Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 37

Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Reuter Leikið á mannræningja LÖGREGLU í Costa Rica tókst á fimmtudag að leika á hóp mannræn- ingja er kallaði sig „Dauðasveitina" og hafði tekið 23 borgara í gísl- ingu, þar af 18 hæstaréttardómara. Ræningjarnir fengu 200.000 Banda- ríkjadollara lausnargjald, síðan fengu þeir að fara um borð í flugvél eftir að hafa látið gíslana lausa. Er þeir voru að koma sér fyrir í sætunum þustu velvopnaðir lögreglumenn áð og yfirbuguðu hópinn. Ræningjarnir sögðust þurfa peningana til að greiða fyrir læknishjálp handa foringjanum er mun þjást af skorpulifur. Á myndinni yfirgefur einn gíslinn prísundina, með honum eru börn hans. Fyrir skömmu tóku aðrir ræningjar í Costa Rica gísla og kröfðust lausnargjalds, stjórn- völd létu undan og borguðu. Margir telja að seinni hópnum hafi litist vel á niðurstöðuna og talið auðvelt að feta í fótsporin. Eftirhreytur þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss Leiðtogi andstöðu við EES úr bankastjórn Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. CHRISTOPH Blocher, harðasti andstæðingur evrópska efnahags- svæðisins (EES) í Sviss, var ekki endurkjörinn í sljórn stærsta banka landsins, Schweizerische Bankgesellschaft (SBG), á aðal- fundi hans á fimmtudag. Harðar deilur Roberts Studers, aðal- bankasljóra SBG, og Blochers á opinberum EES-kosningafundi í haust vöktu mikla athygli og það varð ljóst að dagar þingmanns- ins í stjórn bankans voru taldir. Yfir 4.000 hluthafar sóttu aðal- fundinn, um helmingi fleiri en í fyrra. Nikolaus Senn, stjórnarformaður, sagði náin tengsl Blochers við eig- anda BZ-bankans í Sviss og afstaða hans í vaxtamálum vera höfuðá- stæðurnar fyrir því að stjórnin legði til að hann yrði ekki endurkjörinn en ekki andstaða hans gegn EES. Fáir trúðu þessu og þeir sem tóku til máls á fundinum gagnrýndu flest- ir stjórnina fyrir að þola ekki skoða- namun innan hennar. Blocher skrifaði fundinum bréf en mætti ekki sjálfur til að koma í veg fyrir tilfinningahita á honum. En talsmenn Blóehers voru baulaðir nið- ur í lokin og Senn slökkti á hátalar- anum í miðri ræðu eins hluthafans þegar hann var búinn að fá nóg „af þvælunni“ í honum um andúð banka- stjórnarinnar á Blocher vegna af-. stöðu hans til EES. Um 25% hlut- hafa greiddu Blocher atkvæði í 24 manna stjórnina. Christoph Blocher Yangtse flytji velmeg- nnina inn í sveitir Kína Peking. Daily Telegraph. Alvarleg ofveiði Rússa KINVERSK sljórnvöld hafa kynnt stórfenglegar áætlanir um að gera Yangtse-fljótið að því, sem þeir kalla „gullnu vatnaleiðina“, og ætla að galopna Yangtse-dalinn allan fyrir erlendri fjárfest- ingu. Er vonast til, að þannig muni vaxandi velmegun í strandhér- uðunum færast inn í Iandið. á þorski í Barentshafi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSNESK og færeysk fiskiskip veiddu í fyrra milli 90 og 120 þúsund tonn af þorski umfram þann kvóta sem þau höfðu í Barentshafi í fyrra, samkvæmt gögnum sem Jan Henry T. 01- sen sjávarútvegsráðherra Noregs lagði fram í Stórþinginu í fyrradag. Olsen sagði að stórefla þyrfti eftirlit með veiðum í Barentshafi. Það væri vanmáttugt, einungis þtjú skip fylgdust með 291 skipi sem þar væru að veiðum nú. Af þessum skipum v,æru 47 norsk en 244 frá Rússlandi og ríkjum Evrópubanda- lagsins (EB). Hann sagði að rúss- nesk stjórnvöld hefðu fallist á sam- starf um aukið eftirlit með veiðun- um til þess að reyna að koma í veg fyrir að stofninn hryndi vegna of- veiði. Hrun blasir við Samkvæmt útreikningum Norð- manna veiddu Færeyingar 23.000 tonn fram yfir kvóta og Rússar 70-100 þúsund tonn. Fiskifræðing- ar í Noregi hafa fullyrt að dragi ekki úr ofveiðinni blasi ekkert ann- að en hrun við þorskstofninum í Barentshafi. Reuter Uppnám á þingi TIL handalögmála kom í neðri deild ítalska þingsins í fyrradag þegar ljóst varð, að meirihluti þingmanna hafði hafnað að svipta Bettino Craxi þinghelgi svo unnt væri að rannsaka alvarlegar spill- ingarákærur á hendur honum. Nú ætlar Ciampi forsætisráðherra að krefjast þess, að þingmenn afsali sér þinghelgi allir sem einn. aðgerðunum, en í gær virtist sem gamla sagan væri að endurtaka sig, enn ein stjórnin að falla og að þessu 'sinni aðeins eftir nokkrar klukku- stundir. Þingið upp við vegg Sagt er, að Ciampi hafi brugðist mjög reiður við þegar hann heyrði um samþykkt þingsins í máli Craxis en hann sat ekki lengi auðum hönd- um. Hefur hann ákveðið að kreijast þess, að þingheimur allur, báðar deildirnar, afsali sér þeim rétti, sem kveðið er á um í 68. grein stjórnar- skrárinnar, það er að segja þinghelg- inni. „Atkvæðagreiðslan í gær sýnir, að 68. greinin er úrelt,“ sagði Ger- ardo Bianco, þingflokksformaður kristilegra demókrata, eftir fund með Ciampi og kvaðst mundu leggja til, að málið yrði tekið fyrir fljótt. Með þessu hefur Ciampi sett þing- ið upp við vegg. Nú yerður ekki spurt um afstöðu þess til rannsóknar á máli einstakra manna, heldur hvort þingmenn vilji sjálfir afsala sér þing- helgi. Eða með öðrum orðum hvort þeir telji sig hafa hreinan skjöld. Það verður því vel fylgst með afgreiðslu tillögunnar á þingi. ítalir skammast sín Spillingin á Ítalíu er mikið áfall fyrir þjóðina en augljóst er, að hún nær út í hvern krók og kima samfé- lagsins. Auðvitað vissu allir meira eða minna um ástandið en nú þegar flett hefur verið ofan af því skamm- ast ítalir sín gagnvart umheiminum, einkum gagnvart öðrum Evrópu- þjóðum. „Mútuþægnin er runnin okkur í merg og bein,“ segir kvik- myndaleikstjórinn Federico Fellini en það er ekki alveg ljóst hvers vegna þessi mál komu upp allt í einu núna. Sumir rekja það til falls Berlín- armúrsins og þeirra breytinga, sem orðið hafa í alþjóðastjórnmálum, og segja sem svo, að baráttan gegn kommúnismanum hafi áður réttlætt óbrejAt ástand og allt, sem því fylgdi. Aðrir benda á nærtækari skýringar: Gífurlega skuldasöfnun ríkisins, kröfur Evrópubandalagsins um að ítalir herði sultarólina vilji þeir á annað borð eiga samstarf við önnur Evrópuríki og loks vaxandi skilning á, að stjórnmálaflokkarnir væru komnir úr öllum tengslum við almenning í landinu. Komið að skuldadögunum Itölum finnst nú sem komið sé að skuldadögunum, jafnt í efnahags- sem stjórnmálum landsins, og það er orðið áberandi hvað efnafólk er orðið feimið við að flagga auðæfun- um. Fyrir skömmu var enginn mað- ur með mönnum nema hann væri með farsímann á lofti í tíma og ótíma en nú ber miklu minna á því og aðsókn að fínustu og dýrustu veit- ingastöðunum í Róm hefur minnkað um 40% á nokkrum mánuðum. Hjá almenningi birtist óttinn við erfiða tíma framundan til dæmis í því, að páskaeggjasalan hrundi að þessu sinni og pöntunum á sumarleyfi er- lendis hefur fækkað um 30%. (Heimildir: The Economist, The Daily Teiegraph o. fl.) Þetta nýja efnahagssvæði á að ná frá Shanghai til borgarinnar Chungking í vestri en dalsvæðið milli borganna er samtals 200.000 fermíl- ur. Er það mjög fijósamt og Jjöl- byggt og þaðan kemur fimmtungur þjóðarframleiðslunnar. Lífskjörin eru þó miklu lakari þar en á uppgangs- svæðunum við ströndina. Embætti§maður í kínversku rík- isáætlananefndinni sagði, að þessi nýja áætlun myndi hafa „gífurleg áhrif á kínverskt efnahagslíf", gefa erlendum fjáfestum einstakt tæki- færi auk þess að mynda risastóran markað fyrir erlenda vöru. Á þessu svæði er stefnt að 100 stórum verk- efnum, meðal annars að hinu risa- vaxna „Þriggja-gilja-raforkuveri“, og sagði embættismaðurinn, að hug- myndin væri, að útlendingar fengju að fjármagna þau og reka í tiltekinn tíma, eða þar til þeir hefðu hagnast vel á framkvæmdinni. Einkavæða 600 fyrirtæki Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið samþykkti í gær lög um einkavæðingu sem verið hafa til meðferðar i þinginu í tvö ár. Er litið á samþykktina sem mikinn sig- ur fyrir stjórnina og einka- væðingaráform hennar. Lögin gera stjóminni kleift að einkavæða um 600 ríkisfyrir- tæki á einu bretti og deila hluta- bréfum til almennings. Meðan á einkavæðingu fyrirtækjanna stendur verður forsjá þeirra falin ljárfestingasjóðum sem eru í umsjá vestrænna ráðgjafa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.