Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 32
Söl>í 1AM .t M JOAaítAOUAI aiQ/uia'/ÍUOHOM
MÖRGUNBtABIÐ iiA.UGARDAGXJR l; MAÍ1993
Bréf ráðuneytis til lögreglustjóra
Lög hamla ekki sölu
áfengis utan dyra
Dómsmálaráðuneytið telur, að veitingalöggjöfin sé því ekki til fyrir-
stöðu að veitingastarfsemi almennt, eða áfengisveitingar sérstaklega,
geti farið fram utan veggja veitingastaðar, svo sem í húsagarði eða á
svölum eða á stétt framan við veitingastað.
Síðastliðið sumar stöðvaði lögregl-
an áfengisveitingar í garði Hressó
við Austurstræti og var vísað til þess,
að áfengisveitingar utan dyra veit-
ingastaða væru óheimilar. Dóms- og
kirkjumálaráðuneytið kemst hins
vegar að þeirri niðurstöðu, að lögg-
jöfín sé slíkri veitingasölu ekki til
fyrirstöðu. í bréfí ráðuneytisins til
lögreglustjórans í Reykjavík er vísað
til veitingalöggjafar og þar segir
m.a.: „Ráðuneytið telur því að hug-
tökin húsakynni og húsnæði verði
ekki túlkuð þannig að þau feli í sér
takmörkun^ með þeim hætti að veit-
ingastarfsemi megi eingöngu fara
fram innan veggja þess húsnæðis,
og undjr sama þaki, sem um er að
ræða. A þetta einnig við um veiting-
ar áfengis, enda þótt forsenda leyfis
fyrir veitingastað til slíkrar starfsemi
hljóti að vera húsakynni í hefðbundn-
um skilningi.“
Eðlileg tengsl
Tekið er fram, að séu veitingar í
húsagarði, á svölum eða á stétt þurfi
það svæði að vera í eðlilegum tengsl-
um við hefðbundið húsnæði veitinga-
staðarins og nánar afmarkað. Að því
er áfengisveitingar varði þurfí að
liggja fyrir umsögn matsnefndar
áfengisveitingastaða, en einnig þurfí
að hafa í huga að starfsemin teljist
forsvaranleg frá sjónarhomi lög-
gæslu.
Stuðningur við Landgræðsluna
AÐSTANDENDUR Gúmmívinnustofunnar hf. hafa
ákveðið að styrkja Landgræðslu ríkisins næstu tvö
árin með 10 kr. framlagi fyrir hvern Norðdekk
hjólbarða sem seldur er. Á myndinni sést Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri t.h. taka við 435.750
Morgunblaðið/Sverrir
kr. ávísun úr hendi Halldórs Björnssonar forstjóra,
en það er framlag Gúmmívinnustofunnar hf. fyrir
árið 1992. í baksýn sjást Viðar Halldórsson fram-
kvæmdasljóri t.v. og Pétur Guðjónsson frá IMG
stjómunarfræðslu.
Reykingar
bannaðar í
háskólanum?
Á FUNDI háskólaráðs fímmtu-
daginn 29. apríl, reyklausa dag-
inn, var Q'allað um tillögu Gísla
Jónssonar, varaforseta verk-
fræðideildar, um skipan nefndar
til að kanna hvort reykingar í
byggingum Háskólans séu í
samræmi við lög og reglugerð
um tóbaksvamir. Jafnframt að
gera tillögur til úrbóta og athuga
hvort til greina komi að banna
alfarið reykingar í byggingum
Háskólans.
Könnun á viðhorfi fólks til Landgræðslu ríkisins
76% telja að auka eigi
framlag til landgræðslu
SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar fyrir Landgræðslu ríkis-
ins telja 76% þeirra sem spurðir voru að auka eigi framlag sljómvalda
til landgræðslu, en aðeins 1% vilja að dregið sé úr framlaginu. Þá telja
87% aðspurðra að þörf sé á meiri kynningu um uppgræðslu landsins,
en 47% telja að gróðureyðing á íslandi fari almennt vaxandi. Könnun-
in var unnin af IMG stjórnunarfræðslu, en gerð hennar var styrkt af
Gúmmívinnustofunni hf., sem hefur ákveðið að láta tíu krónur af sölu
hvers Norðdekk hjólbarða næstu tvö árin renna til Landgræðslunnar,
en fyrirtækið framleiðir 60 þúsund hjólbarða á ári.
Með fullan
bíl af þýfi
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv-
aði akstur 27 ára gamals síbrota-
manns í Hlíðahverfi í fyrrinótt
og fann í bílnum margs konar
þýfi, þar á meðal 63 karton af
sígarrettum.
Um klukkan hálffjögur sáu lög-
reglumenn þekktan innbrotsþjóf á
bíl akandi eftir Lönguhlíð og stöðv-
uðu hann.
í bílnum fundu þeir 63 karton
af sígarettum, 6 vindlapakka og
ýmiss konar verkfæri svo og hljóm-
flutningstæki. Það þótti eindregið
benda til þess að um þýfi væri að
ræða að um var að ræða nýja og
ónotaða vöru með verðmiðum á.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar er greinilegt að almenningur
setur Landgræðsluna sterklega í sam-
band við ræktun eða uppgræðslu
lands en ekki eitthvað annað. Þá kom
greinilega í ljós að margir fá vitn-
eskju sina um uppgræðslu ekki af
eigín raun heldur vegna þess að þeir
sjá um þau mál fjallað í íjölmiðlum.
Fræðsla er hornsteinn.
landgræðslustarfsins
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann væri mjög ánægður
og þakklátur vegna framlags og
framtaks eigenda Gúmmívinnustof-
unnar hf., og hann mæti það mjög
mikils að fá þessa skoðanakönnun.
Hann sagði Landgræðsluna reyndar
hafa haft það á stefnuskrá sinni að
kynnast og leita eftir viðhorfum
fólksins í landinu til starfseminnar,
en jafnvel þó að hann teldi að Land-
græðslan hefði sinnt kynningu og
fræðslumálum með dyggri aðstoð
fjölmiðla þá kæmi það óneitanlega
svolítið á óvart að fólki fyndist að
ekki væri nóg að gert.
„Við erum þó alls ekkert ósáttir
við það, en við höfum oft sagt að
fræðsla og kynningarstarf eigi að
vera homsteinn landgræðslustarfs-
ins. Hins vegar erum við auðvitað
ánægðastir með það viðhorf almenn-
ings að yfirgnæfandi meirihluti telji
að auka beri framlagtil landgræðslu-
mála. Ég vil reyndar gera að mínum
þau orð Óla Kr. Sigurðssonar heitins
í Olís þegar hann hratt af stað þeirra
átaki, Græðum ísland með Olís, en
þá sagði hann að hann væri með
þessu að hvetja landsmenn, fyrirtæki
og stofnanir til þess að fylgja for-
dæmi sínu. Það hafa eigendur
Gúmmívinnustofunnar hf. vissulega
gert, og við vonum sannarlega að
fleiri fylgi þeirra fordæmi því verk-
efnin sem eru framundan eru það
hrikalega stór að við náum aldrei
settum markmiðum nema þjóðin öll
sameinist til að takast á við þau,“
sagði Sveinn.
Selásskóli
Skrifað undir
SAMNINGURINN um gerð þáttanna undirritaður. Það gerðu Heim-
ir Steinsson útvarpsstjóri og Hrafn Gunnlaugsson framkvæmdastjóri
fyrir hönd Sjónvarpsins en Þráinn Bertelsson, leikstjóri, framleið-
andi og handritshöfundur, fyrir hönd Nýs lífs. Á myndinni er einnig
sonur Þráins, Hrafn Þráinsson.
Stærsta útboðsverk Sjónvarps til þessa
Kona slasað-
ist í bílveltu
á Heiiisheiði Þættir framleiddir
fyrir 43 milljónir
ÞRÁINN Bertelsson hefur gert samning við Ríkissjónvarpið um gerð
sjónvarpsþáttaraðar, sem ber heitið Sigla himinfley. Framleiðslukostnað-
ur verður 42,9 milljónir króna. Fyrirtæki Þráins, Nýtt líf, mun fram-
leiða þættina sem verktaki. „Þetta er langstærsta útboðsverkefni sem
íslenskt fyrirtæki hefur tekið að sér fyrir sjónvarp og vonandi boðar
það nýja framleiðslumöguleika,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson fram-
Sextán tilbod í frá-
gang skólalóðar
BILVELTA varð á Hellisheiði kl.
19 í gærkvöldi þegar jeppabif-
reið rann út af veginum í hálku
og valt.
Fimm Bandaríkjamenn voru í
bílnum og voru allir fluttir á slysa-
deild Borgarspítalans. Kona sem
var meðal farþega slasaðist nokkuð
og var undir eftirliti á sjúkrahúsinu
í nótt en aðrir sem í bílnum voru
reyndust með minni háttar meisl
og fengu að fara heim að skoðun
lokinni. Bifreiðin er talin ónýt eftir
veltuna. Að sögn lögreglu var mik-
il hálka á Hellisheiði í gærkvöldi
og gekk á með éljum. Þá var víðar
mikil hálka á vegum suðvestanlands
síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna
éljagangs og fóru fjórir bílar út af
veginum í Kerlingaskarði með
skömmu millibili síðdegis en engin
slys urðu þó á fólki.
kvæmdastjóri Sjónvarpsins.
Vestmannaeyjar verða aðalsögu-
svið þáttanna, sem gerast í nútíma
og fjaila um lífíð við sjávarsfðuna.
Þráinn sagði gert væri ráð fyrir að
hann skilaði af sér verkinu í apríl á
næsta ári en um verður að ræða íjóra
50 mínútna þætti, sem áætlað er að
sýna næsta vor.
Upphaflega var ráðgert að þættir
þessir yrðu gerðir í fyrrasumar og að
sögn Þráins Bertelssonar hafði tals-
verður undirbúningur farið fram áður
en málinu var frestað þar sem samn-
ingar náðust þá ekki. Þráinn er höfund-
ur handrits jafnframt því að leikstýra
þáttunum.
Að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Sjónvarpinu verða þættimir
fjármagnaðir með framlögum úr Nor-
ræna sjónvarpssjóðnum en jafnframt
munu sjónvarpsstöðvar hinna Norður-
landanna taka þátt í framleiðslunni.
SEXTÁN tilboð bárust í frágang
lóðar við Selásskóla og reyndist
munur milli tveggja lægstu til-
boða vera 0,17% prósentustig.
Þá voru ellefu tilboð á bilinu 80
til 90% af kostnaðaráætlun.
Borgarráð hefur samþykkt, að
taka tilboði lægstbjóðanda, Garð-
yrkjuþjónustunnar hf., sem bauð
15,7 millj. eða 79,55% af kostnaðar-
áætlun en hún er rúmar 19,7 millj.
Næst lægsta boð áttu Jarðvélar
sf., sem bauð 79,72% af kostnaðar-
áætlun. Þá bauð Böðvar Sigurðsson
hf., 81,45%. af kostnaðaráætlun,
Garpar hf., buðu 81,52% af kostn-
aðaráætlun, Garðaval hf., bauð
82,37% af kostnaðaráætlun, Neisti
hf., bauð 83,08% af kostnaðaráæti-
un og Jóhann Helgi Hlöðversson
bauð 83,26% af kostnaðaráætlun.
Þór Snorrason bauð 85,70% af
kostnaðaráætlun, Jón og Tryggvi
hf. buðu 85,74% af kostnaðaráætl-
un, Snorri Þórsson bauð 86,84% af
kostnaðaráætlun, Garðaprýði hf.,
bauð 87,42% af kostnaðaráætlun,
BJ. Verktakar hf., buðu 87,83% af
kostnaðaráætlun, Björn og Gylfí
sf., buðu 88,68% af kostnaðaráætl-
un en þar vantaði á einingarverð
að hluta. Þá bauð Völur hf., 98,78%
af kostnaðaráætlun, GAP. sf. bauð
104,42% af kostnaðaráætlun og
Gunnar og Guðmundur sf., buðu
125,10% af kostnaðaráætlun.
--------------♦ » »-------
Bókasafn Kópavogs
Ráðgjöf um
garðyrkju
Garðyrkjufræðingur verður
staddur þriðjudaginn 4. mai kl.
18-20 í Bókasafni Kópavogs og
veitir ókeypis ráðleggingar um
allt sem viðkemur garðvinnu og
ræktun hvers konar.
Kópavogsbúar og aðrir garð-
yrkjuáhugamenn eru hvattir til að
notfæra sér þessa þjónustu og fá
leiðbeiningar áður en hafist er
handa við garðvinnu.
(Prcttatilkynning)