Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 p.fior !/.r/ r i moA.iH/uriHOr/ JÓN: Mér finnst höfundurinn vera að láta í Ijósi sína trúarbar- áttu. Mér finnst verkið frekar áfellisdómur yfir sálar- og félags- fræði. ■ GRÉTAR: Eftirþví sem á leið skyrijaði ég þennan mann á vissan hátt sem heilbrigðan, næstum eins og ungbam. ■ ERLENDUR: Ég man ekki eftir úr mínu starfi sem afbrotafræð- ingur að hafa kynnst afbroti ántilefnis. AUKASTUND VILLIDÝRS eftir Guórúnu Guólaugsdóttur VIÐ erum stödd í blekkingarheimi, myrkari og þrengri þeim venjulega. Þrjár manneskjur tala, hinar sitja í röðum og þegja. Ég er í þögla hópnum. Ungur maður með tryll- ingslegt augnaráð æðir um frammi fyrir tveimur konum. Glefsur úr samtali þeirra sitja í mér. „Þetta var samanburð- arverkefni, við vildum kanna svartholin í alheimi sálarinn- ar,“ segir sú yngri við þá eldri, sem er prestur. „Hugmynd- in var sú að leyfa aivarlega geðtrufluðu fólki að hafa og bera ábyrgð á dýri til þess að prófa hvort það ylli persónu- leikatruflun,“ bætir hún við. „Gaupan sefur í 21 tíma, veið- ir í 3 tíma og borðar í 1 tíma,“ segir ungi maðurinn ókyrr. „Það eru 25 tímar, meira en sólarhringur,“ segir stúlkan. „Tuttugasti og fimmti tíminn er stund Gaupunnar,“ hrópar ungi maðurinn, sem sekur er um „tilefnislaust ofbeldi", drap hjón sem hann þekkti ekki, rak skæri í annan sjúkl- ing og drap síðan köttinn sem honum var trúað fyrir. „Ég samdi þessa dæmisögu meðan rauði kötturinn minn svaf með bakið í ritvélina. Húsið sem pabbi byggði stendur enn, minnisbókin var brennd. Kannski eru tuttugu og fimm tímar í sólarhringnum. Gaupan er tígrisdýr Vesturbotna. Betur get ég ekki útskýrt þetta,“ er haft eftir höfundi, Per Olov Enquist í leikskrá Þjóðleikhússins. Bríet Héðins- dóttir leikstýrir Stund Gaupunnar, sem Þórarinn Eldjárn hefur þýtt á vandað íslenskt mál. Ég fékk þá þá Erlend Baldursson afbrotafræðing, Grétar Marinósson sálfræðing og Jón Bjarman prest til þess að sjá þessa sýningu með mér og fjalla að því loknu um þetta verk áleitinna spurn- inga samtímans. Á.mynd f.v. Ingvar, Guðrún og Lilja Eg var búin að vera 18 ár prestur í þjóðkirkj- unni, án þess að trúa,“ segir presturinn, sem Guðrún Stephensen túlkar af miklu öryggi, í upphafi leikritsins. Kynni konunnar af unga manninum verða til þess að hún tekur trú en segir sig jafnframt úr þjóðkirkjunni. Er þetta áfellis- dómur yfir kirkjunni? Jón Bjarman:„Það finnst mér ekki. Þetta er trúarlegt leikrit frá upphafi til enda, föstuleikrit með öllum píslarsöguminnunum, uppris- an er líka þarna með, fjallar um lífið eftir dauðann. Þegar unga stúlkan, sálfræðingurinn sem Lilja Þórisdóttir leikur sannfærandi, þol- ir ekki meira þá ýtir presturinn henni frá sér og segir; hvað svo, hvað svo. Mér finnst höfundurinn vera að láta í ljósi sína trúarbar- áttu. Mér finnst verkið frekar áfell- isdómur yfir sálar- og félagsfræði." I verkinu er gefið í skyn að ungi maðurinn og sálfræðingurinn hafí átt einhver skipti saman sem hvor- ugt þeirra vill tala um. „Hvað hef- ur komið fyrir á milli ykkar?“ spyr presturinn. Kannski hefur það gerst sem er langt handan við öll fræði, sem á rætur sínar í tilfinn- ingum. Verkið gerist á einhvers konar réttargeðdeild, um starfsemi slíkra deilda hefur mikið verið fjallað í ræðu og riti á íslandi undanfarin ár. Er þetta verk þá áfellisdómur yfir slíkum stofnunum? Erlendur BaIdursson:„Tilraun sem sú, er sagt er frá í leikritinu, myndi aldrei vera leyfð hér á Sogni eða í íslenskum fangelsum. Sál- fræðingurinn varpar af sér ábyrgð af þessari tilraun, talar um stjórn- unarhópinn sem öilu ráði, þegar líður á verkið vaknar sú spurning í leikhúsi með afbrotafræð- ingi, presti og sálfrædingi hver er með hvern í meðferð. Strák- urinn verður sálfræðingnum á viss- an hátt yfirsterkari. Eg þekki þá íslenska menn sem vistaðir hafa verið á réttargeðdeildum, enginn þeirra er líkur þessum manni sem verk Enquist fjallar um. Hann virð- ist vera geðklofasjúklingur og lifa í tvenns konar heimi, hinum harða heimi veruleikans og svo heimi himnahörpunnar.“ Ungi maðurinn persónugerir köttinn sem hann fær til umsjónar, gefur honum nafn afa síns, prédik- ara, sem hann elskaði mjög og ólst upp hjá. „Valli fór að mala þegar hann heyrði um himnahörpuna," segir ungi maðurinn. Himnaharpan voru símavírar sem tengdir voru í gaflinn á húsi afans og virtust ná upp til stjarnanna. Söngur þeirra er ein af sælum endurminningum unga mannsins. Hann elskar hús afans, en brennir það eigi að síður niður, hann elskar köttinn sinn, en drepur hann. Allir drepa yndið sitt, segir í frægu kvæði eftir Óskar Wilde. Af hveiju gerir fólk þetta? Grétar Marinósson sálfræð- ingur:„I leikskránni er gefið í skyn að vissa hluti sem gerast í verki Enquist megi rekja beint til lífs- reynslu hans. Ég fékk það út að sonur hans hefði orðið geðveikur og gert ýmislegt af sér. Þetta er mín þykjasta. Eftir því sem á leið skynjaði ég þennan mann á vissan hátt sem heilbrigðan, næstum eins og ungbarn. Mjög viðkvæman en hömlulausan einstakling með ein- staklega tilfinningaþrungin við- brögð, hann myndar mjög sterk tengsl, t.d. við afa sinn, sem hann gerir svo beinlínis að Guði. Tilgáta mín er sú að þegar honum finnst troðið á þessum tilfinningatengsl- um eða þau tekin frá honum rísi hann upp til ofsafenginna varna. Fólkið sem hann drap, bjó í húsinu sem afí hans hafði átt. Honum fannst þau saurga þetta hús og drap þau þess vegna, en hann ger- ir það ekki af ofbeldisþörf, þess vegna lagði hann líkin í faðmlög úti í snjónum. Þessi maður er sjúkl- ingur. Sjúkdómurinn hefur gert hann að afbrotamanni. Hann drep- ur og færir rök fyrir þeirri breytni, það á hann sameiginlegt með venjulegum sakhæfum mönnum.“ í leikritinu segir presturinn: „Al- máttugur, má loka dýr inni,“ hvað þá með menn? Erlendur: „Mér sýnist að höf- undur sé ekki sterkur í sálar- eða félagsfræði. Hann kýs að gera sál- fræðinginn að fulltrúa vísindanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.