Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 26

Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 26
26 MQRGI.'NBLADIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 199,3 Kasparov og Short hafa fengið sáralítinn stuðning við ný- stofnuð atvinnumannasamtök sín og sjálfstætt eingvígishald FÁTT getur nú komið í veg fyrir það að tvö heimsmeistaraeinvígi í skák fari fram I haust. Annað á milli Gary Kasparovs og Nigels Shorts á þeirra eigin vegum í Lond- on en hitt á milli þeirra Anatólí Karpovs og Jans Timmans í Belfort í Frakklandi eða Amsterdam, skipulagt af Alþjóðaskák- sambandinu FIDE. Þótt Kasparov sé al- mennt viðurkenndur sem langsterkasti skákmaður heims hafa þeir Short sáralítinn stuðning fengið við nýstofnuð atvinnu- mannasamtök sín og sjálfstætt einvígishald. Campomanes, forseti FIDE, Gary Kasparov heimsmeistari og James McKay, stjórnandi Intermark-samsteypunnar, skrifa undir einvígis- samning í Moskvu snemma á síðasta ári. En eftir að Bobby Fischer kom aftur á sjónarsviðið minnkaði áhugi Bandarikjamannanna, og „samningurinn" reyndist aðeins hafa verið viljayfirlýsing. Einangraðir skáksnillingar Anatólí Karpov. Verður hann aftur heimsmeistari án þess að sigra þann besta? Jan Timman. Short vann hann örugglega í janúar, en „það verður að loka hringnum," segir Timman og hann grípur tækifærið og teflir við Karpov um „heimsmeistaratitilinn". SKÁK Margeir Pétursson Meira að segja ensku og rúss- nesku skáksamböndin styðja ekki við bakið á þeim Short og Ka- sparov en hafa lýst yfir trausti sínu á FIDE. Vinir og kollegar Shorts í enska landsliðinu hafa líka for- dæmt athæfí hans. Enski stór- meistarinn Murray Chandler segist hafa heyrt skoðanir u.þ.b. 60 af fremstu stórmeisturum í heimi og allir séu þeir mjög ósáttir við þenn- an klofning, nema þeir sem eigi beinna eða óbeinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Einvígi Kasparovs og Shorts í London fer fram á vegum stór- blaðsins Times og fyrirtækjanna Polygram og Teleworld, sem er hollenskt. FIDE virðist ekki í sér- lega miklum vandræðum að finna aðila til að reiða út þær 43 milljón- ir ísl. króna sem eru lágmarksverð- laun í „heimsmeistaraeinvígi“ þeirra Karpovs og Timmans. Franska borgin Belfort hefur þegar lýst áhuga sínum en hugsanlegt er að helmingur einvígisins fari fram í Amsterdam, heimaborg Tim- mans. FIDE hefur leitað til lögmanns- stofu í London til að freista þess að vemda rétt sinn yfír heimsmeist- aratitlinum og má vænta að þess verði freistað með lögbanni að hindra að einvígi Kasparovs og Shorts verði nefnt heimsmeistara- einvígi. Þeir Timman og Karpov hafa ekki átt í neinum vandræðum með að réttlæta það fyrir sjálfum sér og öðrum að tefla um heimsmeist- aratitilinn, þrátt fyrir að Nigel Short hafi slegið þá báða út. „Það verður að loka hringnum," sagði Jan Timman í samtali við Morgun- blaðið á dögunum. Sigri Karpov í einvígi þeirra verður það í annað skipið sem hann hreppir titilinn án þess að leggja ríkjandi heimsmeist- ara að velli. Árið 1975 vildi Fischer ekki tefla við hann, skilyrði Banda- ríkjamannsins um fyrirkomulag einvígisins voru naumlega felld í atkvæðagreiðslu hjá FIDE og hann var síðan sviptur titlinum á sama hátt og liggur fyrir Kasparov nú. Eins og Karpov er Jan Timman nú mjög í nöp við Gary Kasparov, sem hann telur hafa eyðilagt stór- meistarasambandið. Um Short seg- ir Timman: „Áskorandinn hefur dregist inn í mikilmennskubijálæði Kasparovs“ Maðurinn á bakvið Times-tilboðið Það er skákrithöfundurinn og stórmeistarinn Raymond Keene í London sem er á bakvið tilboð Tim- es, Polygram og Teleworld. Keene ritar einmitt um skák í Times. Hann er kunnasti skákbóka- höfundurinn sem ritar á enska tungu. Keene hefur einnig verið stórvirkur í mótahaldi, átti m.a. mikinn þátt í að helmingur heims- meistaraeinvígisins 1986 fór fram í London. Keene var mikill stúð- ingsmaður Kasparovs í baráttu hans við við sovéska skáksam- bandið og FIDE á árunum 1983-1985 og síðan hefur verið mikill vinskapur þeirra í millum. Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á þykkju milli Keene og ann- arra enskra stórmeistara, líklega fyrst og fremst vegna þess að á meðan Keene héfur orðið flest að féþúfu í bókaútgáfu og mótahaldi lepja þeir dauðann úr skel og mótum með góðum verðlaunum fækkar stöðugt í Englandi. Þeir óánægðustu halda því fram að nægt fé sé að hafa til skákhreyf- ingarinnar í Englandi, en Keene og félagar sogi það allt til sín. Keene hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir að semja skáksöguna sjálfur jafnóðum og hagræða stað- reyndum til hagsbóta fyrir Kasp- arov og aðra vini sína. Upp á síð- kastið hefur stórblaðið Times sleppt því að minnast á tvennt í sinni miklu umfjöllun um einvígishaldið. Það er annars vegar sú staðreynd að þeir Kasparov og Campomanes voru orðnir bandamenn eftir að Kasparov sneri baki við stórmeista- rasambandinu og hins vegar þau mistök Kasparovs að ganga til samninga við bandaríska aðila sem ekki reyndust nægilega traustir. Félagsskapur sem nefnir sig „The London Chess Group“ tók einnig þátt í útboði Kasparovs og Shorts og var með hærra boð en Times, Polygram og Teleworld. Samt fóru einvígismennirnir ekki í viðræður við þá. Fulltrúar þessa félagsskapar eru argir út í Keene og hafa ásakað hann um að hafa boðið Manchesterborg að fá einvíg- ið aftur sín, gegn því að honum yrðu greidd mjög há umboðsþókn- un. Afleit tímasetiiing Það er skoðun flestra í skák- heiminum að það séu eingöngu fjárhagslegir hagsmunir Kasparovs og Shorts sem ráði ferðinni í þessu máli, allt tal um „sjálf stæðisbaráttu", spillingu í FIDE og einræðistilburði FIDE-forsetans sé einungis -yfírklór. Það var á þingi FIDE í Luzern 1982 sem Campomanes felldi Frið- rik Ólafsson úr forsetastóli FIDE og gerði þar gæfumuninn stuðning- ur gömlu Sovétblokkarinnar. Filippseyingurinn varð síðan ennþá umdeildari þegar hann stöðvaði HM-einvígi Karpovs og Kasparovs í Moskvu 1985 og lenti síðan í hatrömmum deilum við stórmeist- arasambandið á fyrstu árunum eft- ir stofnun þess árið 1986. En síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Hefðu heimsmeistarinn og áskorandi hans viljað kljúfa sig frá FIDE á þeim árum hefðu þeir áreiðanlega notið víðtæks stuðn- ings, en Campomanes hefur nú náð sáttum við marga fyrrum andstæð- inga sína. Þ. á m. voru þeir Kasp- arov orðnir saupsáttir um tíma, eftir að heimsmeistarinn sneri baki 'Alexander Aljekín heimsmeistari á árunum 1927-1935 og 1937- 1946 átti titilinn sjálfur og tefidi bara við þá sem honum þóknað- ist. við stórmeistarasambandinu. Campomanes hlaut glæsilegt end- urkjör sem forseti FIDE árið 1990 og í fyrra stóð hann fyrir afar vel skipulögðu Ólympíuskákmóti. Nú er næsta hrina í heimsmeist- arakeppni FIDE komin í fullan gang. Ekki hefur þess orðið vart að nokkur stórmeistari hyggist fórna sæti sínu á millisvæðamóti FIDE í sumar vegna óljósra yfírlýs- inga Kasparovs og Shorts. Útför stórmeistara- sambandsins Síðan á árinu 1986 hafa belg- ískir aðilar haldið stórmeistara- sambandinu gangandi með rausn- arlegum fjárstuðningi, þótt reyndar hafí verið hljótt um samtökin eftir Raymond Keene. Ekki fórnfús skákfrömuður, heldur harðsvírað- ur peningamaður sem hefur mak- að krókinn á kostnað okkar, segja margir enskir skákmenn. að Kasparov sneri við þeim baki. Belgarnir hafa nú fengið nóg, starfandi framkvæmdastjóri, lögfræðingurinn Pierrette Brodt- haers, hefur nú boðað til aðalfund- ar 1. júní næstkomandi, og þar er aðeins eitt mál á dagskrá; að leggja samtökin niður. Frú Brodthaers gefur þá skýringu að sumir félagar hugsi aðeins um að þjóna sínum þröngu sérhagsmunum, jafnvel þótt þau gangi í berhögg við tilgang og reglur samtakanna. Þarna beinir hún skeytum sínum fyrst og fremst til Nigels Shorts, síðasta forseta þeirra. Ferill stór- meistarasambandsins var glæsi- legur fyrstu árin, en nú er hætt við að ekki verði reynt að koma fremstu skákmönnum heims aftur í samtök fyrr en eitthvað verður liðið á næstu öld. Fordæmi Laskers og Aljekíns skelfir Það óar marga stórmeistara og skákfrömuði við því að heims- meistaratitillinn verði nokkurs konar einkaeign heimsmeistarans eins og á árunum fyrir síðari heimsstytjöld. Þeir Lasker og Alj- ekín fengu á sig rökstuddar ásak- anir um að vilja einungis tefla við þá andstæðinga sem þeir hefðu í öllum höndum við en gætu samt útvegað háar verðlaunafúlgur. Engin skipulögð áskorendakeppni var þá í gangi. Mest sláandi var að eftir að Aljekín vann heims- meistaratitilinn óvænt af Capa- blanca á árinu 1927 gaf hann Kúbumanninum aldrei færi á sér aftur. Þótti það mikil réttarbót fyrir stórmeistarana þegar FIDE eignaði sér heimsmeistaratitilinn eftir lát Aljekíns árið 1946. Verðlaun í HM-einvígjum Það er orðið arðvænlegra að tefla skák nú en fyrir 20 árum þegar þeir Bobby Fischer og Borís Spasskí háðu einvígi aldarinnar í Laugardalshöllinni fyrir 125 þús- und Bandaríkjadala verðlaunasjóð Skáksambandsins, sem enski auðkýfíngurinn Slater tvöfaldaði síðan. Reiknuð til ísl. króna miðað við gengi nú hafa verðlaunin síðan verið þannig: 1978 Baguio Karpov-Kortsnoj 44 millj. 1981 Merano Karpov-Kortsnoj 35 millj. 1984 Moskva Karpov-Kasparov 43 millj- 1985 Moskva Karpov-Kasparov 59 millj- 1986 Lon,Len Karpov-Kasparov 68 millj. 1987 Sevilla Karpov-Kasparov 112 millj. 1990 NY,Lyon Karpov-Kasparovl76 millj- Árið 1983 var ákveðið á þingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.