Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993
34
Framsókn mælist nó
stærsti flokkurinn
Tæplega 100 millj. taprekstur kynntur á aðalfundi Granda hf. ferðamanna
Aðalfundarstörf
AÐALFUNDUR Granda hf. var haldinn í gær. F.v. á myndinni eru Jón Rúnar Kristjánsson fundarrit-
ari, Brynjólfur Bjarnason framkvæmdasljóri Granda, Arni Vilhjálmsson stjórnarformaður félagsins og
Grétar B. Kristjánsson fundarstjóri.
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Gallups, sem ríkisútvarpið greindi
frá í gærkvöldi, er Framsóknarflokkurinn nú stærsti flokkurinn og
mælist í fyrsta sinn í sögu Gallups á Islandi stærri en Sjálfstæðisflokk-
urinn. Hjá RÚV kom fram að fylgi Framsóknarflokks mælist nú 32%
en fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,5%. Ekki er talinn marktækur munur
á fylgi þessara flokka.
Stuðst var við 1.200 manna úrtak
alls staðar að af landinu. Af öðrum
flokkum bæta Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið lítilsháttar við sig
en Kvennalistinn tapar fylgi. Fyigi
ríkisstjómarinnar minnkar frá síð-
ustu könnun og mælist stuðningur
við hana nú rúmlega 30%.
Heimir fær stuðning
í könnuninni var spurt sérstak-
lega um Hrafnsmálið og reyndust
um 60% styðja þá ákvörðun Heimis
Steinssonar að víkja Hrafni Gunn-
laugssyni úr starfi. 26% voru andvíg-
ir þeirri ákvörðun og 10% tóku ekki
afstöðu. Hinsvegar reyndust um 80%
andvígir þeirri ákvörðun Olafs G.
Einarssonar menntamálaráðherra að
ráða Hrafn aftur til starfa. 13%
studdu þá ákvörðun en 5% tóku ekki
afstöðu.
----♦ ♦ ♦--
Ferðakynning
Heimsklúbbs Ing-
ólfs og Prímu
Nýr bækling-
ur - handbók
154 millj. kr. gengistap á
síðustu 3 mánuðum ársins
ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda hf., lýsti
miklum vonbrigðum með árangur félagsins á síðastliðnu
ári í ræðu sinni á aðalfundi þess í gær og sagði að mikil
umskipti til hins verra hefðu orðið á afkomunni síðustu
þrjá mánuði ársins. Rekstrartap Granda nam 98 milljónum
kr. og 156 millj. að tapi dótturfyrirtækja meðtöldu. Tekjur
fyrirtækisins lækkuðu að raungildi um 3,3%, en rekstrar-
gjöld án afskrifta og fjármagnsgjalda um 1,4%. Heildar-
lækkun rekstrartekna á milli áranna 1992 og 1991 nam
7%. Vegna samsetningar erlendra skulda Granda varð
misvægi milli verðlags og gengis 195 millj. kr. og á síðustu
3 mánuðum ársins nam gengistap félagsins 154 milljónum
kr. Þar af stöfuðu 90 millj. kr. af gengisfellingu krónunnar
í nóvember en 64 millj. stöfuðu af því, að Bandaríkjadalur
og japanskt jen vega þyngra í skuldum Granda en í myntk-
örfu Seðlabankans.
„Vera má, að okkur hafi orðið
á mistök í áætlanagerð í því, að
hafa ekki hugað að eðlilegum
væntingum í gengisþróun, og að
dregist hafi úr hömlu að aðlaga
skuldasamsetningu okkar að þeim
breytingum, sem orðið hafa á síð-
ustu misserum í samsetningu af-
urðasölu okkar eftir myntum, en
vægi þýskra marka hefur stórauk-
ist á kostnað dollara," sagði Árni
í ræðu sinni.
I ræðu Brynjólfs Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Granda, kom
fram að af hálfu fyrirtækisins
hefur verið lögð nokkur vinna í
hvernig nota megi nútímatækni
til að breyta skuldasamsetningu
> •
Hagnaður af rekstri UA10 miliiónir í fyrra
Nægar veiðiheim-
ildir en minni afli
fyrirtækisins. Hafist hafi verið
handa um gerð samninga um
gjaldeyrisskipti auk vaxtaskipta-
samninga til- að ná meiri jöfnuði
á milli samsetningar tekna og
skulda og vinna gegn áhættu á
gengistapi-. Einnig þyrfti að skoða
samsetningu framleiðslunnar
þannig að jöfnuður verði milli
samsetningar erlendra skulda og
útflutningstekna.
Eiginfjárhlutfall lækkaði í 38%
Eigið fé Granda var 1.467 millj.
kr. í lok ársins og eiginfjárhlut-
fall lækkaði úr tæplega 45% 1991
í 38%. Eigið fé jókst á árinu um
21 millj. kr. en hlutafjáraukning
í nóvember og desember skilaði
126 milljónum kr. Skv. efnahags-
reikningi var bókfært verð heild-
areigna í árslok 3.834 millj. kr.
og heildarskuldir námu 2.367
millj. kr. Heildarfjárfestingar á
árinu námu 1.033 millj. kr. en þar
af námu kaup á hlutafé í útgerðar-
félaginu Pesquera Friosur í Chile
106 millj. kr. Ný langtímalán á
árinu námu 726 millj. kr.
Stjórn og varastjóm Granda hf.
var endurkjörin á aðalfundinum í
gær.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
fréttatilkynning frá Heimsklúbbi
Ingólfs og Prímu hf., en í dag
klukkan 16 verður ferðakynning
á vegum klúbbsins og Prímu hf.
á Hótel Sögu.
„Hjá Heimsklúbbi Ingólfs er
kominn út bæklingur, sem sker sig
úr og er ekki hefðbundinn sölubækl-
ingur ferðaskrifstofu, heldur hand-
bók, sem geymir fullt af upplýsing-
um um eftirsótta staði erlendis,
handbók ferðamanna. Við athugun
verðs kemur í ljós að með sérsamn-
ingum Heimsklúbbsins hefur tekist
að fá gistingu á sumum þekktustu
hótelum heimsins á verði, sem er
sambærilegt eða lægra en á dreif-
býlishótelum hér og annars staðar
í Evrópu en eru án nokkurra þæg-
inda að sögn Ingólfs Guðbrandsson-
ar.
Bæklingurinn er gefinn út sem
ókeypis handbók ferðamanna, en
honum fylgir auk þess happdrættis-
miði með 100 þús. kr. aðalvinning,
úttekt í heimsreisu, en 10 aðrir
vinningar eru gistinætur á lúxus-
hótelum fyrir tvo víðs vegar um
heiminn. Dregið verður í því happ-
drætti 15. júní næstkomandi. í lok
ferðakynningar Heimsklúbbsins í
dag verða einnig dregnir út ferða-
vinningar úr „lukkumiðum" gest-
anna, samtals að upphæð kr. 100
þúsund.
Ferðirnar, sem kynntar verða í
dag eru: Vínarborg, Budapest,
Ungveijaland, Töfrar Ítalíu, lista-
og óperuferð í ágúst, Heillandi
heimur Kína, Hong Kong og Tæ-
land í september, Malaysía og töfr-
ar Tælands í október og loks Hnatt-
reisa umhverfis jörðina í nóvember.
Aðgangur að ferðakynningunni
er ókeypis en veitingar verða seldar
við inngang."
Fréttatilkynning
HAGNAÐUR af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa í fyrra
nam 10,4 milljónum króna, en árið 1991 var hann 86,7 milljón-
ir króna. Heildarafli skipa félagsins var 21.604 tonn í fyrra,
sem er minni afli en árið 1991, þegar hann var 23.675 tonn.
Ástæða samdráttarins voru rýr aflabrögð, en ekki skortur á
aflaheimildum.
Háskólaráð um takmarkanír í læknadeild
Ákveðið að fækka
nemum niður í 30
HÁSKÓLARÁÐ hefur ákveðið að herða fjöldatakmarkanir þær sem
gilt hafa i læknadeild skólans. Nú gefst aðeins 30 nemendum kostur
á áframhaldandi námi við deildina eftir haustmisseri en undanfarin
10 ár hafa 36 nemendur getað haldið áfram eftir samkeppnispróf I
lok misserisins. Að sögn Sveinbjarnar Björnssonar háskólarektors
er þessi ákvörðun fyrst og fremst vegna þess að átta þjálfunarpláss
fyrir læknanema á Landakoti hafa verið lögð niður í kjölfar niður-
skurðar á spítalanum.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
ÚA, en aðalfundur félagsins var
haldinn í gær. í ræðu stjórnarfor-
manns, Sverris Leóssonar, sagði
hann m.a., að það hefði verið
stefna félagsins að bregðast við
skerðingu aflaheimilda og minnk-
andi afla með því að afla nýrra
heimilda og auka sóknina, þannig
að halda mætti út sömu og helst
meiri starfsemi en verið hefði á
undanfömum árum. „Þegar litið
er á tölur um heildarafla má sjá
að þetta hefur tekist að nokkru
leyti, þar sem afli hefur verið á
bilinu 21-23 þúsund tonn á ári. Á
síðastliðnu ári var aflinn 21.600
tonn og var hann rúmlega 2.000
tonnum minni en árið áður, enda
hafði afli á úthaldsdag dregist
saman, var aðeins 11,3 tonn en
hafði verið 12,9 tonn árið áður,“
sagði Sverrir.
Sverrir sagði að það væri veru-
legt áhyggjuefni hversu afli hefði
rýrnað, en árið 1988 hefði afli á
úthaldsdag hjá skipum félagsins
verið um 15,5 tonn. Hefði hann
dregist saman um 27% á sl. fímm
árum, sem aftur hefði leitt til þess,
að sífellt hefði orðið kostnaðar-
meira að ná í hvert tonn af fiski.
Félagið hefði auk þess ráðist í
mikinn kostnað við að afla viðbót-
arveiðiheimilda, sem bæði hefðu
verið varanlegar og óvaranlegar,
en það hefði verið forsenda þess
að afli og hráefni til vinnslunnar
hefði haldist þannig að starfsemin
hefði gengið snurðulaust allt árið.
Framleiðsla ÚA á freðfiski var
tæplega 6.400 tonn í landi, en auk
þess framleiddu frystitogarar fé-
lagsins, Sléttbakur og Sólbakur,
3.950 tonn af afurðum. Heildar-
framleiðslan var því 10.347 tonn,
sem er rúmlega 200 tonnum meira
en árið áður og er það mesta fram-
leiðsla félagsins sem verið hefur,
bæði miðað við magn og verð-
mæti. Samið var við aðrar útgerð-
ir um öflun hráefnis, til að halda
stöðugri framleiðslu.
Nýtt hlutafé
í máli Sverris Leóssonar kom
fram, að á aðalfundi félagsins á
síðasta ári fékk stjórn þess heimild
til að efna til útgáfu nýs hlutafjár
að nafnverði 50 milljónir kr. Sú
heimild hefur ekki verið nýtt enn,
en áhugi er á því að kanna mögu-
leika á slíku á næstunni. „Er það
mjög æskilegt, til þess að búa sig
enn undir frekari sókn til þess að
auka umsvif félagsins auk þess
sem nýtt fjármagn er æskilegt til
þess að fjármagna kaup á hlutafé
í hinu þýska dótturfélagi sem fest
hefur verið kaup á,“ sagði Sverrir
Leósson, stjómarformaður Útgerð-
arfélags Akureyringa.
Sveinbjörn Björnsson segir að á
fundi Háskólaráðs í vikunni, þar sem
málið var til umræðu og ákvörðun-
ar, voru lögð fram gögn og röksemd-
ir frá læknadeild skólans sem gerðu
ráð fyrir fækkun úr 36 nemendum
niður í 30. „Ástæðan er sú að ekki
er Iengur hægt að koma átta nem-
endum í þjálfun á Landakoti, en
gert er ráð fyrir að þau tvö pláss
sem standa eftir skiptist jafnt milli
Borgarspítala og Landspítala," segir
Sveinbjörn. „Félag læknanema hefur
lýst sig samþykkt þessari ákvörðun."