Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Rekstur ríkissjóðs fyrstu 3 mánuðina samkvæmt áætlun Afkoman mun versna veru- STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Úttekt á brunavörnum ríkissafna lega það sem eftir er árs ÚTKOMA á rekstri ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs er nánast Tekjur minnka sú sama og í fyrra. Er þessi niðurstaða í samræmi við áætlanir en horfur eru á að afkoman versni verulega það sem eftir er ársins og halli ríkissjóðs verði að minnsta kosti 10,5 milljarðar króna eða rúm- um 4 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þá stefnir lánsfjárþörf ríkissjóðs í 13-14 milljarða króna á árinu, sem er nærri tvöfalt hærri fjárhæð en á síðasta ári. Fjármálaráðherra kynnti afkomu ríkissjóðs á ríkisstjórnarfundi í gær. Fram kom, að innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 23 milljörðum króna fyrstu þijá mánuði ársins, sem er svipað og áætlað var og sama upp- hæð og fyrstu þijá mánuði í fyrra. Hins vegar hafa tekjur lækkað nokkuð að raungildi þar sem verðlag hefur hækkað um 2-3% á þessum tíma. Tekju- og eignarskattar hafa skilað nokkru minni tekjum en áætl- að var, sem aðallega er rakið til aukins atvinnuleysis, en tekjur ríkis- sjóðs af óbeinum sköttum hafa nokkurn veginn staðist áætlanir. í greinargerð um afkomu ríkis- sjóðs gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því, að tekjur ríkisins á þessu ári verði 2,5 milljörðum króna minni en ijárlög gerðu ráð fyrir. Stafar það í fyrsta lagi af því að tekjur af sölu eigna verða væntanlega millj- arði lægri en áætlað var. í öðru lagi var fallið frá lækkun á endurgreiðsl- um virðisaukaskatts af vinnu iðnað- armanna við íbúðarhúsnæði, sem skerðir tekjur ríkisins um 400 millj- ónir. í þriðja lagi skerða ýmsar breytingar á vörugjaldi tekjurnar um 400 milljónir og í fjórða lagi eru horfur í þjóðarbúskapnum dekkri en miðað var við í forsendum' fjárlaga sem dregur úr tekjum ríkissjóðs. Gjöld aukast um 2 milljarða Heiidarútgjöld ríkissjóðs fyrstu þijá mánuðina urðu 27,6 milljarðar króna, sem er svipuð fjárhæð og í fyrra en 200 milljónum króna lægri upphæð en greiðsluáætlun sagði til um. Á föstu verðlagi hafa gjöldin þó lækkað um rúmiega 700 milljón- ir milli ára. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði um 2 milljörðum hærri á árinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Staf- ar það af hærri framlögum til At- vinnuleysistryggingasjóðs um allt að 1,3 milljörðum króna. Kjarasamn- ingar við BHMR leiða til 200 millj- óna hærri útgjalda. Þá hefur flýting uppgjörs vegna mjólkurbirgða o.fl. valdið 300 milljóna útgjaldaauka. Aukin lánsfjárþörf Aukinn halli á ríkissjóði eykur lánsfjárþörf ríkissjóðs. Samkvæmt áætlun fjárlaga var miðað við að innlendar lántökur ríkissjóðs kæmu ekki í veg fyrir vaxtalækkun, en nú telur Ijármálaráðuneytið, að versn- andi horfur í ríkisfjármálum þrengi svigrúmið til lækkunar vaxta á inn- lendum markaði eða kalli á stórfellda aukningu í erlendum lántökum. í gær var utandagskrárumræða um varðveislu þjóðminja og örygg- ismál safna. Tilefni þessarar um- ræðu var bruni á bátum í varðveislu Þjóðminjasafnsins. í umræðinni greindi Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra m.a. frá því að hann hefði ritað Brunamálastofnun ríkis- ins bréf þar sem farið væri fram á að Brunamálastofnun hlutaðist til um úttekt á brunavörnum í Þjóð- minjasafni íslands og sérsöfnum þess, geymslum Þjóðminjasafnsins °g byggðasöfnum um allt land. Einnig hefði verið leitað eftir úttekt á ríkissöfnum í samráði við forstöðu- menn. Menntamálaráðherra til- greindi Landsbókasafn íslands, Þjóðskjalasafn íslands, Listasafn ís- lands, Listasafn Einars Jónssonar og Blindrabókasafn íslands. Eldhúsdagsumræða Almenn stjómmálaumræða, svo- nefnd eldhúsdagsumræða, verður á Alþingi næsta mánudagskvöld. Um- ræðan hefst kl. 20.30 og lýkur nokkru eftir kl. 23.00. Hver þing- flokkur hefur 30 mínútur til ræðu- flutnings. Ræður verða fluttar í þremur umferðum. Útvarpað verður frá þessari umræðu í Ríkisútvarpinu og einnig geta landsmenn hlýtt og horft á umræðuna í Ríkissjónvarpinu. Rekstur ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi Útgjöld til heil- brig’ðismála 111 millj. yfir áætlun ÚTGJÖLD tll heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis fóru 111 millj- ónum króna fram úr áætlun fyrstu þrjá mánuði ársins og útgjöld fjár- málaráðuneytis fóru 56 milljónum króna fram úr áætlun. Þá eru út- gjöld menntamálaráðuneytis 23 miiyónir umfram áætlanir, útgjöld iðnaðarráðuneytis 18 milljónir umfram áætlanir og útgjöld Hagstofu og umhverfisráðuneytið eru lítillega umfram áætlanir. Þá eru rekstr- argjöld æðstu stjórnar ríkisins 15 milljónum króna hærri en áætlað var, einkum vegna launagreiðslna Hæstaréttar umfram forsendur fjár- laga. Önnur umræða um breytingu á lögnm um Húsnæðisstofnun ríkisins Umdeilt siálfstæði Hús- næðisstofnunar ríkisins RANNVEIG Guðmundsdóttir (A-Rn) formaður félagsmálanefndar mælti í gær fyrir meirihlutaáliti á frumvarpi til breytinga á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Formaðurinn sagði stærstu breyting- una vera þá að stofnunin mun heyra beint undir félagsmálaráðuneyt- ið. Húsnæðismálin væru hagsmunamál fjölskyldnanna og félagsmála- ráðherrann mætti jafnan þola átölur ef þeim málum miðaði hægar en vænst hefði verið. Stjórnarandstæðingum þótti það nokkuð afrek hjá Rannveigu að fá sjálfstæðismenn til að kyngja þessu „miðstýring- arfrumvarpi" sem færði allt undir ráðherravald. Útgjöld annarra ráðuneyta eru ýmist í samræmi við, eða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig eru útgjöld dómsmálaráðuneytis 46 milljónum minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, útgjöld félagsmálaráðu- neytis eru 40 milljónum minni og sjávarútvegsráðuneytis 13 milljón- um minni en áætlað var. í greinargerð fjármálaráðuneyt- isins um afkomu ríkissjóðs fyrstu þijá mánuði ársins kemur fram, að útgjöld heilbrigðisráðuneytis vegna Ríkisspítalanna og Borgarspítala hafi sameiginlega farið 75 milljónir fram úr áætlun og rekstur Trygg- ingastofnunar hafi farið 26 milljónir fram úr áætlun. Útgjöld fjármálaráðuneytis fara einkum fram úr áætlun vegna auk- ins kostnaðar við innheimtu. Segir í greinargerðinni, að ráðuneytið sé að skoða hvemig tryggja megi að forsendur fjárlaga standist á þessum liðum. Útgjöld menntamálaráðuneytisins umfram áætlanir stafa einkum af meiri greiðslum til framhaldsskóla og grunnskóla, en í greinargerðinni segir að ekki sé ástæða til að ætla annað en þessi útgjöld verði innan íjárlaga í árslok. í iðnaðarráðuneyti eru útgjöld hærri en áætlað var vegna þess að Rafmagnseftirlit ríkisins hefur ekki skilað innheimtum tekjum í sam- ræmi við greiðsluáætlun. Aukin út- gjöld Hagstofunnar stafa af því að sértekjur skila sér síðar en áætlað var. Þá eru umframgreiðslur stofn- ana umhverfisráðuneytisins mestar hjá Náttúruverndarráði, 6 milljónir, sem að hluta til er tilfærsla milli mánaða. Minni útgjöld sjávarútvegsráðu- neytisins en-áætlað var stafa af því að nær allar stofnanir ráðuneytisins eru innan greiðsluáætlunar. Frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 130/1990, 24/1991, 47/1991 og 10.-12. gr. laga nr. 1/1992. var til 2. umræðu í gær. Frumvarp félagsmálaráðherra má greina í þijá meginþætti. Stjórn- sýsluleg staða Húsnæðistofnunar og tengsl við félagsmálaráðherra breyt- ist verulega. Frumvarpið kveður einnig á um að tækni- og hönnunar- deild Húsnæðisstofnunar verði lögð niður. Ennfremur gerir frumvarpið ráð fyrir að skyldugur sparnaður ungmenna verði aflagður. Ábyrgur ráðherra Formaður félagsmálanefndar, Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), gerði grein fyrir nefndará- liti meirihluta sem er skipaður full- trúum stjórnarflokkanna í nefndinni. Meirihlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með nokkrum breyt- ingartillögum. Framsögumaður sagði m.a. að með þessu frumvarpi væri stjómsýsluleg staða Húsnæðis- stofnunar ákvörðuð. Henni væri ætlað að vera sérstök ríkisstofnun sem heyrði beint undir ráðuneyti en ekki að vera í hópi þeirra ríkisstofn- ana sem væru flokkaðar sem sjálf- stæðar ríkisstofnanir eins og t.d. rík- isbankarnir. Rannveig sagði Hús- næðisstofnun ríkisins vera mjög mikilvæga fyrir hagsmuni fjöl- skyldnanna í landinu og ekki sama eðlis og t.d. bankastofnun og því eðlilegast að hún væri sérstök ríkis- stofnun sem heyrði beint undir ráðu- neyti. Rannveig Guðmundsdóttir benti á: „Við höfum oft viljað kalla ráð- herra til ábyrgðar í málefnum stofn- unarinnar og það er ráðherra sem liggur undir ámæli hveiju sinni ef málum miðar ekki fram eins og vænst er. Það þekkjum við öll.“ Miðstýring Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rn) hafði framsögu fyrir áliti minnihluta sem fulltrúar þingflokka stjórnarandstöðunnar standa að. Framsögumaður sagði meginbreyt- inguna sem frumvarpið fæli í sér vera þá að Húsnæðistofnun skyldi ekki lengur vera sjálfstæð ríkisstofn- un heldur lúta beint boðvaldi ráð- herra. Hún taldi þetta vitna um til- hneigingu ríkisstjórnarinnar að auka miðstýringu og draga sem mest úr sjálfstæði ríkistofnana og ríkisfyrir- tækja. Hún taldi alþýðuflokksmenn vera jafnvel öðrum fremur sérstak- lega þjakaðir af þessari áráttu. Ingibjörg Sólrún sagði minnihlut- ann ekki vera andvígan breytingum á innra skipulagi Húsnæðisstofnun- ar en það væri eðlilegra að stofnun- in sjálf tæki ákvarðanir þar um frek- ar en að ráðherra skipaði fyrir. Hún átaldi mjög hvernig hönnunadeildin hefði í raun nú þegar verið lögð nið- ur að undirlagi ráðherra áður en Alþingi hefði lokið umfjöllun um málið. Jón Kristjánsson (F-Al) sagði „lagasetningaráráttu" mjög hafa spillt fyrir húsnæðismálum í þessu landi og þetta frumvarp miðaði að því að styrkja pólitísk áhrif yfir Húsnæðisstofnuninni. Jón grunaði sterklega að sjálfstæðismenn hefðu átt í vissum erfíðleikum með að kyngja þessu „miðstýringarfrum- varpi“ sem gengi þvert á boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins. Stein- grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) taldi þetta frumvarp vera skref eftir þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr öllu sem mætti kalla almenna fyrirgreiðslu og ætla Húsnæðis- stofnun ekki annað en að sinna fé- lagslega húsnæðiskerfínu eftir fjár- veitingu og geðþótta ráðherra hveiju sinni. Ræðumaður lagði áherslu á að þokkaleg sátt yrði að vera um hús- næðismálin í þjóðfélaginu. Hann taldi það ekki þjóna þessum tilgangi vel að svipta aðila vinnumarkaðarins setu í stjórn stofnunarinnar. Stein- grímur J. Sigfússon sagði það lengi hafa verið baráttumál sjálfstæðis- manna að leggja tæknideild Hús- næðisstofnunar niður. Steingrímur sagði tæknideildina hafa annast þjónustu við mörg minni sveitarfélög og vissi hann ekki annað en að sú þjónusta hefði verið fullkomlega frambærileg og á sanngjörnu verði. Honum var spurn eftir því hvaða aðilar vildu komast í þessu viðskipti. Auk ofangreindra töluðu Ingi- björg Pálmadóttir (F-Vl), Halldór Asgrímsson (F-Al) og Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf). Þessari um- ræðu var frestað og þingfundi slitið kl. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.