Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 58
ffi
Minning
Jón Oddsson
Fæddur 27. sept. 1928
Dáinn 20. apríl 1993
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem) '
Mig dreymdi draum og þegar ég
vaknaði leið mér hálf illa. Ég hafði
orð á því við fjölskylduna að nú
væri eitthvað að heima. Og eftir tvo
tíma hringdi síminn. Jón Oddsson,
fyrrverandi tengdafaðir og afi
dætra minna, var dáinn. Hann dó
á sama tíma og mig var að dreyma.
Þetta kannski segir sína sögu um
mannleg tengsl.
Það var í maí fyrir 15 árum sem
ég kynntist þeim ágætu hjónum,
Jóni og Svölu, þegar sonur þeirra
Georg bauð mér með sér í „bæ-
inn“. Mér var vel tekið af þeim og
ég man hvað ég átti góða samræðu-
stund með þeim um sveitina og
sveitastörf, hestatamningar og sitt-
hvað fleira í þeim dúr, milli þess
sem brandararnir flugu þeirra á
milli.
En það einkenndi þeirra heimili,
brandarar og ákveðinn léttleiki. Þau
Fædd 5. apríl 1912
Dáin 19. apríl 1993
Hún elsku amma Lilja er dáin,
eða „amma nammi“ eins og við
kölluðum hana, því að hún bauð
okkur alltaf góðgæti og gos þegar
við komum í heimsókn.
En nú er hún elsku amma okkar
komin til afa og vitum við að hún
er hvíldinni fegin. Hún saknaði afa
og vonum við að þeim líði vel sam-
an hjá Guði.
Amma Lilja var alltaf svo blíð
og góð og tók alltaf svo vel á móti
okkur. Hún var alltaf með opinn
faðminn og var svo óeigingjörn.
Þó að amma væri komin til ára
sinna missti hún aldrei skopskynið
og var alltaf mjög hláturmild. Jafn-
vel þótt minninu færi hrakandi
mundi hún alltaf eftir okkur og við
munum alltaf muna eftir henni. Við
söknum hennar mjög, en með þess-
buðu mér að skoða sumarbústaðinn
sinn sem þau áttu skammt frá höf-
uðborginni. Þar áttu þau hesta og
kindur sér til ánægju, sem öll fjöl-
skyldan naut góðs af.
Tíminn leið og þar kom að við
Georg trúlofuðum okkur og áttum
von á okkar fyrsta barni. Við höfð-
um hug á að byija búskapinn í sveit-
inni fyrir norðan, en til að það
væri hægt þurfti margt að laga og
bæta á bænum. Það voru margar
ferðirnar milli höfuðborgarinnar og
Hnausa, en það hét bærinn, er Jón
og Svala komu okkur ti! hjálpar. I
einni ferðinni höfðu þau meðferðis
éldhúsinnréttingu og settu hana
upp á einni helgi. Svona var driftin
og hjálpsemin mikil.
Á þessum tíma vann Jón á hjól-
barðaverkstæði Heklu og var deild-
arstjóri þar. Er þetta því lýsandi
dæmi um vinnuhörku og ósérhlífni
sem einkenndi Jón alla tíð. Alltaf
var hann boðinn og búinn að hjálpa
og styðja krakkana sína, sem öll
voru á þessum árum að byija bú-
skap.
Jón og Svala eignuðust fimm
börn á 7 árum. Má nærri geta hvort
ekki hafi verið nóg að gera með svo
mörg lítil böm. En þau eru: Jón
Oddur, fæddur 1955, Georg Hans,
fæddur 1957, Erla Bjarney, fædd
um fáu orðum kveðjum við hana.
Ó, Jesú bróðir besti
og bamavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
Barnabörnin.
Mig langar að minnast ömmu
minnar, Lilju Kristdórsdóttur, með
nokkrum orðum. Þegar ég var lítil
var ég alltaf hjá henni og afa á
Laugaveginum. Þaðan koma marg-
ar góðar minningar. Alltaf voru
allir velkomnir til ömmu, hún gerði
öllum vel.
Síðustu árin bjuggu hún og afi
á Hrafnistu í Hafnarfirði og þau
urðu alltaf svo glöð þegar við barna-
bömin komum í heimsókn. En þeg-
ar afí dó varð það hennar heitasta
ósk að fá að fara til hans og nú
hefur henni orðið að ósk sinni.
1959, Baldur Ingi, fæddur 1960,
og Ásgeir, fæddur 1962. Barna-
börnin eru 13. Margs er að minn-
ast og margt ber að þakka.
Þótt leiðir okkar Georgs skildu,
slitnaði aldrei sambandið við Jón
og Svölu. Þau litu stundum inn hjá
okkur, alltaf færandi hendi eitthvað
fyrir barnabörnin Svölu, Svövu og
Svandísi. Eftir að við fluttumst til
útlanda varð fjarlægðin meiri og
sambandið öðmvísi, en síst verra.
Mér er efst í huga síðasta skipt-
ið sem við hittumst, en þá yomm
við fjölskyldan í heimsókn á Islandi
fyrir rúmum tveirhur ámm. Hringdi
ég þá í Svölu og sagði þeim hvar
við værum og með það sama birt-
ust þau hjón með fangið fullt af
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á jarðneskt vor.
(D. Stefánsson)
Lilja nafna.
fötum á öll bömin mín, þótt tvö af
þeim ætti ég með mínum seinni
manni. Þetta lýsir samheldni þeirra
og hjartahlýju, sem ég ávallt fékk
að njóta í blíðu og stríðu.
Ég kveð Jón Oddsson með þakk-
læti fyrir liðnu árin. Elsku Svala,
þú stóðst eins og klettur við hlið
hans í veikindunum. Ég og fjöl-
skylda mín óskum þér, börnunum
og fjölskyldum þeirra Guðs blessun-
ar.
Ásdís Svavarsdóttir,
Staffanstorp, Svíþjóð.
Mömmu dreymdi illa, og mér leið
illa þennan morgun. Er ég kom
heim úr skólanum, sagði mamma
að amma hefði hringt, klukkan tíu
á okkar tíma, og sagt að afí væri
dáinn.
Mig langar til að minnast Sigur-
bjargar Þorleifsdóttur, eða Sibbu,
eins og hún var kölluð.
Ég á hlýjar og góðar minningar
um hana. Ég bjó í húsi númer 10
við Túngötu, beint á móti henni,
og urðum við því góðar vinkonur
ég og dóttir hennar, Anna, sem
nú er látin.
Alltaf var mér tekið eins og ég
væri eitt af bömunum. Sérstaklega
man ég eftir að þegar við Anna
vomm komnar í gagnfræðaskól-
ann (sem var þá á kirkjuloftinu)
fórum við alltaf heim til Önnu í
löngu frímínútunum og var þá
Sibba búin að baka vöfflur, pönnu-
kökur eða lummur með mjólkinni
handa okkur. Ekki var annað tekið
í mál en að ég kæmi með henni
heim og svona gekk þetta held ég
bara allan veturinn. Alltaf var ég
jafn .velkomin á heimili Sibbu og
Óla. ’
Árið 1957 flyst ég frá Siglufirði
til Akureyrar. Árið eftir fer ég til
Siglufjarðar í heimsókn og bý þá
hjá Sibbu og Óla og fæ þá enn að
njóta hlýjunnar og notalegheitanna
frá þeim hjónum. Síðan líða mörg
ár þar til ég kem þangað aftur.
Árið 1972 misstu þau dóttur
sína, Önnu vinkonu mína. Hún er
jörðuð í Fossvogskirkjugarði. Þeg-
ar ég hringdi í Sibbu og Óla og
sagðist koma suður í jarðarförina
buðu þau mér að koma til sín þar
sem þau bjuggu í Reykjavík og
flaug ég frá Akureyri daginn fyrir
jarðarförina. Fór ég síðan til þeirra
um morguninn, jarðarfarardaginn.
Stundin sem ég átti með þeim
hjónum þar er mér ógleymanleg.
Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom
Ég vil þakka honum afa, fyrir
allar fallegar og skemmtilegar
stundir, sem ég upplifði með honum
og ömmu. Hann er dáinn, það veit
ég, en minningin um hann mun lifa
með mér til æviloka. Og ég er líka
stolt yfír, að ég ber hluta af nafni
hans, því ég heitir Svandís Jóna
Georgsdóttir.
Svandís Jóna Georgsdóttir.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá,
það yerður dásamleg dýrð handa mér.
(Hðf. ókunnur.)
Nú kveðjum við elsku afa okkar
og biðjum góðan Guð að styrkja
Svölu ömmu og alla fjölskylduna.
Svala og Svava Georgsdætur.
inn var Óli, sitjandi í stól, hann
stóð upp úr stólnum með útbreidd-
an faðminn á móti mér og tók
þéttingsfast utan um mig og hélt
mér lengi í faðminum og sagði:
„Elsku Gréta mín, mér fínnst eins
vænt um þig eins og ég ætti þig.“
Þessi orð hverfa mér aldrei úr
minni meðan ég lifí.
Við jarðarför Önnu sat ég með
fjölskyldu hennar, annað var ekki
tekið í mál, og sést þar best hvað
þau voru mér indæl, Sigurbjörg
og Óli.
Ég var heppin að eignast Önnu
fyrir vinkonu og eignast í leiðinni
hennar foreldra sem vini. Oft átt-
um við góðar stundir í eldhúsinu
á Túngötu 9.
Þegar við hjónin heimsóttum
Sibbu á sjúkrahúsið á Siglufirði í
sumar sem leið var hún svo hress
í anda. Og minnið hjá henni, hún
mundi mörg smáatriði sem við
Anna vorum að bralla og hlógum
við dátt að því. Það var alltaf jafn
gaman að spjalla við hana.
Ekki ætla ég að rekja ættir
Sibbu, en eitt vil ég segja að lokum
um þau hjónin, þau hafa gengið í
gegnum margt um ævina. Þau
misstu húsið sitt í bruna, áttu að-
eins eftir fötin sem þau stóðu í.
Síðan misstu þau eina drenginn
sinn. Það var mikill og sár missir.
Síðan missa þau dóttur sína sem
áður segir. Svo missir Óli heilsuna.
Mikið þurfa sumir að ganga í gegn-
um.
Ég vil þakka þér, Sibba mín,
fyrir allt gamalt og gott. Vonandi
ertu nú búin að hitta Óla þinn og
bömin. Far þú í friði.
Gréta Guðvarðardóttir.
Lilja Kristdórs-
dóttir — Minning
Sigurbjörg' Þorleifs-
dóttir — Minning
Systkinaminning
Jón Magnússon, Ragn-
hildur Magnúsdóttir
og Elín Magnúsdóttir
frá Lónshúsum í Garði
Jón
Fæddur 12. mars 1895
Dáinn 23. október 1973
Ragnhildur
Fædd 14. maí 1896
Dáin 21. apríl 1993
Elín
Fædd 6. október 1897
Dáin 24. desember 1991
í friði látinn hvíli hér,
nú heim frá leiði göngum vér.
Ó, búum einnig oss af stað.
Því óðum líður stundin að.
Svo veri dauðinn velkominn,
vér vitum, Jesús, dauði þinn
frá dauðans valdi leysti lýð,
þér lof og dýrð sé fyrr og síð.
(V. Briem)
Ég get ekki kvatt Rönku öðm-
vísi en að minnast systkinanna á
Njarðargötunni. Nonni, Ella og
Ranka byggðu Njarðargötu 41 af
litlum efnum og héldu því við af
mestu kostgæfni. Ég leit á
Njarðargötuna sem mitt annað
heimili í langan tíma og það gerðu
líka Sína amma, mamma, systkini
mín og pabbi minn sálugi sem kom
frá litlu þorpi utan af landi (Borg-
arfírði eystri) til að ganga mennta-
veginn, einnig bræður hans og
margt annað fólk sem átti þar
öruggt heimili. Ég get ekki annað
en minnst sunnudaganna á Njarð-
argötunni, það var engin skyldu-
mæting, en maður lét sig ekki
vanta í steikina, svo ég minnist
ekki á pönnsurnar sem eru þær
ljúffengustu sem ég hef fengið.
Systumar voru það samrýndar
að það var aldrei talað um þær
öðruvísi en báðar í sömu setningu,
það var ekki ósjaldan sem maður
sagði „Ella og Ranka eru í síman-
um“ svo samrýndar voru þær.
Þótt systkinin væru barnlaus hafa
fáir átt þátt í uppeldi eins margra
og þau, ég hef ekki tölu á þeim
fjölda, en ég veit að það var bæði
gott og sannkristið uppeldi.
Ég gæti skrifað heila bók um
þessi samrýndu systkini og veit
ég að nú er fagnaðarfundur á
þeirri endastöð sem við eigum öll
eftir að hittast á.
Ég verð alltaf þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast þessum
hjartahlýju systkinum sem gáfu
mér svo mikið.
Blessuð sé minning þeirra.
Jóliann Borg.