Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 46
46 ♦ MORGUjNBLAÐIÐ LAUGARIj)AqUR 1. MAI 1993 WT b Bimbo BARNAFATAVERSLUN Háaleitisbraut 58-60, sími 38260 Gleðilegt sumartilboð! Fötin hjá okkur eru á stórmarkaðsverði eða lægri í stærðunum 50-176 (0-13 ára). Góð aðkoma, næg bílastæði. Aðeins gegn afhendingu þessa miða færð þú 15% staðgreiðsluafslátt, 7% gegn greiðslukortum. Póst$endum um land allt. Gildir til I. júní. Þátttakendur í ráðstefnunni á Hótei Loftleiðum. Morgunblaðið/Kristinn Kynningarfundur um markaðseftirlit með rafföngum Fundurínn verður haldinn 5. maí og hefst kl. 13:00, aó Hesthálsi 6-8 hjá Bifreiðaskoðun íslands. Hagsmunaaðilar eru hvattir til aö mæta og kynna sér þróun og breytingar á markaðseftirliti raffanga. Þátttaka tilkynnist í s. 673700 fy. 4. maí. RER - Markaóseftirlit Bl NY KYNSLOÐ AF SMÁGRÖFUM 0,3 - 5,3 tonn Við kynnum og sýnum nýja kynslóð af AMMAIMN YANMAR smágröfum, hlaðnar nýjungum: • Stimpildæla með breytilegum afköstum, sem þýðir minni eldsneytiseyðslu. • Sérstaklega hljóðlátar, snúningshraði vélar aðeins 2200 sn./mín. • Vökvastjórntæki „J0YSTICK” gefa mjúkt og jafnt átak. • Nýtt, glæsilegt útlit og litir, stærra, bjartara og betur einangrað hús. AMMANN YANMAR gröfurnar hafa nú þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hérlendis. Komið og skoðið þá nýjustu, gerð B22-2, þyngd 2.2 tonn. Eigum einnig til á lager og til afgreiðslu STRAX YANMAR beltavagna m/850 kg. burðarþoli. Ráðgjöf - sala - þjónusta M Mi IULailí tcú 1 IHll Skútuvogur 12A - Reykjavík - s 812530 Ráðstefna um landnýtingu og almannarétt Hver á landið og hver má? RÁÐSTEFNA um landnýtingu og almannarétt var haldin á Hótel Loftleiðum 24. apríl síðastliðinn undir einkunnarorðunum „Hver á? - Hver má?“ og voru aðstandendur hennar Landvernd, Skotveiðifé- lag Islands, Landsamband stangveiðifélaga, Ferðafélag íslands og Stéttarsamband bænda. Morg athyglisverð erindi voru flutt á ráð- stefnunni. Finnur Torfi Hjörleifsson lög- fræðingur flutti þar m.a. erindi um veiðirétt, ákvæði og viðhorf fyrr og nú. Hann rakti lagaákvæði Jónsbók- ar um veiði og sagði að þau hafi í aðalatriðum verið hin sömu og í þjóðveldislögunum samkvæmt Grágás. Landeigandi eða leiguliði átti einkarétt til veiða fugla og fiska á eigin jörð með umtalsverðum und- antekningum þó. Hann átti og einkarétt til að veiða fiska og sjáv- arspendýr í netlögum, sem miðuðust við 20 möskva djúpt selnet, (há- marksdýpt 2,90 m). Almannaréttur til veiða fugla og fiska gilti í almenn- ingum og á afréttum og til fugla- veiða í hafinu upp að ströndum. Ákvæði Jónsbókar, sem lögtekin voru 1281 um veiði, stóðu óbreytt uns gildi tók tilskipun um veiði á íslandi 1849. Veiðitilskipunin frá 1849 í upphafí nefndarálits um frum- varp til fyrrnefndrar veiðitilskipunar 1849 segir að frumvarpið sé „frá- brugðið bæði ákvörðunum Jónsbók- ar um veiðiréttinn ... og einkum þeirri venju, sem fyrir löngu er kom- in hér á og enn íoðir við, að veiði landdýra og fugla allflestra, allvíða átölulaust, er hér tíðkuð af hverjum sem vill iðka hana, hvar sem er, og hvort heldur á eigin lóð eða ann- ara.“ Síðar í nefndarálitinu er venja þessi kölluð „saklaus brúkunarrétt- ur“. Rök má að því leiða að þessi saklausi brúkunarréttur hafi í raun gilt á íslandi eftir lögtöku Veiðitil- skipunar 1849 og eitthvað fram eft- ir öldinni okkar. Evrópusameining og almannaréttur eignarréttar gilda sömu reglur um EES-aðila og um íslenska aðila. Taldi hann erfitt að sjá að aðrar eða þrengri reglur geti gilt um EES- aðila heldur en íslendinga að því er tekur til almannaréttar og að gera megi ráð fyrir að eftirspurn eftir fasteignum hér á landi muni aukast við gildistöku EES-samn- ingsins, þ. á m. til landa og land- svæða til hvers kyns útivistar. Hálendið, ný réttarstaða og nýr þjóðgarður Gunnar G. Schram prófessor og forseti lagadeildar Háskóla íslands íjallaði í erindi sínu um hálendið, nýja réttarstöðu og nýjan þjóðgarð. Hann kvað ný viðhorf hafa skapast með auknum fjölda fólks í þéttbýli, sem á síðari tímum leitaði í síaukn- um mæli út í dreifbýli og á hálendi landsins til þess að sækja sér úti- veru og nánd við náttúruna. Breyt- ing á lífsháttum og gildismati fólks hefði varpað skýrara ljósi á þann ágreining, sem uppi væri um skil- greiningu réttarstöðu og nýtingu stórra landshluta. Gunnar kvað réttarstöðuna á af- réttum og almenningum engan veg- inn ótvíræða og þar væru uppi mörg lögfræðileg álitamál er varða eign- arheimildir einstakra manna, hreppa og sveitarfélaga á þessum svæðum hálendisins. Allnokkrum sinnum hefði komið fram frumvarp á Alþingi um að hálendið yrði gert að þjóðareign, en slíkt frumvarp hefði aldrei náð fram að ganga. Þjóðgarður á hálendinu. I öðru lagi nefndi Gunnar tillögu um að allt miðhálendi landsins yrði gert að þjóðgarði. Hann kvað þessa hugmynd að mörgu leyti stórbrotna og heillandi og hann kvað það helst vera þá framtíðarsýn sem hann vildi sjá verða að veruleika. í náttúru- verndarlögum er það ákvæði að Náttúruverndarráð getur lýst því yfir að ákveðin svæði með sérstæðu náttúrufari og landslagi, verði þjóð- garður, en sá böggull fylgir þó skammrifi að landið verður að vera í ríkiseign. Hálendisþjóðgarður myndir því hafa í för með sér all verulegan kostnað vegna éign- arnáms lands sem sannanlega er í einstaklingseigu. Þó er mikill hluti hálendisins án eignarréttarheimilda í dag. Miðað við uppkveðna hæsta- réttardóma kvað Gunnar ótvírætt að ríkisvaldið geti í skjóli lagasetn- ingarvalds lýst yfir eignarrétti ríkis- ins á almenningum og afréttum og því væri tímabært að Alþingi hugi að lagasetningu, þar sem lýst er yfir ótvíræðum eignarrétti þjóðar- innar á þeim víðáttumiklum svæðum hálendisins sem enginn eigandi finnst að í dag. Hann taldi hálendis- þjóðgarð jafnframt koma í veg fyrir að erlendir ríkisborgarar geti fest kaup á nokkrum hluta hálendisins samkvæmt EES-samningnum. Hálendið lýst friðland? Síðasti kosturinn, sem Gunnar G. Schram nefndi og hann taldi að kæmi til greina, þegar rætt er um nýja skipan á þessum málum, er sú leið sem boðið er upp á í 24. grein náttúruverndarlaga um stofnun friðlanda. Sem dæmi um sh'ka frið- lýsingu má nefna Hornstrandir, Esjufjöll og Lónsöræfi. Þeir landeig- endur eða aðrir rétthafar sem fyrir fjártjóni verða vegna friðlýsingar eiga rétt á skaðabótum úr ríkis- sjóði. Ef samkomulag næst ekki um bætur, skulu þær ákvarðaðar eftir reglum laga um eignarnám. Gunnar taldi hugsanlegt að menn verði þó að þola takmarkanir vegna friðunar- aðgerða bótalaust. Sumarbúðir í Skál- holti í júní og ágúst Stefán Már Stefánsson prófessor fjallaði um Evrópusameiningu, eign- arrétt, afnotarétt og almannarétt. Hann taldi að aukin samvinna Evr- ópuþjóða, einkum á sviði efnahags- og viðskiptamála, myndi leiða til rýmkunar þeirra reglna sem gilda um öflun fasteigna hér á landi. Bein réttaráhrif EES-reglna þýðir að þær verða lögfestar hér og að EES-aðilar geti stutt rétt sinn við þessar reglur, þ. á m. í þeim tilvikum þegar reglurnar veita þeim rétt til öflunar fasteigna hér. Ennfremur að EES-aðili öðlist rétt yfír fylgirétt- indum fasteignar með sama hætti og íslenskir aðilar. Stefán Már sagði m.a. að í dreif- býli verði réttur til öflunar lands sennilega einkum virkur með stofn- setningarrétti, en hann felur í sér beinan rétt fyrir EES-aðiIa til að afla fasteigna hér á landi innan til- tekinna marka. Unnt væri að tengja saman búsetu og nýtingu lands, þó aðeins innan eðlilegra marka. Um lönd og landsvæði utan einstaklings- í SKÁLHOLTI verða starf- ræktar sumarbúðir 16.-22. og 24.-30. júní, þar sem sér- staklega verður reynt að koma til móts við fatlaða. 16.-22. og 24.-30. ágúst verður boðið upp á fjöl- skyldubúðir fyrir börn og fullorðna. Dagskrá miðast bæði tímabilin við að kynna og tengja saman tón- list, myndlist, leiklist og sögu Skál- holtsstaðar og kirkjunnar auk úti- vistar og náttúruskoðunar. Upplýsingar eru veittar hjá Mar- íu Eiríksdótíur og hjá Fræðsludeild kirkjunnar. (Fréttatilkynning) ------» ♦ » Ferming á morgun Ferming í Langholtskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 11. Fermd verða: Birta Bjömsdóttir, Sólheimum 25. Stefán Andrew Svenson, Skeiðarvogi 61.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.