmenn hefðu lent utan við EB á sínum tíma vegna sjávarútvegs- hagsmuna og það gæti endurtekið sig nú. Andfýla drap hjónabandið Jerúsalem. Reuter. ANDFÝLA er góð og gild ástæða til þess að veita hjónum skilnað, að því er einn af æðstu gyðingaprestum ísraels hefur úrskurðað. Shlomo Goren, fyrrum æðsti- prestur í ísrael, vitnaði til gam- alla kennibóka gyðinga þar sem getið er um andfýlu eiginmanns eða -konu sem næga ástæðu til þess að binda enda á hjúskap þeirra. Að sögn fréttastofunnar Item eru nokkur dæmi þess í ísrael í seinni tíð að hjónaskiln- aður hafi verið heimilaður á grundvelli andremmu. Rússlandsforseti Nýttsam- bandsráð til höfuðs þinginu? Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, íhugar að stofna nýtt „sambandsráð" sem gæti tekið við löggjafarvaldinu af Æðsta ráðinu og fulltrúaþinginu ef andstæðingar hans þar hindr- uðu umbætur, að sögn Míkhaíls Poltoraníns, háttsetts sam- starfsmanns forsetans. Poltoranín upplýsti ekki hvers konar ráð þetta yrði, en talið er að Jeltsín vilji efla sambandsráðið gamla, ráðgjafarnefnd sem skipuð er fulltrúum frá sjálfstjórnarsvæð- unum. Poltoranín sagði að Jeltsín kynni einnig að stokka upp í stjórn- inni og hefja rannsókn á meintri spillingu háttsettra embættismanna. Vill þingið samstarf? Oleg Rúmjantsev, formaður stjórnarskrárnefndar rússneska þingsins, sagði í gær að hugsanlega gæti þingið haft samstarf við Jeltsín um nýja stjórnarskrá. Sagði hann að þingið gæti fallist á 60% þess sem væri að finna í stjórnarskrárdrögun- um, sem Jeltsín kynnti í fyrradag, og taldi unnt að semja um hitt. Drög- in gera ráð fyrir auknu forsetaváldi. Mikil óánægja á ítalíu með ákvörðun þingsins um að halda hlífiskildi yfír Craxi Líkur á að afnám þing- helgi bjargi stjórninni að refsiaðgerðirnar gegn Serbíu og Svartfjallalandi sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í vikunni hefðu knúið Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, til að beita áhrifum sínum til "að telja Bosníu-Serbum hughvarf. Clinton íhugar loftárásir Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að ummæli vest- rænna leiðtoga um hugsanlega hern- aðaríhlutun kynnu að hafa fengið Bosníu-Serba til að endurskoða af- stöðu sína til friðaráætlunarinnar. Búist er við að Clinton taki um helg- ina ákvörðun um frekari aðgerðir til að binda enda á stríðið í Bosníu. Flest benti til þess í gær að hann myndi heimila loftárásir á serbnesk skotmörk í Bosníu og beita sér fyrir því að bann við sölu vopna til Bosn- íu yrði afnumið svo múslimar gætu varið sig. Hann íhugar einnig tillðgu um að koma á griðasvæði fyrir músl- ima í landinu. Bretar og Frakkar hafa verið tregir til að fallast á af- nám vopnasölubannsins en talsmað- ur Clintons sagði að andstaða þeirra hefði minnkað. Sjá „Varanlegur friður..." á bls. 36. Reuter Langþráður endurfundur 15 PALESTÍNUMENN, sem ísraelar ráku frá hernumdu svæðunum, sneru heim í gær eftir að ísraelsstjórn hafði ákveðið að binda enda á útlegð þeirra' og 15 annarra. Um 5.000 manns tóku á móti útlögunum fyrrverandi þegar þeir komu til Vesturbakka Jórdanar. Margir þeirra eru læknar, stjórnmálamenn eða háskólamenn og nokkrir höfðu verið í útlegð í rúm 20 ár. Á myndinni fagna ættingjar og vinir einum þeirra. Hóin. Reuter. AUKNAR Ukur voru á því í gær að tveggja daga gömul stjórn Carlos Azeglios Ciampis, forsætisráðherra Italíu, héldi velli þrátt fyrir afsögn fjögurra ráðherra nokkrum klukkustundum eftir að stjórnin tók við völdum. Þúsundir manna efndu til mótmæla á götum stórborganna og mikið uppnám varð á fjármálamörkuðum landsins eftir að þingið hafði neitað að svipta Bettino Craxi, fyrr- verandi forsætisráðherra, þinghelgi og heimila þannig málshöfðun á hendur honum vegna meintrar spillingar. Ýmislegt benti til þess Ciampi tækist að telja fjórmenningunum hughvarf með því að lofa þeim að beita sér fyrir því að stjórnarskrárákvæði um þinghelgi allra þingmanna yrði afnumið. Þrír ráðherrar Lýðræðisflokks vinstrimanna, fyrrverandi kommún- istaflokks landsins, og ráðherra úr flokki Grænfriðunga sögðu af sér til að mótmæla þeirri ákvörðun þingsins að halda hlífiskildi yfir Craxi. Ciampi og Oscar Luigi Scalfaro forseti ræddu í gær hvernig koma mætti í veg fyrir að 52. stjórn landsins á jafn mörgum árum yrði sú skammlif- asta í sögu landsins. Leopaldo Elia, sem fer með stjórnarskrármál óg umbætur á kosningalöggjöfinni inn- an stjórnarinnar, krafðist „róttækra breytinga" á stjórnarskrárákvæðinu, svo hægt yrði að sækja þingmenn til saka. Vill fyrrverandi kommúnista í stjórnina „Það er augljóst að forsætisráð- herrann er að reyna að fá Lýðræðis- flokk vinstrimanna aftur í stjórnina þar sem markmið hans er að tryggja sér eins stóran meirihluta á þinginu og kostur er," sagði Gerardo Bianco, þingflokksformaður Kristilegra demókrata. Heimildir í Róm hermdu að Ciampi hygðist biðja þingið um að það afnæmi stjórnarskrárákvæðið um þinghelgina, því það væri eina leiðin til að telja leiðtogum Lýðræðis- flokks vinstrimanna hughvarf. Sjá „Þingmenn slá..." á bls. 36. Reuter Ákvörðun þingsins mótmælt NÁMSMENN fyrir utan stjórnarráðið í Róm mótmæla þeirri ákvörð- un ítalska þingsins að svipta Bettino Craxi, fyrrverandi forsætisráð- herra, þinghelgi og koma þannig í veg fyrir að hægt verði að sækja hann til saka fyrir meinta spillingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.