Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 29

Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 29
smiðjum en að upplýsa stjórnvöld viðkomandi lands nákvæmlega um innihald drykkjarins. Þeir láta það eitt uppi að hráefnin séu úr jurtarík- inu. íslenska kókið er best Slagorðið „ALLTAF" á meðal annars að vísa til þess að Coke sé alltaf og alls staðar eins. Vissulega nota framleiðendur sama bragðefn- ið, sama magn af sykri og vatni, en samt þykjast ýmsir finna gæða- mun eftir því hvar varan er fram- leidd. Kókunnendur halda því stað- fastlega fram að íslenska kókið sé betra en útlent. Pétur forstjóri seg- ist ekki vilja bera á móti því að ís- lenska kókið sé góð vara í saman- burði við framleiðslu annarra landa, enda hefur framleiðsla Vífilfells fengið góða dóma í höfuðstöðvun- um í Atlanta. „Við eigum svo gott vatn og það kemur fram í bragð- gæðunum," segir Pétur. „Margir aðrir framleiðendur verða að notast við marghreinsað vatn, jafnvel end- urunnið skolp. Sums staðar er notað vatn sem hefur verið hreinsað með efnafræðilegum aðferðum og það er ákveðinn keimur af því vatni, sem sumir greina. Við fáum okkar vatn úr brunni hjá Vatnsveitu Reykjavík- ur og til þessa hefur það reynst afbragðs gott. Maður veit reyndar ekki hvað gerist í framtíðinni, hvort mengun af völdum áburðar eða annarra efna á eftir að hafa áhrif þar á, en ég vona að gæði vatnsins haldist.“ Tilraunir hafa verið gerðar á ýmsum tímum með innflutning á tilbúnu Coca-Cola frá útlöndum, en þær hafa orðið skammlífar. „Þegar dósavæðingin var að hefjast hér á landi ákváðum við að hefja innflutn- ing á Coca-Cola í dósum til að mæta samkeppni," segir Pétur. „Þessi vara fékk dræmar viðtökur hjá neytendum, en þegar við hófum að setja eigin framleiðslu á dósir þá var allt annað upp á teningnum. Staðreyndin er sú að innflutningur á tilbúnum gosdrykkjum er ekkert annað en innflutningur á vatni, sem að mínu mati er ekki jafn gott og það sem við höfum aðgang að hér á landi.“ Pétur segir fjarlægðina hafa lengi verndað íslenska mark- aðinn en með nýjum viðskiptahátt- um á alþjóðavettvangi verði ísland í æ ríkari mæli hluti af alþjóðlegu markaðssvæði. „Ég óttast ekki samkeppni erlendis frá, við erum með góða vöru og hún stenst fylli- lega samanburð og meira en það.“ Hús vatnsins í fyrra fagnaði Vífilfell hf. 50 ára afmæli. Lagt var kapp á að öll starfsemi fyrirtækisins kæmist undir eitt þak á afmælisárinu. Vífil- fell hf. sleit barnsskónum í Haga við Nesveg í Reykjavík. Um 1970 var ný framleiðslulína tekin í notk- un og þá var fyrsta verksmiðjuhús- ið byggt á framtíðarstað fyrirtæk- isins í iðnaðarhverfinu við Stuðla- háls. Nú standa þar fjögur verk- smiðjuhús og nýja skrifstofubygg- ingin sem vekur verðskuldaða at- hygli vegfarenda. „Við létum þekkt- an listamann og arkitekt í Toronto hanna húsið,“ segir Pétur. „Grunn- hugmyndin að húsinu tengist ein- mitt íslenska vatninu og húsið end- urspeglar í orðsins fýllstu merkingu tærleika þess, hreinleika og gæði.“ í anddyri byggingarinnar er foss. Venjulega seytlar um hann vatn, en þegar fullt rennsli er sett á fyll- ir niðurinn húsið og kraftur vatns- ins fer um viðstadda. Litir hússins eru sóttir í umhverfi vatnsins og brotnir upp með rauðum einkenni- slit Coca-Cola. Húsið og reyndar byggingarnar allar eru sniðnar til að taka við fjölda gesta sem koma á hveiju ári til að sjá „hvar kókið verður til“. Það er stanslaus straumur af skólafólki, kaupmönn- um og öðrum hópum sem koma til að skoða fyrirtækið. Milli skrif- stofuhússins og verksmiðjubygg- inganna er göngubrú, en af henni geta gestir skoðað allar deildir verk- smiðjunnar. „Coca-Cola varð sann- kallaður þjóðardrykkur íslendinga," segir Pétur. „Lengi framan af gat fyrirtækið ekki annað eftirspurn- inni, en í dag er enginn hörgull á Coca-Cola. Fólk getur treyst því að Coca-Cola verði alltaf til staðar og alltaf jafn gott!“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAI 1993 29 Myndasýning af fyrstu kröfugöngunni LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkurborgar gengst nú fyrir sýningn á ljósmyndum sem teknar voru af fyrstu kröfugöngunni á leið um götur Reykjavíkur og útifundi sem haldinn var að göngu lokinni í grjóturð við Hverfisgötu og Ingólfsstræti, þar sem reisa átti Al- þýðuhús Reykjavíkur. Gísli Ólafsson bakari hafði nýlega eignast myndavél og fylgdi göngunni eftir. Kristinn Einarsson kaupmaður var einnig á vettvangi. Flestar eru myndirnar úr safni þeirra og hafa ættingjar Gísla og Kristins góðfúslega léð myndirnar til birt- ingar. Sýningin verður í Geysishúsinu við Aðalstræti og Vestur- götu og verður opnuð í dag 1. maí og stendur til 17. maí. Reynt hefur verið að nafngreina göngumenn og þá sem fýlgdust með göngunni og sjást á götum og stéttum. Þeim tilmælum er beint til sýningargesta að þeir veiti upp- lýsingar ef þeir telja sig þekkja einhvern sem þeir kunna að sjá á myndunum. Ljósmyndasafn Reykjavíkur- borgar kappkostar að varðveita myndir úr lífi og starfi borgarbúa, sýna athafnir þeirra og umsvif í annríki virkra daga og fjölþætt félagsstarf, tómstundir og skemmtanir. Að sýningu þessari hafa unnið Frá fyrstu kröfugöngu um götu Reykjavíkur. starfsmenn Ljósmyndasafnsins, Guðrún S. Haraldsdóttir hönnuður og Pétur Pétursson þulur, sem safnað hefur upplýsingum og látið í té gögn er varða gönguna. (FréttatUkynnmg) MEIRI LÆKKUN SÍMGJALDA TIL ÚTLANDA FÆRIR OKKUR NÆR HVERT ÖÐRU I dag lækkum við enn frekar verð á símtölum til útlanda. Á aðeins einu ári hefur verðið lækkað um 15-33%. ÞAÐ MUNAR UM MINNA. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.